Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 18
 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Herhvöt Þó að Össur Skarphéðinsson sé ekki lengur formaður Samfylkingarinnar talar hann gjarnan eins og hann sé leiðtoginn sem leggur línurnar. „Lyklarnir að því að Samfylkingin nái sér aftur á strik felast í að velja rétta taktík gagnvart ríkisstjórninni, leggja djúpa, vel grundaða strategíu fyrir tímann fram að kosningum – og skapa breiða forystu úr úrvalsþingmönnum sem flokkurinn hefur á að skipa“, segir hann í nýjum pistli á heimasíðu sinni. Allir skilja hvað Össur er að fara þegar hann bætir við: „Samfylkingin fór um tíma niður í 11%. Með úthugsaðri breytingu á pólitískum starfsaðferðum, vali á réttum baráttumálum sem snertu taug í brjósti kjósandans, breiðri forystu sem talaði einum rómi, þá náðum við okkur hægt og sígandi upp í 32% . Við þau ankeri lá Samfylkingin meira og minna fram að formannsskiptum.“ Hörð átök „Ég er þeirrar skoðunar að tíminn og aðstæðurnar kalli á hörð átök við stjórnarliðið í öllum meginmálum þar sem ágreiningur ríkir á annað borð. Nú er að fara í hönd tími þar sem ég tel að Samfylkingin eigi að reyna að skapa ríka samstöðu með stjórnarandstöðunni og ráðast harkalega á öll þau mál ríkisstjórnarinnar sem við teljum röng. Þar ber ekki síst hátt tillögu hennar um að háeffa RÚV, setja ósanngjörn takmörk á eignarhald á fjölmiðlum, kolranga nálgun við styttingu framhaldsskólans, dekur við ofurlaunahópa, gliðnun sem birtist í hækkandi sköttum á eftirlaunaþega og öryrkja samfara lægri sköttum á hálaunafólk – og ótrygga stjórnun efnahagsmála“, skrifar Össur. Andstæðingurinn Og Össur bætir við: „Við eigum ekki að verja óskilgreinda miðju í stjórnmálum heldur ráðast í harða sókn fyrir klassíska jafnaðarstefnu.“ Niðurlagsorð hans eru: „Um leið sköpum við breiða forystu. Samfylkingin hefur þörf fyrir hana í dag.“ Engum blandast hugur um hvert skeytum er hér beint. Það er formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem lagt hefur áherslu á að verja miðjuna og hún skrifaði undir samkomulagið um það sem Össur kallar „ósanngjörn takmörk á eignarhald á fjölmiðlum“. Össur leggur með öðrum orðum línur um stríð gegn ríkisstjórninni en virðist í reynd ekki í minna stríði gegn formanni sínum og svilkonu. Ekki beint „breið forysta sem talar einum rómi“ eða hvað? gm@frettabladid.is Fyrir réttu ári síðan skrifaði ég grein hér í blaðið, sem ég kallaði Umbun án árangurs (8.1. 2005). Í greininni gerði ég að umtalsefni þá tískubylgju, sem farið hefur um hinn iðnvædda heim á undan- förnum árum að hlaða ofurkjörum á stjórnendur fyrirtækja á sama tíma og allt er gert til að halda kjörum almennra launþega niðri og draga úr réttindum þeirra á öllum sviðum. Allt er þetta gert undir merkj- um hins frjálsa markaðar. Til þess að hagkerfið sé skilvirkt og nái að starfa með fullum afköstum, þurfi fyrirtækin að geta dregist sundur og saman eins og harm- onikkur eftir aðstæðum markað- arins, vera auðvelt að ráða fólk og reka, haga launum eftir fram- boði og eftirspurn vinnuafls og draga úr fríðindum, sem samtök launafólks hafa náð að tryggja því í tímans rás, svo sem samnings- bundnum ákvæðum um uppsagn- arfrest, orlofsréttindi, veikindafrí og afmarkaðan vinnutíma. Þótt ákvæði af þessu tagi séu vafalaust sett af umhyggju fyrir hag laun- þega, vinni þau gegn markmiðum sínum, þar sem þau leiði til þess að atvinnurekendur tregðist við að ráða fólk í uppsveiflu hagkerf- isins, vegna þess hve erfitt sé að fækka aftur þegar að óhjákvæmi- legri niðursveiflu kemur. Í