Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 46
MARKAÐURINN 11. JANÚAR 2006 MIÐVIKUDAGUR22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Hver er hugmyndin á bak við starfslokasamninga? Yfirleitt eru starfslokasamning- ar eingöngu gerðir við fram- kvæmdastjóra eða forstjóra fyrirtækja. Þessi aðilar hafa, stöðu sinnar vegna, gjarnan þurft að beita sér af ákveðni og festu innan fyrirtækja sinna og utan. Þeir eru gjarnan harðir í horn að taka og verða sér óhjákvæmilega oft úti um óvini þótt þeir njóti vissulega álits og viðurkenningar um leið. Meginhugsunin með starfsloka- samningum, þar sem kveðið er á um rausnarleg- ar greiðslur, er sennilega sú að þessir aðilar eiga oft á tíðum erfitt með að stökkva aftur inn í sam- bærileg störf, eða starf við hæfi, eins og það er gjarnan orðað. Þá hefur það færst í vöxt að æðstu stjórnendur víki nánast fyrirvara- laust ef eigenda- skipti verða á fyrirtæki. Það er því sjálfsögð var- úðarráðstöfun, af hálfu manna sem ráðast til fram- kvæmdastjórnar, að búa með þess- um hætti um hnútana. Þetta kallast gjarnan “gullin fallhlíf” í daglegu fyrirtækjatali. Þess ber þó að geta að laun æðstu stjórnenda eru sjaldnast skorin við nögl enda er það með þeim rökum að sú áhætta, sem nefnd er að ofan, vofi yfir hverja stund. Að margra mati er það næg umbun, og þykir mörgum að æðstu stjórnendur gangi þessa dagana til starfa bæði með axlabönd og belti sér til fulltingis. Hve lengi hefur tíðkast að gera starfslokasamninga á Íslandi? Mér vitanlega hefur ekki verið gerð nein úttekt á þessu fyr- irbæri hérlendis. Stjórnendur hafa í gegnum alla mannkyns- sögu verið hvattir til að ljúka störfum hjá fyrirtækjum og stofnunum af ýmsum ástæðum og með ýmsum hætti. Það er þó ekki fyrr en á síðari árum að samningar sem þessir hafa komist í hámæli hérlendis, bæði vegna upplýsingaskyldu gagvart hluthöfum og þess að algengara er en áður að rótgrónir forstjórar flytji sig um set eða ljúki störfum langt fyrir aldur fram. Þessi aukni hreyfanleiki bendir til þess að það hafi kólnað á toppnum og því ekki óeðlilegt að þeir sem ráðast til slíkra starfa geri ráðstafanir í formi viðbótar við ráðningarsamninga sína, sem oft eru nefndir starfslokasamn- ingar. Hvaða spil hefur starfsmaðurinn á hendi þegar gerðir eru starfs- lokasamningar? Hann hefur til sölu þá þekkingu eða aðra vitneskju sem hann býr yfir og skuldbindur sig um leið til að aðrir en fyrrverandi vinnuveitendur muni ekki njóta hennar um tiltekinn tíma eða framvegis. Sumir halda því fram að þegar starfslokasamningar séu gerðir sé um einhvers konar samtrygg- ingu stjórnarmanna og stjórn- enda að ræða (ef þú gerir vel við mig mun ég gera vel við þig). Hver er þín skoð- un á því? Báðir aðilar búa yfir þekkingu um hinn og/eða athafnir eða athafnaleysi eftir atvikum. Þessa vitneskju eða þekkingu er hægt að verð- leggja eins og allt annað undir sólinni og er ekk- ert óeðlilegt að aðilar semji um endurgjald fyrir það. Það er ekk- ert óeðlilegt við slíka samninga, komi til slita á samstarfi eða samvistum eftir atvikum, og er raunar alþekkt á öllum sviðum mannlegra samskipta. Benda má á að uppsagnarákvæði kjarasamninga eru samningur um gagnkvæmt tillit samnings- aðila vilji annar eða báðir slíta því. Þeir starflokasamningar sem hafa verið til umræðu í atvinnulífinu að undanförnu eru einfaldlega útvíkkun, með fullu samþykki samningsaðila, á því fyrirkomulagi. Væri ekki eðlilegast ef um háar fjárhæðir er að ræða að bera starfslokasamninga undir hlut- hafafund? Nú er það svo að forstjór- ar fyrirtækja eru ráðnir af stjórnum fyrirtækja (sem eru kjörnar af hluthöfum) til að fara með m.a. dagleg fjár- mál þess. Þeir hafa yfirleitt líka heimild til þess að binda félagið í umboði stjórnar. Þetta umboð getur þó verið takmarkað við hugtök eins og “eðlilegt”, “umtalsvert” og “meiri háttar” allt eftir því hvað tíðkast í viðkomandi fyrirtæki eða samkvæmt eðli máls. Það er í þessu sambandi mikilvægt að benda á þá skyldu stjórna, sem væntan- lega eru kjörnar af hluthöfum, að gæta hagsmuna hluthaf- anna í hvívetna og sjá til þess að forstjórar geri ekkert sem skaðað getur hagsmuni þeirra, fjárhagslega eða siðferðislega. Samningur um gullnu fallhlífina Engar samanteknar tölur eru til um starfsloka- samninga nema þær sem snúa að ríkinu og almenn- um hlutafélögum. Í svari Davíðs Oddssonar, fyrr- verandi forsætisráðherra, við spurningum Jóhönnu