Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 30
MARKAÐURINN 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR6
Ætlar þú
að grípa
tækifærið?
Viltu veita starfsmönnum þínum tækifæri til að
marka fyrirtæki þínu varanlega sérstöðu í ört
vaxandi samkeppni?
Hvað segja nemendur okkar um námskeiðið:
Frábært, markvisst, hnitmiðað, nytsamlegt, áhugavert, krefjandi,
skemmtilegt, mjög gott, þægilegt, lipurt, góð skipulagning, einbeiting,
jákvæðni, mikil aðstoð, góður kennari, spennandi, árangursríkt, hvetjandi,
góð þjónusta.
Þriggja vikna fyrirtækjanámskeið Hraðlestrarskólans eru sérsniðin að
þörfum atvinnulífsins. Aukinn lestrarhraði, skilningur og markvissari
upplýsingaöflun starfsmanna þinna gæti opnað þínu fyrirtæki
aðgang að stórkostlegu tækifæri. Ert þú tilbúinn að grípa það?
Hafðu samband í síma 586-9400, sendu póst á jovvi@h.is
eða kíktu á http://www.h.is
„Námið er mjög markvisst og
ýtir skemmtilega við gömlu
heilasellunum.“
Sigurður Jónsson,
59 ára afgreiðslumaður
E R L E N T
Hagvöxtur í Singapúr var 5,7
prósent árið 2005, en hagvaxtarspá
fyrir árið hafði hljóðað upp á
fimm prósent. Munaði mestu
um mikinn vaxtarkipp á síðasta
ársfjórðungi en þá var hagvöxtur
tæplega átta prósent.
Stjórnvöld í landinu brosa
sínu breiðasta og þakkaði Lee
Hsien Loong forsætisráðherra
landsmönnum öllum árangurinn
og sagði vöxtinn framar björtustu
vonum.
Sérfræðingar telja fjölbreytt
viðskiptaumhverfi í landinu
mestu skipta, en margir nágranna
landsins reiða sig um of á
framleiðslu raftækja: „Hagkerfið
í Singapúr er fjölbreyttara en
í flestum samanburðarlöndum
okkar. Hér blómstrar líftækni-
og lyfjaiðnaður, ferðamönnum
fjölgar og svo spillir ekki fyrir
að olíuverð er hátt,“ sagði Sim
Moh Song, hagfræðingur hjá
Citigroup. Spáð er þrjú til fimm
prósent hagvexti í Singapúr árið
2006. -jsk
Bjartsýni í Singapúr
Hagvöxtur í Singapúr á síðasta ári var talsvert
meiri en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir.
FRÁ KUALA LUMPUR, HÖFUÐBORG
SINGAPÚR Fjölbreytt hagkerfi Singapúr
er sagt stuðla að viðvarandi hagvexti í
landinu.
Breska flugfélagið EasyJet, sem
er að 16,2 prósentum í eigu FL
Group, ferjaði 2,37 milljónir far-
þega í desember sem er rúmlega
ellefu prósent aukning milli ára.
Í yfirlýsingu frá EasyJet sagði
að aukningin væri í samræmi
við væntingar.
5,6 milljónir farþega ferð-
uðust með hinu franska Air
France-KLM, sem er stærsta
flugfélag Evrópu. Er það átta
prósent aukning sé miðað við
sama tímabil í fyrra.
Hlutabréf í EasyJet, sem skráð
eru í kauphöllinni í Lundúnum,
hækkuðu um tæp sjö prósent er
fréttirnar bárust, stóðu í rúmum
fjögur hundruð pensum og hafa
ekki farið hærra síðan í lok árs
2002. Bréf í Air France hækkuðu
um tæp tvö prósent í kauphöll-
inni í París. -jsk
Rekstur breska flugfélagsins EasyJet í desember:
Farþegum fjölgar
VÉL EASYJET Talsverð aukning varð á
farþegafjölda EasyJet og fleiri flugfélaga í
desember.
Sala hjá bandarísku bíl-
arisunum; General Motors
(GM), Ford og Daimler-
Chrysler minnkaði
umtalsvert í desember-
mánuði sé miðað við sama
mánuð árið 2004. Salan
minnkaði mest hjá GM,
um rúm tíu prósent, litlu
minna hjá Ford en minnst
hjá Chrysler þar sem tvö
prósent færri bílar seld-
ust en árið áður. GM og
Ford seldu hvort um sig
fjögur prósent færri bif-
reiðar árið 2005 en árið
á undan. Lítils háttar söluaukning
varð hjá Chrysler.
