Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 36

Fréttablaðið - 11.01.2006, Page 36
MARKAÐURINN 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Umfang íslenskrar jólabókaútgáfu er séríslenskt fyrirbæri og sýnir hversu stóran sess bókin skipar enn í hjörtum Íslendinga. Þetta endurspeglast í þeirri hefð að gefa góða bók í jólagjöf. Vægi bókarinnar virðist síður en svo vera að minnka ef marka má söluna fyrir síðustu jól og þróun undanfarinna ára. Bókaútgáfa á Íslandi er einstök fyrir ýmsar sakir. Hvergi í heiminum er eins mikið magn bóka gefið út í kringum jól auk þess sem smæð markaðarins er áskorun út af fyrir sig. SAMÞJÖPPUN RÍKJANDI Á ÖLLUM SVIÐUM Miklar hræringar hafa átt sér stað á bókamarkaði und- anfarin ár, hvort sem litið er til prentunar, útgáfu eða sölu. Ber þar helst að nefna mikla samþjöppun á öllum þessum sviðum. Ýmsir eru uggandi yfir þessari þróun og telja að markaðslögmálin muni algjörlega taka yfir bókamarkaðinn. Beinast þá áhyggjurnar helst að því að verk sem ekki þykja gróðvænleg komist ekki í útgáfu. Verkefnaval útgefenda ber það með sér að markaðurinn fær að ráða meiru en hann gerði fyrir tiltölulega fáum árum. Dæmi um það er hvernig ákveðnar bókmennta- tegundir hafa komist í tísku og skyndilega ofuráhersla lögð á þær, eins og má segja um glæpasögur nú. Þrátt fyrir þetta er varla hægt að segja að bókaútgefendur setji gróðann alltaf í fyrsta sætið, þótt hann spili stærra hlutverk en áður var. Undanfarin ár hafa stór og góð verk verið gefin út sem hefðu verið látin kyrr liggja ef gróðinn væri alltaf í forgrunni. Bækur er því enn verið að gefa út af hugsjón þótt bókaforlögin eyði meira púðri í kynningu þeirra titla sem þau telja að muni seljast vel. Innan íslenskra bókaforlaga fer fram mikil og vönduð vinna. Þar fyrirfinnast oftar en ekki hugsjónamenn og -konur sem telja menningarlegt hlutverk sitt mikilvægt, taka það alvarlega og sýna mikinn metnað í starfi. Þannig hefur markaðurinn sterk ítök en hugsjónirnar eru þó enn við lýði. Metnaður útgefenda þykir að mörgu leyti meiri í dag en áður var. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að handrit væru prófarkarlesin hjá útgefanda og svo sett beint í prentun. Nú fer mun meiri vinna fram hjá forlögunum og ekki lengur til sá útgefandi sem ekki hefur ritstjóra í vinnu. Hvað varðar gerð, prentun og útlit bóka eru flestir sammála um að þær eru vandaðri og eigulegri en áður. Kostnaður við útgáfu hefur margfaldast við þetta. Bækur á Íslandi eru hins vegar ekki dýrar, verð hefur farið lækkandi miðað við það sem þekktist. Það er orðinn lítill verðmunur á íslenskum bókum og erlendum, sem þó eru gefnar út í margfalt stærra upplagi. Því virðist vera að sú hagræðing sem orðið hefur á markaðnum skili sér til neytandans. JÓLAVERTÍÐIN FRAM ÚR BJÖRTUSTU VONUM Bókaútgefendur merkja töluverða söluaukningu milli ára og útlit fyrir góða veltuaukningu milli 2005 og 2006 hjá flestum þeirra. Um þessar mundir naga útgefendur á sér neglurnar því það kemur ekki í fyllilega í ljós hvernig jólasalan gekk fyrr en í lok þessa mánaðar þegar skilin eru að mestu komin í hús. Þau geta ráðið úrslitum fyrir afkomu næsta árs enda er algengt að fimmtán til þrjátíu prósent bókanna komi til baka. Fyrstu dagar nýja ársins benda þó til þess að minna sé um skil en áður svo allt lítur út fyrir að bókajólin 2005 hafi verið betur heppnuð en nokkru sinni fyrr. Það