Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 26
MARKAÐURINN
Heiðar Sigurvinsson, eigandi Fjarðarstáls í
Hafnarfirði, segir rekstur járnsmíðaverkstæða á
Íslandi vera í járnum. Launa- og efniskostnaður
sé hár, sóknarfærin fá og vaxtamöguleikarnir því
takmarkaðir.
Starfsmenn Fjarðarstáls hafa sérhæft sig í að
smíða hillur og aðrar innréttingar í verslanir. Mikið
asníða hluta þeirra inn í verslanirnar.
„Ég hef verið að íhuga að opna fyrirtæki á Spáni
til að smíða innréttingar og fleira,“ segir Heiðar
sem hefur farið nokkrum sínum út til Spánar til að
kanna grundvöll slíks reksturs. Segir hann þetta
mjög ákjósanlegan kost. Allur kostnaður þar ytra
sé lægri.
„Með því að opna verkstæði á Spáni gætum við
framleitt hillur, standa og aðrar vörur þar í landi og
selt viðskiptavinum okkar á Íslandi heildarlausnir í
samkeppni við erlenda aðila. Þá myndi Fjarðarstál
á Íslandi þjónusta þessa viðskiptavini, sett þetta
upp og gengið frá öllu,“ segir Heiðar. Mikilvægt
sé að huga að sóknarfærum því þegar umsvif
íslenskra fyrirtækja minnki muni verða erfitt að
ná endum saman.
Fjarðarstál er ellefu ára gamalt fyrirtæki með
fimm starfsmenn. Heiðar segir að hann þyrfti að
hafa verkefni fyrir um fimmtán starfsmenn svo
ásættanleg arðsemi yrði af rekstrinum. - bg
Vika Frá áramótum
Actavis Group 14% 14%
ATORKA GROUP 5% 5%
Bakkavör Group 8% 8%
DAGSBRÚN 0% 0%
Flaga Group -0% 0%
FL Group -13% 13%
Íslandsbanki 10% 10%
KB banki 6% 6%
Kögun 3% 3%
Landsbankinn 6% 6%
Marel 10% 10%
Mosaic Fashions 4% 4%
SÍF 0% 0%
Straumur 11% 11%
Össur 3% 3%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
G E N G I S Þ R Ó U N
11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
Sala á fiskmörkuðum jókst árið
2005 um rúm fjögur prósent frá
fyrra ári. Alls voru seld 99.635
tonn á fiskmörkuðum á Íslandi
árið 2004 en 103.685 tonn árið
2005. Verðmæti þessara við-
skipta nemur um 11,7 milljörðum
króna og eykst um 3,3 prósent
milli ára.
„Þetta var besta árið frá því
að ég byrjaði,“ segir Sigmundur
Þorkelsson hjá fiskmarkaði
Vestfjarða á Bolungarvík. Hefur
ekki eins mikið farið í gegnum
alla fiskmarkaðina síðan árið
1999, en misjafnt er hvernig það
skiptist milli landsvæða.
Sigmundur segir það hafa
verið jákvæða þróun að fara að
bjóða upp fisk á landssvísu. Þá
geti litlar útgerðir, sem ekki hafi
vinnslu á bak við sig, selt afla
sinn. Öryggið sé mikið því þeir
sem bjóði verði að leggja fram
bankaábyrgð sem tryggingu.
Greiðslur berist því örugglega.
Eins séu vinnslur öruggari en
áður með að fá afla til vinnslu.
Sigmundur segir að aflinn sé
fluttur landshorna á milli. Afli
sem kemur á land á Vestfjörðum
sé fluttur bæði norður og suður.
Eins sé nokkuð um að keyptur sé
afli til Vestfjarða þegar þannig
standi á. - bg
BJÓÐA Í FISK Fjölmargir sækja fiskmarkaði
á hverjum degi til að kaupa fisk, sem seldur
er hæstbjóðanda.
Uppboð á fiski
fyrir tólf milljarða
Mikið af afla flutt landshorna á milli.
Fjarðarstál skoðar rekstur á Spáni
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Stjórn Kers hefur falið fyrirtækjaráðgjöf
Íslandsbanka að annast sölu á Olíufélaginu. Ólafur
Ólafsson, stjórnarformaður Olíufélagsins og aðal-
eigandi Kers, segir að ákvörðunin taki mið af
breyttri fjárfestingarstefnu Kers.
„Við ákváðum fyrir allnokkru síðan að auka okkar
fjárfestingar enn frekar erlendis í útrásarverkefn-
um og höfum verið að vinna eftir þeim markmiðum
síðan. Olíufélagið, sem er mjög vel rekið fyrirtæki
og með afgerandi bestu stöðu á þessum markaði, er
á tímamótum og tilbúið til að taka þátt í enn frekari
verkefnum, hvort sem það er í nýjum orkugeira,
smásölu eða heildsölu. Við töldum því rétt að bjóða
fyrirtækið til sölu á þessum tímapunkti.“
Ólafur segir enn fremur að sú leið hafi verið
farin að gefa öllum fjárfestum sem hafa áhuga og
getu kost á því að bjóða í fyrirtækið. „Við gerum
okkur vonir um að geta lokið þessu ferli tiltölulega
fljótt.“
Stærstu eignarhlutir Kers eru í Eglu, sem er
næststærsti hluthafinn í KB banka, Samskipum,
SÍF og Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum hefur
Ólafur flust búferlum til London til að einbeita sér
að fjárfestingum þar.
