Fréttablaðið - 11.01.2006, Qupperneq 64
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Napóleonsstríðin voru eitt
allsherjarkraðak þar sem sumar
þjóðir lögðu aðrar undir sig,
aðrar öðluðust þjóðarvitund og
sumar hurfu alveg af kortinu
og hafa ekki birst aftur. Þetta
kemst vel til skila í myndinni um
Grimmbræður, þar sem Svíinn
Peter Stormare leikur Ítala, hinn
velski Jonathan Price leikur
Frakka, og Ástralinn Heath
Ledger, Bandaríkjamaðurinn Matt
Damon, Ítalinn Monica Belucci og
Lena Heady frá Bermúdaeyjum
leika öll Þjóðverja. Allir tala að
sjálfsögðu ensku með misýktum
hreim. Þjóðverjarnir eru hér
aldrei þessu vant í hlutverki góðu
gæjanna og tala því að sjálfsögðu
Oxfordensku. Matt Damon
tekst misvel upp en það sem
kemur mest á óvart er hversu
sannfærandi Heath Ledger er
í hlutverki gáfumennisins, eins
undarlega og það kann að hljóma.
Það er einnig merkilegt að þetta
er líklega fyrsta myndin frá
lokum síðari heimsstyrjaldar
sem fjallar um hernám Frakka í
Þýskalandi árin 1806-1813, sem
sýnir að fyrir suma er seinni
heimsstyrjöldinni endanlega
lokið. Myndin er þó alls engin
söguleg stórmynd í hefðbundnum
skilningi því hetjurnar tvær þurfa
að takast á við nornir, varúlfa,
piparkökukarla og göldróttan
skóg, jafnt sem hernámsliðið.
Hún er afar lauslega byggð á
lífi Grimmbræðra, sem söfnuðu
saman ævintýrum í Þýskalandi
á fyrri hluta 19. aldar. Hér
eru þeir hinsvegar sýndir sem
svikahrappar í gervi draugabana,
sem er hressandi útúrsnúningur
á ævintýraheiminum.
Annar bræðranna, sem leikinn
er af Ledger, skrifar jafnframt
ævintýri sem hann sér nú verða
að veruleika. Myndin er mitt á
milli þess að vera gamanmynd
og ævintýramynd og hún tekur
sjálfa sig passlega alvarlega.
Menn deyja með brandara og
bros á vör og einnig er skemmti-
legt atriði þar sem kettlingur
kemur við sögu í þeim eina til-
gangi að vera hent í hrærivél, að
því er virðist. Hefur það farið
fyrir brjóstið á mörgum Banda-
ríkjamanninum. En ekki er nógu
mikið af slíkum atriðum og undir
lokin víkja þau alveg fyrir ævin-
týrinu, sem er of auðveldur og
hamingjusamur endir miðað við
kaldhæðnina sem á undan kom.
Terry Gilliam er mikill meist-
ari hins sjónræna, sem hann
hefur sýnt í myndum á borð við
Brazil, The Fisher King og hina
lágstemmdari 12 Monkeys, jafn-
framt því sem hann teiknaði
myndir Monthy Python-þátt-
anna.
Þetta er fyrsta myndin sem
hann gerir síðan Fear and
Loathing in Las Vegas kom út
árið 1998. Í millitíðinni hefur
hann verið týndur við gerð
meints meistaraverks síns um
Don Kíkóta, sem enn hefur ekki
tekist að klára. Velta því sumir
fyrir sér hvort myndin um hina
myndarlegu bræður sé til þess
gerð að fjármagna áframhaldandi
gerð Kíkóta.
Svo virðist sem Gilliam hafi
ekki lagt sig allan í verkið. En
nóg eimir þó eftir af snilld hans
til að færa mann langleiðina inn í
ævintýraheiminn. Valur Gunnarsson
Grimmd við kettlinga
THE BROTHERS GRIMM
LEIKSTJÓRI: TERRY GILLIAM
AÐALHLUTVERK: MATT DAMON OG
HEATH LEDGER.
Niðurstaða: Undir meðallagi Gilliams, en
ágætis ævintýramynd samt sem áður.
Auglýsingastofan Vatikanið vann
nýverið verkefni fyrir færeyska
fjarskiptafyrirtækið Kall sem fól í
sér stofnun súpergrúppunnar The
Message.
Stofan fékk til liðs við sig fjóra
þekkta popparara úr ólíkum jað-
arhljómsveitum í Færeyjum og
lét sem þeir hefðu stofnað nýja
hljómsveit. Stofnuð var heimasíða
með nýjustu fréttum af sveitinni
og aðdáendasíða, auk þess sem
auglýst var að lagið 1000 SMS
yrði gefið út. Útgáfutónleikar
voru einnig fyrirhugaðir.
