Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 20

Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 20
[ ] Mikil söluaukning varð á tvinnbílum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Tvinnbílar hafa bæði rafmótor og venjulega bensínvél. Bílarnir hafa þann kost að vera mun sparneytnari í innanbæjarakstri en hefð- bundnar vélar og eru þar af leiðandi umhverfisvænni. Frá því að fyrsti tvinnbíllinn, Toyota Prius, kom á markað 1997 hafa tvinnbílar verið í mikilli sókn. Í Bandaríkjunum jókst sala þeirra um 143% á síðasta ári og rúmlega 1% allra seldra bíla eru tvinnbílar. B j a r t s ý n u s t u spár gera ráð fyrir að þessi tala verði komin upp í 12% árið 2010 og þá verði 2 milljónir tvinnbíla á norður-amerískum vegum. Enn sem komið er eru tvinnbílar dýrari en hefðbundir bílar. Þó svo að bensínsparnaður vegi upp á móti þessum kostnaði eru flestir sérfræðingar sammála um að verð þurfi að lækka ef tvinntæknin á að ná varanlegri fótfestu á markaðnum. Ný tækni er alltaf dýr en þróunin er hröð og bílafyrirtæki keppast við að gera tvinnbílatæknina ódýrari og öflugri. Til að mynda hefur General Motors kynnt svokallaða Græna línu þar sem tvinntæknin hefur verið einfölduð til að ná kostnaði niður um allt að helming. Tvinnbílar eru misjafnir að gerð og hefur hver bílaframleiðandi sína útgáfu af tvinntækninni. Allir tvinnbílar eiga það þó sameiginlegt að hafa tvo orkugjafa, annars vegar hefðbundna vél sem brennur bensíni og hins vegar rafmótor. Samvinna orkugjafanna gerir bensínvélinni kleift að ganga ávallt á kjörsnúningi og spara þannig bensín. Aðeins við mikið álag og hraðakstur eykst snúningshraði bensínvélarinnar en í kyrrstöðu og upp að 25 km hraða er alveg slökkt á vélinni. T v i n n v é l a r virkja og nýta hemlunarorku og þar sem bensínvél. Notkunarmöguleikar tvinnbíla eru þeir sömu og hefðbundinna bíla. Þeir eru allt að 50% sparneytnari í innanbæjarakstri en sparnaðurinn minnkar og hverfur á endanum við mikið álag og hraðakstur. Þá hættir rafmótorinn að framleiða næga orku og bensínvélin tekur við. Þetta gerir það að verkum að sparnaðurinn við tvinnvélarnar er lítill sem enginn við svokallaðan þjóðvegaakstur þar sem vélin er þanin í lengri tíma án þess að hemla. Í dag eru til níu tegundir af tvinnbílum, þar af fjórar tegundir fólksbíla, fjórar tegundir fjölnota bíla og jepplinga, og ein tegund pallbíls. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að tegundirnar verði orðnar 19 og árið 2008 ætlar Porsche að setja Cayenne með tvinnvél á markað og verða tegundirnar þá orðnar 20. Tveir tvinnbílar eru fáanlegir á Íslandi. Þær eru Toyota Prius, sem hefur yfirburða markaðsstöðu á tvinnbílamarkaðnum, og lúxusjeppinn Lexus RX 400. Umboðsaðili beggja bílanna er P.Samúelsson hf. ■ Full búð af aukahlutum á bílinn þinn lexusljós, angeleyes, neonljós, græjur, spoilerar, lækkunargormar, kraftsíur, racekútar, o.fl. AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði Langar bílferðir milli landshluta geta orðið enn lengri á þessum árstíma. Allra veðra er von og stundum er betra að halda kyrru fyrir einhvers staðar á leiðinni ef veðrið er slæmt. Sala tvinnbíla margfaldast SCANIA ER MEST SELDI VÖRU- BÍLLINN Á ÍSLANDI MEÐ TÆPLEGA 32% HLUTDEILD. Samkvæmt sölutölum Umferðarstofu voru alls skráðir 269 hefðbundnir vöru- og flutningabílar, 16 tonn og stærri, á árinu 2005 og er það mesta skráning frá upphafi í þessum flokki. Scania var söluhæsti vörubíllinn, en alls voru skráðir 85 Scania vörubílar á síðasta ári. Er þetta fimmta árið í röð sem Scania er söluhæsti vöru- bíllinn í þessum flokki. Ásmundur Jónsson, framkvæmda- stjóri vélasviðs Heklu, sem er umboðsaðili Scania, segir söluna þá mestu frá árinu 1954 þegar fyrsti Scania vörubíllinn var fluttur inn til landsins. Hann telur söluna verða minni í ár en er þó mjög bjartsýnn því þegar liggja fyrir margar staðfestar pantanir á bílum til afgreiðslu á árinu 2006. 269 vörubílar skráðir 2005 Scania vörubílar eru þeir mest seldu hér á landi. Lexus RX 400 er tvinnbíll sem valinn var bíll ársins hér á landi 2005 í flokki jeppa og jepplinga. Saturn Vue Græna lína frá General Motors. Á alþjóða bílasýningunni í Detroit kynnti GM tvo nýja tvinnbíla. Saturn Vue og Chevrolet Tahoe en báðum bílum er ætlað að koma út 2007. (AP PHOTO/GENERAL MOTORS) Viðskiptavinir Ingvars Helgasonar njóta góðs af magn- innkaupum GM í Danmörku. Vegna samstarfs Ingvars Helga- sonar við GM í Danmörku njóta viðskiptavinir góðs af magninn- kaupum GM við frændur sína í Svíþjóð. Umboðið getur því boðið Saab 9-3 á verði frá 2.290.000. SAAB á sér áratug- alanga sögu og er sér- staklega hannaður fyrir skandinavískar aðstæður. SAAB hefur fengið fimm stjörnur frá NCAP tvö ár í röð og fékk 9-3 nýlega gullverðlaun fyrir öryggi frá IIHS í Bandaríkjunum. Einn- ig hafa tímaritin Auto Trader og New Car Buyer‘s Guide í Bretlandi verðlaunað Saab 9-3 sem bíl ársins í sínum flokki. Saab er nú aftur áberandi á mark- aðnum eftir nokkurt hlé og hafa við- brögðin verið framar björtustu vonum, til að mynda seldist Saab upp hér á landi í sumar. Saab 9-3 á lækkuðu verði Saab 9-3 fæst nú á lækkuðu verði hjá Ingvari Helgasyni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.