Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 20
[ ] Arnaldur Birgir Konráðsson hefur rekið líkamsræktarstöð- ina Boot Camp ásamt félaga sínum Róberti Traustasyni í um það bil tvö ár. Stöðin fékk strax mjög góðar viðtökur og nú eru komnar Boot Camp- stöðvar víða um land. Arnaldur, sem hefur starfað sem einkaþjálfari í nokkur ár, segir að hugmyndin að Boot Camp hafi kviknað eftir að hann kom heim frá Suður-Afríku og Bretlandi þar sem hann var á lífvarðanámskeið- um. „Þegar ég kom heim kynntist ég Róberti og við fórum að bera saman bækur okkar og þróa þetta saman. Fljótlega slógust fleiri í för með okkur og smám saman vatt þetta upp á sig,“ segir Arnaldur. Í Boot Camp er boðið upp á sex vikna námskeið sem eru ýmist blönduð, sérstaklega fyrir konur eða sérstaklega fyrir unglinga. Arnaldur segir að námskeiðin henti öllum, hvort sem þeir hafa lagt stund á líkamsrækt eða ekki. „Hver og einn tekur þetta bara á sínu eigin tempói og einu kröfurn- ar sem við gerum eru að hver og einn leggi sig hundrað og fimmtíu prósent fram. Það getur þýtt að einn taki sér tíu pásur á meðan annar tekur enga en markmiðið er að allir fari jafn þreyttir út.“ Í Boot Camp er æfingaraðstaða bæði inni og úti. „Við erum inni alla virka daga en annan hvern laugardag hittast allir hóparnir utandyra og oft koma einstakling- ar frá útibúunum hér í kring eins og Selfossi, Akranesi og Keflavík og það er svo bara mismunandi hvað við erum að bardúsa. Með hækkandi sól förum við líka að vera meira úti á virkum dögum,“ segir Arnaldur. Arnaldur segir að markmið- ið í Boot Camp sé að engir tveir tímar séu eins. „Oft keyrum við sextíu mínútna tíma með einföld- um æfingum þar sem við erum bara að nota eigin líkama, svo eru sextíu mínútna tímar þar sem við erum bara í tækjum og sextíu mínútna tímar þar sem við erum bara í þreki.“ Hann segir að tím- arnir gangi mikið út á samvinnu og oft séu tveir eða fleiri að vinna saman við ýmsar aðstæður. „Þetta er svona eins og í hernum þar sem fólk þarf að vinna saman og það er enginn skilinn eftir, eins og við segjum. Þetta er svona félagsleg líkamsrækt og það er þessi sam- vinna sem gerir þetta skemmti- legt.“ emilia@frettabladid.is Ei n n t v ei r o g þ r ír 3 60 .0 4 5 STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn �������������� ����������� ������ �������������� ������������������ ����������� ������������������ Hjólreiðar eru góð alhliða hreyfing. Þegar veður er sæmilegt getur verið gott að geyma bílinn heima og hjóla bara í vinnuna. Æfingarnar eru ýmiss konar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Boot Camp hentar öllum aldurshópum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Enginn er skilinn eftir Arnaldur Birgir Konráðsson fylgist með hópnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allir gera sitt besta í Boot Camp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.