Fjölmargir bitu á agnið og
héldu að The Message væri alvöru
hljómsveit, þar á meðal færeyski
landssíminn sem er keppni-
nautur Kalls sem birti fréttir af
hljómsveitinni og fylgdist vel með
gangi mála. Þegar til kom var
einungis um að ræða auglýsingu
á nýju skafkorti Kalls með mynd-
um af hljómsveitarmeðlimum
The Message.
Magnús Árnason, starfsmaður
Vatikansins, segir að verkefnið
hafi gengið framar vonum enda
skapaðist mikill áhugi á þessari
„nýju“ hljómsveit. Mun þetta vera
í fyrsta sinn sem svona markaðs-
herferð er reynd í Færeyjum.
Hann segist ekki vita hvort
menn hafi orðið fúlir þegar fréttist
að The Message væri ekki alvöru
hljómsveit. Auglýsingastofan hafi
einungis verið að stríða mark-
aðnum og það hafi virkað alveg
prýðilega. „Þeir alla vega birtu
fréttirnar og síðan kom grúpp-
an saman og samdi lag og þá var
ekkert verið að auglýsa,“ segir
Magnús. Naut lagið 1000 SMS
töluverðra vinsælda í Færeyjum í
framhaldinu.
THE MESSAGE Hljómsveitin The Message var stofnuð í tengslum við auglýsingaherferð í
Færeyjum.
Rokkdúettinn The White Stripes,
sem hélt eftirminnilega tónleika
í Laugardalshöll á síðasta ári,
hefur frestað
fyrirhugaðri
tónleikaferð
sinni um
Japan.
Á s t æ ð a n
er sú að
söngvarinn
Jack White er
í vandræðum
með radd-
böndin sín
og má hvorki
tala og hvað
þá syngja
næstu tvær
vikurnar.
Á heimasíðu
sveitarinnar
eru að-
dáendur hennar í Japan beðnir
afsökunar og vonast hún til að
koma þangað sem allra fyrst.
White missti
röddina
JACK WHITE
Rokkdúettinn The
White Stripes er ekki á
leiðinni til Japans alveg á
næstunni.
Hip hop-hljómsveitin The Phar-
cyde frá Los Angeles heldur tón-
leika á Gauki á Stöng þann 25.
febrúar næstkomandi.
Hljómsveitin, sem hefur haft
töluverð áhrif á hip hop-jaðar-
senuna í Bandaríkjunum, var
stofnuð af fjórum aðilum árið
1990 og gaf út sína fyrstu plötu,
Bizarre Ride II the Pharcyde,
sem náði gullsölu.
Eftir að hafa hitað upp fyrir De
La Soul og A Tribe Called Quest
og komið fram á Loppalapooza-
hátíðinni árið 1994 gaf The
Pharcyde út sína aðra plötu,
Labcabincalifornia. Eftir að
rólegt hafði verið yfir sveitinni í
nokkur ár kom út þriðja platan,
Plain Rap, árið 2000. Aðeins
tveir eru eftir í sveitinni nú, þeir
Imani Wilcox og Bootie Brown.
Gáfu þeir út plötuna Humboldt
Beginnings árið 2004.
The Pharcyde til
Íslands í febrúar
THE PHARCYDE Hljómsveitin The Pharcyde
hefur gefið út fjórar breiðskífur.
Vatikanið með ný
markaðstrikk
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Sýnd kl. 4 ÍSLENSKT TAL
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 B.i. 16 ára
Lúxus kl. 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 4, 6, 8, 10 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
����
- Toronto Sun
����
HJ MBL
����
Dóri DNA - DV
���1⁄2
K&F XFM
���
VJV / Topp5.is
����
„...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
���1/2
- MMJ
Kvikmyndir.com
���
- Topp5.is
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára
20% afsláttur af
miðaverði fyrir
viðskiptavini KB banka
���
- D.Ö.J. kvikmyndir.com
����
- Ó.Ö.H. DV
SJÚKUSTU FANTASÍUR
ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA!
Stranglega bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 6, 8 og 10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Stórkostleg ævintýramynd frá meistara
Terry Gilliams byggð á hinum frábæru
Grimms ævintýrum með Matt Damon og
Heath Ledger í aðalhlutverkum
���� „...mikið og skemmtilegt
sjónarspil...“ - HJ MBL
����
- Toronto Sun
����
HJ MBL
����
Dóri DNA - DV
���1⁄2
K&F XFM
���
VJV / Topp5.is