Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. febrúar 1977 9 HVER VAR Vidkun Quisling, sem gaf föðurlandssvikurum f veröldinni nýtt heiti. j—, VIDKUN QUISLING ? Menn vita svo sannarlega hver Vidkun Quisling var og hvaö hann var. A hinn bóginn hefur gengiö verr aö segja skil á þvi, hvers vegna hann var þaö, sem hann varö. Um þetta hafa veriö skrifaöar bækur. Hver var Quisling? Svariö kemur fljótt og greitt: Hann var Norömaöur og leiðtogi norska nazistaflokksins, dæmdur til dauöa fyrir fööurlandssvik aö lokinni siöari heimsstyrjöldinni og tekinn af llfi 24. október 1945. Nafn hans hefur ekki gleymzt. Fólk minnist hans ekki aðeins i Noregi, heldur vitt um lönd, og meðal fjöldamargra þjóöa eru þeir, sem feta i slóö hans, nefnd- ir kvislingar. Drykkjusvolinn, sem skipaðihliðstætt sæti i Dan- mörku, hefur aftur á móti fyrir löngu horfið inn á myrkvaö sviö, og hver man lengur heiti hins hrottafengna flokksformanns i Hollandi? En Vidkun Quisling, hinn hreintrúaði maöur, gæöa- maður aö eigin dómi — hann hefur hlotiö langversta útreiö: Hann er hræöilega ljóslifandi i endurminningunni. Quisling er gáta, sem margir hafa reynt aö ráða. En þaö er ekki auövelt. Meöal þeirra, sem viö þetta hafa fengizt, eru sál- fræöingar og geölæknar. En á þeirra vegi verður sá þröskuld- ur, að aldrei fór fram á honum viðhlitandi geðrannsókn, áöur en hann var dæmdur. Mönnum var brátt i brók á þeirri tiö. Þaö var aöeins stuözt viö lauslega athugun, og samkvæmt henni var hann talinn hafa veriö ábyrgur geröa sinna. Aö auki fyrirskipaöi svo dómstóllinn rannsókn á heila hans, en ekkert óeðlilegt kom fram viö þá rann- sókn. Sérfræöingar þeir, sem hafa fjallað um lif hans og athafnir, hafa komizt að ólikri niöur- stööu. Flestir hallast þó aö þvi, aö hann hafi ekki veriö meö öllu heill, og átt hefði aö nægja aö dæma hann i ævilangt fangelsi. En dauöahegning hafi veriö sett i norsk lög i þvi skyni að beita þessu ákvæöi gegn Quisling og verstu óþokkunum i liöi hans. Þess var litilvon, að honum yröi sjálfum vægt, þótt viöurkennt heföi veriö i tæka tiö, aö hann þjáöist af ofsóknarhræöslu. Þetta var haustiö 1945, og dóm- stólunum og stjórnarvöldum var mest i mun aö gera sem fyrst upp sakirnar viö hand- bendi Þjóðverja. Varla fer milli mála, aö Quis- ling var óvenjulegur maöur og öörum ólikur. Menn velta þvi fyrir sér, hvenær fór aö bóla á þessu. Skólafélagar segja, aö hann hafi veriö dugmikill og viökunnanlegur. Hann skaraöi fram Ur i stærðfræöi. Hann fékk mjög háa einkunn i liösforingja- skólanum. Hann læröi rúss- nesku, og vegna þess náms átti hann kost á þvi að vera hjálpar- maöur Friöþjófs Nansens, er hann stjórnaði umfangsmiklu liknarstarfi meöal allslauss flóttafólks frá Rússlandi og Armeniu eftir heimsstyrjöldina fyrri. Quisling gegndi þar ýms- um verkefnum i fimm ár, og á þeim árum kvongaöist hann. Kunnugt er, aö Quisling lagöi snemma óstjórnlegt hatur á Sovétrikin og bolsivikka. Hann fór snemma aö ala meö sér stór- germanskar hugmyndir, og þessar hugmyndir tengdi hann Rússlandi. Þegar Trotski fékk dvalarleyfi i Noregi, skrifaði hann Hákoni konungi langt og ruglingslegt ákæruskjal, og stefndi geiri sinum gegn ríkis- stjórninni norsku, jafnaðar- mannaflokknum og verkalýös- hreyfingunni allri. Næsta ótrú- legt er, aö árið 1932 er hann tal- inn hafa boðið norskum kommúnistum hjálp til þess að mynda rauðliðasveitir, og hail- ast flestir að þvi, aö þaö hafi verið klaufaleg tilraun til þess að koma af staö ófriöi og kveikja þá hugmynd stjórnar- valda, aö þeim væri ögrað. Um þetta leyti var hann þó