Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2006 25 Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur ætlar að stikla á stóru um bókaútgáfu síðasta árs á rannsókna- kvöldi Félags íslenskra fræða, sem haldið verður í húsi Sögufélgsins við Fischersund. „Jólabókaflóðið er orðið að eins konar vertíð í íslenskum bókmenntum og það er komin hefð fyrir því að gera þessa vertíð upp í janúar. Félag íslenskra fræða hefur staðið fyrir þessum fyrirlestrum í nokkur ár,“ segir Úlfhildur, sem ætlar að taka að sér þetta uppgjör í ár. Hún segir að bókaútgáfa síðast árs hafi um margt verið býsna óvenjuleg. „Þetta var til dæmis gífurlega gjöfult ár af þýðingum, og þær voru mjög fjölbreyttar, allt frá kínverskum ljóðaþýðingum til splunkunýrra fantasíubóka fyrir börn og unglinga. Sömuleiðis þýðingar á klassískum skáldsögum eins og Dauðanum í Feneyjum og svo splunkunýjum eftir skáld eins og Margaret Atwood og Kazuo Ishiguro.“ Úlfhildur segist afskaplega ánægð með allar þessar þýðingar, ekki sé vanþörf á að minna á mikilvægi góðra þýðinga fyrir íslenska lesendur og íslenskt bókmenntalandslag. „Svo voru náttúrlega glæpasög- urnar mjög áberandi, en það var kannski viðbúið að þeim færi að fjölga. Þetta er bara eðlileg þróun, að þegar þessi tegund af bókmennt- um kemur á annað borð undir sig fótunum þá fjölgar slíkum bókum hratt. Núna bíður maður bara spenntur eftir því að íslenskum hrollvekjum og vísindaskáldsögum fari að fjölga.“ ■ Brennið þið menningarvitar ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Bíður spennt eftir að íslenskar hrollvekjur nái sér á strik eins og glæpasögurnar hafa gert. Janúarverkefni Hugleiks í Leik- húskjallaranum er gamanóperan Bíbí og blakan eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs- son og Þorgeir Tryggvason. Verkið segir frá hinni ungu og fögru Bíbí sem bíður ein eftir að ástin sæki hana heim. Málið vandast þegar tvo gesti ber að garði sömu nóttina: töfrandi en dularfullur rúmenskur nýbúi og ábúðarmikill vampýru- veiðari, sem telur sig heldur en ekki vera kominn í feitt. Bíbí og blakan er langlífasta og víðförulasta sýning Hugleiks, og fagnar nú tíu ára afmæli sínu. Verkið hefur tekið talsverðum breytingum í áranna rás, en leik- arar að þessu sinni eru þau Einar Þór Einarsson, Björn Thoraren- sen, Hulda B. Hákonardóttir, Silja B. Huldudóttir, Þorgeir Tryggva- son, Þórunn Guðmundsdóttir og Ylfa Mist Helgadóttir auk píanó- leikarans Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. Aðeins verður ein sýning á verkinu, og verður hún í kvöld klukkan 21. ■ BÍBÍ OG BLAKAN Leikfélagið Hugleikur verður með „Þetta mánaðarlega“ í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Bíbí og Blakan á ný HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 8 9 10 11 12 13 14 Miðvikudagur ■ ■ BÆKUR  20.00 „Brennið þið menningar- vitar: flóð og fjara í íslenskum bókmenntum 2005” er yfirskrift rannsóknarkvölds í húsi Sögu- félagsins, Fischersundi 3 þar sem Úlfhildur Dagsdóttir stiklar á stóru í hraðri yfirferð um bókaútgáfu síðasta árs. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ  21.00 Hugleikur sýnir Bíbí og Blakan í Þjóðleikhúskjallaranum á mánaðarlegu skemmtikvöldi sínu undir yfirskriftinni “Þetta mánaðarlega”. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Himnaríki Föstud. 20. Laugard. 21. Laugard. 28 Mind Kamp Forsýning föstud. 13. uppselt Hátíðaropnun sunnud. 15. uppselt Fimmtud. 19. sunnud. 22. föstud. 27. sunnud. 29. Ef Mánud. 16. kl. 9 og 11 Uppselt Þriðjud. 17. kl. 9 og 11 uppselt Þriðjud. 24. kl. 9 og 11 Uppselt Miðvikud. 25 kl. 9 og 11 Uppselt 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.