Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 31

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 31
Sunnudagur 13. febrúar 1977 mm 31 Guðmundur og Askell. Ljósmynd: Bjbrgvin Pálsson „Engin ástæða til að semja upp gamla tónlist" — segir Áskell Másson Eins og fram kemur á öörum stað hér á slöunni, var f rumflutt tónverk fyrir slagverk eftir Askel Másson i Glæsibæ siöast- liöiö mánudagskvöld. Verkiö hlaut mjög góöar undirtektir, og sannaöi Askeil þaö sem lengi var vitaö, aö hann býr yfir miklum hæfileikum og mikils má af honum vænta I framtiö- inni. Hér á eftir fer viötal þaö sem Nútiminn átti viö Askel stundarfjóröungi áöur en verkiö var flutt, timinn var naumur.og þvi aöeins tæpt á nokkrum atriöum. Nútiminn: Viltu segja okkur litillega frá námi þinu Askell? Askell: Ég hef veriö aö læra tónsmiöar og „chromatiska” hljómfræöi útií London i nokkur ár. Þetta nám stundaði ég hjá einkakennara,sem hentaöi mér miklu betur en almennt nám i skóla, þar sem það gaf mér kost á hraöari yfirferð og ég gat lagt alla áherzlu á það sem ég helzt vildi læra, og sleppt mörgu, sem ég kunni fyrir. I venjulegum skóla heföi ég orðiö aö eyða miklum tima i ýmislegt, sem ég áöur kunni og ekki f reistaöi min sérstaklega. Nútiminn:Og kennarinn þinn, hvaö getur þú sagt okkur um hann? Askell: Já, hann heitir Patric Savelli og kenndi tónsmiöi og hljómfræöi i Royal Academy of Music i rúm 30 ár. Hann var einnig stjórnandi og tónskáld hjá BBC i mörg ár og i dag er hann t.d. einn af formönnum Royal Philharmonic I London. Hann er mikill tónlistarmaöur („scholar”). Nútiminn: Og ertu þá útlæröur? Askell: Veröur nokkur nokkurn tima útlæiður? Nei, — ég var aö hugsa um aö taka ákveöna gráðu (nafninu náði spyrillinn ekki) núna i vetur en fannst svo ekki taka þvi, enda stefni ég ekki sérstaklega að neinu þess háttar. Ég hef i hyggju aö einbeita mér að tón- smlöumog hætta hljóöfæraleik. Mig langar lika til Þýzkalands eftir ár eöa svo, ef mögulegt reynist, til þess aö halda áfram námi i tónsmiðum og læra kannski meira i nútimatónlist. Nútiminn: Nú hlýtur þetta aö vera dýrt nám, er ekki svo? Askell: Jú sannarlega, námiö er mjög dýrt, en ég hef fengið nokkur lán og styrki. Nútiminn: Og framtiöin, er hægt að lifa af þessu? Askell: Nei, ég held menn þurfi aö hafa mjög undarlegan hugsunarhátt til þess aö gera sér von um aö lifa á tónsmíðum hérna. Ég hef alltaf haft áhuga á tækniteiknun og reikna meö aö læra hana. Teikniþjálfun hef ég þó nokkra fyrir... (Askell sýndi spyrli Nútimans æði flóknar og margbreytilegar nótna- teikningar og þarf hann ekki framar aö efast um teiknihæfi- leika Askels.) Nútiminn: Leikur þú á mörg hljóðfæri? Askell: Ojl hljóöfæri viökomandi slagverki, en þau skipta hundruöum, og nokkur önnur. Nútiminn: En þú ætlar ekki að leggja stund á hljóöfæraleik? Askell: Nei, ég reikna ekki með þvi. Ég legg mest upp úr tónsmiöunum eins og ég sagöi áöan. Núna er ég t.d. aö vinna að verki fyrir litla hljómsveit. Nútiminn: Hvers konar tón- list fæst þú einkum við? Askell: Nútimatónlist heitir þaö sjálfsagt, þaö er aö minnsta kosti engin ástæöa til þess aö semja upp gamla tónlist svo ekki er það klassisk tónlist. Annars kynnir maöur sér alla tónlist og þaö er nauðsynl. aö kunna skil á sögu tónlistar og þróun og tónlist frá öllum tima- bilum fortlðarinnar þó aö