Fréttablaðið - 11.01.2006, Síða 28
MARKAÐURINN 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T I R
„Heildarskuldir ríkissjóðs hafa ekki lækkað jafn
mikið á milli ára hin síðari ár,“ segir Þórður Jónasson,
forstjóri Lánasýslu ríkisins, en ríkisstjórnin greiddi
niður skuldir fyrir 62 milljarða króna á síðasta ári.
Þórður segir að nú nemi skuldirnar um 200
milljörðum króna en hafi sem dæmi verið 286 millj-
arðar í lok árs 2002. Helsta ástæðan fyrir miklum
niðurgreiðslum á síðasta ári sé til komin vegna sölu
Símans. Hluti af andvirði hans hafi verið notaður
til þess.
Af þeim 200 milljörðum sem ríkið skuldar eru 57
prósent innlendar skuldir en afgangurinn erlendar.
Stærsti hluturinn, eða um 45 prósent, er í evrum en
tæp 35 prósent í Bandaríkjadölum.
„Skuldir ríkissjóðs hafa snarminnkað á
síðustu tíu árum. Þannig hafa þær nær árlega
farið stiglækkandi, úr 50% af landsframleiðslu
árið 1996 í 20% árið 2005. Hrein staða ríkissjóðs,
þ.e. skuldir að frádregnum veittum lánum að
viðbættu handbæru fé, stefnir í að lækka verulega
á yfirstandandi ári og einnig árið 2006,“ sagði Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra þegar hann mælti
fyrir frumvarpi til fjárlaga í október síðastliðnum.
„Gangi áætlanir fjármálaráðuneytisins eftir
verður samanlagður tekjuafgangur ríkissjóðs árin
1999 til 2006 tæplega 100 milljarðar króna og
samanlagður lánsfjárafgangur 150 milljarðar,“
bætti Árni við.
Skuldir ríkissjóðs
62 milljörðum lægri
Ríkisstjórnin lækkaði skuldir ríkissjóðs um rúma 60 milljarða
í fyrra. Mesta lækkun milli ára hin síðari ár.
FJÁRLÖGIN FYRIR ÁRIÐ 2005 KYNNT Heildarskuldir ríkissjóðs
hafa lækkað um 86 milljarða króna frá árinu 2002.
Finnska flugfélagið Finnair hefur
samið við Handtölvur – handPoint,
um innleiðingu handtölvulausnar
í allar flugvélar félagsins.
Hugbúnaður Handtölva,
handPoint Retail, verður notað-
ur til þess að sjá um alla sölu
um borð í flugvélum Finnair og
verður settur upp á um það bil
500 XPDA-S-handtölvum með
Windows Ce-stýrikerfinu. Um er
að ræða nýjustu kynslóð greiðslu-
handtölva sem hafa innbyggðan
strikamerkjalesara, hitaprent-
ara og greiðslukortalesara.
Hugbúnaðurinn mun meðhöndla
sölu á mat og drykk auk tollfrjáls
varnings um borð í flugvélum
Finnair.
Að sögn Davíðs Guðjónssonar,
framkvæmdastjóra Handtölva,
eru uppsetningar hjá fyrirtækj-
um í Bretlandi einnig á næsta
leiti en Handtölvur gera ráð fyrir
að kynna fyrstu vottuðu hand-
tölvuafgreiðslulausnina í heimin-
um á næstu mánuðum sem tekur
við greiðslum með nýju örgjörva-
greiðslukortunum (chip&pin).
- eþa
Selja Finnair handtölvur
Aflaverðmæti Brims, sem er í
eigu Guðmundar Kristjánssonar
útgerðarmanns, nam 2779
milljörðum króna árið 2005. Er það
lítilsháttar aukning frá fyrra ári
þegar aflaverðmæti fyrirtækisins
var 2736 milljarðar króna. Samtals
veiddu skip Brims rúmlega 21
þúsund tonn á liðnu ári og er það um
tvö þúsund tonna aukning frá því
árið 2004. Brim og Útgerðarfélagið
Sólbakur gerðu á síðasta ári út
tvö frystiskip, fjögur ísfiskiskip og
einn dragnótabát. - jsk
Veiddu 21.000 tonn
GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON
EIGANDI BRIMS Lítilsháttar aukning varð
á aflaverðmæti Brims milli ára.
Hagnaður bandaríska álrisans
Alcoa, sem meðal annars
stendur fyrir framkvæmdum
á Reyðarfirði, nam á síðasta ári
tæpum áttatíu milljörðum króna
eða rúmum níutíu krónum á hlut.
Hefur hagnaður fyrirtækisins
aldrei verið meiri.
