Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 13. febrúar 1977 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523.. Verö I lausasöiu kr. 60.00. Áskriftargjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f., Jurtakynbætur Allar þær jurtir, sem menn rækta sér til gagns- muna, voru upphaflega villijurtir, og allur búpen- ingur á sér svipaða sögu. Hvort tveggja hefur tekið miklum stakkaskiptum á þúsundum ára i umsjá manna, og þó enn meiri við úrval, ræktun og kyn- bætur á seinni timum. Með þekkingu sinni hefur visindamönnum tekizt að vinna stórvirki i ótal greinum og leggja mönnum upp i hendur jurtir og fénað, miklu arðgæfari en áður þekktist. En visindin hafa ekki einungis tök á að auka af- urðir og finna þau ráð, sem leiða til mikillar arð- semi. Með tilstyrk þeirra má ekki bara breyta eig- indum tegundanna eða hnika þeim til á þann veg, að þær gefi meira af sér við æskileg skilyrði, heldur einnig búa til ný kyn eða afbrigði, sem fella sig að skilyrðum, sem áður voru ófullnægjandi eða svo á mörkum, að til beggja vona gat brugðizt. Islendingar hafa náð góðum árangri við kynbætur búf jár með úrvali góðra einstaklinga til timgunar, og hefur þar farið saman starf bænda og lærðra manna i slikum fræðum. Um jurtakynbætur gegnir öðru máli, enda eru þær þess eðlis, að þær eru að- eins á fárra færi. Þar verður að koma til mikil vis- indaþekking, margþætt tilraunastarf, góður bún- aður, fé og timi. Að visu hefur leit verið gerð að þeim tegundum, sem gefast bezt við islenzka stað- hætti, og þess njóta menn við túnrækt, garðrækt og skógrækt. En fram að þessu hefur litlu verið kostað til þess að búa til ný afbrigði nytjajurta, sem stand- ast betur duttlunga islenzkrar veðráttu og eru arð- gæfari en hin eldri við þau skilyrði, er hér bjóðast. Þegar til þess er litið, hvað tekizt hefur með öðrum þjóðum, verður varla i efa dregið, að hér eigum við mikla möguleika ónotaða, hvenær sem við höfum áræði til þess að hef jast handa um þær tilraunir og rannsóknir, sem hljóta að vera undanfari þess, að á vinnist. Hér eigum við ónumið land, ef svo má segja, og getum tvimælalaust vænzt ávinnings i fyllingu timans, ef þekkingu, starfsorku og fjár- munum er varið til þess að sigrast á vandkvæðun- um. í sumum greinum vantar aðeins herzlumuninn til fjölbreyttari og árvissari ræktunar en nú er stund- uð. Visindamenn hafa bent á, að kynbætt bygg, semþarfnaðistsvo sem einum tiunda minni hita til þess að þroskast en þau afbrigði, er nú er völ á, væri ræktunarhæft um meginhlúta landsins, — einnig i misæri. Þeir, sem bezt mega um dæma, bera ekki brigður á, að slikt afbrigði væri unnt að búa til með tið og tima, ef kapp væri á það lagt. Á sama hátt mætti áreiðanlega kynbæta túngrös, svo að þau stæðust betur áföll af völdum veðurlags, og kalla fram ný afbrigði kartaflna með þess konar eigin- leika og hefur raunar einstaklingur unnið að þvi á eigin spýtur á liðnum árum. Hér er aðeins tæpt á nokkrum atriðum, sem miklu máli skipta fyrir okkur. En fjölmargar aðrar nytja- jurtir, bæði fóðurjurtir og matjurtir, má hugsa sér, að unnt væri að fella betur að islenzkum háttum og gera arðsamari og árvissari til uppskeru. Sá timi kemur, að við förum að leggja kapp á jurtakynbæt- ur, og hvenær við njótum ávaxtanna af þvi starfi, fer eftir hinu, hversu langt þess verður að biða, að verkefnið verði tekið föstum tökum. Við Islendingar höfum til skamms tima stundað rányrkju á sjó og landi mestan part.Ræktunarhugar far i hinni viðtækustu merkingu verður að leysa af hólmi leifar annarra stjónarmiða. —JH. ERLENT YFIRLIT Glistrup biðlar til Hartlings Danir orðnir þreyttir á kosningum SIÐUSTU skoðanakönnunum, sem hafa veriö birtar í Dan- mörku, ber ekki saman um, hver veröi úrslit þingkosning- anna á þriöjudaginn kemur. Helzt viröist þó mega draga þær ályktanir af þeim, aö Flokkur sósialdemókrata muni heldur vinna á, en Vinstri flokkurinn tapa, enda mætti þaö teljast kraftaverk, ef hann héldi sama fylgi og i janúarkosningunum 1975, þeg- ar hann tvöfaldaði þing- mannatölu sina. Þá viröast skoöanakannanirnar benda til þess, aö Framfaraflokkur Gli- strups muni frekar vinna á en tapa. Erfiöara er aö geta sér til um fylgi minni flokkanna. Horfur viröast ekki á