Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 10
10 ISLAND Styðjum landann i baráttunni lim heims- meistaratitilinn i handbolta með nærveru okkar i Austurriki 8 daga ferð 27. febrúar Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 SKÍDAFERD Nú er snjór í Tíról 8 daga skiðaferð til Austurrikis 27. febrúar. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 Árshátíð Barðstrend- ingafélagsins í Rvík verður haldin i Domus Medica iaugardaginn 19. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19. Hátiðin sett, ávarp, Guðmundur Guðjónsson óperusöngv- ari syngur með undirleik Skúla Halldórssonar tónskálds, Jörundur Guðmundsson fer með gamanmái. Dans. Aðgöngumiðar og borðapantanir I Domus Medica mið- vikudaginn 16. og fimmtudaginn 17. febrúar kl. 17-19. Fjölmennum með gesti. Stjórnin. Getum afgreitt nokkur sumarhús og saunaklefa fyrir sumarið BYGGIR *Vf Grensásvegi 12 — Simi 1-72-20 Wmhm Sunnudagur 13. febrúar 1977 Tekur líklega leyndarmálið með sér í gröfina Morðingi Trotskis Ramon Mercader (t.h.). Myndin er tekin áriö 1953. ALLT frá þvi að Leon Trotski var myrtur, hafa verið uppi miklar getgátur um tildrög morösins. Hafa ýmsir, þar á meðal trótsklistar, viljað meina, aö þetta hafi verið gert að undirlagi Stalins. En sá eini, sem veit hvaö raunveru- lega gerðist, þegir þunnu hljóði. Hann lifir rólegu llfi I Moskvu á eftirlaunum frá sov- ézka ríkinu, ásamt konu sinni Rogeliu, sem er mexlkanskrar ættar. Hans rétta nafn er Ramon Mercader, I Mexlkó gekk hann undir nafninu Jacques Mornard og Trotski þekkti hann sem Frank Jack- son. Það litla, sem menn hafa getað fundið út um llf hans I Moskvu, er komiö frá bróður hans, Luis Mercader, þó að hann láti ekki mikið eftir sér hafa. Hann segir, aö mikið hafi verið skrifað um þá bræð- ur, en megniö af þvl sé hreinn uppspuni. Ramon er nú sextíu og tveggja ára gamall. Sextán ár eru liðin frá þvl hann kom til Moskvu frá Mexlkó, þar sem hann hafði afplánaö tuttugu ára fangelsisdóm fyrir moröið á Leon Trotskl. Eftir að hann var látinn laus, dvaldi hann um tima I Tékkóslóvaklu, en hefur hin seinni ár að mestu haldiö sig I Moskvu. Hann tal- ar rússnesku, en þó ekki lýta- laust, og börn hans eru sov- ézkir ríkisborgarar. Ramon hefur verið yfir- heyröur meira en flestir aðrir menn. Aöeins sálfræöingarnir eyddu hvorki meira né minna en nlu hundruö klukkustund- um viö aö rannsaka sálarlif hans. Blaðamaður náöi eitt sinn tali af honum I Prag, en Leon Trotski — hann var myrtur með Isöxi. hann vildi ekki tala um neitt, sem gerzt haföi fyrir tuttug- asta ágúst 1940, þegar hann drap Tortski með Isöxi. I Moskvu neitar hann að tala við blaðamenn. Luis bróðir hans dregur sig einnig inn I skel, þegar talið berst að dauða Trotskis, og hann leiðir taliö að öðru, er hann er inntur eftir réttmæti þess að Stalin hafi heiðraö móður þeirra, Caridad, með oröu, er hún kom til Moskvu eftir moröið, en vestrænir söguskýrendur telja, að Caridad hafi gegnt mikilvægu hlutverki fyrir morðið. Meðan á yfirheyrslunum stóð, sagði Ramon, að ástæða morðsins væri eingöngu sú, að hann væri andstæöur trotskl- istum. Þetta breiddu sovézkir fjölmiðlar út. Vestrænir sagn- fræðingar, þar á meðal Robert Conquest, sem er sérfræðing- ur I málefnum Sovétrikj- anna, telja, aö morðiö hafi verið skipulagt af Leonid Eit- ington yfirmanni I NDVE leyniþjónustu Stalíns. Þessi sami Leonid var elskhugi Caridads eftir borgarastrlöið á Spáni, er hún kom til Sovét- rlkjanna. Eftir þvi sem Con- quest segir, þá biðu Caridad og Eitington i bll skammt frá heimili Trotskls fyrir utan Mexikó City á meöan Ramon var inni I húsinu. Mercader kynntist Trotski fyrir tilstilli amerlskrar vin- konu sinnar, sem var trótskl- isti Hann komst inn til hans undir þvl yfirskini, að hann ætláði að sýna honum blaða- grein, sem hann haföi skrifaö, — og var þá með öxina I vas- anum. Mercader greiddi Trot- ski högg I höfuöiö með öxinni en það var ekki nægilegt til að verða honum að bana, og hann æpti upp. Varðmenn þustu inn og gripu Mercader. Trotskl var strax fluttur á sjúkrahús og skorinn upp, en lézt daginn eftir. Það er margt, sem ekki liggur á ljósu um bakgrunn Mercaders, en eftir þvl sem Leonid segir, kom hann til Sovétrlkjanna með móður sinni árið 1939. Caridad lézt I Parls árið 1975 og er Ramon nú eini eftirlifandi maöurinn, sem vitað er um, sem getur gefið réttar upplýsingar um forleikinn að moröinu á Trot- skí. Og eftir öllum sólar- merkjum að dæma mun hann taka þá vitneskju með sér I gröfina. (Þýtt og endurs. JB)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.