Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 32

Tíminn - 13.02.1977, Blaðsíða 32
32 Sunnudagur 13. febrúar 1977 Anton Mohr: Árni og Berit barnatíminn Ævintýraför um „En getum við þetta, Árni? Eigum við ekki helzt að þakka þessar ágætu móttökur og halda svo af stað?” Þannig ræddu þau systkinin um þetta vandamál, og voru dá- litið áhyggjufull. Að halda áfram. En hvert átti að halda, og hvernig áttu þau að komast áfram? Árni fór að athuga stórt hnattlik- an, sem stóð i einu horni stofunnar. „Berit, sjáðu”, sagði Árni. „Teheran liggur vist enn lengra frá Hawaiieyjum er jafn- vel Kongófljótið”. Syst- kinin litu hvort á annað. Þetta var þá árangurinn af meira en ársferða- lagi. í hvaða átt ættu þau nú að halda? Það var aðalvandamálið. Frú Curgon hafði sagt það strax, að hún gæti ekki stanzað i Teheran nema nokkra daga, en þa ætlaði hún landleið- ina til borgarinnar. Bat- um við Svartahafið og þaðan með skipi til Konstantinópel. Þaðan gat hún alltaf fengið skipsferð til Port Said og áfram til Indlands. Hún ráðlagði Árna og Berit Asíu * að fara sömu leið. Hún sagði þeim, að þegar komið væri til Indlands, gæti maðurinn sinn áreiðanlega útvegað þeim skipsferð til Hawaii. En hvað sem þvi liði, væri sjálfsagt fyrir þau að vera sam- ferða sér til Konstan- tinópel. Þaðan væru all- ar leiðir opnar. Þaðan gætu þau áreiðanlega fengið beina skipsferð til Ameriku, eða farið með járnbraut til éinhverrar af hafnarborgum Vest- ur-Evrópu, og svo áfram með skipi til New York. Konstantinópel sagði hún,að væri miðdepill- inn og þaðan væri hægt að velja um leiðir á áfangastaðinn. Þess vegna taldi hún mest um vert að komast þangað sem fyrst. Árni vissi það, að frú Curgon var bæði greind og veraldarvön kona, og vafalaust vildi hún vera þeim heilráð. En var þetta rétt hjá henni? Hann fór aftur að athuga hnöttinn. Hann sá, að Teheran lá 52. gráðu austlægrar lengdar, en Honolulu á Hawaiieyj- um á 158. gráðu vest- lægrar lengdar. Ef þau færu i vestur yfir At- lantshafið til Hawaii, þá yrðu þau að fara yfir 210 lengdarbauga, en ef þau færu i austurátt aðeins 150 lengdarbauga. Sú ieið væri um einum þriðja styttri. Það gat lika munað nokkru. En ef Árni hefði haft meiri lifsreynslu og ver- ið reyndur ferðamaður, þá hefði hann vitað það, að það er ekki alltaf vegalengdin, sem mest munar um á langferð- um, heldur hvernig samgöngurnar eru. Eitt hundrað kilómetra vegalengd i Sahara eyðimörk eða á Græn- landsjöklum, er marg- falt erfiðari en mörg þúsund kilómetrar i Vestur-Evrópu. En Árni hafði litla lifsreynslu og þess vegna batt hann sig við vegalengdir, en leit ekki á hvemig sam- göngum var háttað. Hann gætti þess ekki, að austurleiðin var marg- falt erfiðari, þótt hún væri allmiklu styttri. Úrslitin ultu þó á þvi, að Berit var alveg á sömu skoðun og Árni, þótt ástæðan væri allt önnur. Ástæðan var Alexej. Hann hafði heyrt um ferðaáætlun frú Cur- gon, að hún myndi leggja upp strax eítir helgina. Hann var ekki ánægður með það. Vitanlega mátti frúin fara sina leið, en það var Berit, sem hann vildi ekki missa. Honum leið svo vel I návist þessarar ungu stúlku, að hann gat naumast hugsað sér að dvelja i Teheran án hennar. Auk þess hafði hann allt aðra ferða- áætlun i huganum fyrir þau systkinin en frú Curgon, og hún stefndi lika i þveröfuga átt. Eins og fyrr er frá sagt, hafði Alexej erft feikna auðæfi eftir föður sinn. Meðal þessara auðæfa voru sykurakrar og sykurverksmiðjur i Úkrainu, oliunámur við Baku og baðmullar- svæði i Asiu. Þessi baðmullarhéruð voru aðallega á sléttunum við Aralvatnið, en hann átti lika itök austur i Samar- kand og Tashkent. Alex- ej hafði aldrei komið á þessar slóðir og aldrei litið með eigin augum eignir sinar i Asiu, en hann hafði einmitt nú hugsaðsér að fara þang- að. Og þar sem þau syst- kinin, Árni og Berit, voru á austurleið, þá gæti hann boðið þeim að vera sér samferða aust- ur að Kaspiskahafinu, svo langt, sem járn- brautin náði þá, og svo gæti hann fylgt þeim norður að rússnesku járnbrautinni, sem lægi austur alla Siberiu til Wladivostock, og þaðan gætu þau svo haldið áfram ferð sinni til Jap- an og austur yfir Kyrra- hafið. Með sjálfum sér varð Alexej að viðurkenna það, að þessi ferðaáætl- un sem fyrst og fremst var gerð til þess, að hann gæti verið sem lengst samvistum við Berit, en slikt lét hann ekki uppi. Hann lét þess lika getið, að hann væri laus úr þjónustu rúss- nesku stjórnarinnar eft- ir hálfan mánuð og þá gæti hann strax lagt upp i ferðalagið. Allt þetta útskýrði hann nákvæmlega og gerði ferðaáætlun með þeim systkinunum. Lýsti hann því, hvernig leið þeirra lægi fyrst í gegnum Elbrusfjöllin og siðan um frumskógana við Kaspiskahafið. ,,Þarna eru lika ljóm- andi veiðilönd”, sagði hann við Árna. „Sjáðu! Þetta er alveg eins og i hitabeltinu. Þarna eru bæði hlébarðar og tigris- dýr. Ég hef rétt til veiða i ágætum veiðisvæðum. Ég get fullvissað vkkur um, að þarna lendum við i æsandi ævintýrum, og skemmtum okkur eins og greifar. Þykir þér ekki lika gaman að svona ævintýrum, Berit?” Og ekki stóð á Berit. Hún var alltaf samþykk þvi, sem Alexej sagði. Hans gleði var hennar þrá. „Og svo fljúgum við yfir Kaspiskahaf ið, ’ ’ bætti Alexej við. ,,En eru nokkrar áætlunarflugvélar á þessum slóðum?” spurði Árni. ,,Nei, en ég á flugvél austur við Kaspiska- haf”, svaraði Alexej. Systkinin urðu undr- andi. Að eiga einkaflug- vél! Það var nú betra en ekkert. En Alexej hafði tekið flugmannspróf fyrir ári siðan og oft stjórnað flugvél. „Þegar við komum austur yfir hafið, get ég áreiðanlega fengið fyrir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.