Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 58
42 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JANÚAR 16 17 18 19 20 21 22 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  20.00 Ísland og Frakkland mætast í æfingaleik í handbolta í Laugardalshöllinni.  19.15 Skallagrímur og Keflavík mætast í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Borgarnesi.  19.15 Fjölnir og Haukar mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta í Grafarvogi.  19.15 Grindavík og Þór Ak. mæt- ast í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Grindavík.  19.15 Njarðvík og KR mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta í Njarðvík.  19.15 Snæfell og ÍR mætast í Iceland Express-deild karla í körfu- bolta á Stykkishólmi. ■ ■ SJÓNVARP  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  18.12 Sportið á Sýn.  20.00 Landsleikur í handbolta á Rúv. Bein útsending frá leik Íslendinga og Frakka.  20.30 Sterkasti maður heims á Sýn. Boris Haraldsson tók þátt í þessari keppni sem fram fór í Kína á síðasta ári.  21.00 NFL-tilþrif á Sýn. Handboltamaðurinn Logi Geirsson er frægur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Það er nokkuð þekkt að Logi notar töluvert af hárvörum og sjaldan lætur hann sjá sig nema með vænan skammt af geli. Nú er Logi að þróa nýja tegund af hárvörum sem hann vill meina að sé nokkuð góð blanda af vaxi og geli. „Ég er búinn að vera að mixa þetta í svolítinn tíma. Ég ákvað að fara út í að gera góða blöndu af geli þar sem maður kaupir nú einn til tvo brúsa af hárvörum í hverjum mánuði. Mér datt þetta í hug þar sem maður er þekktur fyrir að vera með gel í hárinu að staðaldri.“ Spurður hvort þetta hafi komið vel út segir Logi að sumar blöndurnar hafi virkað mjög vel en aðrar ekki. „Ég keypti mér sérstakan blandara fyrir þetta og talaði við nokkra einstaklinga sem vita um hvað þeir eru að tala og hef síðan verið að þróa þessa blöndu upp frá því. Þetta er allt að koma og ég er bara nokkuð spenntur yfir þessu. Ég er að minnsta kosti byrjaður að nota mitt eigið efni og það virkar nokkuð vel,“ segir Logi en hann klippir jafnan hárið á sér sjálfur þar sem hann treystir engum utanaðkomandi til að fara höndum um ljósu lokkana. Þegar hann er spurður hvort hann stefni á markaðssetningu á efn- unum segir hann það koma vel til greina. „Hver veit, það er aldrei að vita. Hver vill ekki vera vatnsgreidd- ur með gott gel? Maður er búinn að vera að nýta meiðslatímann í hitt og þetta og ég er nú ekki einn af þeim sem er þekktur fyrir að fá þessar venjulegu hugmyndir þannig að ég ákvað bara að láta slag standa og prófa þetta. Þetta hefur nú eiginlega komið nokkuð vel út, jafnvel betur en ég þorði að vona,“ segir Logi að lokum. LOGI GEIRSSON HANDBOLTAKAPPI: NOTAR MEIÐSLAFRÍIÐ Í AÐ ÞRÓA NÝJA BLÖNDU AF HÁRGELI „Hver vill ekki vera með gott gel?“ Sinisa Kekic hjá Grindavík er augljós-lega ekki dauður úr öllum æðum og er ennþá í fínu formi þrátt fyrir að vera orðinn 36 ára gamall. Hann gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld og skoraði fernu fyrir Grindavík í æfingaleik gegn Reyni Sandgerði. Kekic skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik en Grindavík sigraði leikinn 5-1. Bjarni Guðjónsson, leikmaður Plymouth á Englandi, hafnaði tilboði frá belgíska úrvalsdeildarliðinu Lokeren sem vildi fá hann í sínar raðir áður en leikmannaglugginn lokast í lok mánaðarins. Að sögn Bjarna var tilboð Lokeren einfaldlega ekki nægilega gott og mun hann því að öllum líkindum vera áfram í herbúðum Plymouth til loka tímabilsins, en þá rennur samningur hans við félagið út. Eric Cantona, franska goðsögnin hjá Man. Utd. segist ekki vera hrifinn af núverandi leikstíl Rauðu djöflanna. Hann segist áhyggju- fullur um framtíð liðsins nú þegar Glazer-feðgar hafa náð meirihluta í félaginu og Roy Keane er horfinn á braut. „Það er ekki sama jafnvægið og áður og það gæti verið að dauði George Best hafi verið byrjunin á dauða heils félags,“ segir Cantona. Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, hefur biðlað til forráðamanna Arsen- al um að festa kaup á táningnum Theo Walcott, en fjölmörg lið eru á höttunum á eftir hinum 16 ára gamla framherja Southampton sem þykir eitt mesta efni landsins. „Hann yrði styrkur fyrir liðið. Ungur og tæknilegur strákur sem elskar að spila fótbolta. Ég hef séð til hans og hrifist,“ segir Henry. Daníel Hjaltason, sóknarmaður Vík-ings, verður hugsanlega áfram hjá félaginu á næstu leiktíð en í viðtali, sem birt er á heimasíðu stuðningsmanna liðsins, sagði hann frá því að hann og Magnús Gylfason þjálfari væru langt komnir í viðræðum sín á milli. „Þetta mun allt koma í ljós von bráðar en það er ennþá inni í myndinni að spila fyrir annað lið,“ segir Daníel en hann hefur m.a. verið orðaður við Leikni. Garðari Jóhannssyni, sóknarmanni úr KR, hefur verið boðið til reynslu hjá enska 1. deildarfélaginu Millwall í annað sinn á skömmum tíma. Hinn 25 ára gamli Garðar var í síðustu viku hjá Millwall en ferðin var tilkomin vegna nýlegs samstarfs- samnings á milli KR og enska félagsins. Sá möguleiki er fyrir hendi að Garðar verði lánaður til Millwall til sumars. Varnarmaðurinn Hlynur Birgsson hefur ákveðið að spila eitt ár til viðbótar með Þór Ak. í 1. deild karla í knattspyrnu. Gengið var frá samningum þess efnis í gær og eftir því sem greint er á heimasíðu Þórs er Hlynur í mjög góðu formi þrátt fyrir að verða 38 ára gamall á sunnudaginn og er búist við því að hann verði áfram lykilmaður liðsins í sumar. ÚR SPORTINU ������������������������ ���������������� ����������������� ������������������������ ������������������������� �������������������������������� ������������������������������ HANDBOLTI „Landslið Frakka er ógnarsterkt og eitt af þeim liðum sem er líklegast til að standa uppi sem sigurvegari á EM í Sviss,“ segir Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, sem tekur á móti franska liðinu í síðustu æfingaleikjunum fyrir EM í kvöld og á sunnudag. Viggó telur að um mikla prófraun sé að ræða fyrir íslenska liðið. „Við sjáum fyrst raunveru- lega hvar við stöndum eftir þessa leiki.“ Eins og flestum ætti að vera kunnugt hefur Ísland ekki tapað í síðustu 16 leikjum sínum og eru margir farnir að spá liðinu góðu gengi á EM. Eins og venju- lega gerir þjóðin miklar vænting- ar til strákanna sinna – væntingar sem Viggó telur af hinu góða. „Það liggur í þjóðarsálinni að við erum metnaðarfull þjóð og við förum ekki út í nein verkefni nema að vera með stór markmið og ég held að það breytist ekkert núna. Við erum alveg óhræddir að heyra það að fólk ætlast til mikils af okkur,“ segir Viggó en hans fyrsta mark- mið með lið sitt er að koma því upp úr undanriðlinum. „Og þá vonandi með fjögur stig í farteskinu.“ Einar Hólmgeirsson er sammála Viggó með það að staða mála mun skýrast svolítið eftir þessa leiki við Frakka. „Ef við komumst nokk- uð klakklaust í gegnum þá leiki og sleppum við meiðsli þá er ég bara mjög bjartsýnn fyrir mótið. Viggó er búinn að vera með okkur í rúm- lega ár núna og mér finnst það skína svolítið í gegn hjá hópnum að andinn er góður og sjálfstraustið er meira en oft áður.