Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 52
52 28. janúar 2005 FÖSTUDAGURFIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 36 maturogvin@frettabladid.is Veitingastaðir sem setja heilsuna í öndvegi njóta vaxandi vinsælda hér á landi. Nýverið opnaði í Stór- höfða 17 heilsustaðurinn Aftur til náttúru sem hefur á boðstólnum fjöldann allan af lífrænt ræktuðum og vistvænum vörum. Fyrir þá sem ekki vita hvað lífrænt ræktað er og hvað er vistvænt má nefna sem dæmi að lífrænt ræktað grænmeti hefur ekki verið úðað með skordýraeitri og vistvæn egg eru fengin frá hænum sem fá að spípgspora úti í náttúrunni. Mikil áhersla er jafnframt lögð á hrein- leika og hollustu afurða. „Fólk er orðið miklu meira með- vitað um hvað það er að láta ofan í sig og hvað það vill bjóða börnun- um sínum upp á, sem betur fer,“ segir Hildur Hilmarsdóttir, einn af eigendum staðarins. „Hérna erum við til dæmis með í hádeg- inu súpu og salatbar og speltbrauð ásamt rétti dagsins. Við erum líka með grænmetisböku og crépes með hýðishrísgrjónum og sykur- lausar kökur,“ segir hún. Hildur segist hafa fengið áhuga á heilsuréttum fyrir þremur árum út af móður sinni, Matthildi Þor- láksdóttur, sem lærði náttúru- lækningar í Þýskalandi og er með stofu í sama húsi og veitinga- staðurinn er. Auk Hildar starfa á staðnum systir hennar Helena, Ásdís Gunnlaugsdóttir og Sólborg, systir Matthildar. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Vörurnar flytja þær stöllur inn frá Þýskalandi, en auk matarins bjóða þær m.a. upp á lífrænar bleiur. Hér gefur Hildur uppskrift að sykurlausri eplaköku freyr@frettabladid.is Sykurlaus eplakaka Hildar Á NÝJA STAÐNUM Frá vinstri: Hildur, systir hennar Helena og Ásdís lukkulegar á nýja veit- ingastaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvaða matar gætir þú síst verið án? Ég held ég verði að segja rauðvín. Og ef rauðvín er ekki matur, þá kampavín. Fyrsta minningin um mat? Held að það hafi verið ostur sem hafði fyrir röð óheppilegra tilviljana legið í sól- bakaðri gluggakistu of lengi, varð seigur og hálfkæstur. Afleiðingarnar urðu áratugs hlé á ostaneyslu. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Bestu máltíðirnar hafa fallið í skuggann af konunni minni sem ég hef snætt þær með. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Þegar það sem ekki er hægt að borða með góðu móti er hakkað og troðið inn í görn og kallað bjúgu þá segi ég stopp. Leyndarmál úr ísskápnum? Ljósið slokknar þegar maður lokar. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Magnyl eða lakkrís. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Kampa- vín. Það er aldrei að vita hvenær brestur á með stórkostlegum atburðum. Kári er alltaf að finna ný meingen, íslenskir auðjöfrar verða stöðugt ríkari og fylgi Framsóknarflokksins minnkar. Uppáhaldsveitingastaðurinn? Le Nain í París en þar eru bara dvergar sem þjóna til borðs. Eini maðurinn í fullri stærð er kokkurinn en hann er samt frekar smávaxinn. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndir þú taka með þér? Eitthvað sem hægt væri að búa til bát úr, til dæmis risastóra önd. