Fréttablaðið - 21.02.2006, Side 6

Fréttablaðið - 21.02.2006, Side 6
6 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR Innbrot í Þingholtum Brotist var inn í verslun í Þingholtunum í gærmorgun. Þjófavarnakerfi fór af stað og virðist þjófunum hafa brugðið við það og haft sig á brott án þess að ræna neinu. LÖGREGLUFRÉTT KJÖRKASSINN Á að leyfa áfengisauglýsingar? Já 61% Nei 39% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að endurtaka útboð lóða í Úlfarsárdal? Segðu þína skoðun á Vísir.is KJARAMÁL Forsvarsmenn Jarðvéla ehf. stóðu í þeirri trú að kennitalan sem Irenusz Gluchowski hafði aflað sér frá Hagstofu Íslands væri nóg til að gera hann fullgildan á íslenskum vinnumarkaði. Pólverjinn Irenusz Gluchowski hefur verið í fréttum að undanförnu vegna afleiðinga sýkingar sem hann hlaut um mitt síðasta ár. Hann missti báða fætur fyrir neðan hné vegna sýkingarinnar auk þess sem annað nýra hans var fjarlægt. Þá hefur Irenusz misst heyrn á öðru eyra. Forsvarsmenn Jarðvéla viður- kenna að mistök voru gerð við ráðningu hans og að ganga hefði átt eftir staðfestingu á atvinnuleyfi frá Vinnumálastofnun. Þetta kemur fram í greinargerð sem fyrirtækið sendi Fréttablaðinu. Irenusz hefur nú verið til með- ferðar á Landspítalanum vel á átt- unda mánuð og þarf enn að fara í blóðskipti þrisvar sinnum á dag. Vegna þess að atvinnuleyfi var ekki til staðar er hann réttlaus og getur ekki vænst neinna bóta hérlendis. Stéttarfélagið Efling styður Irenusz í baráttu sinni, meðal annars með lögfræðilegri aðstoð. Þær upplýsingar fengust hjá Útlendingastofnun, um ráðningu erlendra manna sem óska þess að vinna hér á landi, að það væri alfarið á ábyrgð atvinnurekandans að sækja um tilskilin leyfi. „Kennitala hefur ekkert með atvinnuleyfi að gera og atvinnurekanda ber að sjálfsögðu skylda til að kynna sér þær reglur sem gilda um atvinnu útlendinga,“ segir Ragnheiður Böðvarsdóttir, forstöðumaður stofnunarinnar. Giss- ur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunnar, segir að málinu verði vísað til lögreglu til rannsóknar. Lögreglan ákveði hvort ákært verði. Efnt var til söfnunar fyrir Iren- usz af starfsfólki Landspítalans til að eiginkona hans gæti komið til landsins. Þetta var gert á meðan Irenusz var sem veikastur og honum ekki hugað líf. Framkvæmdastjóri Jarðvéla lagði söfnunni lið með 100 þúsund króna framlagi. Rauði kross Íslands styrkti Irenusz einnig með því að greiða ferðakostnað og uppi- hald sonar hans. Forsvarsmenn Jarðvéla telja mikilvægt að kannað verði til hlít- ar hvort ástand hans megi á ein- hvern hátt rekja til starfa hans hjá fyrirtækinu og leggja áherslu á við Vinnueftirlit ríkisins að málið verði rannsakað. svavar@frettabladid.is Máli Pólverjans vís- að til lögreglunnar Forsvarsmenn Jarðvéla töldu að kennitala væri jafngildi atvinnuleyfis en viðurkenna að það hafi verið mistök. Útlendingastofnun segir að þeir hafi átt að vita betur. Vinnumálastofnun vísar málinu til lögreglu. MANNLEGUR HARMLEIKUR Irenusz Gluchowski glímir við mikla erfiðleika. Össur hf. færði honum gervifætur nýlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI INDLAND, AP Indverskir heilbrigð- isstarfsmenn gengu hús úr húsi í gær í leit að fólki sem gæti hafa smitast af H5N1-veirustofni fuglaflensunnar, en staðfest var á laugardag að stofninn mannskæði hefði fundist í landinu. Jafnframt er verið að rann- saka hvort