Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 50
34 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR DESIRE TO SEE Nútímalist frá Finnlandi 14.1.-5.3.2006 Norræna húsið, Reykjavík www.nordice.is þriðjud. - sunnud. kl. 12.00-17.00 Christine Candolin Tiina Karismaa Marjukka Korhonen Anu Osva Anneli Sipiläinen Finnska sendiráðið, Reykjavík www.finland.is Ein af þeim myndum sem beðið hefur verið með hvað mestri eftirvæntingu er Memoirs of a Geisha, Endurminningar geishu. Er það ekki síst fyrir þær sakir að myndin er byggð á samnefndri metsölubók eft- ir bandaríska rithöfundinn Arthur Golden. Memoirs of a Geisha sló í gegn um allan heim og þótti mönnum ótrúlegt að hún skyldi hafa verið skrifuð af „utanbæjarmanni“ en Golden er Bandaríkjamaður. Það er engin tilviljun að bókin skyldi rata á hvíta tjaldið enda lætur Hollywood slíka bók ekki ósnerta. Það hafa hins vegar fæstir búist við að Rob Marshall fengi þetta margslungna verkefni. Þrátt fyrir að síðasta mynd hans, Chicago, hafi rakað til sín ósk- arsverðlaunum voru margir sem settu stórt spurningarmerki við hann; Memoirs of a Geisha væri eingöngu annað kvikmyndaverk- efnið hans. Það kom raunar fáum á óvart að Marshall skyldi skila svona góðu verki hvað Chicago varðar. Hann hafði reynsluna af Broadway en hvað myndi hann gera með þetta einstaka tæki- færi sem ætti ekkert skylt við söngleik? Sjálfur segist leikstjórinn alltaf hafa verið hrifnastur af kvik- myndum sem gerast á fjarlægum slóðum. Marshall er mikill aðdá- andi leikstjórans Davids Lean, sem gerði kvikmyndir á borð við The Bridge on the River Kwai, Lawrence of Arabia og Passage to India, myndir sem allar eru sígild- ar og eftirminnilegar fyrir glæsi- leikann fremur en gæðin. „Þegar ég hafði gert Chicago langaði mig til að takast á við eitthvað alveg nýtt. Þegar framleiðendur mynd- arinnar höfðu samband við mig og spurðu hvort ég treysti mér til að festa þessa bók á filmu svaraði ég umsvifalaust játandi,“ er haft eftir Marshall sem viðurkenndi að hann hefði verið fremur tauga- óstyrkur er hann gaf svarið, enda er framleiðandi myndarinnar enginn annar en Steven Spiel- berg. Marshall segist ekki síður hafa hrifist af sögu stúlkunnar en heimi geishunnar. „Það var ekki síst ferðalag hennar sem hreif mig og með hvaða augum hún sér þessa veröld.“ Memoirs of a Geisha segir sögu Sayuri sem níu ára gömul er seld til hinnar miskunnarlausu Hatsumomo sem þjálfar ungar stúlkur til þess að verða geishur. Sayuri verður fyrir barðinu á afbrýðissemi kennara síns vegna fegurðar sinnar og hæfileika en er bjargað af Mameha. Sú kennir hinni ungu Sayuri að þroska hæfi- leika sína og kemur henni í kynni við æðstu valdamenn japanska keisaradæmisins. Það vill svo skemmtilega til að aðalleikonurnar tvær, Ziyi Zhang og Michelle Yeoh, eru ekki að leika saman í fyrsta skipti því þær voru keppinautar í Crouch- ing Tiger Hidden Dragon eftir Ang Lee. Ken Watanabe leikur einnig stórt hlutverk í myndinni en hann sáu Íslendingar síðast í Batman Begins. ■ FYRRVERANDI KEPPINAUTAR Ziyi Zhang og Michelle Yeoh voru andstæðingar í kvikmyndinni Crouching Tiger, Hidden Dragon og leika nú saman í Memoirs of a Geisha. Heimur listagyðjunnar It‘s not true. Some have great stories, pretty stories that take place at lakes with boats and friends and noodle salad. Just no one in this car. But, a lot of peop- le, that‘s their story. Good times, noodle salad. What makes it so hard is not that you had it bad, but that you ŕe that pissed that so many others had it good. Lífspeki Melvin Udall er vissulega ekki allra og er kannski full svört sýn á veruleikann en Jack Nicholson fór á kostum í hlutverki sérvitringsins. Roman Polanski má ekki stíga fæti á bandaríska jörð því þá gæti hann verið handtekinn fyrir að hafa haft samræði við stúlku undir lögaldri á áttunda áratugnum. Þótt hann sé útlægur hefur hann fengið óskarsverðlaun og vestræn- um leikurum þykir eftirsóknarvert að starfa með