Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 23
1 Sunnudagur 13. febrúar 1977 23 Ragnarsson lækni á Krist- neshæli, Brynjólf Ingvars- son geölækni & Akureyri og tvo vistmenn i Vlöinesi á Kjalarnesi. 21.25 Konsert í C-dúr fyrir sembal og strengjasveit eftir Tommaso Giordani Maria Teresa Garatti og I Musici hljómsveitin leika. 21.40 „Sól rls f vestri” Gréta Sigfúsdóttir les úr óbirtri skáldsögu sinni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Danslög. Heiöar Astvaldsson dans- kennari velurlögin og kynn- ir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Hinrik konungur VIII og konur hans sex Eftir Paul Rival sjónvarp Sunnudagur 13. febrúar 16.00 Húsbændur og hjú Breskur myndaflckkur. Tveir útlagar Þýöandi Kristmann Eiðsson. 17.00 Mannlifiö Fimmtugs- aldurinn Viðhorf manna til lifsins og tilverunnar taka oft ýmsum breytingum á aldrinum milli 40 og 50 ára. Mjög er misjafnt, hvernig fölk bregst viö aösteöjandi vanda, sumir kikna undir . byröinni, aörir glíma viö erfiðleikana og sigrast á þeim. t myndinni er m.a. rætt við fólk, sem hefur fundiö nýja lifsfyllingu I starfi eöa leik á fimmtugs- aldrinum. Þýöandi og þulur Óskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar Sýnd veröur mynd um Kalla I trénu, sögö sagan af geim- verunni Tak eftir Hjalta Bjarnason, og siöan er mynd um Amölku. Þá er þáttur um sterkasta bangsa I heimi og loks kynnir Vignir Sveinsson hljómsveitina Eik. Umsjónarmenn Her- mann Ragnar Stefánsson og Sigriöur Margrét Guö- mundsdóttir. Stjórn upp- töku Kristin Pálsdóttir. 18. 50 Enska knattspyrnan Kynnir Bjarni Felixson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Þaö er kominn bill Árni Johnsen ræöir viö Stein Sigurösson um rafbilinn Rafsa og fleiri ökutæki sem Steinn hefur teiknaö og smiöaö. Stjórn upptöku Andrés Indriöason. 21.10 Jennie Breskur fram- haldsmyndaflokkur I sjö þáttum um ævi Jennie Jerome, móöur Winstons Churchills. 2. þáttur. Frú Efni fyrsta þáttar: Jennie elst upp á heimili foreldra sinna i New York ásamt tveimur systrum sinum til ársins 1868 en þá heldur móöirin til Evrópu ásamt dætrunum. Ætlunin er aö finna þeim eiginmenn af tignum ættum. Fyrstu fimm árin eru þær i Paris, en fara síöan til Englands. Eftir nokkurra vikna dvöl þar kynnist Jennie Randolph Churchill, yngra syni her- togans af Marlborough. Þau hafa aðeins þekkst I þrjá daga, er hann ber upp bón- orö, og átta mánuðum siöar ganga þau i hjónaband gegn vilja hertogahjónanna og móöur hennar. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.00 Nýárskonsert i Vinar- borg Aö þessu sinni leikur Filharmoniuhljómsveit Vinarborgar einkum verk eftir Josef Strauss i tilefni þess aö i ár eru 150 ár liöin frá fæöingu hans. Stjórn- andi Willi Boskowsky. (Evróvision — Austurriska sjónvarpið) 23.10 Aö kvöldi dags Séra Hjalti Guömundsson, dóm- kirkjuprestur i Reykjavik, flytur hugvekju. 