Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 40

Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 40
MARKAÐURINN ������������� ����������������������������� ���������������������� ������������������������������������������ ��������������������������� ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór A›alsteinsson, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og auglysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í staf- rænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. bjorgvin@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is l haflidi@markadurinn.is l holmfrid- ur@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR16 S K O Ð U N Skattalækkanir ríkisstjórnarinn- ar um nýliðin áramót eru fagnað- arefni fyrir margar sakir. Í fyrstu ber að fagna því að staðgreiðslu- hlutfall einstaklinga verður á næsta ári orðið lægra en það var þegar staðgreiðslukerfinu var upprunalega komið á fót árið 1988. Í annan stað styrkja þær mann í þeirri trú að fjármála- ráðherra hyggist gera gangskör að endurbótum á skattkerfinu. Afnám eignarskatts um áramót er stór áfangi á þeirri vegferð enda höfðu margir barist lengi fyrir afnámi hans. Nokkrar kannanir á samkeppnishæfni þjóða frá IMD, Heritage-stofnuninni og Wall Street Journal staðfesta styrka stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Athygli vekur að Ísland skipar sér ekki í flokk með Norðurlöndunum, sem eru skör neðar, heldur fyllir landið sama flokk og Írland, Lúxemborg, Hong Kong og önnur ríki sem leitt hafa umbætur á skattkerfi og skilvirkri stjórnsýslu. Þannig væri vel til fundið að setja okkur það markmið í stjórnsýslunni að ganga helst aldrei skemur í umbótum en viðmiðunarþjóðir okkar. ORÐ ERU TIL ALLS FYRST Á Viðskiptaþingi 2006 þann 8. febrúar nk., lítur Viðskiptaráð til framtíðar enda er yfirskrift þingsins Ísland árið 2015. Í vetur hefur lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi fundað á vegum ráðsins og lagt fram hugmyndir sínar um Ísland framtíðarinnar. Það er verk að vinna á mörgum sviðum og við hæfi að Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, kynni ásamt forsætisráðherra hugmyndir sínar um framtíð Íslands á komandi Viðskiptaþingi. KVIKIR SKATTSTOFNAR Skattkerfið lýtur sömu lögmálum og annað gangverk samfélagsins og þarf að vera í stöðugri mótun og svara breyttum áherslum atvinnulífs ekki síður en almennings. Frumkvæði fjármálaráðherra að endurskoðun skattkerfisins er gleðiefni. Eitt stendur þó út af borðinu: Skilja þarf undan skattlagningu hagnaðar vegna sölu móðurfélags á dótturfélagi. Í þessum efnum er mikilvægt að fylgja þróun á alþjóðavettvangi ef Ísland ætlar ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Þróunin er á eina leið enda hafa Svíar, Danir, Belgar, Lúxemborgarar, Hollendingar, Þjóðverjar og Ástralar stigið þetta heillaskref til að tryggja rekstrarskilyrði eigin fyrirtækja og bæta stöðu eftirlitsaðila. Enda tryggir breytingin að endanleg skattlagning tekna fari fram í heimalandi og getur laðað að erlenda fjárfesta og eignarhaldsfélög. Ég beini þessu með brosi á vör til fjármálaráðherra og þeirra sem láta sig málin varða. SJÁUMST ÁRIÐ 2015 Við eigum að setja okkur metnaðarfull markmið til framtíðar í skattamálum rétt eins og á öllum öðrum sviðum samfélagsins. Ágætis viðmið er að skoða með opnum huga umbætur annarra þjóða í skattamálum og einsetja okkur að ganga að minnsta kosti ekki skemur en þær gera í umbótum sínum. Að sama skapi þurfum við að vera tilbúin til að breyta lögum og reglum sem reynast illa og vera óhrædd við að betrumbæta og gaumgæfa þær í ljósi reynslunnar. Þannig er hálfur sigur unninn ef íslensk stjórnvöld ákveða af stefnufestu að leiða hópinn í skattamálum í stað þess að sigla í kjölfar annarra þjóða. Það er mikið í húfi að mörkuð sé skýr sýn á framtíðina, enda stendur skrifað að menn komist sjaldan á leiðarenda ef þeir vita ekki hvert þeir stefna. Aftur til framtíðar Halldór Benjamín Þorbergsson Hagfræðingur og starfandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs O R Ð Í B E L G U M V Í Ð A V E R Ö L D Í fyrstu ber að fagna því að staðgreiðsluhlutfall einstaklinga verður á næsta ári orðið lægra en það var þegar staðgreiðslukerfinu var upprunalega komið á fót árið 1988. Í annan stað styrkja þær mann í þeirri trú að fjármálaráðherra hygg- ist gera gangskör að endurbótum á skattkerfinu. Afnám eignarskatts um áramót er stór áfangi á þeirri vegferð enda höfðu margir barist lengi fyrir afnámi hans. Það telst óneitanlega til stórra tíðinda þegar sextíu milljarðar hluta- fjár í Íslandsbanka skiptu um hendur. Bankinn hefur mátt búa við það um langt skeið að togstreita var í hluthafahópnum og óeining um stefnu bankans og stjórnendur. Eftir þessi viðskipti hefur Karl Wernersson tekið forystu í hópi hluthafa og á ríkan þátt í að tekist hefur að koma saman hópi sem virðist einhuga um stefnu bankans. Eftir þessi viðskipti blasir við landslag, þar sem sterkir fjárfestar og kaupsýslumenn eru bakhjarlar viðskiptabankanna þriggja, þótt að þeim standi fleiri sterkir aðilar. Karl Wernersson, FL Group og Baugur eru fjárfestar sem geta tekið á með bankanum bæði í sókn og vörn, aukið hlutafé bankans ef sóknarfæri gefa tilefni til og beðið rólegir þegar á móti blæs í rekstrinum. Sterkur hluthafahópur skiptir fyrirtæki miklu máli og er lykilatriði ef sækja á fram. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir stöðugleika fjármálakerfisins að stórir hluthafar hafi getu til að taka stórum áföllum ef þau verða. Í umræðu að undanförnu hafa verið gerðar tilraunir til að lesa enn á ný meirihluta og minnihluta í hluthafahópnum og greina hverjir ráði för. Þar hefur verið gefið í skyn að Baugur, sem sett hefur tugi milljarða inn í bankann, ráði engu um framvinduna. Þessi túlkun er barnaleg. Enginn og allra síst aktívur fjárfestir leggur tugmilljarða í fjárfestingu, nema að hafa eitthvað um stefnu og sýn að segja. Á þessu augnabliki eru vangaveltur um stjórn og stjórnarandstöðu í bankanum ófrjóar, meðan flest bendir til þess að þeir aðilar sem hafa lagt mikla fjármuni í rekstur bankans séu einhuga um að reka hann af djörfung og metnaði. Baugur er nú eigandi fimmtungs hlutar í Þætti sem er stærsti hluthafi bankans. Karl Wernersson og fjölskylda hans eiga áttatíu prósent. Karl og Baugur hafa verið að stíga skref til aukins samstarfs. Karl er eigandi Lyfja og heilsu og hefur verið að feta útrásarveginn meðal annars í samstarfi við Baug. Hagsmunirnir liggja því víða saman og flest bendir til þess að þeir muni styrkjast. Þegar miklar hræringar og eignabreytingar verða í viðskiptalífinu hafa margir tilhneigingu til þess að reyna að lesa í stöðuna eftir við- skiptapólitískum línum. Slíkt kann að hafa gefið góða raun í fortíðinni, en ekki er víst að slík nálgun auki verulega skilning manna á hrær- ingum viðskiptalífsins nú. Nærtækari nálgun til að öðlast skilning á viðskiptalífinu, nú eftir að oki pólitískra afskipta hefur verið létt af því, er einfaldlega að horfa til hagsmuna sem eru í húfi. Þetta er hið eðlilega umhverfi viðskipta. Menn vinna saman eða keppa eftir því hvar hagsmunir þeirra liggja. Mæling árangurs er arðsemi þeirra verkefna sem menn ráðast í. Haldi menn sig við slíka nálgun er athyglin á arðsemi og rekstur en vangaveltur um völd og áhrif skipta litlu í því samhengi. Sú kynslóð sem nú ræður ríkjum í íslensku viðskiptalífi horfir stíft á þessa þætti og til að svala metnaði sínum í fjárfestingum og rekstri hafa menn þurft að leita nýrra markaða til að eflast enn frekar. Aðkoma nýrra hluthafa í Íslandsbanka og aukning hlutafjár er til þess fallin að auka líkur á frekari sókn bankans inn á erlenda markaði og feta frekar en orðið er þá braut sem enn sem komið er hefur reynst viðskiptalífinu happadrjúg. Eignabreytingar á Íslandsbanka eru jákvætt skref: Banki með einhuga bakhjarla Hafliði Helgason Nærtækari nálgun til að öðlast skilning á viðskiptalífinu, nú eftir að oki pólitískra afskipta hefur verið létt af því, er einfald- lega að horfa til hagsmuna sem eru í húfi. Fögnum fólksfækkun The Economist gerir fólksfjöldaspár að umfjöllunarefni. Á síðari hluta tuttugustu aldar hafi það verið víðtæk skoðun að stærsta vandamál mannkyns þegar fram liðu stundir yrði fólksfjölgun, nú hafi dæminu hins vegar verið snúið við. Þessi þróun sé sérstaklega áberandi í Austur-Evrópu; Rússum muni fækka um tuttugu og tvö prósent fram til ársins 2050 og Úkraínumönnum um heil fjörtíu og fjögur prósent. Sama þróun muni verða í ríkari löndunum áður en langt um líður. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna mun fólksfjöldi fimmtíu þjóða minnka fyrir árið 2050. The Economist telur þó ekki að þjóðir heims þurfi að kvíða þessari þróun, þvert á móti þýði færra fólk meiri lífsgæði. Blaðið telur einungis stjórnmálamenn hafi raunverulegar áhyggjur; færra fólk þýði að hagkerfi landa skreppur saman, sem á móti kallar á minni útgjöld til hernaðarmála og gefur ríki minna vægi í heimsmálunum. „Venjulegt fólk getur látið sér fátt um finnast. Það sem skiptir máli er hvað hver einstaklingur hefur milli handanna, ekki landsframleiðslan sem slík.“ Framtíð araba Jawad Anani veltir fyrir sér efnahagslegri framtíð arabaríkja á vefsíðu al Jazeera. Hann segir allt hafa verið á fleygiferð í heiminum að undanförnu; dalurinn sé að sækja í sig veðrið á ný, evrópsku hagkerfin virðist veikburða og viðkvæm. Mögulega sé farið að hægjast á hinum gríðarlega hagvexti sem einkennt hafi Indland og Kína. Arabaríkin hafi hins vegar algerlega staðið í stað, „Allt útlit er fyrir að Bandaríkin muni enn á ný styrkja stöðu sína sem voldugasta ríki veraldar í efnahagslegu tilliti,“ segir Anani og bætir við. „Næstu fimm ár mun koma í ljós hvort arabaríkin, frá Norður-Afríku til Íraks, geti snúið vörn í sókn og komið skikkan á efnahag sinn. Eins og svo oft áður mun þó pólitík koma til með að spila þar stærsta rullu.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.