ungur fuglabóndi sem lést nýverið hafi verið með fugla- flensu og grunur leikur á að átta manns sem nú liggja á sjúkrahúsi séu sýktir. Í gær var búið að slátra um 200.000 fuglum í kringum Navapur og sögðust yfirvöld ætla að slátra um 700.000 fuglum til viðbótar. Tæplega fimmtíu fugla- búgarðar verða tæmdir og haldið lokuðum í þrjá mánuði. - smk Þúsundum fugla slátrað: Fuglaflensa á Indlandi HANI SKOÐAÐUR Indverskur dýralæknir skoðar hana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Tveir ungir menn, sextán og nítján ára gamlir, sem grunaðir eru um að standa að fíkniefnadreifingu eru í haldi lög- reglunnar á Ísafirði. Voru þeir úrskurðaðir í gæslu- varðhald til klukkan fjögur í dag en grunsemdir eru um að fíkni- efnunum er fundust á þeim hafi átt að dreifa um alla Vestfirði. Í þágu rannsóknar málsins er ekki gefið upp hvert magnið er en nokkrir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. - aöe Fíkniefnamál á Ísafirði: Tveir í haldi SVALBARÐI Utanríkisráðherra Nor- egs, Jonas Gahr Støre, hinn danski starfsbróðir hans Per Stig Møller og Inuuteq Holm Olsen, fulltrúi grænlensku heimastjórnarinnar, undirrituðu í Kaupmannahöfn í gær sáttmála um lögsögumörk á hafsvæðinu á milli Svalbarða og Grænlands. Samkvæmt samkomulaginu liggja lögsögumörkin eftir mið- línu milli Svalbarða og Græn- lands. Að miðlínureglan skuli vera látin gilda í þessu tilviki styrkir málstað Norðmanna í lög- sögumarkadeilu sinni við Rússa í Barentshafi, að því er segir í Óslóarblaðinu Aftenposten. - aa Lögsögumörk Svalbarða: Miðlína gildir við Grænland SAMIÐ UM LÖGSÖGU Inuuteq Holm Olsen, Per Stig Møller og Jonas Gahr Støre eftir undirritunina í Kaupmannahöfn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SJÁVARÚTVEGUR Norðmenn veiddu aðeins lítið brot af þeim loðnu- kvóta sem þeim var úthlutað samkvæmt Smugusamningunum. Þeir eru hættir veiðum og farnir af miðunum. Samkvæmt samningum máttu Norðmenn veiða 17.000 tonn af íslenska loðnukvótanum auk 16.800 tonna sem þeir máttu veiða vegna hlutdeildar í loðnustofn- inum. Af þessum heildarkvóta máttu þeir veiða 23.000 tonn í íslenskri lögsögu en náðu aðeins að veiða 2.200 tonn. 21.000 tonn- um af kvóta þeirra hefur verið skipt á milli íslenskra skipa. - shá Loðnuveiðin árið 2006: Lítil veiði hjá Norðmönnum SVÍÞJÓÐ Sænska lögreglan eyði- lagði skothylki sem hefðu getað reynst mikilvæg sönnunargögn í rannsókninni á morðinu á Olaf Palme. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd sem sýnd verð- ur á sænsku sjónvarpsstöðinni SVT2 síðar í mánuðinum, en hinn 28. febrúar verða tuttugu ár liðin frá því að sænski forsætisráð- herrann þáverandi var skotinn til bana fyrir utan kvikmynda- hús í miðborg Stokkhólms. Skothylkin fann lögregla fjór- um mánuðum fyrir morðið heima hjá kunningja Christer Petters- son, sem var sterklega grunað- ur um að hafa framið morðið en fékkst ekki sakfelldur vegna skorts á sönnunargögnum. Íbúð- in er skammt frá morðstaðnum og skothylkin voru af sömu sjald- gæfu gerð og Palme var skotinn með, Winchester .357 magnum. Lögreglan fargaði skothylkjunum þremur mánuðum eftir morðið. Ingemar Krusell, sem stýrði lögreglurannsókninni á morðinu á sínum tíma, tjáði Expressen að hann hefði fyrst núna frétt af þessum skothylkjum, sem að hans mati hefðu getað reynst mikilvæg sönnunargögn í Palme- málinu. - aa MORÐSTAÐURINN Blóm á stéttinni þar sem