greininni benti ég á, að það skyti skökku við að á hinum enda launaskalans verður allt annað uppi á teningnum. Stjórnendur hvers konar gera sífellt meiri og harðari kröfur um atvinnuöryggi, biðlaun, eftirlaun og fríðindi sem í raun eru óháð árangri, þótt öðru- vísi sé látið líta út á pappírnum. Á undanförnum árum höfum við séð þetta vera að gerast á öllum sviðum þjóðlífsins. Stjórn- endur landsins og forkólfar atvinnulífsins hafa óspart pred- ikað fyrir launþegum að gæta hófs í launakröfum sínum ella fari verðbólga af stað og éti upp meginþorra krónutöluávinnings þeirra og tefli jafnvægi í þjóðar- búskapnum í hættu. „Jafnvægið“ er algerlega á ábyrgð launþeg- anna og samtaka þeirra. Varla eru svo undirskriftir þornaðar á hóf- sömum launasamningum þegar hálaunaliðið fer allt af stað og hrifsar til sín margfaldar hækk- anir almennu launþeganna og bætir jafnframt við sig alls konar fríðindum, sem engum öðrum standa til boða, svo sem himin- háum eftirlaunum, sem taka má jafnframt því að gegna hálauna- störfum hjá sama atvinnurekenda, auk lífeyrisréttinda fyrir sig og sína, langt fram úr öllu því sem nokkur almennur launþegi getur látið sig dreyma um. Þegar þetta framferði þingmanna og ráðherra vekur almenna reiði og ólgu, er þetta skýrt sem mistök, sem verði leiðrétt. Síðan reynist svo erfitt að leiðrétta mistökin, vegna eigna- réttarákvæða stjórnarskrárinn- ar! Það hefur ekki tekist að finna flöt á þeirri leiðréttingu enn, og ekki fyrirsjáanlegt að það takist á því stutta þingi sem framundan er. Á sama tíma reynist ekkert því til fyrirstöðu, að endurheimta það sem Tryggingastofnun hefur „ofgreitt“ bótaþegum með því að klípa það af lúsabótum þeirra á næstu mánuðum og árum! Morgunblaðið gerir þessa þróun að umtalsefni í Reykjavík- urbréfi síðastliðinn sunnudag. Það tínir til þrjár ástæður sem oftast séu nefndar sem „rök“ fyrir ofur- launum forstjóranna. Sú fyrsta er áhættan. Atvinnuöryggi forstjóra sé oft ekki mikið. Mbl. bendir á að yfirleitt sé þetta vel menntað fólk, sem oftast eigi þess fljótlega kost að ganga inn í önnur vel laun- uð störf. Önnur ástæðan er hæfi- leikar þeirra og árangur. Morg- unblaðið tekur undir það sem ég sagði í minni ársgömlu grein, að rannsóknir erlendis hafa sýnt að sárasjaldan er fylgni milli launa forstjóra og frammistöðu þeirra í starfi. Umbun án árangurs! Þriðja ástæðan, sem til er tínd, er sú að forstjórar starfi á alþjóðleg- um markaði og verði að fá laun í samræmi við ofurlaun erlendra starfsbræðra (í 99 prósent tilfella eru þetta karlar). Annars fari þeir annað. Einnig því hafnar Morgunblaðið. Það er lítið flæði forstjóra milli ríkja og málsvæða – og enginn hefur orðið var við alþjóðlega eftirspurn eftir íslenskum forstjórum. Í Staksteinum Mogga í fyrra- dag er rætt um hvort löggilda skuli hér á landi þá samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar að vinnuveitendur verði að gefa ástæðu fyrir uppsögn og ekki megi segja upp fólki nema gildar ástæður varðandi hegðun eða hæfni starfsmannsins eða rekstur fyrirtækisins liggi fyrir. Staksteinahöfundur vill umfram allt „varðveita sveigjanleikann á vinnumarkaðnum eins og kostur er.