Fréttablaðið - 16.01.2006, Side 54

Fréttablaðið - 16.01.2006, Side 54
 16. janúar 2006 MÁNUDAGUR36 *Nema af stjörnumerktum vörum SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 25/11- 1/12 167 30/12- 5/1 108 2/12- 8/12 141 9/12- 15/12 136 16/12- 22/12 185 23/12- 29/12 104 ,,Burt séð frá peningum og slíku þá er draumahúsið mitt mjög dýrt,“ segir Bjarni Arason eftir smá umhugsun. ,,Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Þetta er risastórt einbýlishús með öllu, risa bílskúr, risa sundlaug og svo fram- vegis. Þar er nóg af herbergjum fyrir gestina og pláss fyrir fimm bíla.“ Bjarni viðurkennir að húsið minni nokkuð á ameríska draum- inn. ,,Húsið ætti að vera staðsett á einhverjum góðum og flottum stað í Kaliforníu, helst í hlíð með góðu útsýni. Þar á að vera heitt og ströndin ekki langt undan.“ Draumahúsið er hannað af einhverjum góðum arkitekt og umgjörðin hin glæsilegasta. ,,Það á að vera gosbrunnur og allur pakkinn. Allt væri hvítt á lit- inn, mjög stílhreint og granít og marmari í hólf og gólf.“ Þó flest eigi að vera stórt þarf garðurinn ekki endilega að vera það. ,,Það er sosum allt í lagi þegar maður er kominn með fólk í vinnu við að þrífa og sjá um garð- inn, þá má garðurinn alveg vera sæmilega stór, ekki spurning.“ Bjarni var sjálfur að kaupa sér hús nýlega, þó það sé eilítið minna og staðsett hér á klakanum. ,,Nú finnst manni ekkert varið í húsið sitt,“ segir hann en bætir því við að það sé nú samt það næstbesta. DRAUMAHÚSIÐ BJARNI ARASON Gosbrunnur og granít Draumahúsið hans Bjarna væri risastórt og staðsett í Kaliforníu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Verktakafyrirtækið Eykt vill fá land til að byggja húsnæði fyrir 15 þúsund manns í Vogum. Fyrirtækið hefur nú þegar átt tvo fundi með sveitarfélaginu en að sögn fulltrúa frá bæði Eykt og bæj- arstjórn er málið enn á frumstigi. Óskir Eyktar eru fyrst og fremst um það að í aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Voga sé gert ráð fyrir íbúðabyggð á þessum stað. Verði af framkvæmdunum er ljóst að um er að ræða gríðarmikl- ar framkvæmdir sem munu allt að því tvöfalda íbúatölu Reykja- nesbúa. Byggt yrði bæði á landi Voga og Hafnarfjarðar, allt frá Straumsvík og með ströndinni í Hvassahrauni að núverandi sum- arhúsabyggð við mislæg gatnamót í Hvassahrauni. Ef samningar nást er búist við að Eykt þurfi um þrjú til fjögur ár í undirbúning. (www.vf.is) Eykt vill byggja í Vogum Ef fyrirhugaðar framkvæmdir verða að veruleika mun íbúafjöldi Voga tíu- til fimmtánfaldast. NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.