honum. Polanski er fæddur í París árið 1933 en þremur árum síðar fluttist fjölskylda hans til Kraká. Þegar nasistar hertóku landið voru báðir foreldrar hans handteknir og sendir í vinnubúðir. Móðir hans sneri aldrei aftur og föður sinn hitti hann ekki fyrr en eftir stríð. Í ævisögu sinni, Roman, sem kom út árið 1984 sagði Polanski að kvikmyndin væri flótti hans frá því þunglyndi sem oft sótti að honum. Polanski sló í gegn með myndinni Hnífur í vatni eða Noz w Wodzie en eflaust hefur ekki mörgum leikstjórum á þessum tíma tekist að hneyksla formann pólska kommúnistaflokksins og náð að hljóta tilnefningu til óskarsverðlauna sama árið. Polanski neitaði hins vegar að endurgera myndina á ensku þrátt fyrir mörg gylli- boð. Upp frá þessu hófst hins vegar mikil frægðarför sem enn sér ekki fyrir endann á en hefur verið þyrnum stráð. Polanski missti eiginkonu sína, Sharon Tate, en hún féll fyrir hendi glæpagengis Charles Manson árið 1969 og gekk þá með barn þeirra hjóna. Það myndi enginn dirfast að efast um hæfileika þessa Pólverja sem á að baki myndir á borð við Chinatown, Tess, Frantic að ógleymdri Pianist, hans allra persónulegustu mynd. Það myndi heldur enginn segja að Roman Polanski væri allra. Umdeildur snillingur ROMAN POLANSKI Var sakfelldur fyrir að hafa mök við stúlku undir lögaldri en hefur iðkað sína list utan Bandaríkjanna með góðum árangri. Tíu ár eru síðan Colin Firth heillaði hverja stúlkuna á fætur annarri þegar sjónvarpsþáttaröðin Pride & Prejudice var sýnd á RÚV. Þótt ótrúlegt megi virðast hafa ekki verið gerðar margar bíómyndir eftir þessari klassísku sögu Jane Austen og kannski er það af því að enginn hefur getað séð neinn annan en Firth í hlutverki Darcys. Hroki og hleypidómar fjallar fyrst og fremst um fyrstu ástina og rómantíkina. Hún segir frá frú Bennet sem er öll á iði eftir að fréttist að ungur og ríkur hefðar- maður að nafni Charles Bingley ætli sér að setjast að í sveitinni. Þótt það skorti fé er húsmóðirin ákveðin í að koma einhverri af fimm dætrum sínum á sjens, sama hvað tautar og raular. Áætlun hennar virðist vera að ganga upp þegar herra Bing- ley fellur fyrir elstu dótturinni, Jane. Þegar systir Bingleys, sem hefur orð á sér fyrir að vera skass, býður Jane til sín ákveður móðirin að taka málin í sínar hendur.Hún sendir stúlkuna út í rigninguna og verður hún að sjálfsögðu veik. Þegar Elizabeth kemur til að hjúkra systur sinni fellur Darcy kylliflatur fyrir henni en ástin er langt frá því að vera auðunnin. Það er Keira Knightley sem leikur hina íðilfögru Elizabeth Bennet. Hún hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn og var meðal annars tilnefnd til Golden Globe- verðlaunanna. Matthew McFa- dyen fer með hlutverk Darcys en framleiðendur myndarinnar höfðu hann alltaf í huga þegar farið var af stað með verkefnið. Þetta er að kalla hans fyrsta „stór- mynd“ en einhverjir sjónvarps- áhorfendur gætu kannast við hann úr þáttaröðinni Spooks. Leikstjóri er Joe Wright en hann leikstýrði einmitt sjónvarpsmyndinni um Karl II sem sýnd var á RÚV fyrir skömmu. ■ Keira Knightley hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í kvikmyndinni og var meðal ann- ars tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna. Ást og rómantík bio@frettabladid.is Fá ef einhver ævintýri eru jafn vinsæl og Óliver Twist. Þótt ótrú- legt megi virðast hefur þessi sígilda saga Charles Dickens ekki ratað á hvíta tjaldað nema tvisvar. Fyrst með Alec Guiness í hlutverki Fagins í kvikmyndaútgáfu Davids Lean og svo tuttugu árum seinna í söngleiknum Oliver eftir Carol Reed. Nú er það sir Ben Kingsley sem bregður sér í hlutverk glæpa- foringjans sem rekur vasaþjófa- gengi með harðri hendi í London um miðja nítjándu öldina. ■ OLIVER TWIST Munaðarleysingin lendir í klónum á glæpahyski og lærir að stela sér til matar á þeim tíma þegar bilið milli hinna ríku og fátæku var mikið. Sígilt ævintýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.