Fréttablaðið - 11.01.2006, Síða 59

Fréttablaðið - 11.01.2006, Síða 59
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2006 FRÉTTIR AF FÓLKI Hamhleypan Steve O úr Jackass-klík-unni alræmdu hefur hugsanlega komið hótelerfingjanum Paris Hilton í bobba eftir að hafa viðurkennt að hafa hugsanlega komið henni í vímu rétt áður en hún settist upp í bíl sinn og lenti í bílslysi í nóvember. Steve O lýsti því yfir í sjónvarpsþætti á dögunum að hann hafi eytt nótt með Paris og kærasta hennar, Stavros Niarchos III. Hann kveðst hafa verið með gashylki sem notuð eru til að blása upp blöðrur. „Ég ætti kannski ekki að segja þetta, en hugsanlega gaf ég henni ofskynjunarefni hálftíma áður en hún lenti í slysinu,“ bætti Steve O við og skellihló. Nick Lachey, fyrrum ástmögur og eiginmaður Jessicu Simpson, segir að „órökvísi“ fyrrum spúsu sinnar hafi leitt til þess að það kastaðist í kekki milli hjónakornanna, sem svo skildu fyrir tveimur mánuðum. Lachey bætir við að hann telji þankagang kynjanna vera ólíkan. „Rökin sem konur færa fyrir máli sínu koma ekki heim og saman við rökvísi karla.“ Sem dæmi nefnir hann að stundum hafi Jessica átt það til að bregðast hin versta við ef hann keypti of stór föt á hana. „Konur kunna greinilega ekki að meta slíkt,“ bætir hinn skarpskyggni Lachey við. Breski leikstjórinn hefur ýjað að því að hann kunni að leggja leikstjóraferilinn á hilluna til að sinna börnunum sínum tveim, sem hann á með leikkonunni Kate Winslet, þegar þau byrja í skóla. Leikstjórinn, sem er hvað þekktastur fyrir myndina American Beauty, kveðst elska samvistir við börnin sín, Joe og Miu, en segir það stundum reynast þeim erfitt að vera á flakki þegar báðir foreldrarnir eru að vinna. „Þetta verður erfitt þegar þau byrja í skóla,“ segir Mendes. „Það kemur ekki til greina að börnin mín alist upp eins og sígaunar á flakki. Það er ekki sann- gjarnt.“ Jennifer Aniston hefur fallið kylliflöt fyrir Chicago, heimaborg kærasta síns, Vince Vaughn, eftir að hafa tekið tvær kvikmyndir þar í fyrra. Aniston lék í myndunum Derailed og The Break Up í Chicago og kynntist Vaughn við tökur á þeirri seinni. „Chicago-búar eru afskap- lega tillitssamir og gefa manni næði. Það var ekkert mál að fara á tónleika, út að dansa eða á góða veitingastaði,“ segir Aniston og hrósar veitinga- stöðum í borginni í hástert. Síðan tökum lauk hefur hún nokkrum sinnum farið aftur til Chicago og varið tíma með Vaughn og fjöl- skyldu hans.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.