Japanski framleiðandinn
Toyota tilkynnti hins
vegar um rúmlega átta
prósent söluaukningu í
Bandaríkjunum í desemb-
er. Toyota hefur sótt
hratt í sig veðrið og er nú
næststærsti framleiðand-
inn bæði á Bandaríkja-
og heimsmarkaði, á eftir
GM.
Forsvarsmenn Toyota
stefna að því að selja tíu
prósent fleiri bíla árið
2006 en þeir gerðu á
síðasta ári. Takist þeim
ætlunarverk sitt má ætla
að Toyota sigli fram úr General
Motors sem stærsti bílaframleið-
andi veraldar. -jsk
Bílarisar í vanda
Bandarískir bílaframleiðendur virðast ætla að
verða undir í samkeppninni við japanska Toyotu.
H Ö F U Ð S T Ö Ð V A R
GENERAL MOTORS
Í DETROIT General
Motors er stærsti
bifreiðaframleiðandi
heims. Þess er þó vart
langt að bíða að Toyota
nái toppsætinu.
Bankarán eru framin í Evrópu
á níutíu mínútna fresti að
meðaltali, segir í skýrslu
Sambands evrópskra banka. Þá
grípa bankaræningjar í síauknum
mæli til ofbeldis, nota meira
sprengiefni en áður og bera
fullkomnari vopn. Skýrslan
fjallaði um bankarán í ríkjum
Evrópusambandins auk EFTA-
ríkjanna, þar á meðal Íslands, og
tók til ársins 2004.
Alls voru framin 5.864 banka-
rán árið 2004 og kom fram í yfir-
lýsingu frá Sambandi evrópskra
banka að um væri að ræða lít-
ils háttar aukningu frá árinu
áður. Höfundar skýrslunnar
höfðu hins vegar mestar áhyggj-
ur af aukinni tíðni ofbeldis „Svo
virðist sem skipulagðir glæpa-
hópar færi sig ört milli landa
Evrópu og hiki ekki við að nota
öll tiltæk meðul við rán sín.
Líklegt er að auknar öryggis-
ráðstafanir bankanna leiði til
þess að bankaræningjar þurfi
að beita harkalegri aðferðum en
áður.“ sagði í skýrslunni. -jsk
Evrópskir bankaræningjar beita
sífellt harkalegri aðferðum.
BÍRÆFINN BANKARÆNINGI Bankaræningjar í
Evrópu beita sífellt harkalegri aðferðum við ránin.
Íraksstríðið mun kosta bandaríska hagkerfið 128
þúsund milljarða íslenskra króna þegar upp er
staðið, samkvæmt nýrri rannsókn bandaríska hag-
fræðingsins Joseph Stiglitz.
Stiglitz, sem er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði
og starfar við Columbia-háskóla, naut aðstoðar
starfssystur sinnar úr Harvard-háskóla, Lindu
Bilmes, við rannsóknina.
Um er að ræða talsvert hærri upphæð en opin-
berir reikningar gera ráð fyrir og er ástæðan sú að
prófessorarnir taka mun fleiri breytur með í reikn-
inginn en bandarísk yfirvöld; til að mynda fram-
tíðarkostnað við heilbrigðisumönnun hermanna,
örorkubætur, hækkanir á verði olíu vegna stríðsins
auk minnkunar á framleiðni vegna fjarveru her-
manna frá störfum.
Bandarísk yfirvöld hafa ekki viljað ræða nið-
urstöður Stiglitz og Bilmes efnislega en benda á
að Stiglitz hafi alla tíð verið svarinn andstæðingur
Íraksstríðsins. -jsk
Íraksstríðið kostar
Kanana fúlgur fjár
Nóbelsverðlaunahafi segir Íraksstríðið kosta Banda-
ríkjamenn 128 þúsund milljarða íslenskra króna
FRÁ ÍRAK Íraksstríðið leggst mun þyngra á bandaríska hagkerfið en áður hefur verið ætlað, ef marka má rannsókn Nóbelsverðlaunahafa
í hagfræði.