sjálfur varnarmálaráðherra — tók við þvi embætti 1931 og gegndi þvi til 1933, og stóö fyrir miklum ofsóknum og málaferl- um gegn vinstrisinnuðum sam- tökum og einstaklingum. Jafnaöarmannaflokkinn bar hann þeim sökum, aö hann undirbyggi vopnaöa uppreisn með hjálp Sovétrikjanna. Um þetta leyti skrifaöi hann bók, sem aldrei var prentuö, og fjallaöi ritiö um heimspekihug- myndir hans. Þar er taliö, aö mörgu hafi ægt saman. Hann skynjaöi fljótt, að hann áttisálufélagaiHitler. Ariö 1933 stofnaöi hann nazistaflokk, sem hann kallaði Nasjonal Samling — Þjóðlega einingu. Jafnframt tók hann aö leita sambands viö þýzka nazistaforingja, fyrst og fremst Alfreð Rosenberg, sem var einhver illræmdasti og ófyrirleitnasti Gyöingahatari sinnar tiðar, og er þá mikiö sagt. Ariö 1939 fékk hann þvi framgengt, aö Rosenberg kynnti hann fyrir Hitler sjálf- um. Þá haföi hann meðferðis áætlun um það, hvernig norskir nazistar ættu aö hrifsa völdin og samtimis aö snúa sér til Þjóö- verja með beiðni um hjálp. 1 byrjun aprilmánaðar 1940 kom hann til fundar við þýzka her- foringja I Kaupmannahöfn og fékk þeim i hendur nákvæma skýrsluum hermál Norðmanna. Þar stóö hann mjög vel aö vigi, þar sem hann haföi sjálfur veriö varnarmálaráðherra alllengi, og var öllum hnUtum kunnugur. Þegar Þjóöverjar ruddust inn 1 Noreg 9. april 1940, útnefndi hann sjálfan sig óöar forsætis- ráöherra Noregs. En þá kom babb I bátinn, þvi aö Þjóöverjar neyddu hann til þess aö draga sig i hlé. 1 sárabætur var hann i septembermánuði þetta sama árlýsturleiötogi norsku þjóöar- innar, og i febrúarmánuöi 1942 rættist sá draumur hans aö veröa forsætisráðherra. Völd hans voru þó takmörkuö, og þýzki hernámsstjórinn, Terbov- en, var harður húsbóndi. Hann geröi sér engar vonir um, að Norömenn yröu hliöhollir Þjóö- verjum, og hann sakaöi Quisling um aö reyna aö likja eftir Hitl- er. 1 reynd var hann aðeins ráösmaöur á búi óvinar sins, Terbovens. En það reyndi hann að bæta sér upp með þvi aö láta hugann reika frá skrautbúnum hirðmönnum sinum til drauma sinna um Stór-Noreg og stórger- manskt rikjasamband, sem heföi örlög heimsins i hendi sér. Sá Quisling, sem var orðinn forsætisráöherra i Noregi, eiginlega aðeins aö nafninu til, var vissulega ekki lengur sami maöur og áöur haföi skipaö æöstustööur i norskum hermál- um. Og þó haföi alltaf eitthvaö verið tvirættviöhann og ofstæk- ið megnt. En hvaö honum gat nú orðiö dottiö i hug sýnir skjal frá vorinu 1945, fyrstu dögunum i mai, rétt áöur en styrjöldinni lauk. Vidkun Quisling, nefndur forsætisráöherra og þjóöarleiö- togi, settist niður og skrifaði bréf, þar sem hann mælti svo fyrir, aö hann yröi útnefndur sóknarprestur i Fýrisdal, þar sem faöir hans haföi áöur setiö. Að sjálfsögðu var hann ekki guðfræðingur, og enga vigslu ætlaði hann að taka. Hann ætl- aöi aftur á móti aö vinna aö endurbættum kristindómi, „dýnamiskum og organiskum að h'fi og hugsun”, eins og hann skilgreindi hugsun sina. Honum vannstekki ráörúm til þess að afhenda þetta skjal, þvi að hann var handtekinn 9. mai þetta sama vor, og fólkið I Fýrisdal fékk annan sóknar- prest. JUMBO RAÐSÓFINN Fyrir kr. (fyrra verðið rifflað flauel, síðara pluss) 25.620 eða 30.375 færðu fyrsta stólinn. Fyrir 32.445 eða 38.980 færðu hornstól. Fyrir kr. 19.350 eða 21.525 færðu pullu og áfram getur þú svo aukið við áð vild — því að þetta eru raðhúsgögn — en komdu nú fyrst og kynnstu þeim. Spurðu um áklæði, liti, greiðsluskilmála o. s. frv. o. s. frv. LSIfefö SÍMI 16 975 SMIDJUVEGI6 SÍMl 44544

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.