sem einkenndi bókamarkaðinn fyrir síðustu jól var að salan var mun dreifðari en áður. Vanalega hleðst hún að stórum hluta til á topp tíu metsölulistann en svo var ekki nú. Óvenjumargar bækur seldust vel þótt að tvær bækur hafi selst áberandi mest, Harry Potter og Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason. Hins vegar var hverfandi munur milli þeirrar bókar sem var í þriðja sæti listans og þeirra í tíunda sæti sem gefur vísbend- ingar um að viðskiptavinir hafi ekki reitt sig á listann að eins miklu leyti og áður. Það var líka áberandi að sala barna- og unglingabóka jókst mest allra flokka sem er góð þróun og gefur vísbendingu um að nægir lesendur verði til staðar á næstu árum til að standa undir frekari vexti bókaiðnaðarins. Hildur Hermóðsdóttir, útgáfu- stjóri bókaútgáfunnar Sölku, segist taka eftir því að fólk fylgist nú betur með og lesi meira. Það hafi verið áber- andi fyrir jólin að fólk væri búið að lesa jólabækurnar sjálft og hefði þannig getað valið gjafirnar út frá eigin forsendum og ekki þurft að styðjast við metsölulistana. AÐRAR ÁRSTÍÐIR VINNA Á Mikil aukning hefur verið í sölu bóka á öðrum tímabilum en jólum, enda er unnið mjög markvisst að því innan forlaga að auka vægi annars árstíma. Misjafnt er eftir forlögum hvernig bókasalan skiptist. Hjá JPV útgáfu er hlutfallið til að mynda um 60 prósent nú en var um 90 prósent árið 2001. Ýmislegt hefur stutt við þessa þróun. Sem dæmi má nefna að kiljusala hefur margfaldast á undanförnum árum, landkynningarbækur fyrir erlenda ferðamenn fá meira vægi og handbækur af ýmsu tagi og svokallaðar sjálfshjálparbækur verða sífellt vinsælli. Bókasalan milli jóla og nýárs og fyrstu daga ársins 2006 fór óvenjuvel af stað sem gefur til kynna að þróun í þessa átt haldi áfram. Talsvert er um að bækur um hollan lífsstíl seljist vel eftir jólin enda margir í þeim hugleiðingum að bæta ráð sitt á ýmsum sviðum eftir óhóf jólanna. Útgefendur verða þess varir að að fólk les meira á erlendum tungumálum, sér í lagi yngra fólkið. Þannig eykst samkeppnin við erlenda útgefendur. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir það áhættusamt og dýrt að gefa út þýddar bækur á íslensku. Það sé erfitt að koma þýddum bókum á framfæri þar sem fjölmiðlar hafi minni áhuga á þeim. Það verði til þess að kaupendur verða síður varir við þær. Hann segir alltaf hafa verið mikla sölu í bókum á erlendri tungu og þótt það aukist styðji það við bókalestur Íslendinga. Hann lítur því á það sem tækifæri en ekki ógnun. Egill er bjartsýnn fyrir hönd bókaútgefenda. „Flest þau teikn sem á lofti eru eru okkur bókaútgefendum jákvæð. Það hefur aldrei verið meira að gera á bókasöfnum, barna- og unglingabækur seljast betur en nokkru sinni svo börn og unglingar virðast vera að lesa meira sem ætti að skila sér í fleiri lesendum síðar. Bókaþjóðin er í fínum málum.“ Íslenskur bókamarkaður stendur styrkum fótum Kaupmenn eru kampakátir eftir jólavertíðina. Jólaverslun var með besta móti og fór fram úr mestu bjartsýnisspám. Bókasala var þar engin undantekning og ljóst að bókin er enn tryggasta jólagjöfin í hugum landsmanna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skoðaði þróun íslensks bókamarkaðar og komst að raun um að ástæðulaust er að óttast um framtíð bókarinnar á Íslandi. Elsa María Ólafsdóttir, versl- unarstjóri bókabúðar Máls og menningar, er sátt við sitt eftir jólin enda fór