Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Sími: 550 5000 FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 — 18. tölublað — 6. árgangur Alltaf jafn vinsælt Hjónanámskeið Þórhalls Heimissonar hafa slegið í gegn en rúmlega 7000 manns hafa sótt þau. Ekki bara fyrir þá sem eru í krísu. FÓLK 38 Býður upp á soðningu með kartöflum og tómatsósu Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður er 35 ára í dag. TÍMAMÓT 42 STEINAR GUÐJÓNSSON Andmerkjamaður í flauelsjakka tíska heimili heilsa ferðir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG MEÐAL LESTUR 12-49 ÁRA 57% 37% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Fólk undir fimmtugu velur Fréttablaðið! Enn meiri verðlækkun á útsölunni Opið til 21 í kvöld! Sykurlaus eplakaka Hildur Hilmarsdóttir gefur uppskrift af girnilegri köku sem er bráðholl. MATUR 36 DÝRAHALD Kötturinn Palli er kom- inn heim eftir að hafa verið týndur í hátt á fimmta ár. Honum var vel fagnað af eigendum sínum í Garða- bænum, hjónunum Ingibjörgu Sig- urjónsdóttur og Guðmundi Sigurp- álssyni. Hann tók upp sína fyrri siði strax á fyrsta degi, eins og hann hefði aldrei farið að heiman. „Við fengum hann um jólin 1996, en hann týndist þann 18. júní 2001 þegar hann komst út um glugga hjá dóttur minni Sigríði Jónu sem við dvöldum þá hjá,“ segir Ingi- björg. „Ég hringdi annað slagið í Kattholt til að grennslast fyrir um hann, en án árangurs. Í fyrradag var svo hringt í mig af Dýraspítal- anum í Víðidal út af eyrnamerktum ketti sem skráður var á okkur. Þar reyndist þá Palli vera kominn eftir áralanga fjarvist að heiman.“ Ingibjörg segist viss um að kött- urinn hafi dvalið einhvers staðar í góðu yfirlæti því hann væri vel feitur og vel á sig kominn. Engu að síður hefði honum skotið upp hjá konu sem hefði ekki haft tök á að hafa hann og því farið með hann á dýraspítalann. -jss KOMINN HEIM Kötturinn Palli í faðmi Sig- ríðar Jónu Guðmundsdóttur, í gær. Kötturinn Palli fannst feitur og vel haldinn eftir áralanga útivist: Að heiman í rúm fjögur ár SKARPHÉÐINN ÞRASTARSON Einlægur aðdáandi The Kinks Hlakkar til að sjá Ray Davies 14. apríl. FÓLK 46 ÉL FYRIR NORÐAN Stöku snjó- eða slydduél vestan til og skúrir með landinu sunnanverðu. Skýjað með köflum fyrir austan. Bætir í vind syðra og á Vestfjörð- um með kvöldinu. Hiti 1-3 stig syðra, annars frost. VEÐUR 4 Mikil prófraun Viggó Sigurðsson segir að það komi í ljós eftir æfingaleikina tvo gegn Frökkum hvar íslenska landsliðið í handbolta standi í raun og veru. Stefnt er að húsfylli í höllinni í kvöld. ÍÞRÓTTIR 42 SRI LANKA, AP Stjórnarher Sri Lanka sendi fjölmennan liðs- auka til hafnarborgarinnar Trin- comalee í gær, daginn eftir að friðargæsluliðar norrænu SLMM- sveitarinnar hættu eftirliti þar af öryggisástæðum. Trincomalee er 230 km norð- austur af höfuðborginni Colombo og þar er mikilvæg flotastöð. Helen Ólafsdóttir, talsmaður SLMM-friðargæsluliðsins sem Norðmenn stýra, sagði á þriðju- dag að öryggisástandið í borg- inni væri „óviðunandi“. Tveir aðrir Íslendingar starfa nú á vegum Íslensku friðargæslunnar í SLMM-eftirlitssveitunum. ■ Friðargæsla á Sri Lanka: Stjórnarherinn sendir liðsauka ÚTFÖR SJÓLIÐA Einn sjóliðanna sem látið hefur lífið í árásum skæruliða tamíla í Trincomalee borinn til grafar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Ómögulegt er að segja til um hvenær rækjuiðnaður nær fyrri styrk. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslu þriggja manna nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði í október síðastliðnum. „Ástand rækjustofna hefur verið lélegt að undanförnu og er rækjuveiði við Ísland sú minnsta í 20 ár Verulegur aflabrestur hefur orðið í úthafsrækjuveiðum og inn- fjarðarækjuveiði er nú engin,“ segir í skýrslunni. „Í ársbyrjun 2005 voru ellefu rækjuverksmiðjur starfandi á Íslandi en í árslok 2005 voru þær einungis átta. Á sama tíma fækkaði störfum í rækjuvinnslu úr 450 í um 220.“ Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra segir að skýrslan dragi upp dökka mynd af stöðu iðn- aðarins. „En ég er sannfærður um það að rækjuveiðar og -vinnsla eiga sér framtíð hér á landi og nú höfum við brugðist við með tveimur megintil- lögum sem skýrsluhöfundar leggja til,“ segir Einar K. „Tillögurnar tvær fela það í sér að við innheimtum ekki veiðigjald af rækjukvótum enda er enginn rækjuveiði og því órökrétt að taka gjald fyrir kvóta af tegund sem ekki veiðist. Við höfum reyndar tekið gjald fyrir þetta fiskveiðiár en það verður endurgreitt. Og í annan stað verður gerð sú breyting að þeir sem ekki nýta hluta af rækjukvóta sínum munu ekki missa kvóta líkt og núverandi fyrirkomulag gerir ráð fyrir. Með þessu viljum við gera mönnum kleift að stíga ölduna uns þessar hremmingar ganga yfir.“ Einar K. segir það í raun ekki markmiðið með breytingunum að auðvelda rækjuútvegsmönnum að skipta um fiskveiðitegund. „Menn verða að taka sjálfir ákvörðun um það hvort þeiri söðli um en þetta er í raun árétting á því að stjórnvöld hafi trú á því að þessi grein eigi framtíð fyrir sér.“ Lágt verð og óhagstæð gengis- þróun hefur gert það að verkum að greinin á undir högg að sækja víða í nágrannalöndunum. Fulltrúar allra rækjuvinnslna á Íslandi hafa tekið sig saman vegna vandans í greininni og munu þeir funda í dag með kol- legum sínum frá Noregi, Danmörku, Grænlandi og Færeyjum. - jse Þurfa ekki að greiða fyrir ónýttan kvóta Dregin er upp dökk mynd af stöðu rækjuiðnaðarins í nýrri opinberri skýrslu. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að innheimta ekki veiðigjald af rækjukvótum. Fulltrúar rækjuverksmiðja ræða vanda greinarinnar ásamt erlendum kollegum. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SLÆR Á LÉTTA STRENGI Steingrímur J. Sigfússon boðaði til blaðamannafundar á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans við Hringbraut í gær en þangað var hann fluttur af gjörgæsludeild eftir bílslys í Austur-Húnavatnssýslu. Steingrímur minntist meðal annars á að NMT farsímakerfið hefði reynst sér afar vel þar sem ekkert gsm samband hefði verið á slysstað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Skattbyrði hefur aukist hjá öllum á síðustu tíu árum nema hjá fjölskyldum sem hafa 1,2 millj- ónir eða meira í mánaðarlaun. Fullyrðing ríkisstjórnarinnar um að skattbyrði hafi lækkað hér á landi eru einhver mestu ósannindi íslenskra stjórnmála í marga ára- tugi. Þetta segir Stefán Ólafsson, prófessor. Hann segir ennfremur að skattbyrði fjölskyldna sem höfðu minna en 250 þúsund krónur í mánaðarlaun árið 2004 hafi auk- ist um fjórtán til fimmtán pró- sent. Fólk í þeim hópi greiði frá 275 og upp í 448 þúsund krónum meira í skatt en það hefði gert væri skattaumhverfið eins og það var fyrir tólf árum. - jse Stefán Ólafsson prófessor: Skattbyrði hefur aukist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.