“ Fyrir 1000 árum kvað Þorgeir Ljósvetningagoði upp úr með það að íslensku samfélagi færi best að hafa ein lög og einn sið, ella mund- um við sundurslíta friðnum. Þau orð eiga áreiðanlega jafnvel við í dag. Eða hvernig þætti mönnum að Flugleiðir hefðu þann hátt á að hafa fallhlífar einungis fyrir far- þega á „business class“? Stjórn- endur Titanic sáu bara fyrsta farrýmisfarþegum fyrir björg- unarbátum. Það hefur hingað til ekki þótt til fyrirmyndar. ■ Frjálst fall og fallhlífar Í DAG ÓLAFUR HANNIBALSSON SVEIGJANLEGUR VINNUMARKAÐUR „Hvernig þætti mönnum að Flugleiðir hefðu þann hátt á að hafa fallhlífar einungis fyrir farþega á „business class“? Sir Humphrey, ráðuneytisstjórinn í bresku gamanþáttunum Yes, minister, hafði jafnan svör á reiðum höndum þegar ráð-herrann vildi koma fram einhverjum málum sem honum leist ekki á. „Setjum málið í nefnd“ var tilsvar hans. Og eins og margir sjónvarpsáhorfendur muna brást ekki að honum tókst að sannfæra ráðherrann um að nefndarskipun væri besta leiðin og í raun lausn allra vandamála. Stundum er eins og Sir Humphrey sé hin mikla and- lega fyrirmynd íslenskra ráðherra. „Setjum það í nefnd“ hljómar nú í öllum ráðuneytunum þegar drepa þarf málum á dreif eða ekki er samstaða um aðgerðir meðal stjórnarflokkanna. Stundum er eins og Sir Humphrey sé hin mikla andlega fyr- irmynd íslenskra ráðherra. „Setjum það í nefnd“ hljómar nú í öllum ráðuneytunum þegar drepa þarf málum á dreif eða ekki er samstaða um aðgerðir meðal stjórnarflokkanna. Sérkenni- legast er hvernig ein nefndin leysir aðra af hólmi. Eftir að fjöl- miðlanefnd menntamálaráðherra er til dæmis búin að skila niðurstöðu sem ráðherrann kallar „sögulega sátt“ stendur til að skipa aðra nefnd til að vinna úr niðurstöðunum! Og eftir að fjöl- margar nefndir, starfshópar og stofnanir hafa kannað ástæður þess að matvælaverð er hærra hér á landi en í nágrannalöndun- um og skilað niðurstöðum var það helsti nýársboðskapur Hall- dórs Ásgrímssonar forsætisráðherra að sett skyldi á fót enn ein nefndin „til að skoða og skilgreina ástæður þessa og koma með tillögur um úrbætur“. Ætli ráðherranum sé búinn að gleyma hinni viðamiklu skýrslu fyrirrennara síns, Davíðs Oddssonar, um „samanburð á matvælaverði á Íslandi, Norðurlöndum og ríkjum Evrópusambandsins“, sem rædd var á Alþingi haustið 2004? Sú skýrsla byggðist á margra mánaða rannsókn sérfræð- inga við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og hafði að geyma skýrar og skilmerkilegar niðurstöður. Sú spurning vaknar hvort ráðherrar líti ekki lengur á það sem hlutverk sitt að höggva á hnúta, hafa skoðanir og koma með ákveðnar tillögur í brýnustu úrlausnarmálum. Sjálfsagt er að skipa nefndir þegar það á við, afla þarf gagna og samræma sjónarmið margra aðila. En nefndir þurfa að hafa skýr erindisbréf og fastmótaðan tímaramma til að ljúka verkefni sínu. Það þarf að vera hreinu til hvers er ætlast af þeim. Og þegar um jafn veigamikið mál er að ræða og matvælaverð í landinu hlýtur að mega ætlast til þess að foringi ríkisstjórnarinnar hafi skoðun á því hvað gera þurfi og treysti sér til að vísa veginn. Það orðalag sem forsætisráðherra notaði um nýjustu nefnd sína í áramótaávarpinu bendir því miður til þess að markmiðið sé frekar að svæfa málið, drepa því á dreif fram yfir kosningar, heldur en að leggja grunn að úrbótum. Sannleikurinn er sá að það er engin þörf á nýrri nefnd til að kanna ástæður fyrir háu matvælaverði á Íslandi í samanburði við grannlöndin. Þær blasa við. Sama er að segja um leiðir til úrbóta. Það þarf að lækka virðisaukaskatt, stokka upp tollakerfið og draga stórlega úr innflutningsvernd landbúnaðar. ■ SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Leiðir til að lækka matvælaverðið blasa við. Það er engin þörf á nýrri nefnd NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar Alnafna sparisjóðs milla - KB-banki hringir og vill kaupa hlutinn DV2x10-lesið 10.1.2006 21:22 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.