Sigurðardóttur kemur fram að á árunum 1995-2002 voru gerðir 285 starfslokasamningar við starfs- menn stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Þeim samningum sem gerðir eru við stjórnendur má skipta í tvennt. Annars vegar er um að ræða þá sem gerðir eru ef viðkomandi segir upp eða er sagt upp. Hins vegar eru þeir sem gerðir eru við stjórnendur sem hafa átt langan feril hjá stofnun- um eða fyrirtækjum. Út frá þessu er hægt að túlka hluta þess eftirlaunafrumvarps sem starfslokasamninga og þá kæmi í ljós að ríkið ætti stóran hluta af þeim samn- ingum sem hafa verið gerðir, hvort sem miðað er við fjölda samninga eða þá fjárhæð sem borguð er vegna slíkra samninga. Einfaldir núvirðisreikning- ar á eftirlaunakjörum ráðherra og annarra æðstu embættismanna ríkisins sýna að þeir eru allt að 90 milljón króna virði. Forsendur í því samræmi eru að eftirlaunin hækka til jafns við sitjandi ráðherr- ra og embættismenn og vaxa því umfram verð- bólgu og að um kaupmáttaraukningu er að ræða. Meðalævilíkur samkvæmt hagstofunni eru 78,8 ár sem gera þá 0,7 X 990 (laun forsætisráðherra) X 18,8. Þessi upphæð er svo afvöxtuð með raunávöxt- un ríksisskuldabréfa. Starfslokasamningar hafa verið töluvert í um ræðunni upp á síðkastið og sitt sýnist hverj- um í þeim málefnum. Stjórnmálamenn reyna að ná öldu óánægju almennings og koma með alls kyns tillögur að lögum til að koma í veg fyrir að stjórnarmenn og stjórnendur geti ákvarðað laun starfsmanna sinna. En eru lagasetningar lausnin? Fyrirtækjastjórnendur benda á skaðsemi þess að að setja lög á fyrirtæki. Lögin gætu orðið til þess að skaða samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja vegna þess að starfslokasamningar ganga fyrst og fremst út á það að laða að og halda í færa stjórnendur. Vel er hægt að færa rök fyrir því að eftir- launasamningur sem gerður var fyrir ráðherra og þingmenn sé starfslokasamningur og tiltölulega auðvelt að núvirða þær greiðslur sem þessir fyrr- verandi stjórnmálamenn muni fá og hlaupa þær á nokkrum tugum milljóna á mann. Þegar horft er á starfslokasamninga skiptir máli hvers konar fyrirtæki það er sem á í hlut sem gerir samninginn. Ef um einkahlutafélag er að ræða er fráleitt að ríkið hafi afskipti af því hvernig það semur við starfsmenn sína. Slíkt myndi vera á skjön við eitt af meginmarkmiðum laga og reglna, það er að segja að vernda eignarétt einstaklinga. Þegar um almenn hlutafélög er að ræða sem skráð eru á markaði horfir málið aðeins öðruvísi við. Margir hafa bent á að réttast væri að leggja starfs- lokasamninga og aðra launasamninga við yfirmenn fyrir hluthafafund. Rökin á móti því eru að það er ekki auðvelt að kalla saman hluthafafund. Einnig er bent á að sú stjórn og þeir stjórnendur sem settir eru yfir fyrirtæki séu þeir aðilar sem treyst er til að stjórna og taka þær ákvarðanir sem best tryggja hag fyrirtækisins. Það hefur lengi tíðkast að gera starfslokasamn- inga við embættismenn á Íslandi og sumir þessara samninga eru þannig upp byggðir að eftirlauna- þeginn fær ákveðið hlutfall af þeim launum sem eftirmaður hans í starfi fær. Þegar netbólan stóð sem hæst í byrjun nýs ársþúsunds höfðu hluthafar nokkurt umburðarlyndi fyrir ofurlaunasamningum sem gerðir voru við stjórnendur. Margir trúðu því að efnahagur heimsins væri að ganga inn í nýtt tímabil þar sem verð á fyrirtækjum væri ekki á stöðugu flökti heldur væri nánast alltaf á uppleið. Annað hefur komið á daginn og fyrirtæki huga meira að lækkun kostnaðar með tilheyrandi hagræðingu og uppsögnum. Þær ákvarðanir sem stjórnendum er treyst til að taka eru oft miklu stærri og mikilvægari en þær sem snúa að launa- málum yfirmanna. Samningar um starfslok í brennidepli umræðunnar Umræður um starfslokasamninga gjósa reglulega upp hér á landi og núna síðast í sambandi við FL Group. Ísland er ekkert sérstakt að því leyti segir Ágúst Agnarsson. Kjör æðstu yfirmanna er heitt málefni í öllum löndum sem við berum okkur helst saman við. LAUNAKJÖR STJÓRNENDA FL GROUP ERU NÚ Í BRENNIDEPLI. M Á L I Ð E R Starfsloka- samningar Margir hafa bent á að réttast væri að leggja starfslokasamninga og aðra launa- samninga við yfirmenn fyrir hluthafafund. Rökin á móti því eru að það er ekki auðvelt að kalla saman hluthafafund. T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Sverris Arngrímssonar dósents við Háskólann í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.