Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 42
MARKAÐURINN
A U R A S Á L I N
11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR18
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Áramótin hjá Aurasálinni voru
ömurleg og raunar með þeim
verstu sem hún hefur upplifað.
Ekki svo að skilja að þetta hafi
verið eitthvað mjög ólíkt því sem
gengur og gerist á íslenskum
heimilum eða að áramótin hafi
verið mjög frábrugðin þeim
hefðum og venjum sem skapast
hafa í fjölskyldu Aurasálarinnar
gegnum árin.
Það var kalkúnn í matinn og ágætt
rauðvín með, heimalagaður ís
í eftirrétt og kaffi og koníak
eftir matinn. Svo var konfekt og
snittur yfir hinu stórfenglega ára-
mótaskaupi og svo var skotið upp
flugeldum fyrir hundrað þúsund
kall eða svo. Það voru svo sem
ágætir gestir hjá Aurasálinni
líka. Foreldrar Aurasálarinnar
og systkini, tengdaforeldrarnir
mættu og félagarnir úr brids-
klúbbnum. Það var djammað
fram eftir morgni og fólk hafði á
orði að það hefði skemmt sér vel.
Og Aurasálin stóð í þessari
meiningu líka. Þangað til í gær.
Þá kom í ljós að áramótin hjá
Aurasálinni voru hörmung.
Eitthvað lið í KB banka
eyðilagði gjörsamlega áramót
Aurasálarinnar um alla framtíð.
Í partíinu hjá þeim var ekki bara
dýrindismatur á boðstólum og
nóg af brennivíni heldur var
búið að koma fyrir beinagreind
af risaeðlu sem skrauti og Tom
Jones tróð upp. Og ekki nóg með
það heldur skilst Aurasálinni að
allir bankastjórar landsins hafi
sameinast um að grýta í hann
nærbuxunum sínum við mikinn
fögnuð viðstaddra.
Heima hjá Aurasálinni fór
enginn úr nærbuxunum - nema
Aurasálin sjálf. Og það var
ekki fyrr en hún fór að sofa
- og þá meira að segja fór
hún í náttbuxur í staðinn. Það
var nú ekki meiri spenna á
gamlárskvöld hjá Aurasálinni.
Það er ágætt að fá fréttir af
því hvernig bankastjórar,
Bakkabræður og aðrir stórbokkar
halda partí. Það minnir fólk
eins og Aurasálina á það hversu
léttvægar, tilbreytingarsnauðar
og hversdagslegar jafnvel mestu
stórhátíðir þeirra eru. Ef ekki
hefðu fengist fréttir af Tom
Jones-partíinu hjá bankaliðinu þá
hefði Aurasálin kannski haldið
að það hefði ekkert verið að
áramótunum hjá henni. Guðlaun
fyrir að losna undan þeirri
sjálfsblekkingu.
Næstu áramót mega ekki
misheppnast svona hryllilega.
Þá verður ekki bara fengin
risaeðlubeinagrind í partíið
heldur verður henni skotið upp
með flugeldunum. Og það verður
enginn útbrunninn ellismellur að
syngja - nei takk. Rolling Stones
- ekkert minna. Og staðurinn:
Buckingham-höll!
Ömurleg
áramót
Lífeyrissjóðirnir hafa átt góða daga undanfarin
þrjú ár eftir að markaðir tóku við sér á ný eftir
stutt samdráttarskeið. Íslendingar búa vel,
þegar horft er til lífeyriseignar og sjóðurinn
sem þjóðin ávaxtar í gegnum lífeyriskerfið er
kominn yfir þúsund milljarða. Til lengri tíma
litið skiptir miklu að sjóðirnir séu vel reknir
og skili góðri ávöxtun.
Sameining lífeyrissjóða er óhjákvæmileg, ef
hámarka á árangurinn, Árni Guðmundsson, er
framkvæmdastjóri Gildis sem varð til þegar
Lífeyrissjóður Sjómanna og Lífeyrissjóðurinn
Framsýn sameinuðust. Gildi byrjar vel. Árið
að baki gott og sjóðurinn var valinn besti
íslenski lífeyrissjóðurinn af IPE sem er
evrópskt tímarit sem fjallar um lífeyrissjóði í
Evrópu og fjárfestingar þeirra. „Gildi er þriðji
stærsti lífeyrissjóðurinn og þeir þrír stærstu
eru langstærstir. Lífeyrissjóður sjómanna var
lítill sjóður þegar horft er til fjölda greiðenda,
þótt hann ætti miklar eignir. Sameiningin
snerist um tryggingafræðilega stöðu og
hagkvæmni. Við vorum til dæmis með einn
mann í eignastýringu sem er ekki skynsamlegt
á flóknum markaði, þótt árangurinn hafi verið
frábær.“ Árni segir eignastýringuna hafa eflst
verulega við sameininguna. Vaxandi örorka og
hærri lífaldur þyngir byrðar lífeyrissjóðanna.