23.20 Dagskrárlok Guði sínum og sannfæringu, í öllum sínum athöf num og þetta allt var þess virði, að lofa Cranmer að lifa. En Gardiner og Howard skildu þetta ekki, þeir nistu því tönnum. Viðhorf Hinriks til stjórnarfars í öðrum löndum var breytilegt, enda var það breytilegt í raun og veru. Hann var búinn að missa allan áhuga á því sem gerðist á meginlandinu. Hann var að undirbúa f riðarsamninga við Frakkland. En hann hélt áf ram að skipta sér af málef n- um Skotlands. Þar var nú þriggja ára gömul drottning, María Stuart, sem var stöðugt misklíðarefni milli hinna ýmsu flokka. Hinrik hafði gert árangurslausar tilraunir til að ná henni á sitt vald, til að gifta hana Edward sín- um, og bæta Skotlandi þannig við ríki sitt. Þeim, sem unnu að þessu máli f yrir Hinrik, tókst ekki að leiða málið farsællega til lykta, ekki einu sinni, þegar Hinrik tókst loks að láta drepa Beton kardinála, sem var foringi and- stæðinga hans í málinu. Þó spáði þetta góðu um vorið, maimánuður hafði ávallt reynzt Hinrik giftudrjúgur. Þeir, sem drápu Beton kardinála, hengdu lík hans upp á virkisvegginn á St. Andrews kastala. ógætinn ræðumaður. Þar sem þeir, er myrtu Beton kardinála, voru mót- . mælendur, lét Hinrik ekki undir höfuð leggjast að slá á gleði Cranmers, og þá náttúrlega líka sinnar kæru Katr- inar og Seymouranna. Um þessar mundir var í London mjög harðsnúinn boðberi fagnaðarerindisins, þetta var pilsi klæddur postuli, sem boðaði hina nýju lausnarkenn- ingu. Þessum harðskeytta kvenmanni hafði láðzt að kynna sér rit Páls postula, eða henni hefur fundizt rétt- mætt að sniðganga kenningar þessa postula, þar sem þær voru kynsystrum hennar óhagstæðar. Kona þessi yf irgaf eiginmann og börn, því hún var sannfærð um að Guð þarfnaðist hennar, til að bjarga sálum út úr myrk- viði skurðgoðadýrkunar. Konan var af göfugum ættum og hafði góð sambönd, henni tókst því að vinna til fylgis við málstað sinn nokkrar hefðarfrúr, þeirra á meðal seinni konu Brandons og hina ágætu Katrínu Parr. Kon- an hafði oft verið látin í fangelsi en látin laus aftur, og þegar hún hafði lokið við að lofa Guð fyrir frelsið, tók hún til við trúboð sitt á ný, af hinni mestu atorku. Eins og allir góðir mótmælendur gat hún ekki sætt sig viðþá kenningu, að líkami Drottins væri til staðar við út- deilingu sakramentisins. Vegna þessa lét konungur taka hana og flytja i Tower. Eiginmaður hennar var einnig handtekinn og varpað í fangelsi, án nokkurrar ástæðu, þar sem konan var farin frá honum og hafði þar að auki skipt um nafn. Eiginmaðurinn var látinn grotna niður í fangelsinu, án þess að honum væri gert frekar til miska. En Hinrik sendi hinni mælsku konu einn af sínum út- völdu rannsóknardómurum, hinn ágæta kaþólikka Risley, sem var nú orðinn kanslari. Risley, leitaði ekki til böðlanna, hann framkvæmdi pyntingarnar sjálfur með aðstoð eins vinar síns, sem var næstum eins háttsettur og hann sjálf ur, þessi vinur hans var einn af ráðherrunum. Þessir tveir menn gengu inn í klefa trúboðans, læstu dyr- unum og köstuðu konunni á gólf ið, og létu hana þola hin- ar ægilegustu pislir, það vildi nú svo til að konan var ung og aðlaðandi. Hún átti enga heitari ósk, en þá, að deyja sem píslarvottur. Hún var því fús til að meðganga og þess vegna gat Hinrik dæmt hana til dauða þegar í stað. Henni var kastað á bálið í Smithfield einn fagran dag í júli. Katrín Parr er óvarkár. Gardiner var afar ánægður vegna ofangreindra at- burða, hann hugsaði á þá leið að úr því að aftur væri far- ið að líf láta kvenfólk, gæti vel svo f arið að slík örlög biðu drottningar. Einmitt um þessar mundir, var Katrín að gefa Gardiner tilefni til bjartsýni. Katrín var að lesa Biblíuna hún bæði ræddi og skrif aði um það, sem hún las. Þessar