Fréttablaðið - 11.01.2006, Side 66
30 11. janúar 2006 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
JANÚAR
8 9 10 11 12 13 14
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og Breiðablik
mætast í Iceland Express-deild
kvenna í körfubolta í Grindavík.
19.15 Keflavík og KR mætast í
Iceland Express-deild kvenna í körfu-
bolta í Keflavík.
19.15 Valur og Stjarnan mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta á
Hlíðarenda.
19.15 FH og Fram mætast í
DHL-deild kvenna í handbolta í
Kaplakrika.
19.15 KA/Þór og Haukar mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta á
Akureyri.
19.15 ÍBV og HK mætast í DHL-
deild kvenna í handbolta í Eyjum.
19.15 Víkingur og Grótta mætast
í DHL-deild kvenna í handbolta í
Víkinni.
■ ■ SJÓNVARP
18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.
18.12 Sportið á Sýn.
18.45 Bestu bikarmörkin á Sýn.
19.45 Enski deildabikarinn á Sýn.
Bein útsending frá leik Blackburn
og Man. Utd í undanúrslitum
keppninnar.
21.55 US PGA Tour á Sýn.
FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildar-
liðið Halmstad hefur hafnað tilboði
frá spænska 1. deildarliðinu Real
Valladolid í landsliðsframherjann
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Að sögn Ólafs Garðarssonar,
umboðsmanns Gunnars Heiðars,
hljóðaði tilboðið upp á um 40
milljónir króna og var því
umsvifalaust hafnað.
Valladolid er annað liðið sem
gerir tilboð í Gunnar Heiðar
á síðustu vikum en áður hafði
Halmstad hafnað tilboði frá
frönsku 1. deildarliði sem að sögn
forseta Halmstad var hlægilega
lágt. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins gera forráðamenn
Halmstad sér vonir um að fá
að minnsta kosti 80 milljónir
fyrir Gunnar Heiðar. Að öðrum
kosti mun félagið halda honum í
sínum röðum út næsta tímabil en
þá rennur samningur Gunnars
Heiðars út og hann verður frjáls
ferða sinna.
Ennþá er beðið eftir tilboðum
frá ónefndu þýsku úrvals-
deildarliði og ensku 1. deildarliði
í Gunnar Heiðar. Fastlega er
búist við því að Halmstad berist
þriðja tilboðið á næstu dögum en
félagsskiptaglugginn lokast aftur
um næstu mánaðamót. Þó gæti
verið að hár verðmiði Gunnars
Heiðars geti orðið til þess að fæla
áhugasöm félög frá þar sem mörg
þeirra hafa yfir takmörkuðum
fjárráðum til að spila úr.
- vig
Sagan endalausa um Gunnar Heiðar Þorvaldsson:
Halmstad hafnaði boði
frá Real Valladolid
SAGAN ENDALAUSA Það fer ekki á milli mála að Gunnar Heiðar er eftirsóttur leikmaður
en Halmstad fælir áhugasöm félag jafnóðum frá.
FÓTBOLTI Andri Ólafsson, miðju-
maður úr ÍBV, fer í dag til norska
liðsins Aalesund og mun hann
dvelja hjá liðinu í vikutíma til
reynslu. Þetta er í annað sinn á
skömmum tíma sem Andri fer til
reynslu til félags á Norðurlöndum
en eftir síðasta tímabil fór hann
til Öster í Svíþjóð.
Aalesund féll úr norsku úrvals-
deildinni í haust en hjá félaginu
mun Andri hitta fyrir annan
Íslending, Keflvíkinginn Harald
Frey Guðmundsson. - vig
Andri Ólafsson:
Fer til Aalesund
FÓTBOLTI Argentínski framherjinn
Hernan Crespo hefur lýst því yfir
að hann vilji gjarnan fara aftur
til Ítalíu næsta sumar þótt hann
sé ánægður í herbúðum Chelsea.