Örorkan kemur misjafnlega niður og hlutfallið
er hátt hjá Gildi miðað við marga aðra sjóði.
„Lífeyrissjóðir sem eru með hátt hlutfall
örorku eru ekki samkeppnishæfir og þurfa
að skila miklu betri ávöxtun til að geta boðið
sambærileg réttindi. Hins vegar er vakning
gagnvart þessum málum og það á að skipa
nefnd og útluta fjármunum til þeirra sjóða
sem bera hæstu örorkuna, Ég er mjög sáttur
við þá þróun og þó þessi lausn
leysi ekki allan vanda, þá
léttir hún mestu byrðinni
af þeim sjóðum sem eru í
þessari stöðu og gerir þá
samkeppnishæfari.“
Íslenski markaðurinn
hefur gefið vel af sér og
lúxusvandamálin láta á sér kræla.
„Við erum nettóseljendur á íslenskum
bréfum, en eignin hækkar alltaf. Maður
kvartar ekki yfir hækkuninni, en hún verður
til þess að við erum við topp þess sem við
megum eiga.“ Hann segir sjóðinn hafa notið
þess að hafa haft hlutfallslega hátt hlutfall á
innlenda markaðnum. Lífeyrissjóðirnir hafa
reynst geysilega mikilvægir við uppbyggingu
og sókn fyrirtækja. „Ég tel að það megi
rýmka heimildir sjóðanna til fjárfestinga og
að ekki þurfi að binda jafn mikið í l0g.
Fjárfestingarstefnan sjóðanna sjálfra myndi
þannig ráða meiru og ég held að umgjörð og
eftirlit sé með þeim hætti að þetta þurfi ekki
að vera niðurnjörvað í lög. Ég hef trú á því að
þetta muni gerast.“
Árni hefur verið allan sinn starfsferil
að sýsla við lífeyrismál. „Ég byrjaði hjá
Tryggingastofnun ríkisins eftir að ég lauk
námi í lögfræði sem var með Lífeyrissjóð
sjómanna í rekstri. Síðan flutti sjóðurinn út
úr stofnuninni, þannig að ég var búinn að
vera með Lífeyrissjóð sjómanna í 23 ár þegar
Gildi varð til við sameininguna á síðasta
ári.“ Árni segir að hann hafi ekki haft hug
á að praktísera lögfræði. „Í náminu sá ég
ekki fyrir mér að ég vildi fara í lögmennsku.
Tilviljanirnar ráða því oft hvar maður lendir
og mér var boðin sumarvinna sem þróaðist í
þessa átt og ég sé ekki eftir því. Þó maður sé
búinn að vera í sama starfinu þennan tíma,
þá hefur þetta breyst allt svo mikið á þessum
tíma.“
Lífeyrissjóðirnir hafa gjörbreyst og
eflst til mikilla muna á þessu tímabili.
„Fjármálamarkaðurinn og umgjörð hans er
líka gjörbreytt og tekur stöðugum breytingum.
Kröfurnar hafa líka aukist mikið í kringum
lífeyrissjóðina og gjörbreyst. Fyrstu árin
máttum við ekki fjárfesta í hlutabréfum.
Þá voru ávöxtunarleiðir okkar fjárfestingar
í skuldabréfum Húsnæðisstofnunar, banka-
bréfum og sjóðfélagalánum. Þetta var nú ekki
flóknara en það.“
Lífeyrissjóður sjómanna fékk heimild
til fjárfestinga í innlendum og
erlendum hlutabréfum árið
1994. Nú eru heildareignir
sjóðanna komnar yfir
þúsund milljarða og
þótt einungis lítill hluti
þeirra sé í innlendum
hlutabréfum, þá geta þeir
verið valdamiklir í fyrirtækjum
ef þeir beita sér. „Ég held að almennt séu
lífeyrissjóðir ekki í því að beita sér beint
með því að setja menn í stjórnir, þótt á því
séu undantekningar. Ég held að þróunin sé í
þá átt að beita sér ekki með
þeim hætti, en þeir beita sér
auðvitað með atkvæðisrétti
eða með því að kaupa og selja
bréf. Það er í stefnu okkar að
stuðla að heilbrigðum markaði
og við gerum hiklaust athuga-
semdir við félög ef okkur
finnst þau ekki standa sig
við upplýsingagjöf eða aðra
þætti. Við höfum gert slíkar
athugasemdir í fleiri en eitt
skipti ef við erum ekki sáttir.“
Árni segir að menn hafi
undantekningarlaust tekið
vel slíkum athugasemdum
og fagnað áhuga hluthafa á
fyrirtækinu.
