Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 11.01.2006, Blaðsíða 43
MARKAÐURINN 19MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 2006 H É Ð A N O G Þ A Ð A N „Mesta sigurstund kapítalismans er hættustund hans,“ segir í upphafi bókar Hernandos de Soto. „Kapítalisminn á erfitt uppdrátt- ar utan Vesturlanda, ekki vegna þess að alþjóða væðingin hafi brugðist heldur vegna þess að þróunarlöndum og fyrrverandi kommúnistaríkjum hefur ekki tekist að „alþjóðavæða“ fjár- magn heima fyrir,“ segir hag- fræðingurinn Hernando de Soto frá Perú í bókinni Leyndardómur fjármagnsins (The Mystery of Capital) sem búið er að gefa út á íslensku. Það er Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál (RSE) sem stendur að útgáfu bókarinn- ar á Íslandi og er þetta fyrsta fræðiritið sem RSE gefur út. Í bókinni er leitast við að svara spurningunni sem sett er fram í undirtitli bókarinnar: Hvers vegna er kapítalisminn sigursæll á Vesturlöndum en bregst hvar- vetna annars staðar. Hagfræðingarnir Birgir Þór Runólfsson og Ragnar Árnason skrifa inngang bókarinnar. Þar segja þeir að bókin fjalli á yfir- borðinu fyrst og fremst um vandamál þróunarlanda. Hún eigi engu að síður erindi til okkar sem búum í ríkari löndum. Í fyrsta lagi bendi hún okkur á atriði sem geta skipt sköpum um hvort við- leitni okkar til að hjálpa þróunar- löndum til bjargálna, og þar með okkur sjálfum, skili árangri eða ekki. Þessi viðleitni hafi kostað stórfé og gerir enn, en hefur til þessa sorglega litlu skilað. FRAMLEIÐNARA MARKAÐSHAGKERFI „Sem fyrr er getið er sér eignar rétt- urinn forsenda markaðsviðskipta og því sjálfur grundvöllur kapítal- ismans. Í hagfræði hafa á síðustu áratugum verið færð að því sterk rök að því betri og fullkomnari sem séreignarrétturinn sé þeim mun skilvirkara og framleiðnara verði markaðshagkerfið og öfugt; því veikari sem séreignarréttur- inn sé þeim mun óskilvirkara og óframleiðnara verði mark aðs hag- kerfið. Samkvæmt þessu er ástæð- unnar fyrir langvarandi fátækt og örbirgð, ekki síst í löndum sem búa við gnótt náttúruauðlinda, fyrst að leita í eignarréttarkerfinu,“ segja Ragnar og Birgir í inngangi bók- arinnar. Árni Óskarsson þýddi bókina. Hún fæst í bókabúðum og í bók- sölu Andríkis á andriki.is. LEYNDARDÓMUR FJÁRMAGNSINS Í bókinni er varpað ljósi á leiðir til að láta kapítalismann skila ábata til þess fólks sem hingað til hefur talist til fórnarlamba hans. Kapítalisminn ekki alls staðar sigursæll Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um ellefu prósent á árinu 2005 miðað við árið 2004, eða úr rétt rúmum 1.637 þúsund farþegum í tæpa 1.817 þúsund farþega. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rétt tæpum ellefu prósentum milli ára, en farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgaði um þrettán prósent. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé í samræmi við farþega- spá sem breska fyrirtækið BAA Plc., sem rekur stærstu flugvelli í Bretlandi og víðar, gerði í upp- hafi árs 2005. Í þeirri spá sé jafn- framt gert ráð fyrir að farþega- fjöldi muni fara í 3,2 milljónir árið 2015. Skipulagssérfræðingar BAA horfi til ýmissa þátta sem áhrif hafi svo sem hagvaxtar á Íslandi, fargjalda, markaðs- sóknar og vinsælda Íslands sem áningarstaðar ferðafólks. Til að bregðast við þessum aukna farþegafjölda verður flugstöðin stækkuð umtalsvert. Verkið, sem verður framkvæmt í tveimur áföngum, er þegar hafið og áætlað að því ljúki vorið 2007. Gert er ráð fyrir að fjárfesting- ar verði hátt í fimm milljarðar króna á þessum tíma, að meðtöld- um tækjum og búnaði. Fimm milljarða stækkun Farþegum fjölgar í Keflavík FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.