Fréttablaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 38
21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR26
Nýkrýndur sigurvegari
Eurovision-keppninnar,
Silvía Nótt, hefur verið
studd dyggilega að undan-
förnu af fjölmennum hópi
fagmanna. Flestir eru þeir
landsþekktar persónur
sem eiga að baki farsælan
feril og því deginum ljósara
að árangur Silvíu bæði í
sjónvarpinu og í Eurovision
er engin tilviljun. Mikil
baktjaldavinna hefur átt
sér stað til að skapa þessa
ógleymanlegu persónu, sem
á vonandi eftir að gera okk-
ur öll stolt í Aþenu í maí.
NOKKRIR AF BAKHJÖRLUM
SILVÍU NÓTTAR:
BÚNINGAMEISTARI:
Ásgrímur Már Friðriksson
„Ég er búinn að þekkja Ágústu
síðan ég var sautján ára og hef
lánað henni dót í þættina eins
og stóra demantshringinn. Þetta
er frábært verkefni og maður
er búinn að leyfa sér allt,“ segir
Ásgrímur Már, sem hannaði
búninga Silvíu og dansaranna á
úrslitakvöldi Eurovision. Hann
segir að búningurinn hennar Sil-
víu hafi verið úr ýmsum efnum,
meðal annars satíni, pólýester og
spandexi, en búningurinn fyrir
keppnina í Aþenu verði aftur á
móti mun stærri og dramatískari.
HÁRGREIÐSLUMEISTARI:
Skjöldur Eyfjörð
„Hún hafði uppi á mér og bauð
mér þetta og ég gat eiginlega ekki
sagt nei. Ég „droppaði“ nokkrum
verkefnum sem ég var með því
hún borgaði svo vel og maður
segir ekki nei við peningum. Þetta
er búið að vera yndislegt en líka
erfitt á köflum því hún er svolítið
kröfuhörð,“ segir Skjöldur, sem
sér um hárið á Silvíu Nótt fyrir
merkisviðburði eins og Eurovision
og Edduna.
DANSHÖFUNDUR:
Selma Björnsdóttir
„Ég, Ágústa Skúladóttir, Gauk-
ur og Ágústa sjálf gerðum þetta
í sameiningu,“ segir Selma um
dansatriðið á Eurovision. „Við
settumst niður og „brainstorm-
uðum“ og úr varð þetta atriði.“
Selma aðstoðaði Silvíu jafnframt
við sönginn í keppninni en Silvía
fór eitt sinn í söngtíma til hennar í
þætti sínum.
UPPTÖKUSTJÓRI:
Sölvi Blöndal
„Þorvaldur bað mig um að vera
upptökustjóri og þetta var svona
samstarfsverkefni. Mér finnst
Eurovision frekar leiðinlegt en
þetta Eurovision var ágætt miðað
við önnur,“ segir Sölvi, sem
samdi líka stefið fyrir þátt Silvíu
Nóttar. „Ég og Gaukur [Úlfars-
son leikstjóri] erum aldavinir og
við vinnum að öllu saman. Hann
var mikið með okkur í Quarashi.
Annars er Silvía náttúrlega brillj-
ant, ég bara dýrka hana.“
Fleiri bakhjarlar Silvíu
Silvía Nótt: Ágústa Eva Erlends-
dóttir
Leikarar: Björn Thors og Rúnar
Freyr
Leikmyndahönnuður: Finnbogi
Erlendsson
Leikstjóri: Gaukur Úlfarsson
Lagahöfundur: Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson
Framkvæmdastjóri Meistara
alheimsins: Þórólfur Beck
Fólkið á bak við Silvíu Nótt
SILVÍA NÓTT Ágústa Eva Erlendsdóttir hefur farið á kostum í hlutverki Silvíu Nóttar.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
SÖLVI BLÖNDAL Sölvi Blöndal samdi stefið
fyrir þátt Silvíu Nóttar og stjórnaði upptök-
um á lagi hennar fyrir Eurovision.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SELMA OG ÁGÚSTA SKÚLADÓTTIR Selma Björnsdóttir og Ágústa Skúladóttir, leikstjóri hjá
Þjóðleikhúsinu, höfðu umsjón með sviðsframkomu Silvíu Nóttar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKJÖLDUR EYFJÖRÐ Sá um hárgreiðsluna á Silvíu Nótt fyrir lokakeppni Eurovision. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
ÁSGRÍMUR MÁR FRIÐRIKSSON Ásgrímur
hefur þekkt Ágústu Evu Erlendsdóttur síðan
hann var sautján ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þann 5. mars verða augu heimsbyggðarinnar á
einum manni, þáttastjórnandanum Jon Stewart.
