Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 31
][ Ekki er alltaf nauðsynlegt að ferðast langar vegalengdir eða gista margar nætur til að eiga gott ferðalag. Á Stokkseyri má finna góða afþrey- ingu, bæði til skemmtunar og fyrir bragðlaukana. Dagsferð þangað býður upp á marga möguleika og Eyrarbakki er ekki langt undan. Hægt er að byrja daginn á því að fara í skemmtilega safnaferð á Veiðisafnið þar sem sjá má stærsta safn uppstoppaðra veiðidýra hér- lendis. Safnið er lokað í janúar en opið um helgar í febrúar. Við Fjöruborðið er fyrir löngu orðinn þekktur veitingastaður enda ekki af verri endanum. Einn- ig er á þessum slóðum Ingólfsskáli við Ingólfsfjall en þar má fá vík- ingastemninguna beint í æð. Betra er að hringja á undan sér á þessa veitingastaði til að athuga með borðapantanir og opnunartíma. Á Stokkseyri má einnig finna Draugasetrið sem vakið hefur mikla lukku. Þeir sem vilja bíða með dags- ferðina fram á vor geta þá bætt við einni skemmtilegri kajakferð á sunnlenskum vötnum eða ramm- íslenskri hestaferð. Dagsferð til Stokkseyrar Við Fjöruborðið er veitingastaður á Stokkseyri sem býður upp á góðan mat eftir skemmti- lega dagsferð um Suðurland. Sjóstangveiði á Vestfjörðum nýtur mikilla vinsælda og nú þegar hefur fyrirtækið Fjord Fishing fengið um 700 bókanir fyrir næsta sumar. Fyrirtækið Fjord Fishing á Tálknafirði selur sjóstangveiði- mönnum veiðiferðir út frá Vest- fjörðum. Mikil ásókn hefur verið í veiðiferðirnar og fyrir næsta sumar hafa um 700 manns bókað sig í ferðir frá Súðavík og Tálkna- firði. Maí, júní og ágúst eru nú þegar uppbókaðir. Þykja þetta góðar fréttir fyrir ferðaþjónustuna á Vestfjörðum þar sem búast má við fleiri gisti- nóttum og auknum straumi ferða- manna. Fyrirtækið Angelreisen frá Hamborg hefur unnið með sveitarstjórnum á Vestfjörðum að því að fá fleiri þýska sjóstang- veiðimenn til Vestfjarða, en löngum hefur reynst erfitt að fá erlenda ferðamenn til að ferðast svo langt vestur á land. Sjóstangveiðin er því vítamín- sprauta fyrir vestfirskan ferða- iðnað og bætir enn við þá flóru sem Íslendingar geta nýtt sér í sumarleyfum sínum til dægra- styttingar. Þetta er fyrsta ár Fjord Fish og má segja að starfsemin lofi góðu. Sjóstangveiðin vinsæl Ferðamenn geta nú farið í sjóstangveiði frá Súðavík og Tálknafirði á vegum Fjord Fishing. Starfsemi fyrirtækisins fer vel af stað og hafa nú þegar borist um 700 bókanir fyrir næsta sumar. Ferðalög þurfa ekki endilega að vera raunveruleg. Margir hafa gaman af því að loka augunum á þægilegum stað og ferðast í huganum til framandi landa. Rent.is er á leið í markaðsher- ferð til að kynna starfsemi vefs- ins í ferðaiðnaði víða um heim. Á rent.is má auglýsa húsnæði til leigu hvort sem er fyrir erlenda eða íslenska ferðamenn. Rent.is er heimasíða þar sem má finna auglýsingar fyrir leiguhús- næði bæði erlendis og innanlands. Þar geta bæði aðilar í gistiþjónustu auglýst starfsemi sína sem og ein- staklingar auglýst eftir skamm- tímaleigu víða um heim. Guðrún Halldórsdóttir og Hanna Lilja Valsdóttir, eigendur rent.is, stefna á að markaðssetja síðuna meðal ferðaþjónustuaðila víða um heim. Báðar hafa þær starfað lengi í ferðageiranum og ætla meðal ann- ars að nýta sér sambönd við tengi- liði erlendis við markaðssetning- una. Nú þegar hafa þær komið sér í samband við leigumiðlun á Spáni og víða annars staðar í Evrópu. Athygl- inni verður fyrst beint að Íslandi og reynt verður að ná sem flestum gistiaðilum inn á síðuna. Guðrún segir lengi hafa vantað vettvang fyrir aðila sem bjóða minni gistingu eða einkagistingu til að auglýsa starfsemi sína. „Margir sem reka einkagistingu eða vilja fara í slíkan rekstur vita jafnvel ekki hvert þeir eiga að snúa sér þegar þeir hefja starfsemi auk þess að hafa ekki efni á að fara út í dýra markaðssetningu,“ segir Guðrún. „Okkur finnst hafa vantað fleiri gistimöguleika á markaðinum, sér- staklega á sumrin þegar hótelin anna ekki eftirspurn.“ Á rent.is geta allir þeir sem selja gistingu auglýst sig sér að kostn- aðarlausu. Þetta á við þá sem vilja leigja út sumarbústaði, íbúðir, ein- býlishús eða herbergi og geta gisti- heimili og bændagistingar einnig skráð sig á vefinn ásamt fleirum. Finnist leigjandi gegnum síðuna verður tekin þóknun fyrir. Skilyrð- ið er að húsnæðið sé með húsgögn- um og að leigjandi hafi tilskilin réttindi sem fást hjá viðkomandi sveitarfélagi. „Við vonumst til að rent.is verði vettvangur, bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, sem eru að leita sér að skammtímaleigu,“ segir Guðrún. „Hvort sem það er einhver frá Akureyri sem er á leið í helgar- ferð til Reykjavíkur eða öfugt. Eða erlendir ferðamenn á leið til Íslands eða Íslendingar á leið út fyrir land- steinana.“ Vonandi auðveldar þetta smærri gistiaðilum innkomu á ferðamark- aðinn á Íslandi. Aukinn ferðamanna- straumur, aukning í gistinóttum og auknar vefbókanir ferðamanna sýna að grundvöllur er fyrir slíkri starfsemi. johannas@frettabladid.is Rent.is fer í heimsreisu Aukinn straumur ferðamanna til Íslands sýnir að nóg framboð er fyrir smærri gistiaðila til að taka virkari þátt í ferðaiðnaðinum hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.