Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 4
4 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR Atkvæðagreiðsla hafin Utankjör- fundaratkvæðagreiðsla í annarri umferð forsetakosninganna í Finnlandi hófst í gær og stendur hún í viku. Kosningarnar fara fram þarnæsta sunnudag. FINNLAND LANDBÚNAÐUR Svipað magn af kjöti var framleitt hér á landi á síðasta ári og árið á undan samkvæmt bráðabirgðatölum Bændasamtaka Íslands. Heildarsala jókst þó lítillega, um 2,8 prósent, sem svarar til að hver íbúi landsins hafi innbyrt tæplega 80 kíló af kjöti. Var lambakjötið vin- sælast sem fyrr en sala á alifugla- kjöti jókst um tæp fimmtán prósent og seldist næstmest. Samdráttur varð í sölu á svína- og nautakjöti. - aöe KJÖTVÖRUR SELJAST VEL Hver Íslendingur innbyrti um 80 kíló af kjöti á síðasta ári. Kjötneysla Íslendinga eykst: Lambakjötið vinsælast KJARAMÁL Trúnaðarmenn á leik- skólum Kópavogs hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að umbuna starfsmönnum leikskóla sinna fyrir vel unnin störf. Er farið fram á að launakjör þeirra verði leiðrétt á fyrirhug- aðri launamálaráðstefnu sveitar- félaganna á föstudaginn kemur með þeim hætti að eftirsóknar- vert verði á ný að starfa í leikskól- um bæjarins. - aöe Leikskólakennarar í Kópavogi: Skorað á bæjarstjórn GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 18.01.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 61,28 61,58 Sterlingspund 108,35 108,87 Evra 74,26 74,68 Dönsk króna 9,953 10,011 Norsk króna 9,145 9,199 Sænsk króna 7,953 7,999 Japanskt jen 0,5322 0,5354 SDR 88,9 89,42 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 103,9022 STJÓRNMÁL Engin gögn um afstöðu ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, hafa verið lögð fram á Alþingi með frumvarpi um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins. Mörður Árnason, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði við upphaf þingfundar í gær að menntamálanefnd Alþingis hefði ekki fengið aðgang að samskipt- um menntamála- og fjármála- ráðuneytisins við ESA varðandi rekstrarform Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að hafa beðið um þau margoft. „Ég tel að ekki sé hægt að ræða málið nema fá gögnin í hendur,“ sagði Mörður. Nokkrir þingmenn tóku undir kröfu Marðar. Kolbrún Hall- dórsdóttir, hjá vinstri grænum, sagði það tortryggilegt að liggja á gögnunum. Þingmenn yrðu að geta metið málefni Ríkisútvarps- ins á sömu forsendum og ríkis- stjórnin. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður menntamálanefnd- ar, kvaðst einnig hafa beðið um gögnin fyrir hönd nefndarinn- ar. Fundur hefði verið í vikunni hjá ESA þar sem málefni Rík- isútvarpsins hefðu verið rædd. „Þessi gögn berast og það fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Kári. - jh SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON, FORMAÐ- UR MENNTAMÁLANEFNDAR Hann hefur einnig beðið um gögnin og segir þau berast von bráðar. Alþingismenn fá ekki enn gögn eftirlitsstofnunar EFTA um Ríkisútvarpið: Skortir gögn með frumvarpi SLYSFARIR „Mér líður furðu vel þessa stundina, miðað við aðstæður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns fram- boðs, þar sem hann lá á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítal- ans við Hringbraut í gær. Steingrímur braut þrettán rif- bein og viðbein að auki í bílslys- inu við Húnaver og eru áverkarn- ir sérstaklega alvarlegir vinstra megin á brjóstholi. Hann telur sig heppinn að hafa sloppið eins vel og raun ber vitni. „Ég held að það sé lán í óláni að ég eyðilagði ekki mikil- væg líffæri í slysinu. Það hefur eflaust hjálpað eitt- hvað til að ég var ágætlega á mig kominn líkamlega.