Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2006
Sex Hyundai Tucson sport-
jeppar fóru í leiðangur yfir
þvera Afríku í þeim tilgangi
að prófa bifreiðina við sem
erfiðastar aðstæður.
Nýlega var farinn leiðangur yfir
þvera Afríku á sex Hyundai Tucson
sportjeppum. Leiðangurinn var
farinn undir yfirskriftinni „Tucson
Coast-to-Coast“ og var tilgangur
hans að reyna á farartækin við sem
erfiðastar aðstæður.
Að sögn Helgu Guðrúnar
Jónasdóttur, kynningarstjóra
B&L, voru aðstæður eins og best
varð á kosið miðað við tilgang
ferðarinnar. Farið var um fjalllendi
og eyðimerkur, hitinn var frá 13
gráðum og allt upp í 45 gráður.
Bílarnir þurftu ekki nema 9,3
lítra af olíu á hverja 100 kílómetra
að meðaltali en farartækin voru
fulllestuð alla ferðina og með
loftkælingu í gangi. Ekkert
farartækjanna hafði búnað umfram
þann sem fylgir staðalútgáfu af 2.0
lítra dísilútgáfu.
Engar bilanir urðu í ferðinni
ef frá eru talin tvö sprungin dekk
og ónýtar loftsíur og leiðangurinn
því vel heppnaður. Leiðangurinn
var farinn á vegum Hyundai
Portugal og hófst ferðin í lok
nóvember. Eknir voru 6.200 km
og farið um fjögur lönd sem voru
Botsvana, Sambía, Suður-Afríka
og Svazíland. ■
Hyundai Tucson yfir þvera Afríku
Ferðast var um fjögur lönd í Afríku á Hyundai Tucson sportjeppum til að reyna gæði þeirra
við erfiðar aðstæður.