Ólafur gat ekkert gefið út um verðmæti
Olíufélagsins, það sé kaupendanna að gefa það út
hvað þeir treysta sér til að borga.
Olíufélagið ehf. var stofnað árið 2001 og tók við
starfsemi gamla Olíufélagsins hf. í ársbyrjun 2002.
Móðurfélagið Ker var afskráð úr Kauphöll Íslands
árið 2003.
Olíufélagið til sölu
Ker vill losa sig við ESSO og fara í erlendar fjárfestingar.
OLÍUFÉLAGIÐ TIL SÖLU Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, segir að nú sé heppilegur tími til að selja félagið. Íslandsbanki
hefur fengið félagið til sölumeðferðar.
Arion, sem er vörslureikningur
fyrir viðskiptavini KB banka,
er kominn í hóp stærstu eig-
enda Opera Software, norska
hátæknifyrirtækis sem sérhæfir
sig í símalausnum.
Hluturinn, sem er 3,15 pró-
sent, er 700 milljóna króna virði.
Ekki er vitað með vissu hverjir
eru raunverulegir eigendur þessa
hlutar en samkvæmt heimildum
er Eyrir fjárfestingafélag nokkuð
stór hluthafi í Opera án þess að
nafn félagsins komi á lista yfir
stærstu hluthafa.
Félag í eigu Íslendingsins Jóns
S. von Tetzchner er næststærst í
Opera. - eþa
Stór í Opera
MP fjárfestingabanki á orðið átta
prósent stofnfjár í Sparisjóði vél-
stjóra. Sigurður Valtýsson, fram-
kvæmdastjóri MP fjárfestinga-
banka, segir að bankinn hafi hug
á að eignast allt að tíu prósent
stofnfjár. Kaupin eru gerð með
vitund stjórnar SPV en einnig
hafi Fjármálaeftirlitinu verið
greint frá kaupunum.
Fyrstu viðskipti með stofnfé
í SPV fóru fram á genginu 24
en samkvæmt heimildum hefur
fjárfestingabankinn boðist til að
kaupa stofnfjárhlutina á genginu
27. Einnig hefur frést af viðskipt-
um með stofnfé á genginu 30
og 35 sem fóru í gegnum annað
verðbréfafyrirtæki.
Viðskipti með stofnfjárbréf
í SPV fara fram á opinberum
markaði líkt og þeim sem SPRON
rekur fyrir sín bréf. Þá eru höml-
ur á atkvæðisrétti með stofnfjár-
bréf í SPV en hámarksatkvæðis-
réttur miðast við sex bréf. - eþa
MP kominn í
átta prósent í SPV
Gengi á stofnfjárhlutum fer hækkandi.
STOFNFJÁRFEIGENDAFUNDUR MP
fjárfestingabanki er kominn með 8 prósent
í SPV. Stofnfjárhlutir hækka í verði.
Eignarhaldsfélagið Stekkur hefur
keypt tæplega nítján prósenta
hlut í Fiskmarkaði Íslands af Jóni
Ásbjörnssyni, samkvæmt tilkynn-
ingu Kauphallarinnar. Kaupverð
er um sjötíu milljónir króna
Fiskmarkaður Íslands, sem er
sá stærsti á Íslandi, seldi fyrir
5,4 milljarða króna árið 2005,
tæpum tvö hundrað milljónum
minna en árið áður. Gengi bréfa
í Fiskmarkaðnum standa nú í 5,4
krónum á hlut í Kauphöllinni og
er markaðsvirði félagsins um 384
milljónir króna. - jsk
Stekkur
á fiskmarkað
FJARÐARSTÁL Í SÓKN Heiðar Sigurvinsson, eigandi Fjarðarstáls,
skoðar nú sóknarmöguleika á Spáni.
V E LTA Á F I S K M Ö R K U Ð U M *
2000 11.560
2001 14.635
2002 13.755
2003 11.381
2004 11.386
2005 11.673
*í milljónum króna
Íslenskir fjárfestar, undir for-
ystu MP fjárfestingabanka,
hafa samið um kaup á níutíu
prósentum hlutafjár í úkraínska
bankanum Bank Lviv. Kaupin
eru þó gerð með fyrirvara um
samþykki Seðlabanka Úkraínu,
sem fer með bankaeftirlit í
landinu, og íslenska fjármála-
eftirlitsins.
Í tilkynningu frá MP fjár-
festingabanka kemur fram að
Margeir Pétursson, stjórnarfor-
maður MP, telji að um góð kaup
séu að ræða miðað við kaup ann-
arra vestrænna banka á banka-
stofnunum í Úkraínu og að leitað
verði til Sparisjóðs vélstjóra og
fleiri íslenskra sparisjóða um að
koma kerfum og vinnuferlum
Bank Lviv í nútímalegra horf.
Í Úkraínu búa fimmtíu millj-
ónir manna og er búist við gríðar-
legum vexti í bankakerfi landsins
á næstu árum. Hafa vestrænir
bankar hafið innrás sína til lands-
ins, keypt fjölda banka og komið
upp útibúum. - jsk
Kaupir úkraínskan banka
Búist er við gíðarlegum vexti úkraínska
bankakerfisins á næstu árum.