haldiö sé áfram aö lifa i nútimanum. Nútiminn: Aö lokum, hvaö er aö segja um þetta tónverk þitt, sem veröur frumflutt hér i kvöld? Askell: Þetta verk er unniö sérstaklega fyrir þetta kvöld og unnö upp úr eldra verki. „Melódian” er sennilega sú elzta frá minni hendi, sem hægt er aö taka alvarlega, liklega samin þegar ég var svona tólf til þrettán ára. Nú, verkið er svo- litiö djassaö og ég flyt það hér með hjálp Guömundar Stein- grimssonar, sem er einhver færasti djasstónlistarmaöur okkar. Upphaflega var ætlunin, að ég flytti þetta einn, en ég nennti ekki aö vera aö þvælast héma meö segulbönd og þess háttar, svo aö þaö varö úr aö hafa þetta svona. Það er siöan annarra aö dæma og segja til um árangurinn. að alhliða eflingu rar tónlistar og aðsókn þokkaleg þegar á leiö. Auk þess var haldiö eitt plötu- og kvikmyndakvöld, en starf- semin var þó fremur laus I reip- unum þennan tima. Síöastliöiö haust hófst síöan annaö starfsár klúbbsins og er allt yfirbragö hans nú grónara. Kosin var stjórn klúbbsins og Jónatan kjörinn formaöur, Vil- hjálmur Kjartansson varafor- maður, Steingrimur Guömundsson gjaldkeri, Linda Walker ritari og Guömundur Ragnar Guömundsson meö- stjórnandi. Tveir varamenn voru kosnir, Guömundur Stein- grimsson og Hermann Þóröar- son. Jónatan taldi aö meölimir klúbbsins væru nú nálega 300, en voru einir 501 upphafi. Hann sagöi, aö mikil áherzla heföi aö undanförnu veriö lögö á kynn- ingu klúbbsins. BIöö og útvarp væru þeim yfirleitt hliöholl I kynningarstarfseminni og sjónvarp hefði safnaö dagskrár- efni á einu djasskvöldi hjá þeim ivetur.Hinsvegar væri þvi ekki aö leyna, sagöi Jónatan, aö litiö færi fyrir gagnrýni eöa hvatn- ingu aö fyrra bragöi i þessum sömu fjölmiölum, og væri þaö miöur, slikt aöhald enda frum- forsenda góös árangurs af þessu starfi. Aö öðru leyti væri yfir- leitt ekki nema gott eitt aö segja, vegur klúbbsins væri vaxandi og aösókn góö á þessu hausti og i vetur. Aöspurður kvaö Jónatan klúbbinn I byrjun hafa einskorö- aö sig viö jass en nú væri hann farinn af staö meö almenn tón- listarkvöld og kvaö hann stefnu klúbbsins aö stuöla aö alhliöa Frh. á bls. 39 PINK FLOYD ANIMALS Pink Floyd kom á óvart: Hlustið á þá flytja dýravisur sinar. BONY M.. TAKE THE HEAT OF ME Hin margumtalaða STUÐ STUÐ STUÐ plata og jafn framt vinsælasta DISCO platan um þessar mundir. Nýjar plötur SANTANA Þreföld hljómleikaplata Eagles................ Boston................ Emmylou Harris ..... Linda Ronstadt..... Stevie Wonder......... Queen................. Genesis............... The Undisputed Truth ... Abba.................. Doobie Brothers....... Average White Band.... George Harríson....... Frank Zappa...... .... Kate And Anna McGarrigle............ David Bowie......... LOTUS Stórkostleg upplifun Hotel California Boston Luxary Liner Greatest Hits Songs In The Key Of Life A Day At The Races Wind And Wuthering Method Of The Madness Arrival Best Of Person To Person 331/3 Zoot Allures Rokk plata ársins hjá Melody Maker Low Sendum samdægurs gegn póstkröfu Laugavegi 89 sími 13008 Hafnarstræti 17 simi 13303. Eggja- framleið endur Almennur félagsfundur verður haldinn föstudaginn 18. febrúar kl. 14 i útgarði, Glæsibæ. Allir eggjaframleiðendur eru velkomnir. Samband eggjaframleiðanda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.