Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 42
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalbjörn Jónsson Vesturgötu 36, Keflavík, áður til heimilis að Hólavöllum, Garði, verður jarðsung- inn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 20. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Kristný Rósinkarsdóttir Ester Aðalbjörnsdóttir Guðmundur Sigurðsson Jón Aðalbjörnsson Aldís Árnadóttir Haraldur Aðalbjörnsson Sigrún Harðardóttir Jakobína Aðalbjörnsdóttir Björgvin Skarphéðinsson Rósinkar Aðalbjörnsson Ólöf Guðrún Albertsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi Pétur Gauti Hermannsson Holtsbúð 42, Garðabæ lést 12. janúar. Jarðsungið verður frá Langholtskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.00. Guðríður Sveinsdóttir Hildur Sólveig Pétursdóttir Erla Þuríður Pétursdóttir Pétur Geir Magnússon Ástrós Magnúsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, María Kristjánsdóttir Halldórsstöðum, Bárðardal, Lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 15. janúar. Útför hennar fer fram frá Lundarbrekku- kirkju laugardaginn 21. janúar kl.14.00. Þórey Ketilsdóttir Sverrir Thorstensen María Ketilsdóttir Ágúst Hilmarsson Kristín Ketilsdóttir Sigurður Pálsson Sigrún Ketilsdóttir Jörg Wohner Ingvar Ketilsson Bergljót Þorsteinsdóttir ömmu og langömmubörn. ÓLAFUR THORS (1892-1964) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Án þjóðfrelsis geta Íslendingar eigi dafnað, fremur en gróður jarðar án yls og sólar.“ Ólafur Thors var atkvæðamikill stjórnmálamaður. Hann gegndi meðal annars embætti forsætis- ráðherra árin 1942, 1944-1947, 1949-1950, 1953-1956 og 1959- 1963. MERKISATBURÐIR 1903 Þýski togarinn Friedrich Albert strandar á Skeiðarár- sandi. Áhöfnin kemst öll í land en hrekst um sandinn í tvær vikur og þrír menn farast. 1915 Þjóðverjar gera fyrstu loftár- ásina á Bretland úr tveimur Zeppelín-loftbelgjum í fyrri heimsstyrjöldinni. 1942 Átta menn verða úti þegar sjötíu manna sveit breskra hermanna lendir í hrakn- ingum í fjallgöngu á leið frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. 1957 Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður ver doktorsritgerð sína um kuml og haugfé í heiðnum sið á Íslandi. 1983 Gestapóforinginn Klaus Bar- bie er handtekinn í Bólivíu. 1993 Tékkland og Slóvakía fá inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum degi árið 1966 var Indira Gandhi, einkadóttir fyrsta forsætisráðherra Indlands Jawah- arlal Nehru, valin sem leiðtogi Indlands. Talsverð barátta hafði þá verið milli hennar og Morarji Desai, fyrrverandi fjármálaráð- herra landsins. Mikill fjöldi fólks hafði safnast utan við þinghúsið meðan valið stóð yfir og fagnaði Indiru gífur- lega þegar hún hélt á fund for- setans. Indira hafði aðeins stað- fest framboð sitt fjórum dögum fyrr þegar ellefu leiðtogar sextán fylkja Indlands höfðu látið í ljós vilja sinn til að styðja hana. Indira sigraði í almennum kosningum árið 1967 og 1971. Hún var við stjórnvölinn meðan á deilunni við Pakistan stóð árið 1971 en árið 1975 var hún dæmd fyrir spillingu og bannað að gegna embætti í sex ár. Hún brást við með því að neita að segja af sér og lýsti fyrir neyðarástandi í land- inu sem varði í tvö ár. Hún tapaði fyrir gamla keppi- naut sínum Morarji Desai í kosn- ingum árið 1977 en tók á ný við völdum þegar stjórn hans féll tveimur árum síðar. Árið 1984 fyrirskipaði hún árás á gullna hofið í Amritsar til að reka burt uppreisnarmenn sikha sem börðust fyrir sjálfstæði Punjab- héraðs. Tveimur mánuðum síðar var hún ráðin af dögum af lífvörð- um sínum sem voru sikhar. ÞETTA GERÐIST > 19. JANÚAR 1966 Indira Gandhi verður leiðtogi Indlands INDIRA GANDHI ANDLÁT Kjartan Guðmundur Magnús- son, Hlíðarhjalla 56, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 13. janúar. Sigrún Pétursdóttir, Kristnibraut 83, Reykjavík, lést á Landspítal- anum við Hringbraut föstudaginn 13. janúar. Ásta Andersen, Garðavegi 11, Keflavík, áður Njarðvíkurbraut 13, Innri-Njarðvík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 15. janúar. Hólmfríður Héðinsdóttir, Dalbraut 27, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt sunnudagsins 15. janúar. Bragi Gunnarsson, Tunguseli 10, Reykjavík, lést á Landspítala Hring- braut mánudaginn 16. janúar. JARÐARFARIR 11.00 Minningarathöfn um Jónu Jakobínu Jónsdóttur, Vogum, Mývatnssveit, Lang- holtsvegi 139, Reykjavík, verður í Langholtskirkju. 