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Sandur, en það er svolítið langt síðan. MATGÆÐINGURINN: SIGTRYGGUR MAGNASON, RITHÖFUNDUR OG HUGMYNDASMIÐUR Á alltaf kampavín í ísskápnum Léttvín gengur frem- ur illa með þorram- atnum af mörgum ástæðum. Bjór og snafs eiga betur við eins og margir hafa reynt. Faxe býður upp á tvo bjóra sem virka vel með þor- ramatnum. Annars vegar Faxe 10% sem hefur komið mörgum á óvart fyrir það hversu óvenju mildur hann er miðað við styrkleika. Engu að síður má finna að hér er á ferðinni kraftakarl sem kall- ar ekki allt ömmu sína og þaðan af síður þorramatinn. Má segja að hér sé á ferð- inni bjór sem er allt í senn, bjór og snafs í einum teyg. Hinn bjórinn er Faxe Festbock 7,7%, dökkur lager en bragðmikill og fer því vel með sterkum og lyktandi mat. Þetta er bjór sem deyr ekki í munni þrátt fyrir feitan mat sem þorrafæðið er. Verð í Vín- búðum í 50 cl dósum: Faxe 10% 399 kr. og FAXE: Þorrabjórarnir sterkir > Að lepja úr skel.. ..getur verið unaðslegt. Ostrur eru lostæti og auk þess kynörvandi. Vín frá Puglia-héraði á syðsta odda Ítalíu hafa náð miklum vin- sældum á Norðurlöndum allra síðustu ár. Fjöldamörg vín hafa komið fram á sjónarsviðið en það vín sem lengstum hefur dregið vagninn og mestra vinsælda notið heitir A Mano. Hér á landi hefur það verið mjög vinsælt enda traust og gott vín á hagstæðu verði. Nú er kom- inn nýr árgangur í Vínbúðirnar og þykir hann sá allra besti hingað til. „Árið 2003 sprakk út í höndunum á okkur,“ segir maðurinn á bak við A Mano, ameríski víngerðarmaðurinn Mark S. Shannon. Hann fluttist til Puglia fyrir nokkrum árum og ákvað í samstarfi við konu sína Elvezia að hefja vínrækt. Á undraskömmum tíma hafa vín þeirra vakið heimsat- hygli. Ekki síður vekur athygli að Ameríkani skuli gera inn- rás í ítalska vín- menningu þar sem hefðin er sterk og menn ekki mikið fyrir að láta ein- hverja útlend- inga segja sér fyrir verkum. En heima- menn tóku Shannon í sátt um leið og þeir smökk- uðu á hinum frábæru vínum þeirra hjóna sem hafa unnið til fjölda verðlauna síðustu ár. Auk A Mano fást önnur vín frá þeim hér á landi, Promessa Rosso Sal- ento og Promessa Negroamaro. Verð í Vínbúðum: Promessa Rosso Salento kostar 990 kr. í flösku en 3.590 kr. í 3 lítra kassa. Promessa Negroam- aro og Amano kosta 1.090 kr. A MANO OG PROMESSA: Nýi árgangurinn framúrskarandi 2 vistvæn egg 3/4 dl olía (ekki ólífuolía) 1 dl agave-sýróp 1 1/2-2 dl lífrænt fínmalað speltmjöl 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft 2 lífræn epli 3 msk agave-sýróp kanill eftir smekk Eplin eru skorin í bita og þeim velt upp úr þremur mat- skeiðum af agave-sýrópi. Kanilnum er síðan stráð yfir. Öllu hinu er blandað saman og hellt í form. Því næst eru eplin sett yfir deigið og kakan bökuð í um 45 mínútur við 160 gráður. Best er að setja álpappír yfir formið áður en því er skellt í ofninn. Vanillukrem: 120 gr lífrænt smjörlíki frá Rapúnzel 1 dl agave-sýróp 1 tsk lífrænt vanilluduft 1/2 dl sojarjómi Örlítið lífrænt kartöflumjöl til að þykkja kremið Vanillukreminu er síðan hellt yfir kökuna þegar hún er orðin volg. Hildur mælir ekki með því að nokkuð sé drukkið, hvorki með borgaranum né eplakökunni. Ekki skal drekka með mat, heldur fyrir og eftir matinn, því vatn eða aðrir drykkir þynna meltingarvökvann þannig að maturinn nær ekki að meltast nógu vel. SYKURLAUS EPLAKAKA NFS ER Á VISIR.IS Bein útsending á VefTV og upptökur þegar þér hentar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.