Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 19.01.2006, Qupperneq 22
 19. janúar 2006 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ���������������������������� ��������������� ���������������������������������������������� ��������������������������������������������� ����� ���������������������������������������� ������������������ �������� �������� ������������ ���������������� ��������� ��� ����������������� ���������������� ������������������� �������������������������������� ������������������������������������� Heimurinn er alltaf að breytast sem betur fer. Flest erum við hætt að súrsa bringukolla og sundmaga til manneldis. Bændur halda þó áfram að súrsa hey, þótt plastpok- ar hafi leyst gömlu súrheysturn- ana af hólmi. Súrsun er gömul og góð geymsluaðferð til sjós og lands og gengur nú í endurnýjun lífdaganna í iðnaði, verzlun og þjónustu. Hér segir frá því. Þetta byrjaði í þjónustugeiran- um, þar sem fjarskiptabyltingin hafði keyrt símakostnað niður í næstum ekki neitt, einnig milli landa í krafti frívæðingar í við- skiptum. Snjallir og útsjónarsamir framkvæmdastjórar í Bandaríkj- unum og Evrópu sáu það í hendi sér, að það gat borgað sig að súrsa símaþjónustuna með því að senda hana til Indlands. Hvers vegna skyldu þeir nota dýran mannskap heima fyrir til að svara í símann hjá sér, ef þeir gátu keypt sömu þjónustu á Indlandi við miklu lægra verði? Indverjar kunna ensku, engin fyrirstaða þar. Þeir héldu m.a.s. námskeið til að kenna indverskum símsvörum margs konar málhreim, svo að símtölum frá Texas er svarað þýðum suð- urríkjarómi. Hringjarinn hefur ekki hugmynd um, að hann er að tala við Indland. Teningunum var kastað. Súrsun út á við í atvinnurekstri er í reyndinni geymsluaðferð eða kannski réttara sagt umskipun- araðferð líkt og súrsun matar og heyja: vinnuveitandinn geymir sér og öðrum staðbundið vinnu- afl með því að umskipa því inn á arðvænlegri brautir. Vinnandi hugir og hendur rata ekki að vísu alltaf beint í betur launuð störf og geta því þurft að afla sér nýrrar þekkingar og þjálfunar í millitíð- inni eða jafnvel sæta iðjuleysi, en á endanum finna flestir sér eitt- hvað gott og gagnlegt að gera. Það er reglan. Atvinnuleysi er undan- tekningin. Súrsun tekur á sig margar myndir á vinnumarkaði. Fisk- verkunarstöðvarnar hringinn í kringum Ísland flytja nú inn erlent vinnuafl í stórum stíl og hafa gert það um árabil, því að Íslendingar fúlsa nú flestir við fiskverkun. Ætli veiðarnar séu á sömu siglingu? Kannski. Útvegs- menn leita nú sumir að erlendum mannskap á skipin. Hvað um það, súrsun inn á við í fiskvinnslu sér til þess, að beggja hag er borg- ið. Erlendir verkamenn þiggja glaðir betri kjör en þeim bjóðast heima hjá sér. Heimamenn finna sér heldur aðra og betur launaða vinnu. Útlendingarnir ná smám saman nógu traustri fótfestu á nýjum slóðum til að geta keppt við heimamenn um ýmis önnur störf: þeir verða smám saman Íslend- ingar. Svipuðu máli gegnir um fram- kvæmdirnar fyrir austan. Sjötti hver íbúi Austurlands er nú útlendingur, segja þau á Hagstof- unni. Innflutningur verkafólks að utan gerir okkur kleift að vinna verk, sem ella hefðu orðið okkur ofviða, og hjálpar okkur í ofaná- lag að halda verðbólgunni í skefj- um. Súrsun inn á við í heilbrigðis- þjónustunni er angi á sama meiði: álitlegur hluti starfsfólks sjúkra- húsanna er nú af erlendu bergi brotinn, af því að Íslendingar fúlsa flestir við þeim launum, sem þar eru í boði. Skólakerfið færi kannski sömu leið, ef nógu margir útlendingar kynnu nóg í íslenzku til að kenna börnum og unglingum að lesa og skrifa. Ég keypti bens- ín af Kínverja við Skúlagötuna í Reykjavík um daginn; hann hefur verið hér í tíu ár og talar óaðfinn- anlega