Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 28
[ ] Starfsfólk Krabbameinsskrár- innar í Skógarhlíð fer reglulega í hádegisverð út í Norræna húsið og skiptir út listaverkum í leiðinni. „Það eru mörg ár síðan við hófum þennan sið að fara út í Norræna húsið að fá okkur að borða og velja okkur verk á artótekinu þar,“ segir Kristín Björnsdóttir, einn af starfs- mönnum krabbameinsskráningar- innar. Hún vann áður á skrifstofu Norræna hússins og kynntist því þá að hægt er að leigja sér listaverk hjá bókasafni hússins. „Þarna er heilmikið úrval grafíkverka eftir norræna listamenn. Maður kaupir sér skírteini fyrir lítið fé og getur síðan fengið fjögur listaverk út á hvert skírteini og haft þau í tvo mánuði. Ég kynntist því þegar ég var í Norræna húsinu að mörg fyrirtæki og einstaklingar nota sér þessa þjónustu. Meðal annars gerði ég það sjálf. Ég byrjaði svo hér hjá Krabbameinsfélaginu 1988 og fljótlega eftir það datt mér í hug að gaman væri fyrir okkur að prófa þessi myndalán og þau hafa orðið að hefð,“ segir Kristín og getur þess að nýlega hafi skilafresturinn verið lengdur úr tveimur upp í þrjá mánuði. En skyldi ekki vera erfitt fyrir hópinn að ná samkomulagi um hvaða verk á að velja hverju sinni? „Nei, það tekur ekki langan tíma. Við höfum fyrst svona fimm mynd- ir í takinu og náum alltaf góðri lend- ingu,“ segir hún brosandi og bætir við: „Það gerir vinnustaðinn miklu skemmtilegri að vera alltaf með nýja list á veggjunum til að virða fyrir sér.“ gun@frettabladid.is Skipta um listaverk á veggjunum reglulega Starfsfólk Krabbameinsskrárinnar við listaverk sem það fékk að láni hjá Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BORÐ FYR IR TVO K R I N G L A N ÚTSALA ENN MEIRI AFSLÁTTUR Kringlunni - sími : 533 1322 Vandaðar heimilis- og gjafavörur 20% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM Í HÖGANES STELLINU Vandaðar og gjaf SKIPHOLTI 21 (NÓATÚNSMEGIN) SÍMI 561 0847 TEXTÍLGALLERY Pottablóm geta lífgað upp á heimilið. Það getur verið skemmti- legt að fjárfesta í eins og einu blómi nú þegar dagarnir eru farnir að lengjast til þess að minna sig á að veturinn tekur enda. Á heimasíðunni www.be-jane. com má finna leiðbeiningar um ýmis verk sem falla til á heimilinu. Síðan er einföld í notkun og kennir lesendum sín- um hvernig best sé að bera sig að í stórum jafnt sem smáum framkvæmdum. Fyrir þá sem vilja verða handlagn- ir heimilismenn eða handlagnar heimiliskonur ættu að skoða síðun www.be-jane.com. Þar inni má finna upplýsingar um í raun allt sem viðkemur heimilinu, upplýs- ingar um hvernig á að framkvæma hlutina sjálfur og ýmsar ráðlegg- ingar og almennan fróðleik. Að síðunni standa tvær konur sem eru báðar æði klárar í því að laga dittinn og dattinn heima við. Þær deila svo visku sinni til að bjarga hjálparlausu heimilis- fólki sem starir á pensla og skrúf- járn án þess að vita hvað skal til bragðs taka. Sem dæmi um hvað má finna á þessari síðu er að hægt er að sjá í gegnum sýndarveruleika leið- beiningar um hvernig á að setja upp vask (ásamt mörgu öðru). Auk þess að myndir rúlli sem sýna vaskuppsetninguna að þá heyrist í lítilli rödd sem leiðir þig í gegnum ferlið. Dálkurinn þeirra „do it your self“ eða „gerðu það sjálf/sjálf- ur“ hefur vakið miklar vinsæld- ir. Þar svara Be Jane-stöllurnar spurningum frá lesendum og gefa ráð um hvernig leysa megi ýmis vandamál sem tengjast heimilinu á auðveldan máta. Til dæmis mæltu þær með því að setja smá sósulit í vatnskassann á klósettinu gruni þig að kassinn leki. Bíddu í rúman hálftíma eftir að sósuliturinn er kominn í. Ef vatnið í skálinni breytir svo um lit þá er um leka að ræða. Svo ein- falt er það. Framkvæmdaglaðir ættu að kynna sér þessa síðu, en líka þeir sem ekkert kunna fyrir sér. ■ www.be-jane.com bjargar málunum Á heimasíðunni www.be-jane.com má finna leiðbeiningar um hvernig á að mála veggi eða innréttingar. Þar má finna ráðleggingar um hvernig best er að laga ýmsar bilanir í pípu- eða raflögnum, endurinnrétta heimilið og margt fleira. 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.