Tekjur Alcoa, sem skráð er í
kauphöllinni í New York, voru á
sama tímabili rúmir 1700 milljarðar
íslenskra króna og var það þrettán
prósenta aukning frá fyrra ári.
Voru niðurstöðurnar framar
björtustu vonum forsvarsmanna
fyrirtækisins en fyrirfram hafði
verið búist við að harðnaði í ári
vegna aukins kostnaðar við
framleiðsluna.
„Við mættum öllum þeim
áskorunum sem á vegi okkar urðu
og náðum besta árangri í hundrað
og sautján ára sögu fyrirtækisins,“
sagði Alain Belda, forstjóri Alcoa,
og bætti við: „Útlitið er ekki síður
gott fyrir árið 2006 þar sem verð á
málmum hefur ekki verið hærra í
fimmtán ár.“
Alcoa er stærsti álframleiðandi
heims og rekur starfsemi í fjörutíu
og tveimur löndum. Hjá fyrirtækinu
starfa tæplega hundrað og þrjátíu
þúsund manns. -jsk
Tekjur Alcoa 1.700 milljarðar í fyrra
Fjárfestingar útlendinga á Íslandi
eru ýmsum takmörkunum háðar.
Þær takmarkanir hafa lækkað þá
einkunn sem Ísland fær árlega
hjá Heritage Foundation þegar
hagkerfum er gefin einkunn eftir
því hversu frjáls þau eru.
Takmarkanirnar eru mjög
skýrar í sjávarútvegi, flugrekstri
og raforkuframleiðslu. Íslend-
ingar mega einir fjárfesta í
sjávarútvegi. Samanlagður eign-
arhlutur útlendinga í flugrekstri
má ekki fara yfir 49 prósent og
ekki yfir 25 prósent í viðskipta-
banka.
Þeir sem eiga fasteign á
Íslandi verða að vera
íslenskir ríkis-
borgarar eða
eiga lögheimili
á Íslandi. Sé
stofnað félag
um fasteign á
Íslandi verða
allir stjórn-
endur að vera
íslenskir rík-
isborgarar eða
með lögheimili
á Íslandi samfellt í að minnsta
kosti fimm ár. Í hlutafélögum
með sama tilgang skulu
80 prósent hlutafjár
vera eign íslenskra
ríkisborgara.
Í einstökum
tilvikum er hægt að
sækja um undanþágu
frá þessu hjá
yfirvöldum.
- bg
Mega ekki eiga fasteignir
Miklar takmarkanir eru á fjárfestingum erlendra aðila á Íslandi.
Bráðabirgðatölur um innheimtu
virðisaukaskatts benda til
þess að innflutningur í desem-
ber hafi numið 23 milljörðum
króna. Reynist tölurnar réttar
er þetta fimm milljarða minni
innflutningur en í nóvember
sem var mesti innflutningsmán-
uður ársins. Þetta kemur fram
í vefriti fjármálaráðuneytisins.
Munurinn milli mánaða skýrist
að mestu leyti af minni eldsneyt-
isinnflutningi.
Ef bráðabirgðatölur eru lagð-
ar saman við innflutning síðustu
ellefu mánuði á undan var inn-
flutningur ársins 2005, án skipa
og flugvéla, tæpir 278 milljarðar
króna. Það er þriðjungsaukning
frá árinu 2004.
Innflutningur
eykst talsvert
Gjaldeyrisforði Seðlabankans
heldur áfram að vaxa og nam
hann um áramótin rúmum 67
milljörðum króna. Miðað við
gengi gjaldmiðla þá jafngildir
það um millj-
arði banda-
ríkjadala. Jókst
gjaldeyrisforð-
inn vegna kaupa
Seðlabankans á
gjaldeyri á inn-
lendum mark-
aði. Hallgrímur
Ólafsson, á alþjóðasviði Seðla-
bankans, segir upphæðina vera
hærri en oft áður á síðasta ári.
Gjaldeyrisforði samanstendur
af eignum seðlabanka í erlend-
um gjaldmiðlum
sem eru aðgengi-
legar til inngripa
á gjaldeyris-
markaði eða til
að mæta þörfum
greiðslujafnaðar
við útlönd.
-bg
Á milljarða í erlendri mynt
S K I P T I N G L Á N A R Í K I S S J Ó Ð S
2005 2004 2003 2002
Innlendar skuldir 114 120 120 104
Erlendar skuldir 86 141 164 182
Alls 200 261 284 286
ÚTLENDINGUM ER ÓHEIMILT AÐ
FJÁRFESTA BEINT Í SJÁVARÚTVEGI.