íslenzku. Og ég heyrði ekki alls fyrir löngu síberíska söngkonu syngja Draumalandið og Litfríð og ljóshærð í Salnum í Kópavogi; hún fór svo vel með lögin og textann, að tárin flóðu niður kinnar áheyrenda. Svona á lífið að vera. Ég hef heyrt stjórnendur bandarískra fyrirtækja lýsa áhyggjum af því, að öll þessi súrsun út og suður geti gengið of langt. Það er fínt að súrsa ýmis þjónustustörf inn og út, segja þeir, t.d. ræstingar og símsvör- un. En getum við leyft okkur að súrsa hátæknistörfin líka? Nei, þá er voðinn vís. Forstjórarnir lýsa bandarískum unglingum, sem hugsa sem svo: hví skyldum við slíta okkur út við að læra stærð- fræði, ef við getum hvort sem er keypt alla heimsins útreikninga af sprenglærðum Indverjum? Þarna er sóknarfæri handa Ind- landi, því að þar eru nokkrir beztu tækniháskólar heims og fjölmörg hátæknifyrirtæki í fremstu röð, einkum í Bangalor. Þessi keppni frá Indlandi ætti þó að réttu lagi að brýna fyrir Bandaríkjamönn- um og öðrum nauðsyn þess að halda vöku sinni. Bæði löndin geta hagnazt á því að súrsa vinnuaflið á báða bóga. Margir vel menntað- ir Indverjar eru nú aftur komnir heim til að leggja hönd á plóg að loknu löngu starfi í Bandaríkjun- um og Evrópu. Súrsun og símaþjónusta Í DAG SÚRSUN ÞORVALDUR GYLFASON Snjallir og útsjónarsamir fram- kvæmdastjórar í Bandaríkjun- um og Evrópu sáu það í hendi sér, að það gat borgað sig að súrsa símaþjónustuna með því að senda hana til Indlands. Ýmsir hafa orðið til að hylla þá ákvörðun Þorgerðar Katr-ínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að skipa ekki nýja fjölmiðlanefnd án þátttöku stjórnarandstöðuflokk- anna. Vissulega er sú leið gæfuríkari að fela sérfræðingum að semja tillögur um ný fjölmiðlalög út frá skýrslu þverpólitísku fjölmiðlanefndarinnar frá síðasta ári og í samráði við alla flokka, í stað þess að leggja upp í aðra vegferð án stjórnarandstöðunnar eins og gert var í byrjun árs 2004 og endaði með synjun forseta á fjölmiðlalögum ríkisstjórnarinnar. Þetta samráð má lofa en það er hins vegar allt annað mál hvort skýrsla fjölmiðlanefndarinn- ar frá síðasta ári sé heppilegt vinnugagn. Það er í raun illskiljanlegt af hverju menntamálaráðherra hafnaði hugmynd stjórnarandstöðunnar um nýja fjölmiðlanefnd sem tæki fjölmiðlamarkaðinn í heild til skoðunar, þar með talið stöðu og hlutverk RÚV. Því hefur áður verið haldið hér fram að þátttaka ríkisljósvakamiðlanna á auglýsingamarkaði sé í raun samkeppnishindrun sem komi í veg fyrir að fleiri aðilar geti spreytt sig á ljósvakamarkaði. Í skýrslu þverpólitísku nefndarinnar frá því í fyrra kemur fram að „aðgangsþröskuldurinn“ inn á íslenskan fjölmiðlamark- að sé enn mjög hár og er talið upp því til stuðnings að nýir ljós- vakamiðlar og prentmiðlar þurfi að tryggja sér dreifingu á efni sínu til almennings og að verð á ýmsu ljósvakaefni sé orðið mjög hátt. Þessi atriði eru hins vegar bæði yfirstíganleg. Útsending- arásir sjónvarps eru ekki lengur takmörkuð auðlind og framboð af sjónvarpsefni er yfirdrifið nóg. Íslenskt auglýsingafé er hins vegar takmarkað og um það berjast ríkisfjölmiðlarnir við einka- fyrirtæki með kjafti og klóm. Í skýrslu nefndarinnar frá því í fyrra er í fjölmörgum atriðum tæpt á mikilvægi þess að hér starfi fjölbreyttir fjölmiðlar. Í skýrsl- unni kemur líka fram sú skoðun að með arðsemiskröfu til fjöl- miðla verði þeir háðir auglýsendum og reyni þar af leiðandi að ná til sem flestra sem aftur komi niður á almannaþjónustukröfunni. Ef gengið er út frá þessum punktum sem hér hafa verið nefndir úr skýrslunni væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi ef RÚV færi af auglýsingamarkaði, annars vegar skapaðist stóraukið svigrúm fyrir samkeppni á ljósvakamarkaði og hins