þvi aö gömlu flokkarnir tveir, thaldsflokkurinn og Radikali flokkurinn, rétti viö i þessum kosningum, heldur megi frek- ar búast viö aö Radikali flokkurinn tapi enn og thalds- flokkurinn geri litiö betur en aö standa i staö. Kristilegi flokkurinn þykir liklegur til aö halda stööu sinni. óljóst viröist hvernig fylgið muni skiptast milli hinna þriggja smáflokka, sem eru til vinstri viö sósialdemókrata. Frekar viröist horfa ógæfulega hjá Sósialiska þjóöarflokknum, sem bjó viö gott gengi undir forustu Aksels Larsen eftir aö hann yfirgaf Kommúnista- flokkinn. Siöan Larsen féll frá hefur flokkurinn alltaf veriö aö tapa og nú bætist viö, aö mikill ágreiningur hefur risiö meöal forustumanna hans og hefur sumum þeirra veriö bol- aö frá framboöi m.a. Poul Dam, sem lengi hefur veriö einn aöalleiðtogi flokksins. Þaö er ekki taliö ósennilegt, aö þetta geti oröiö vatn á myllu kommúnista og vinstri sóslal- ista. ÞAÐ VELDUR þvi m.a. aö erfiöara er aö spá um úrslit en oft áöur, aö margir kjósendur viröast óráönir og ætla aö draga til siöustu stundar aö ákveöa sig. Kosningabaráttan kann þvi aö hafa nokkur áhrif á það hver hin endanlega af- staða veröur. Annars hefur hún einnkennzt af deyfö kjós- enda. Kosningafundir hafa veriö frekar illa sóttir og frambjóöendur þvi gripið til þess ráös, aö heimsækja vinnustaði I mun ríkari mæli en áöur. Þaö þykir nokkur vis- bending um áhugaleysi al- mennings, aö frambjóöendur Radikala flökksins og Fram- faraflokks Glistrups boöuöu til kappræöufundar i Arósum. Aöeinsátta menn mættu, fjór- ir frambjóöendur og fjórir áheyrendur! Ahugaleysi kjósenda er skiljanlegt, þegar þess er gætt, aö þetta eru þriöju þing- kosningarnar á rúmum þrem- ur árum. Þá bætir þaö ekki úr skák, aö erfitt er aö gera sér grein fyrir hvernig samstarfi eöa samstarfsleysi flokkanna veröur háttaö á komandi kjör- timabili. Þvi veldur hinn mikli fjöldi smáflokka. Stjórnmálá- standið i Danmörku er glöggt dæmi þess, hvilikur glundroöi getur hlotizt af smáflokkum. Héöan af veröur varla bætt úr þessu I Danmörku, nema meö breytingu á stjórnarskránni, en engin hreyfing er á þvi máli hjá Dönum eins og er. KOSNINGABARATTAN hef- ur beinzt verulega aö foringj- Glistrup og Hartling um tveggja stærstu flokkanna, eöa þeim Anker Jörgensen og Paul Hartling, en annar hvor þeirra mun mynda stjórn aö kosningunum loknum. Lik- legra þykir þó aö þaö veröi Jörgensen. Þaö hefur veriö eitt af áróöursmálum Gli- strups i kosningabaráttunni, að Vinstri flokkurinn og Framfaraflokkurinn eigi aö mynda stjórn saman eftir kosningarnar og kveöst hann reiðubúinn til aö styöja Hart- ling sem forsæíisráöherra. Glistrup bendir á, aö þessir tveir flokkar hafi nú 66 þing- menn samanlagt, en sósial- demókratar hafi ekki nema 53. Kunnugir lita svo á, aö þetta tilboö Glistrups sé ekki borið fram i alvöru, heldur til þess aö ná kjósendum frá Vinstri flokknum. Óneitanlega hefur þetta lika komiö Hartling i nokkra klipu. Helzt myndi hann sennilega vilja afneita allri samvinnu við flokk Gli- strups, en þaö gæti haft nei- kvæö áhrif á kjósendur, sem eru á sveimi milli flokkanna. Hartling hefur þvi valiö þá millileið aö segja, aö stjórnar- samvinna viö Framfaraflokk Glistrups kom ekki til greina, en hins vegar geti komiö til greina aö þiggja stuöning hans á þingi til aö koma fram mál- um. Jafnframt hefur Hartling taliö óliklegt, aö til stjórnar- samvinnu komi milli Vinstri flokksins og sósialdemókrata, en Glistrup hefur notaö þaö sem grýlu á hægrisinnaöa kjósendur Vinstri flokksins. Sennilega væri þaö þó sam- stjórn þessara tveggja stærstu flokkanna, sem helzt gæti tek- izt á viö vandann, sem fram- undan er, en hún viröist allt annaö en likleg, ef dæma skal af kosningabaráttunni. Þaö gæti veriö hugsanleg stjórnarsamvinna, aö septem- ber-flokkarnir svonefndu tækju höndum saman, en svo kallast flokkarnir, sem stóöu að samkomulagi um efna- hagsmál, sem gert var I september siöastl. Þessir flokkar voru, auk sósialdemó- krata, Radikali flokkurinn, Kristilegi flokkurinn og Flokkur miödemókrata og siö- ar bættist Ihaldsflokkurinn viö. Þaö mun þó fara verulega eftir kosningaúrslitum, hvort samstaða þessara flokka get- ur haldizt áfram. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.