Crespo líður einfaldlega ekki vel
í Englandi:
„Við erum búnir að vinna Sam-
félagsskjöldinn, erum með 13
stiga forystu í deildinni og höfum
besta stjórann. Lífið snýst samt
ekki bara um fótbolta og ég myndi
vilja fara aftur til Ítalíu næsta
sumar,“ sagði Crespo sem saknar
lífsstílsins á Ítalíu.
- hbg
Hernan Crespo:
Vill komast
aftur til Ítalíu
HANDBOLTI Jaliesky Garcia er
meiddur og mun ekki geta æft af
eðlilegum krafti með landsliðinu
næstu vikuna. Það er kannski eins
gott því hann hefur ekki leyfi til
að æfa með landsliðinu í dag þar
sem læknirinn sem skar hann upp
skömmu fyrir jól skrifaði upp á
skýrslu þar sem segir að hann
sé óleikhæfur út janúarmánuð.
Brynjólfur Jónsson, læknir
landsliðsins, er hins vegar ekki
á sama máli og segir Garcia vel
geta æft með landsliðinu innan
nokkurra daga.
Garcia ku vera á tryggingabótum
út mánuðinn og því þarf að breyta
ansi mörgum pappírum áður en
hann fær grænt ljós á að æfa á
eðlilegan hátt. Með öðrum orðum
þá er Göppingen ekki að greiða
Garcia laun í dag og ef HSÍ fær
sitt í gegn þá þarf Göppingen að
taka við launagreiðslunum á ný.
„Ég er búinn að ræða oft við
forráðamenn Göppingen í dag
og þeir hafa hlustað og virðast
sýna okkar málstað einhvern
skilning. Við viljum ekki gera
þetta með einhverjum látum
heldur í rólegheitum,“ sagði Einar
Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
HSÍ, en hann er með hið lítt
öfundsverða hlutverk að greiða úr
þessari flækju.
Einar segir nokkuð ljóst að
Garcia fari ekki með landsliðinu
til Noregs og í versta falli gæti
þurft að senda Garcia aftur út svo
að læknirinn sem skar hann upp
geti skoðað hann á ný og séð það
sem Brynjólfur læknir sér.
„Við munum gera allt sem í
okkar valdi stendur til að leysa
þetta mál eins hratt og örugglega
og hægt er,“ sagði Einar en gæti
Göppingen stöðvað það að Garcia
færi á EM hefðu þeir áhuga á
því? „Það viljum við ekki meina
og vonandi mun ekki reyna á það.
Annars má ekki gleyma því að það
er hagur í því fyrir Göppingen að
Garcia fari á EM og komi aftur til
félagsins í góðu formi,“ sagði Einar
Þorvarðarson. henry@frettabladid.is
Mál Garcia flókið og erfitt
Það verður þrautin þyngri hjá Einar Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, að
leysa pappírsflækjuna með Jaliesky Garcia svo að hann fái leyfi til að æfa með
landsliðinu. Það leyfi hefur hann ekki í dag.
FER HANN TIL SVISS? Forráðamenn Göppingen gætu gert Garcia erfitt fyrir að komast á EM
með íslenska landsliðinu.
KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni í gær að
það hefði náð samkomulagi við Trínidad
og Tóbagó um vináttulandsleik 28.
febrúar næstkomandi en þetta verður
fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn
Eyjólfs Sverrissonar. Það sem vekur
mesta athygli er staðsetning leiksins
en hann fer fram á heimavelli QPR,
Loftus Road, í Lundúnum.
„Það er frábært að spila
í London enda auðvelt að
ferðast fyrir alla,“ sagði Eyjólfur
landsliðsþjálfari kátur í gær.
Af augljósum ástæðum er
ekki hægt að spila hér
á landi í lok febrúar
og því er fín lending
að leika í London
enda fjölmargir íslenskir
landsliðsmenn sem
spila á Bretlandseyjum.