Hann mun takast á við vandmeðfarið hlutverk,
sennilega það erfiðasta sem nokkur uppistand-
ari getur reynt við, en Stewart verður kynnir-
inn á Óskarsverðlaunahátíðinni. Stewart fetar í
fótspor gamanleikara á borð við Steve Martin,
Billy Crystal og Johnny Carson en í samtali við
AP-fréttastofuna er ekki að heyra á honum að
stressið sé að yfirbuga hann. „Fyrir uppistand-
ara er þetta svið sviðanna,“ sagði hann og er aug-
ljóslega alveg óhræddur. „Ef ég ætti að fara að
standa á brimbretti væri ég stressaður en þetta
eru jú bara gamanmál.“ Stewart sagðist í sam-
talinu hlakka allra mest til að nota baðherbergið
sem Steve Martin var með og njóta „hressing-
anna“ í græna herberginu.
Þrátt fyrir að þátturinn hans, The Daily Show,
sé rammpólitískur og hann taki oft stjórnmála-
menn á beinið segir Stewart að fólk þurfi engu
að kvíða. „Þegar ég tók að mér þetta starf
varð ég að beygja mig undir hefðir og
reglur akademíunnar,“ útskýrði Stewart,
sem hefur nýtt sér slysaskot varaforset-
ans Dick Cheney til hins ýtrasta. Stewart
hlaut Emmy-verðlaunin fyrir þátt sinn og
þakkaði David Letterman fyrir stuðningin.
Margir muna eflaust eftir því þegar Letter-
man hakkaði hvern stórleikarann á fætur
öðrum í sig og lét Opruh Winfrey finna til
tevatnsins. Hvort Stewart hefur í hyggju að
feta í fótspor lærimeistara síns verður bara
að koma í ljós.
Stewart hlakkar til Óskarsins
HVERGI SMEYKUR
Jon Stewart er hvergi smeykur við að koma
fram á Óskarnum og segist ætla að skilja
pólitíkina eftir heima.
Ert flú
13-16 ára?
N‡tt og spennandi
útlitsnámskei› fyrir
ungt fólk
Viltu læra allt sem skiptir máli um útlit,
för›un og framkomu? För›unarskóli rifka
b‡›ur nú ungu fólki á aldrinum 13-16 ára upp
á námskei› flar sem kennd eru öll helstu grunn-
atri›i för›unarfræ›i og framkomu.
Kennt er einu sinni í viku og tekur hvert námskei› 8 vikur. Vörur frá Rifka og nám-
skeiðsgögn eru innifalin í námskeiðsgjaldi. Munið Gjafabréfin, tilvalin fermingargjöf.
Þátttakendur frá 10% afslátt í förðunarskóla rifka síðar meir.
Skráning er hafin í síma 565-2300
eða skráðu þig á www.rifka.is
Umhir›a hú›ar og handsnyrting
Náttúruleg för›un
Smoky för›un
Ásetning og me›fer› brúnkukrema
Stílisering og klæ›aval, litgreining
Umhir›a hárs
Framkoma og sjálfstyrking
Um námskei›in sér fagfólk í fremstu rö›:
Magnea Elínardóttir för›unarmeistari kennir og hefur umsjón me› námskei›i.
Rán Reynisdóttir hárgrei›slumeistari á Feimu kennir me›fer› á hári og hárgrei›slu.
Kristin Stefánsdóttir snyrti- og för›unarmeistari sér um umhir›u hú›ar og handa.
Kolbrún Pálína för›unarmeistari og einkafljálfari kennir framkomu og sjálfstyrkingu.
A›eins kr. 19.900!