Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 53

Fréttablaðið - 19.01.2006, Síða 53
FIMMTUDAGUR 19. janúar 2006 37 VEITINGASTAÐURINN Hver og hvar: Ósushi er í Lækjargötu 2, annarri hæð. Hvernig er stemningin? Léttur og nútímalegur staður í anda svipaðra sushi-staða í stór- borgum, og er staðsettur á annarri hæð í bókabúðinni Iðu. Maturinn hringsólar á færibandi framhjá sætunum eins og gjarnan er venja á japönskum skyndibitastöð- um. Þetta skapar skemmtilega buffetstemningu þar sem gestir geta valið það sem þeim sýnist girnilegast á færibandinu. Matseðillinn: Hér er að finna klassískt sushi og sashimi, aðra japanska rétti eins og teriyaki og misosúpu sem er búin til úr sojabaunum og þangi. Það er geysilega mikið úrval af sushi, bæði með hvítum fiski, laxi og túnfiski og svo með reyktri önd, hvalkjöti eða smokkfiski, ásamt nori-rúllum fylltum með fiski eða grænmeti. Fiskurinn er dásamlega ferskur og auðvitað borinn fram með fersku engifer, japanskri sojasósu og wasabi. Einnig er hægt að fá aðra rétti sem eru ekki með hrámeti, og eftirrétti eins og creme brulée. Vinsælast: Sushi-ið er langvinsælast ásamt misosúpu í forrétt að japönskum sið. Laxatartar er sérstaklega gott og einnig rækju-futomaki. Réttur dagsins: Oft er boðið upp á salöt, súpur eða samlokur í hádeginu, allt ein- staklega frumlegt og bragðgott. Gott að vita: Sushi þýðir „með hrísgrjónum“ á japönsku og sushibitar eru borð- aðir í Japan með fingrunum. Láttu fiskinn snúa niður þegar þú dýfir honum í sojasósuna. Notaðu hins vegar prjóna á sashimi, en það er hrár fiskur án hrísgrjóna. Verð: Diskarnir með mismunandi réttum á kosta frá 200 krónum upp í 500 krónur og því er verð á máltíð mjög mismunandi eftir því hversu svangur þú ert. Færiband í Tókýó-stíl ÓSUSHI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Undanfarin ár hafa verið hagstæð ítalskri víngerð ef undan er skilið hið erfiða ár 2002. Vínáhugamenn bíða spenntir eftir því hvernig upp- skera síðasta hausts kemur út en veðurfar var einkar hagstætt. Árin á undan, 2003 og 2004, voru mjög góð á Ítalíu eins og fram kemur í annarri grein hér á opnunni um vín frá Suður-Ítalíu. Misjafnt er eftir vínum og svæðum hvernig útkom- an var en hún var oftast mjög góð og í sumum tilfellum framúrskar- andi. Sem dæmi má nefna að 2004- árgangurinn af hinu kunna borðvíni Santa Cristina þykir einn sá besti frá upphafi. Til dæmis var vínið valið vín vikunnar í Wine Spect- ator og fékk hæstu einkunn fyrir verð og gæði í biblíu ítalskra vína, Gambero Rosso. Fá rauðvín hafa verið jafn lengi fáanleg á Íslandi og Santa Cristina. Það hefur áratug- um saman verið mest selda vínið frá Toskana hérlendis. Vínið hefur tekið miklum breytingum í áranna rás og er eitt besta dæmið um hve þróunin í ítalskri vín- gerð hefur verið mikil en þar hefur Antinori greifi verið brautryðjandi. Hann breytti víninu á níunda áratugnum, tók það úr tága- flöskunni og gerði það þéttara og kraftmeira. Síðar hóf hann að blanda merlot-þrúgunni við hina klassísku sangiov- ese-þrúgu til að gera vínið mýkra og meira aðlað- andi. Þessar breytingar hafa viðhaldið vinsæld- um Santa Cristina og hefur það hlotið fjölmörg verðlaun og nánast verið áskrifandi að titlinum „bestu kaup“ í ítölskum vínum. Vín sem hentar með grillinu og með flest- um pastaréttum þar sem kjöt kemur við sögu. Einnig hent- ar það með fiskréttum ef vínið er aðeins kælt. Antinori-fjölskyldan hefur ræktað vín óslitið í sex aldir. Útflutningur var hins vegar lítill er Piero Antin- ori tók við en hann hefur gert fyrir- tækið að alþjóðlegu stórveldi á sviði vínframleiðslu. Undanfarin ár hefur framganga dætranna Allegra, Albi- era og Alessia vakið mikla athygli en þær hafa sýnt mikla hæfileika í víngerð. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Fæst einnig í hálfflöskum á 590 kr. ANTINORI SYSTURNAR SANTA CRISTINA: 2004 árgangurinn sá besti frá upphafi? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 31 01 7 0 1/ 20 06 www.postur.is Fljúgandi hálka? Á veturna er allra veðra von. Við hjá Póstinum beinum þeim vinsamlegu tilmælum til þín að halda aðgangi greiðum að húsinu þegar snjóar og strá salti eða sandi á hálkubletti. Aðstoð þín og tillitssemi auðvelda okkur að koma póstinum til þín hratt og örugglega hvernig sem viðrar. Með fyrirfram þökk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.