„Við vildum vera á
hagstæðum stað með
leikinn og helst ekki
ferðast langt.“
Trínidad og Tóbagó er
á leið á HM næsta sumar
en þekktustu leikmenn liðsins
eru Dwight Yorke, Stern John
og Shaka Hislop og þeir sjá
leikinn sem góðan undirbúning
fyrir HM þar sem þeir eru í riðli
með Svíum. Þeir telja sem sagt
líklegt að Ísland spili álíka knattspyrnu
og Svíþjóð. En hver á eiginlega
heimaleikinn?
„Ég veit það nú ekki,“ sagði Eyjólfur
og hló dátt en þekkir hann eitthvað til
Trínidad-liðsins? „Ég veit eiginlega ekki
neitt um þetta lið eins og staðan er í dag
en ég mun afla mér einhverra upplýsinga
fljótlega. Ég veit þó
að Dwight Yorke
leikur með liðinu.
Þetta verður
spennandi dæmi
og vonandi
verður leikurinn
skemmtilegur.“
FYRSTI LANDSLEIKUR EYJÓLFS SVERRISSONAR: LEIKIÐ GEGN TRINIDAD Í LONDON
Veit eiginlega ekkert um þetta lið
KÖRFUBOLTI Kobe Bryant, leikmað-
ur LA Lakers, varð fyrsti leikmað-
urinn í 41 ár til þess að skora 45
stig eða meira í fjórum leikjum í
röð þegar Lakers lagði Indiana,
96-90. Bryant skoraði 45 stig í
fyrsta leiknum, 48 í þeim næsta,
50 í þeim þriðja og síðan 45 gegn
Indiana.
Síðastur til að ná slíkum
árangri var Wilt Chamberlain í
nóvember árið 1964. Þess má geta
að Bryant er stigahæsti leikmað-
ur NBA-deildarinnar með 33,7
stig að meðaltali í leik. - hbg
Kobe Bryant:
Jafnaði met
Chamberlains
KÖRFUBOLTI Í gær var dregið í
átta liða úrslitum bikarkeppni
KKÍ og Lýsingar. Stórleikur
umferðarinnar í karlaflokki er
viðureign KR og Keflavíkur en
hjá konunum vekur mesta athygli
leikur ÍS og Hauka. Leikirnir fara
fram 21. og 22. janúar.
DRÁTTURINN:
KARLAR:
Snæfell-Njarðvík
KR-Keflavík
Skallagrímur-Þór Ak.
Hamar/Selfoss-Grindavík
KONUR:
Grindavík-Haukar B
Keflavík B-Breiðablik
ÍS-Haukar
Skallagrímur-Keflavík
Bikarkeppni KKÍ:
KR tekur á
móti Keflavík
> Eradze meiddur á öxl
Roland Valur Eradze, einn þriggja
markmanna íslenska landsliðsins í
handbolta, meiddist á öxl á æfingu í
fyrradag og mun af þeim sökum ekki fara
með liðinu til Noregs og spila æfingaleiki
gegn heimamönnum. Að sögn Viggós
Sigurðssonar er ekki vitað nákvæmlega
hversu alvarleg meiðsli
Eradze eru. „Hann
getur varla lyft
hendinni eins og
er og verður því í
meðferð á meðan
við leikum gegn
Noregi,“ segir
Viggó, sem
þó reiknar
fastlega
með því
að Eradze
geti leikið
með liðinu á
EM í Sviss.
Stjörnuleikur kvenna
Stjörnuleikur kvenna í körfubolta á
milli íslenskra og styrktu liði erlendra
leikmanna verður haldinn nk. laugardag.
Þjálfarar liðanna, þeir Guðjón Skúlason
hjá íslensku stúlkunum og Ágúst
Björgvinsson hjá þeim erlendu, völdu
lið sín í gær. Haukar eiga flesta fulltrúa í
liðunum, eða sex talsins.
Tryggingarfélagið
neitar að borga
Réttindalaus farandverkamaður
afskiptur á Landspítala
Missti báða
fæturna
og liggur
afskiptur
á spítala
DV2x15 10.1.2006 21:03 Page 1