Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 33

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 33
Sunnudagur 13. febrúar 1977 33 okkur einkavagn i járn- brautarlestinni, en ef það fæst ekki, þá leigi ég fyrir okkur einkalest. Ég hlakka svo til að þið verðið gestir minir i þessu ferðalagi, bæði þar sem við dveljum og á ferðinni i járnbrautar- lestinni. Ég veit að faðir minn byggði þarna viða stórbyggingar fyrir for- stjóra og starfsfólk og svo hafði hann fyrir skömmu keypt dálitla höll eða gamalt „slot” i Samarkand. Ég hef látið endurbyggja og skreyta þetta slot, svo að það hlýtur að vera skemmti- legt. Þarna verðið þið að dvelja eitthvað hjá mér, og ég vonast til að þið unið ykkur þar vel. Ég lofa þvi að gera allt, sem i minu valdi stend- ur, til þess að ferðin frá Tashkent norður að Siberiujámbrautinni verði ykkur ekki mjög erfið”, lauk hann máli sinu. Já, það var margt, sem þessi vellauðugi, ungi maður gat fram- kvæmt með auðæfum sinum og fræga nafni, hugsaði Árni með sjálf- um sér. Alexej var það lagið að útskýra málin þann- ig, að allir sannfærðust, og i þetta sinn var hann svo hrifinn sjálfur af til- lögu sinni, að hann hlaut að hrifa aðra með sér. Frásögn hans var svo lifandi, að Berit fannst sem hún væri þegar komin á tigrisveiðar eða út á baðmullarakra. Berit var ástfangin af Alexej, þótt hún gerði sér ekki sjálf fulla grein fyrir þvi, þar sem hún var svo ung og óreynd i þeim efnum, — en það var þvi ekki að undra, þótt hún hrifist af mælsku hans og áhuga. Vonin um að fá að dvelja enn i hálfan mánuð i Te- heran og njóta allra skemmtananna þar> reið þó baggamuninn. Það var of lokkandi til þess að hægt væri að i hafna sliku boði. Auk þess hafði Árni mælt það út á kortinu, að leiðin i austur til Hawaii væri um einum þriðja styttri, en ef haldið væri i vesturátt. Það fannst henni muna miklu. Og á austurleiðinni fengju þau að koma til Buchara og Samarkand i stað þess að sitja i þraut- leiðinlegum járn- brautarvögnum yfir þvera Evrópu. Og svo fengi hún að vera með Alexej. Nei, hér gat ekki verið nema um eitt að velja Það fannst þeim báðum. 4. Frú Curgon var mjög vonsvikin, er hún heyrði, að þau systkinin ætluðu að halda i austur- átt, en ekki i vesturátt með henni. Henni hafði fallið vel við þau, og þótti miður að missa af samfylgd þeirra. Hún gerði það, sem hún gat, til þess að fá þau til að breyta ferðaáætluninni. Hún sagði þeim, að ferð- in um Mið-Asiu- lönd hlyti að verða þeim mjög erfið, jafnvel þótt Alexej gerði allt, sem i hans valdi stæði, til að létta þeim ferðina. A leið þeirra gætu orðið ýmsir erfiðleikar, sem enginn gæti séð fyrir. Ferðin austur hlyti lika alltaf að taka lengri tima, þótt allt gengi sæmilega. Hún sagði lika, að nú hefðu þau þegar verið svo lengi á leiðinni til frænda sins, að þau ættu að gera allt, sem þau gætu, til að flýta för sinni. „Mér finnst það bein- linis skylda ykkar”, sagði hún að siðustu. En ræða hennar hafði engin áhrif. Árni hafði sérstaklega fest hugann við það, að leiðin i aust- ur væri einum þriðja styttri. Berit vildi einungis vera þar, sem Alexej yrði, og báðum fannst þeim það lokk- andi ævintýri,að ferðast um Mið-Asiu. En þrátt fyrir þetta söknuðu þau bæði sam- fylgdar þeirra frú Cur- gon og Kitty. Þeim hafði báðum fallið vel við frú Curgon, — þótt Berit gæti ekki talið hana neina einkavinkonu sina. Til þess var aldursmunurinn of mik- ill, og auk þess var frú Curgon seintekin og stórlát i framkomu. En þar sem þau systkinin höfðu átt svo margar þrautastundir, og jafn- framt notið svo mikillar gleði, i félagi við þessar konur, siðan þau hittust öll i Bagdad, þá þótti þeim sárt, að leiðir þeirra skyldu liggja sitt i hvora áttina. Og svo var það minningin um Vil- hjálm frænda. Þær frú Curgon og Kitty höfðu lika þekkt hann, og i ein- rúmi gátu systkinin tal- að um frænda sinn, sem þau söknuðu svo mikið, við konurnar, sem höfðu lika kynnzt honum og dáð hann. Þegar þær voru horfnar, gætu þau systkinin ekki rætt við neinn um hinn stór- brotna, göfuga vin sinn og frænda. Aftur yrðu þau ein sins liðs meðal ókunnugra. 5. Það mundi lengja frá- sögnina of mikið að segja frá öllu, sem gerð- ist þennan tveggja vikna tima sem þau systkinin dvöldu i Teheran. Siðar minntust þau þessara daga, sem óslitinnar kveðju af veizlum, dans- leikjum, leiksýningum og útihátiðum. Berit fékk sér tvo nýja „ball- kjóla” til viðbótar og mátti segja að hún gat- sliti þeim á dansleikjun- um. Aldrei hafði hún skemmt sér likt þessu. Henni fannst, að hún þyrfti aldrei að sofa, og að liðnum þessum veizludögum mundi hún hreint ekki hvenær hún hafði sofið, eða hvort hún hafði yfirleitt nokk- urn tima fest blund. Svefn. Hver talaði um svefn? Hér var gleði. Aðeins hamingja og gleði. En svo leið að burtfar- ardegi. Þau urðu að halda ferðinni áfram. Nú dugði það ekki leng- ur að fresta förinni, þótt greifafrúin sárbændi þau að vera dálitið leng- ur. Eftir beiðni Alexej hafði greifinn gefið honum þriggja mánaða orlof frá skyldustörfum sinum við sendisveitina, — og hann vildi nota timann og leggja sem fyrst upp. En honum láðist það, þar sem hann Ef ég á aö segja eins og er, þá ver&um viö þaö' sennilega öll einhvern- Ég átti einu sinni —■íviðskipti viö Marko1 Hefur þú ^ Muffen, nokkurn imanséö^ggerði ^u svona_fallegaperlu^mistök að sýnaj . Svalur? þeim svona perlu. En ég sagöi þeim ekkert meira um máliö og þaö er þess vegna sem þeir vilja tala viö mic! Attu þá fleiriV Hvort ég á , „ \ En ég kæri svona perlur? ) mig ekkert um peninga fyrir þær! Ég ætla aö eyöa lifi minu iNl rann sóknastofunni i aö jfillKÍIi finna upp lyf, ■ sem búin eru þao j| til úr skeljum ASetur þú ekki’H I, ef Marko og Muffen láta' ^ þig ekki I friöi. fÆ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.