vísindaiðkanir hafði drottning stundað ásamt mörgum vinkonum sínum, sem allar voru við hirðina, og þessum vinkonum hennar var búið að varpa á bálið f yrir skömmu. Vegna þessa var eins og kæmi nýtt líf og f jör í samræður manna. Fólk sneyddi nú hjá hirðslúðri og hneykslismálum, sem voru einstaklingsbundin. En til allrar ógæfu, voru þessar trúariðkanir Katrínar henni f ullkomið alvörumál. Hún var viss um að hún hefði hlot- ið guðlegan innblástur og það hlutverk, að koma hinni nýju kenningu til viðurkenningar. Katrin leyfði sér að víkja að páskahelginni í samræðum við konung, og brosti meira að segja dálítið drembilega, er Hinrik ræddi um kvöldmáltíðar sakramentið. Hinrik varð strax Ijóst hvernig málum var komið. Hann varð stórmóðgaður, en hvatti Katrínu til aðtala, hann vildi láta hana komast í vanda. Hún veitti andsvör og gekk meira að segja það langt að hætta sér út í rökræður. Hinrik svaraði henni, hann lézt viðurkenna menntun hennar og þóttist verða miður sín. En dag nokkurn sagði konungur við hina kaþólsku ráðherra sína, að hann hefði áhyggjur af sálar- ástandi drottningarinnar. Ráðherrarnir héldu að nú væri þeirra tími kominn, þeir svöruðu konungi því, að drottn- ing væri villutrúarkona. Þá lýsti Hinrik yf ir því, að engin ást hamlaði honum frá að refsa fyrir villutrú, ekki einu sinni í eigin hvílu. Ef til vill hafði konungur komið auga á einhverja fríðari hirðmey.... En víst er það, að Gardiner tók að sér að semja ákæruskjal, og lét ekki standa á að koma með skjalið til Hinriks, sem undirritaði það. Þá var aðeins eftir að undirbúa herbergi í Tower og kalla til hermennina. En Hinrik hikaði, — hann langaði til að vita, hvað Katrín segði. Hann sendi því einn manna sinna, til að vara hana við. Katrínu langaði ekki til að deyja píslar- vættisdauða. Hún gerði enn ráð fyrir að öðlast lífsham- ingju. Henni þótti vænna um Tómas Seymour, en nokkr- ar kennisetningar. Það leið yfir Katrínu og þegar hún komstaftur til meðvitundar æpti hún og grét, henni tókst að framleiða óskiljanlega mikinn hávaða. Hinrik var skemmt, hann hafði ekki búizt við slíku æði og ópum, af hinni skynsömu Katrínu. Hinrik hraðaði sér til að horfa á ósköpin. Katrin bókstaflega valt um gólfið við fætur konungs. Hann sefaði hana og hét að fyrirgefa henni, sjálfur Drottinn óskar ekki eftir dauða hins iðrandi syndara. Undir eins og Hinrik var farinn, herti Katrín upp hug- ann og tók að safna að sér varnargögnum og útskýra það, sem hún hafði sér til afsökunar. Þegar Katrín var búin að ákveða hvaða aðferð hún ætlaði að nota, hélt hún til íbúðaj- konungs. Katrín studdist viðarm systur sinnar. Katrín ætlaði ekki að gefa Hinrik tóm til að hugsa sig um, þar sem henni var vel Ijóst að hann gat skipt um skoðun. Hún vissi, að hann var bæði slægur og undirför- ull. Hinrik heilsaði henni og f ullvissaði hana enn á ný um ást sína, en Katrínu varð fljótt Ijóst, að hann bar enn kala til hennar. Hann ræddi við hana um trúfræði, sýni- lega til að prófa hana. Hún svaraði: „En ég veit ekkert, þáð er yðar að upplýsa mig. Hinn rétti staður konunnar er við fótskör eiginmannsins." „ Ekki hvað yður viðvíkur, þér eruð lærðar og eruð vís- „Þessi kennari ætlar alveg aö of- reyna i okkur heilana áður en viö náum fyrsta pröfinu.” DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.