Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 62
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR46 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Tónlist Það er alltaf eitthvað nýtt í spil- aranum hjá mér vinnunnar vegna, mis- gott eins og gengur og gerist. Hljóm- sveitin Æla og platan þeirra „Sýnum tillitssemi, ég er frávik“ er nokkuð sem útgefendur ættu að sjá sóma sinn í að gefa út. Þetta er frábær plata. Það sama gildir um hljómsveitina Reykjavík! Svo viðurkenni ég að ég er „sucker“ fyrir fullt af því sem þykir móðins í dag: Arcade Fire, Sufjan Stevens, Animal Collecti- ve, The Decemberists, The Television Personalities og svo er ég líka að fíla plötuna hans Sigga Ármann betur og betur. Bók Þær eru nokkrar á náttborðinu mínu en varla er búið að lesa nema svona 50 síður í hverri. Þetta eru Kleifarvatn, Psychotic Reactions eftir Lester Bangs, Eleven Minutes eftir Paulo Coelho, Saga Rolling Stones og nú síðast byrjaði ég á ævisögu John Lennon. Bíómynd Horfði á Jón Odd og Jón Bjarna á DVD. Merkilegt hvað sú mynd hefur elst vel. Á köflum virkilega illa leikin en samt yndisleg. Borg Ég gæti nefnt fullt af svölum stöðum en mér bara líkar ágætlega í Reykjavík. En ég hef líka miklar taugar til Kaupmanna- hafnar þar sem ég bjó bæði sem barn og svo aftur sem ungur maður. Annars leitar hugurinn nú alltaf eitthvað út og ég gæti hugsað mér að búa víða erlendis þótt maður eigi eflaust eftir að enda sem gamall maður hérna heima. Búð Ég er ekki það svalur að ég geti nefnt einhverja ofursvala búð sem ég elska meira en aðra. En ég fann mig vel í hjálpræðishernum í London á síðasta ári og þegar maður er staddur þar er líka gott að fara í Select-A-Disc og kaupa sér plötur. Hérna heima er alltaf gott að fara í heimsókn í Gallerí humar eða frægð! þar sem plötu- búð Smekkleysu er til húsa. Þar er alltaf tekið á móti manni með faðmlögum og heitu kaffi. Verkefnið Fyrst og fremst er ég að vinna að nýrri plötu með félögum mínum í Jan Mayen. Við erum þessa dagana að gera smá demo af því efni sem komið er en annars ætlum við að taka upp fljótlega og gefa út fyrri part sumars. Ég er ansi hræddur um þessi plata verði með því besta sem heyrst hefur, en hvað veit ég? AÐ MÍNU SKAPI ÁGÚST BOGASON, GÍTARLEIKARI JAN MAYEN OG ÚTVARPSMAÐUR Á RÁS 2. Bonnie „Prince“ Billy, Kaupmannahöfn og Select-A-Disc HRÓSIÐ ...fær Halldór Ásgrímsson fyrir að láta slag standa og koma í þáttinn til Strákanna. Hjónanámskeið sr. Þórhalls Heim- issonar í Hafnarfjarðarkirkju hafa slegið í gegn en ellefu ár eru síðan pörum og hjónum gafst kostur á að sækja þau í fyrsta sinn. Að sögn Þórhalls hefur aðsóknin verið allt að því lygileg. „Þetta er í raun alveg ótrúlegt og námskeiðin eru alltaf jafn vel sótt,“ segir hann en uppbókað er í þau námskeið sem í boði eru núna og geta áhugasamir fyrst skráð sig í ágúst. „Það þýðir því ekkert að hringja eða senda tölvupóst, það er alveg fullt,“ segir Þórhallur en bætir við að hann sé alltaf að reyna fjölga þátttakendum á hvert námskeið þó að það sé mjög erfitt þegar hann er bara einn. Hjónanámskeiðin eru ekki ein- göngu hugsað fyrir pör sem þegar eiga í einhverjum vandræðum í sambúðinni heldur eru þau einnig fyrir pör og hjón sem vilja styrkja samband sitt. „Þetta er jákvætt námskeið sem hjálpar fólki að skoða sjálft sig,“ segir Þórhallur sem telur vinsældirnar stafi af því að ekki sé verið að segja fólki hvernig það eigi að haga sér heldur er verið að hjálpa því að finna sína eigin leið en bætir við að þetta sé langt í frá létt verk. „Það er aldrei auðvelt að ganga í gegnum slíka sjálfskoðun en þetta hjálpar fólki að horfast í augu við sjálft sig,“ segir hann. Alls hafa nú um 7.500 manns sótt hjónanámskeiðin og segir Þór- hallur þetta vera fólk á öllum aldri úr öllum stéttum af öllu landinu. „Þó hafa samkynhneigðir verið eitthvað feimnir við að koma en þeir eru að sjálfsögðu velkomnir,“ segir Þórhallur. - fgg SR. ÞÓRHALLUR HEIMISSON Hjónanám- skeiðin hans hafa slegið í gegn hjá lands- mönnum og um 7.500 manns hafa sótt þau á síðustu ellefu árum. Uppbókað á hjónanámskeiðin FRÉTTIR AF FÓLKI Nú hefur verið ákveðið hvaða átta lög hefja leikinn á fyrsta undan- úrslitakvöldi Eurovision- keppninnar hér á landi sem verður í beinni útsendingu á Rúv 21. janúar. Alls munu fjögur lög komast áfram í úrslitin sem verða haldin þann 