13.00 Sigríður Ólafsdóttir, frá Bergvík, Lágholti 6, Mos- fellsbæ, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. AFMÆLI Einar Þór Daníelsson knattspyrnumaður er 36 ára. Adolf Hjörvar Berndsen, fyrrverandi þingmaður, er 47 ára. Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri er 49 ára. Jón Gunnlaugur Jónasson læknir er fimmtugur. Sigurður Rúnar Jóns- son, Diddi fiðla, tónlist- armaður er 56 ára. Óttar Felix Hauksson athafnaskáld er 56 ára. Árni B. Tryggvason leikari er 82 ára. „Mér leiðist allt sem er týpískt og var því að velta fyrir mér að bjóða góðum vinum upp á kartöflur, soðna ýsu, tómatsósu og tólg í kvöldmat,“ segir Sigurður Bogi Sævarsson blaðamaður sem heldur upp á 35 ára afmæli sitt í dag. „Ég held að það sé ekki hægt að bjóða fólki upp á neitt betra en venju- legan íslenskan mat eins og hæfir í janúar,“ segir Sigurður sem hefur áður boðið í slík óvenjulega venjuleg matar- boð. Það hafi gert góða lukku enda allir búnir að kýla vömbina í bak og fyrir um hátíðarnar. Sigurður Bogi kallar sjálfan sig örlagablaðamann enda hóf hann störf sem blaðamaður aðeins sextán ára gamall á bæjarblöðum í heimabyggð sinni á Selfossi. Hann hefur starfað síðan á ýmsum miðlum, meðal annars Degi, Dagblaðinu og Tímanum. Síðast- liðin tvö ár hefur Sigurður unnið sjálf- stætt. „Ég hef verið á hliðarlínunni hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli, hef skrifað fyrir Fróða, Bændablaðið, Frjálsa verslun og hin og þessi fyrir- tæki,“ segir Sigurður og líkar ljómandi vel. „Það er visst frelsi sem fylgir þessu en líka mikil ögun. Kannski er megin- kosturinn sá að verkefnin eru ákaflega fjölbreytt og maður veit aldrei hvað dagurinn ber í skauti sér,“ segir Sigurð- ur sem finnst fjölbreytnin jafnvel meiri nú en hann upplifði meðan hann starf- aði á ritstjórnum hinna ýmsu blaða. Áhugamál Sigurðar eru töluvert samofin vinnu hans. „Ég hef gaman af því að ferðast, fara um landið og taka myndir. Ég hef gaman af grúski og bókum og því að hitta skemmtilegt fólk,“ segir Sigurður og finnst vinnan bæði beint og óbeint yfir og allt um kring í sínu lífi. „Maður er alltaf í nálægð við þessi viðfangsefni hvort sem er í starfi eða leik og skilin á milli þessara tveggja eru ákaflega óglögg,“ segir Sigurður sem yfirleitt tekur stórar ákvarðanir á örskotsstundu. Hvort sem það er að fara út í að vinna sjálfstætt eða flytja til Akureyrar þar sem hann bjó í sjö ár. „Mér finnst gott að vera ekki mikið að væflast yfir hlutunum heldur geri ég þetta líkt og að smella fingri, og yfir- leitt er það skemmtilegast,“ segir Sig- urður Bogi og hlakkar til að gæða sér á soðningunni í kvöld. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BLAÐAMAÐUR: ER 35 ÁRA Í DAG Býður upp á soðningu með kartöflum og tómatsósu ÖRLAGABLAÐAMAÐUR Sigurður Bogi hefur starfað við blaðamennsku frá sextán ára aldri. Hann segir vinnuna yfir og allt um kring í sínu lífi.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórnendur á Öldrunarheim- ilum Akureyrar héldu í síð- ustu viku samsæti til heiðurs þeim sex sjúkraliðum sem þar starfa og voru að ljúka fram- haldsnámi í öldrunarhjúkr- un. Námið er framhald af hefðbundnu námi sjúkraliða, ætlað þeim sem hjúkra öldr- uðum í samræmi við mark- mið hjúkrunar og nýjar hug- myndir í öldrunarfræðum. Jafnframt á námið að auka sjálfstæði og ábyrgð sjúkra- liða í störfum sínum innan og utan stofnana. Námið er tveggja anna bóknám og átta vikna verknám á stofnunum. Konurnar sex voru þær fyrstu á Öldrunarheimilum Akureyrar sem útskrifast úr slíku námi. Sex útskrifast í öldrunarhjúkrun SÉRHÆFÐAR Í ÖLDR- UNARHJÚKRUN Birna Ingólfsdóttir, Hulda Birna Frímannsdóttir, Jana Arnórsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Margrét Vestmann og Þorgerður Þorgilsdóttir starfa allar við hjúkrun aldraðra. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1809 Edgar Allan Poe skáld. 1736 James Watt upp- finningamaður, fann upp eimreiðina. Guðrún Briem Björnsson lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 16. janúar. Ólöf Bjartmarsdóttir lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli mánudaginn 16. janúar. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.