Umhverfið á markaði
hefur ekki síður breyst en
lífeyrissjóðirnir sjálfir. Árni
segir markaðinn hafa farið
bratt í gegnum þróun sem
margir aðrir markaði hafi
farið í gegnum á mun lengri
tíma. „Þegar á heildina er
litið finnst mér hann hafa
þróast vel. Auðvitað eru alltaf
einhver mál sem maður setur spurningamerki
við. Markaðurinn hefur gengið vel og menn
hafa verið framsæknir og kaldir og þá koma
auðvitað upp mál þar sem manni finnst að það
hefði mátt gera hlutina öðruvísi.“
Árni segir að þegar IPE valdi sjóðinn
bestan íslenskra lífeyrissjóða hafi legið
til grundvallar nokkrir þættir. Skýr og vel
mótuð fjárfestingarstefna sem skilað hafi
framúrskarandi ávöxtun. „Þá var einnig nefnt
að Gildi hefur verið leiðandi í að móta nýtt
réttindakerfi sem er aldurstengt. Þetta kerfi
er verið að taka upp hjá öðrum lífeyrissjóðum.
Þetta eru þættir sem nefndir eru í umsögninni
og við erum mjög stoltir af því.“
Útlit er fyrir að þeir sem nú eru á fyrri
hluta starfsævinnar muni njóta fjárhagslegs
öryggis á efri árum. „Þeir ættu að vera í
góðum málum. Réttindin hanga saman við það
sem menn greiða í sjóðina og réttindin eru
eftir því misjöfn. Fyrir ungu fólki blasir við
allt annar heimur en fyrir þeim sem byrjuðu
seint að borga og greiddu kannski ekki af
fullum launum sínum.“
Árni er mikill íþróttaáhugamaður og harður
KR-ingur. Hinn heimvöllurinn er Stamford
Bridge, en Chelsea hefur
verið uppáhaldslið í áratugi.
Hann keppti í körfubolta
og fótbolta. „Ég er búinn
að vera á kafi í íþróttum
frá því ég man eftir mér
og er enn, spilaði með KR
og ÍS í körfubolta og KR í
fótbolta.“
Hann segir starfið þess
eðlis að hann sé vakinn og
sofinn yfir því. „Sem betur
fer finnst mér það mjög
skemmtilegt.“ Árni segist
hafa verið að fikra sig áfram
með golf sem er einmitt
íþrótt sem er gott að stunda
þegar lífeyrisgreiðslur
eru farnar að berast.
„Ég er kominn með þá
stórhættulegu bakteríu.“
Íþróttin er tímafrek. „Ég
bý nú reyndar rétt hjá
vellinum á Seltjarnarnesi
og hann er níu holur svo það
tekur ekki voðalega langan
tíma að hlaupa einn hring,
næ því jafnvel fyrir vinnu á
morgnana. Ég er vanur boltaíþróttum og hélt
það væri lítið mál að eiga við minni bolta,“
segir Árni og viðurkennir að glíman við litla
boltann reyni oft á þolinmæðina.
ÖFLUGUR SJÓÐUR Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir stjórn sjóðsins hiklaust gera athugasemdir líki
henni ekki starfshættir fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. Slíkum athugasemdum sé undantekningarlaust vel tekið.
MARKAÐURINN/HEIÐA
Í sama starfi á tímum mikillar þróunar
Árni Guðmundsson hóf að stýra Lífeyrssjóði sjómanna strax að loknu lögfræðinámi. Hann hefur fylgt
sjóðnum gegnum mikið breytingaskeið og stýrir nú Gildi sem varð til við sameiningu sjóðsins við
Lífeyrissjóðinn Framsýn. Úr varð þriðji stærsti lífeyrissjóðurinn.
Árni Guðmundsson
Starf: Framkvæmdastjóri Gildis
Fæðingardagur: 19. maí 1956
Maki: Margrét Halldórsdóttir
Börn: Halldór f. 1984, Elín f. 1988, Guðmundur
Örn f. 1991
Hádegisverður fyrir tvo
á Apótekinu
Lauksúpa með
brauðteningum
Kjúklingasalat með
Madrassósu
Drykkir
Vatn og Kaffi
Alls krónur xxxxxxxxx
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Árna
Guðmundssyni
framkvæmdastjóra Gildis