jólasalan fram úr hennar björtustu vonum. Heildarsala verslunarinnar fór talsvert fram yfir söluna í fyrra eða um 12 prósent. Bækur höfðu þar mikið vægi. Sala íslenskra bóka var um 14 prósentum meiri en í desember árið áður og sala barna- og unglingabóka jókst um meira en 20 prósent. Elsa býst við að gott veður hafi ýtt undir góða sölu í desember. Vafalaust hafi fleiri en oft áður lagt leið sína á Laugaveginn í leit að jólagjöfum. „Það sem helst einkenndi jólabókasöluna í ár var að salan frá flestum forlögum var breið og útgáfan sérstaklega vönduð. Gilti þá einu hvort um var að ræða íslenska eða erlenda titla. Forlögin voru líka með góða titla og flestar bækur fengu mjög góða dóma,“ segir Elsa. Til marks um þetta segir hún áberandi hversu lítið er um að bókum sé skilað núna. Vissulega sé miklu skilað af söluhæstu bókunum eins og skiljanlegt sé en það er minna nú en nokkru sinni fyrr. Það hljóta að vera góð tíðindi fyrir þá sem koma að bókaútgáfu og -sölu enda er ekki óalgengt að um þriðjungur seldra bóka um jól komi til baka. „Það er sérstaklega ánægju- legt hversu góðan kipp barna- og unglingabækur hafa tekið. Sala þeirra jókst mest allra bóka, sem gefur góða vísbendingu um það sem koma skal,“ segir Elsa. Bækur sem oft hafa átt erfitt uppdráttar seldust einnig betur þetta árið en oft áður. Ljóðabækur eru að fá uppreisn æru auk þess sem það færist í aukana að fjárfest sé í stórum og dýrum bókum. Til dæmis seldust Stóra orðabókin og Íslandsatlasinn báðar í miklu magni fyrir jólin. Svokallaðar sjálfsræktarbækur sem taka á því hvernig fólk á að breyta og bæta líf sitt verða líka sífellt vinsælli. Lengi hefur þótt lummó að gefa kiljur í jólagjöf en það virðist vera að breytast því margir spurðu eftir nýju bókunum í kilju fyrir jólin. Sala erlendra bóka eykst líka jafnt og þétt, enda er það algengt, sérstaklega meðal yngra fólks, að því er sama hvort bókin er á íslensku eða ekki. Gjafabækur eins og uppskriftabækur, arkitektabækur og tískubækur erlendis frá sækja einnig í sig veðrið. Elsa hjó eftir því í jóla- vertíðinni að töluvert var um að fólk keypti bækur fyrir sjálft sig. Margir virtust ekki geta beðið jólanna og talsvert algengt var að þeir keyptu sér sjálfir þær bækur sem hugur þá langaði í. Hún nefnir dæmi um fjölskyldu sem kom inn fyrir jólin og keypti tíu vasabækur til þess að allir hefðu örugglega úr nógu að velja á aðfangadag. Elsa heldur að bókin verði alltaf vinsæl jólagjöf. „Bókin þykir enn þá traust og góð gjöf. Fólki þykir það algjör kostur að geta komið á einn stað og keypt gjafir fyrir alla aldurshópa, fengið ráðgjöf um hvaða bók hentar eftir persónulýsingu og gengið svo út með bækurnar innpakkaðar.“ Hún segir Íslend- inga enn lesa mjög mikið og það eigi ekki síst við um yngra fólkið. Enginn vafi leiki á því að Ísland standi enn undir nafnbótinni „bókaþjóðin“. Svo lengi sem útgáfan verður eins vönduð og hún er nú muni bókin og bókabúðin lifa góðu lífi. Bókasala aldrei betri en nú ELSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, VERSLUNARSTJÓRI MÁLS OG MENNINGAR Segir framtíð bókarinnar trygga svo lengi sem útgáfan helst eins vönduð og hún er í dag. „Það sem helst einkenndi jóla- bókasöluna í ár var að salan frá flestum forlög- um var breið og útgáfan sérstak- lega vönduð. Gilti þá einu hvort um var að ræða íslenska eða erlenda titla.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.