“ Tómas Guðbjartsson, læknir á Landspítalanum, segir líðan Steingríms vera eftir atvikum góða. „Steingrímur ber sig vel. Miðað við aðstæður held ég að hann hafi sloppið vel frá slysinu.“ Umfangsmikil björgunarað- gerð lögreglu, á Sauðárkróki og Blönduósi, og Landhelgisgæsl- unnar heppnaðist vel og sagðist Steingrímur þakklátur öllu því fólki sem að björguninni kom. „Ég vil fá að nota tækifærið og þakka öllum þeim sem hjálpuðu til við björgunina. Allt frá starfs- manni Neyðarlínunnar sem tal- aði við mig meðan ég var hálf utangátta og vöruflutningabíl- stjóranum sem var fyrsti maður á slysstað, til allra þeirra sem að sjúkraflutningum og læknastörf- um komu.“ Steingrímur sagðist alltaf hafa það að reglu að vera vel búinn þegar hann keyrir lands- hluta á milli. „Á þeim 35 árum sem ég hef verið bílstjóri hef ég aldrei lent í tjóni sem trygging- arfélag hefur þurft að bæta. Ég hef alltaf reynt að vera ágætlega klæddur á meðan ég ferðast. Þótt það sé hiti inni í bílnum þá getur það reynst dýrkeypt að vera á stuttermabol með funheita mið- stöð. Ég hafði úlpu mér við hlið í bílnum sem ég gat dregið yfir mig. Svo var síminn skammt frá og það skipti sköpum.“ magnush@frettabladid.is Traustur bíll og hlý föt björguðu Steingrími J. Steingrímur J. Sigfússon bar sig vel í gær þrátt fyrir að vera með þrettán brotin rifbein. Steingrímur var á vel búnum bíl og í hlýjum fatnaði sem hann segir hafa skipt sköpum. BJÖRGUN „Aðkoman að slysinu var nú ekki falleg. Steingrímur var mikið slasaður og ég reyndi að hlúa að honum eins og ég gat,“ sagði Ragnar Páll Jónsson, vöru- flutningabílstjóri hjá fyrirtæk- inu Ragnari og Ásgeiri, en hann var á norðurleið þegar annar bíl- stjóri stoppaði hann og sagði honum að huga að bílljósum sem sást í þar sem Steingrím- ur lenti út af veginum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ragnar kemur að bíl- slysi. „Ég hef áður komið að bíl- slysi og reyndi því að bera mig rétt að við aðstoðina. Lögregla og sjúkralið komu fljótt á vett- vang og tóku við stjórninni.“ Ragnar segist hafa gert sér grein fyrir því að um alvar- legt slys væri að ræða þar sem sterkbyggð jeppabifreið Stein- gríms var gjörónýt þegar hann kom að. „Ég sá strax að bíllinn var illa farinn og gerði mér grein fyrir því að um alvarlegt slys var að ræða. En það er gott að vita til þess að þetta fór betur en á horfðist í fyrstu.“ - mh Ragnar kom að slysinu: Aðkoman var virkilega slæm STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Á LANDSPÍTALANUM Steingrímur bar sig vel þar sem hann lá á Landspítalanum við Hringbraut í gær. Á myndinni sést í bókina Hesturinn sem Steingrímur fékk að gjöf frá Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TÓMAS GUÐBJARTS- SON LÆKNIR RAGNAR PÁLL JÓNSSON Ragnar kom að Stein- grími á slysstað. Árekstur í Garðabæ Ökumaður kenndi smávægilegra eimsla eftir að jeppa var ekið inn í hlið fólksbíls sem hann ók. Óhappið varð á Víðistaðavegi í Garðabæ í gærmorgun. Draga þurfti mik- ið skemmdan fólksbílinn burt. Ökumenn- irnir leituðu ekki til læknis. LÖGREGLUFRÉTTIR Fimmtán árekstrar í Reykjavík Fimmtán ákeyrslur og árekstrar urðu síðasta sólarhring í Reykjavík. Lögreglan segir það ekki meira en vanalega en töluvert hafi verið um atvik þar sem ökumenn hafi stungið af eftir að hafa ekið utan í aðra bíla. Tveir stútar undir stýri Maður á miðjum aldri var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Breiðholtsbraut í Reykjavík í gærmorgun. Var hann á leið í áfengisverslun að sækja meira í sarpinn þegar lögreglan stöðvaði för hans. Annar var tekinn í fyrrinótt einnig grunaður um ölvun við akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.