vegar gæti stofnunin einbeitt sér að almannaþjónustu í stað þess að standa í vinsælda- keppni við einkastöðvarnar. Hitt er svo ekki síður umhugsunarefni hversu heppileg þessi skýrsla er sem bakgrunnur fyrir ný fjölmiðlalög. Einn helsti heim- ildarmaður síðustu fjölmiðlaskýrslu er bandaríski fjölmiðlafræði- prófessorinn Robert McChesney. Um hann hefur meðal annars verið skrifað að sem fjölmiðlafræðingur hafi hann fyrst og fremst áhyggjur af því sem hann álítur vera ósamkvæmni milli annars vegar fjölmiðlasamsteypna sem eru mettaðar af auglýsingum og drifnar áfram af einbeittri hagnaðarvon, og tjáskiptakröfum lýð- ræðisþjóðfélags hins vegar. Hugmyndafræði McChesney gengur út á að leysa þessa meintu ósamkvæmni með stórfelldum niður- greiðslum til fjölmiðla sem eru ekki gerðar arðsemiskröfur til, öflugum auðhringamálarekstri til höfuðs fjölmiðlasamsteypum og strangri reglusetningu um fjölmiðla sem eru ekki í ríkiseign. Þessi einn helsti heimildarmaður fjölmiðlaskýrslunnar, sem for- svarsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt að gangi að þeirra mati of skammt, er sem sagt langt til vinstri við bandaríska Demókrata- flokkinn og talsmaður mikilla ríkisafskipta og niðurgreiðslustjórn- mála. Er nema von að maður klóri sér í kollinum? SJÓNARMIÐ JÓN KALDAL Taka verður stöðu Ríkisútvarpsins á markaði með í reikninginn ef smíða á ný fjölmiðlalög. Boðberar aukinna ríkisafskipta Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 5 0 50 FYLGIR F ÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAG Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Stóriðjustefnan ræður Staðan sem komin er upp í málefnum friðlandsins í Þjórsárverum og Norð- lingaölduveitu kemur vafalaust mörgum í opna skjöldu. Sumir hafa haft á orði að ekki sé hægt að slá framkvæmdirnar af fyrir fullt og allt án þess að bent sé á aðra kosti til orkuöflunar fyrir Landsvirkjun. Á hinum enda þessa máls er vitan- lega sú stefna sem í gildi er af hálfu stjórnvalda og gengur undir nafninu stóriðjustefna eða sú stefna að laða að erlendar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Verði horfið frá þeirri stefnu blasir við að engin þörf verður fyrir stórvirkjanir á fimm ára fresti hér í landinu. Orkuþörfin ykist hugsanlega um tvö prósent til almenna nota ár hvert ef engin væri stóriðjustefnan. Þrýstingurinn á nýtingu vatns- og jarðgufuaflsins er með öðrum orðum til kominn vegna viðleitni stjórnvalda til að efla þjóðarhag með þess háttar nýtingu auðlindanna. Þessi áhersla er fyrst og síðast pólítísk stefna. Að „eyjabakka“ út úr málinu Stjórnarliðar virðast nú einn af öðrum vera að „eyjabakka“ út úr Norðlinga- ölduveitu. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, er meðflutningsmaður að þingsályktunartillögu stjórn- arandstöðunnar um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Tillagan var lögð fram á Alþingi í gær. Kristinn er varaformaður umhverfisnefndar Alþingis og kveðst hafa hlýtt á orð formanns nefnd- arinnar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar Sjálfstæðisflokki sem sagt hefur að tilfinningarök séu einnig gild rök í mál- inu. Hann skorar á Guðlaug að fylgja sér og minnir á friðun Guðlaugstungna norður í landi sem umhverfisráðherra tilkynnti um fyrir skemmstu. Kristinn ljóðar á formann sinn í nefndinni með svofelldum hætti: Umhverfisnefndarformaðurinn er fremstur af þingmönnum ungum. En vill hann nú verja Þjórsárver að vernduðum Guðlaugstungum? Kristján Möller þingmaður frá Siglufirði hlýddi á vísuna á göngum þingsins og spurði um hæl: „ Má ekki bæta við 0,001 fermetra við friðland Guð- laugstungna og friða í leiðinni tungu Guðlaugs. johannh@frettabladid.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.