“ Undir orð Einar tekur Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska liðs- ins. „Ástandið á liðinu er mjög gott. Ég get auðvitað einungis talað fyrir mig en mér finnst strákarnir vera í frábæru standi. Ég sjálfur er til dæmis í miklu betra formi held- ur en fyrir mótið í Túnis í fyrra.,“ segir Ólafur. Umgjörðin fyrir leik kvöldsins verður með glæsilegasta móti og er stefnt að því að smala sem flest- um áhorfendum saman í endur- bættri Laugardalshöll. Á staðnum verða væntanlega fjöldi gamalla landsliðsmanna þar sem HSÍ hefur ákveðið að bjóða öllum þeim sem leikið hafa yfir 100 landsleiki fyrir Íslands hönd á völlinn. tomas@frettabladid.is Frakkar eru ógnarsterkir Íslenska landsliðið í handbolta mætir gríðarlega öflugu liði Frakka í æfingaleik í kvöld sem landsliðsþjálfarinn telur líklegt til að standa uppi sem Evrópumeist- ari í næsta mánuði. Stefnt er að því að fylla Laugardalshöllina í kvöld. GRÍÐARLEGA ÖFLUGIR Franska liðið hefur yfir gríðarlegri breidd að ráða og getur nánast stillt upp tveimur jafngóðum mönnum í hverja stöðu. Hér sést skyttan Daniel Narcisse bókstaflega valta yfir Þjóðverjann Wolker Zerbe í viðureign liðanna á ÓL í Aþenu síðasta sumar. Hann verður í Laugardalshöllinni í kvöld og á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Iceland Express-deild kvenna: GRINDAVÍK - ÍS 84-66 KR - HAUKAR 40-109 Enska bikarkeppnin: EVERTON - MILLWALL 1-0 1-0 Tim Cahill (72). MAN. UTD - BURTON ALBION 5-0 1-0 Louis Saha (7.), 2-0 Giuseppe Rossi (23.), 3-0 Kieran Richardsson (52.), 4-0 Ryan Giggs (68.), 5-0 Giuseppe Rossi (91.). ÚRSLIT GÆRDAGSINS > Brynjar með persónulegt met Brynjar Þór Björnsson, körfuboltamaður úr KR, setti persónulegt met þegar hann skoraði 62 stig gegn liði FSU í viður- eign liðanna í drengjaflokki í fyrradag. Leikurinn endaði með 105-73 sigri KR sem þýðir að Brynjar skoraði rétt tæpan þriðjung stiga KR. Brynjar Þór var með frábæra nýtingu í leiknum og skoraði meðal annars 11 þriggja stiga körfur úr 17 tilraunum þar sem þrjú síðustu skotin geiguðu. Brynjar Þór hafði áður skorað mest 48 stig í einum leik. ERFITT VERKEFNI Viggó Sigurðsson og Bergsveinn Bergsveinss þurfa að láta lærisveina sína hitta á toppleik ef þeir ætla að vinna Frakka. Ísland í 95. sæti Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í 95. sæti á nýútgefnum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Ísland hefur fallið um eitt sæti frá því í síðasta mánuði en nokkuð er síðan liðið lék sinn síðasta leik. Það er Brasilía sem situr sem fyrr í efsta sæti listans. FÓTBOLTI Manchester United átti ekki í miklum vandræðum með að innsigla sigur gegn utan- deildarliðinu Burton Albion í lokaleik þriðju umferðar ensku bikarkeppninar í gærkvöldi. Man. Utd. sigraði 5-0 þar sem þeir Louis Saha, Guiseppe Rossi, Kieron Richardsson og Ryan Giggs skoruðu mörkin en þrátt fyrir tapið börðust leikmenn Burton eins ljón allan leikinn og uppskáru þeir duglegt lófaklapp frá stuðningsmönnum beggja liða í leikslok. Alex Ferguson, stjóri Man. Utd., stillti ekki upp sínu sterkasta liði í leiknum og leyfði skærustu stjörnum sínum að hvíla sig. Það virtist í upphafi hafa verið rangur leikur hjá skotanum þar sem Burton var síst lakari aðilinn. En smám saman náðu þeir rauðklæddu undirtökunum og eftir að liðið hafði náð að brjóta ísinn var sig- urinn aldrei í hættu. - vig Burton náði ekki að búa til kraftaverk í gærkvöld: Skyldusigur hjá Man. Utd. MARKI FAGNAÐ Louis Saha, Ole Gunnar Solskjaer og Guiseppe Rossi fagna marki þess fyrstnefnda í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.