18. febrúar. Undankeppnirnar verða þrjár og því munu tólf lög keppa til úrslita í síma- kosningu. Fyrsta kvöldið syngja Þóra Gísladóttir og Edgar S. Atlason lag Ómars Ragn- arssonar, Stundin, staðurinn, Regína Ósk syngur lag Trausta Bjarnasonar, Þér við hlið, Íris Kristinsdóttir syngur eigið lag sem nefnist Ég sé, Matthías Matthías- son syngur lagið Sést það ekki á mér? eftir Sigurð Örn Jónsson, Friðrik Ómar syngur Það sem verður eftir Hallgrím Óskarsson, Gunnar Ólason úr Skítamóral syngur lagið María eftir Roland Hartwell, Mar- íanna Más- dóttir syngur lag Ingva Þórs Kormáksson- ar, Í faðmi þér, og loks syngur Davíð Þ. Olgeirsson eigið lag sem nefn- ist Strengjadans. Það bætist enn í frægðarhóp spurn-ingaþáttarins Meistarans sem er á dagskrá Stöðvar 2. Kristján Guy Burgess, fyrrverandi fréttastjóri DV, tekur sæti Paolos Turchi, sem forfallaðist á síðustu stundu. Er Kristján nýkominn heim úr meistaranámi í alþjóðastjórnmálum og þjóðarrétti. Kristján er reyndar vanari því að vera hinum megin við borðið og spyrja menn spjörunum úr, en frægt er þegar hann rak sjálfan Árna Johnsen á gat í frægu fréttavið- tali. Kristján mun etja kappi við Hauk Harðarson í síðustu viðureign fyrstu umferðar 2.febrúar. -fgg SÚR HVALUR OG RENGI HARÐFISKUR OG HÁKARL opið laugardaga 10-14. LÁRÉTT 2 slátra 6 samþykki 8 besti árangur 9 þrá 11 guð 12 ófriður 14 rákir 16 ætíð 17 flýti 18 flana 20 í röð 21 þekkja leið. LÓÐRÉTT 1 útihús 3 hljóm 4 skeði 5 óhreinka 7 áköf þrá 10 knæpa 13 kæla 15 glufa 16 haf 19 bardagi. Lausn. LÁRÉTT: 2 lóga, 6 já, 8 met, 9 ósk, 11 ra, 12 stríð, 14 rásir, 16 sí, 17 asa, 18 æða, 20 tu, 21 rata. LÓÐRÉTT: 1 fjós, 3 óm, 4 gerðist, 5 ata, 7 ástríða, 10 krá, 13 ísa, 15 rauf, 16 sær, 19 at. Tónlistamaðurinn Ray Davies heldur tónleika í Laugardalshöll föstudaginn fjórtánda apríl. Verð- ur þetta í fjórða sinn sem þessi fyrrverandi leiðtogi rokkgrúpp- unnar The Kinks kemur hingað til lands, en hann hélt eftirminnilega tónleika árið 2000 fyrir troðfullu húsi. Aðeins verður um þessa einu tónleika að ræða en Davies kemur hingað ásamt hljómsveit og mun flytja gömul lög í bland við ný. Hann gefur út sína fyrstu sólóskífu í febrúar. The Kinks er talin vera ein- hver áhrifamesta hljómsveit síðari tíma en hún spilaði hér á landi árið 1965 í Austurbæjar- bíói og aftur árið 1970. Þá var reyndar einn ákafasti aðdáandi hljómsveitarinnar ekki fæddur en hann hefur ekki látið ungan aldur stöðva sig heldur segir aðdáunina fara vaxandi með hverju ári. Skarphéðinn Traustason, rúm- lega tvítugur bæjarstarfsmaður, var í óða önn að skafa gangstéttir og tæma polla þegar Fréttablað- ið náði tali af honum. „Heima hjá mér voru ekki til neinar Bítla- plötur heldur bara Kinksplötur svo að þeir urðu mínir „bítlar“,“ útskýrir Skarphéðinn þegar hann er krafinn skýringar á þessum áhuga og kennir foreldr- um sínum alfarið um. „Ég hlust- aði fyrst á gömlu plöturnar en hef síðan bætt mér upp það sem á vantaði og á núna allt safnið,“ bætir hann við. Ferill The Kinks er einn sá allra lengsti í rokksög- unni en þeir störfuðu samfellt í yfir þrjátíu ár. „Þeir stöðnuðu aldrei og voru sífellt að leita á ný mið,“ segir Skarphéðinn og bætir við að stundum hafi þeir verið elskaðir en hljómsveitin hafi einnig kynnst óvild í sinn garð. „Þeir afrekuðu það meðal ann- ars að vera „cult“-hljómsveit hjá Andy Warhol,“ bætir hann við og býr augljóslega yfir miklum fróð- leik um bresku risana. „Þeir hafa haft mikil áhrif á bæði metal og brittpopp,“ segir hann. Skarphéðinn var mættur í Laugardalshöllina fyrir sex árum þegar Ray spilaði þar og ætlaði að sjá hann í London þremur árum síðar. „Þeim tónleikum var hins vegar frestað eftir að hann var skotinn í mjöðmina í New Orleans,“ segir hann, en Davies ætlaði að handsama þjóf sem rændi veski kærustunnar hans. „Reyndar er nýja platan hans tileinkuð New Orleans vegna flóðanna sem þar urðu enda er Davies mikill áhugamaður um djassinn og borgina,“ segir Skarphéðinn. freyrgigja@frettabladid.is SKARPHÉÐINN TRAUSTASON: THE KINKS VORU MÍNIR BÍTLAR Aðdáunin vex með árunum SKARPHÉÐINN TRAUSTASON Er einlægur aðdáandi The Kinks en forsprakki hljómsveitarinnar Ray Davies heldur tónleika hér landi um miðjan apríl. FRÉTTALBAÐIÐ / VALLI 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9 1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.