skotið var á Palme-hjónin seint að kvöldi hins 28. febrúar 1986. NORDICPHOTOS/AFP Nýjar upplýsingar í Palme-málinu tuttugu árum eftir morðið: Gögnum eytt af misgáningi STJÓRNMÁL Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ á Akureyri, hefur sent formanni kjörstjórnar á Akureyri formlegt erindi þar sem hann óskar eftir listabók- stafnum A vegna sveitar- stjórnarkosn- inganna í vor. „Ég og margir aðrir hafa mikl- ar áhyggjur af því að uppbygg- ing bæjarins, og þá ekki síst atvinnuuppbyggingin, gangi allt of hægt. Bæjaryfirvöld þurfa að hafa skýra framtíðarsýn í þeim efnum og beita sér markvisst til að gera hana að veruleika en á það hefur skort,“ segir Ragnar. Í erindinu sem Ragnar sendi kjörstjórn kemur fram að hann vinni að hugsanlegu framboði í vor en endanleg ákvörðun þess efnis hafi þó ekki verið tekin. - kk Nýr framboðslisti á Akureyri: Vilja láta verkin tala RAGNAR SVERRISSON Sunneva Hafsteinsdóttir var ranglega nefnd myndlistarmaður á bls. 20 í Fast- eignablaði Fréttablaðsins í gær. Hún er menntaður textílkennari en starfar sem framkvæmdastjóri Handverks og hönn- unar auk þess sem hún er bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. LEIÐRÉTTING FJÖLMIÐLAR Starfsmaður fyrirtæk- isins Nýsis var einn þeirra manna sem voru afhjúpaðir í fréttaskýr- ingaþættinum Kompás á NFS um barnaníðinga. Nýsir sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að gengið hafi verið frá starfslokum manns- ins í kjölfar þáttarins. Í þættinum, sem var á sunnu- dagskvöldið, var tálbeita notuð til að leggja gildru fyrir barna- níðinga í þeim tilgangi að sýna hve langt fullorðnir karlmenn væru tilbúnir að ganga til að sænga hjá barni. Tálbeitan var auglýsing þrettán ára stúlku á einkamála- vefsíðu sem sagðist vilja kynnast eldri strákum og voru svarendur á aldursbilinu sextán ára upp í sjötugt. Samskiptin fóru fram á netinu, í gegnum síma og svo voru stefnumót samþykkt. Í þættinum eru fjórir fullorðnir menn sýndir sem koma til að hitta tálbeituna með skýran tilgang í huga að sögn þáttastjórnenda. Andlit þeirra eru gerð óskýr en hægt er að greina föt þeirra og í tilviki tveggja þeirra má greina bílategund. Kolbrún Sævarsdóttir saksókn- ari segir í þættinum að lögreglu sé óheimilt að nota tálbeitu í sínum störfum nema sterkur grunur leiki á að ákveðinn aðili sé að fara að fremja alvarlegt brot. - sdg JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON Ritstjóri Kompáss tók í þættinum tvo menn tali sem hugðust hitta tálbeituna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fyrirtækið bregst við þætti Kompás á NFS um barnaníðinga: Starfsmaður Nýsis rekinn ALÞINGI Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskar eftir utandagskrárumræð- um um heimildir lögreglu til að nota tálbeitur. Lögregla á að fá slíkar heimildir þar sem það fælir níðinga frá því að leita uppi börn að mati Björgvins sem býst við að umræðurnar muni fara fram á næstu dögum. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ánægður með tillögu Björgvins að umræðum en segir þetta jafn- framt viðkvæmt mál vegna þess slíkar heimildir, að ginna menn, geta rekist á við hagsmuni ein- staklinga, - sdg Rýmkaðar heimildir lögreglu: Leyfi til að nota tálbeitu FRÁ NORÐFJARÐARHÖFN Norðmenn náðu aðeins að veiða tíu prósent af kvóta sínum. Íslendingar veiða það sem út af stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.