Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 25

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 25
Sunnudagur 13. febrúar 1977 25 Frd niðurlægingu til reisnar © 1 skólastofu hafi ekki nærri alltaf trúað þvi að ég skyldi ekki muna eftir þessu eða hinu innbrotinu, en ég brauzt oftog mörgum sinnum inni biíöir, að þvi er mér var sagt, en liklega hefur það ekki veríð til þess að stela, — eða mér er að minnsta kosti alls ekki ljóst, að svo hafi verið. Ég mundi ekki að ég hefði brotizt inn, og þvi siður til hvers. Og ég gerði margt fleira í full- komnu ósjálfræði. Iðulega kast- aði ég mér i sjóinn, liklega til þess að drekkja mér, og það var ekki sjaldan að ég vaknaði á sjúkra- húsum, eftir að hafa verið dregin á land, nær dauða en lifi. En þaö var með þetta eins og innbrotin: Ég mundi ekki að ég hefði kastað mér í sjóinn, og þvl sfður hver tilgangurinn með því hefði verið. En ég varð þeim mun meira vör við eftirköstin, þvi ég fékk marg- oft lungnabólgu af volkinu. Lögreglan lét mig aldrei i friði, hvort sem ég var full eða ófull, þvi allir héldu, að ég væri for- sprakkinn, ef einhver gerði eitt- hvað ólöglegt i kaupstaðnum, þar sem ég ólst upp. Félagar minir voru steinhættir að þora að gefa mér vin, en ég sá um mig, og stal peningum, frá bræörum mfnum og félögum, svo að ég gæti haldið áfram að drekka. Þannig gekk þetta i nokkur misseri, en þótt ótrúlegt kunni að þykja, þá stóð drykkjuskapur minn aðeins i fjögur ár. Svo var þaö núna, siöast liðið sumar, að ég vaknaði einu sinni sem oftar i „Steininum”, og vissi auðvitað ekkert hvað ég hafði gert, fremur en fyrri daginn. Þá var mér sagt, aö ég hefði brotið allt og bramlað heima hjá mér, og verið nærri búin aö drepa mig. Jafnframtvarmértilkynnt, aö nú færi ég ekki lengra, þvi að það væri búið aö svipta mig sjálfræði. Ég var send á deild tiu á Kleppi, en brá mér þó áður en langt leiö i bæinn og lenti auðvitaö á dúndr- andi fyllirii. Lögreglan fann mig um nóttina og kom mér aftur á Klepp. „Ég vil ekki endurtaka þá pislargöngu” Nú fór ég loks að hugsa um, að þetta yrði að hætta, svona gæti ég ekki haldið áfram til lengdar. Ég fór að hlusta meira á það sem tal- að var um lækningu áfengissjúkl- inga. Ég heyrði sagt frá endur- hæfingarstöðinni á Vífilsstöðum, og að þar mættu. menn fara út þegar þá lysti.Mérleizt vel á það, og bað um að fá að fara að Vífils- stöðum, og það var mér leyft. Ég kom á endurhæfingarstöð- ina á Vifilsstöðum tiunda október ihaust, oghvernigsem á því stóð, þá fór strax að verða á mér ein- hver hugarfarsbreyting. Hér lærði ég að tala um það sem að méramaði, hér voru manneskjur sem höfðu ratað i álika raunir og ég, hér voru allir góöir hver við annan, og enginn áfelltist þann, sem hrasað hafði á svellinu. Það er ótrúlega mikill styrkur i þvi að umgangast fólk, sem skilur mann og hefur reynt eitthvað álika. — Hefur þú ekki bragðaö vin síöan I haust? — Nei, aldrei. — Langar þig ekki stundum til þess að fá þér glas? — Nei, langt i frá. Mér er nóg viðvörun að sjá drukkið fólk, ég vil ekki endurtaka þá pislar- göngu, sem ég á að baki. — Hvað gerir þú núna? — Ég fékk leyfi til þess að fara i forskóla fyrir sjúkraliða, og er i honum, en að þvi loknu ætla ég að sjálfsögðu að hefja reglulegt sjúkraliðanám. Þetta tekur tima minn að mestu leyti, en auk þess er ég I mjög nánu sambandi við AA-samtökin, og i það fer tals- verður timi. Ég kem reglulga á fundi, og reyni að leggja hönd að verki, enda á ég þeim samtökum mjög mikið gott aö gjalda. — Þú ert þá auðvitað þeirrar skoðunar, að þetta sé góð aðferð til þess að losna úr viðjum drykkjusýkinnar? — Ég er alveg sannfærð um að þetta er langbezta leiðin sem völ er á hér á landi núna — hvað sem seinna verður. Ég get ekki óskað drykkjusjúklingum neins betra en að komast á endurhæfingar- stööina á Vifilsstöðum, og hvað sjálfa mig snertir, þá er ég fylli- lega ánægð og hamingjusöm, eft- ir að lif mitt tók þessa nýju stefnu, og eftir að mér skildist, að allir menn geta sigrazt á drykkju- sýki, ef þeir vilja þaö sjálfir, og ef þeir nota rétta aðferð til þess. —VS Nýr umboðsmaður Tímans í Keflavík Valur Margeirsson, Bjarnarvöllum 9 KVEIKJUHLUTIR i flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. BIiOS Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa ER KVEIKJAN í LAGI? Tvær Broyt X2 vélar til sölu Upplýsingar i sima (96) 22-706 milii kl. 7 og 8 á kvöldin. NOTIÐ tAÐBESTA Fjármálaráðuneytið 10. febrúar 1977 Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir janúarmánuð er 15. febrúar. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt söluskatts- 'M ■ skýrslu i þririti. ( Verzlun & Þjónusta ) 'Æ/jr/Æ/W/ÆM/Æ/S/Æ/Æ/Æ'Æ/Æ/Æ/Æ/jr/Æ/ÆÆ/J’/M/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jy fr/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/jy f/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/^ LOFTPRESSUR OG SPRENGINGAR i i Tökum að okkur alla loftpressuvinnu, ! borun og sprengingar. Fleygun, múr- 2 brot og röralagnir. 9j Tj 2 í 2 2 _________ Þórður Sigurðsson — Sími 5-38-71 'A ----— 2 2 ^/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/J Vand/áf/rblECk V velja jack «• \ i Blómaskreytingar pípulagningámeistari 53 Símar 4-40-94 & 2-67 48 ^ ^ VIÖ Öll tddkltdBri Mtíhmií. d *• ^ ^ Blómaskáli w«S2STr- Brev"n8ar t i MICHELSEN Vlðgerðir ^ ^ Hveragerði • Simi 99-4225 Þessar frábæru snyrtivörur fást í öllum helztu verzlunum landsins Efnaverksmiðjan Atlas h.f. Sími 2-70-33 I !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.