Fréttablaðið - 21.02.2006, Síða 46

Fréttablaðið - 21.02.2006, Síða 46
 21. febrúar 2006 ÞRIÐJUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 FJÓRIR SPURÐIR SEXTÁN LIÐA ÚRSLIT MEISTARADEILDAR EVRÓPU HEFJAST Í KVÖLD Fylgistu með Meistaradeildinni? [ VEISTU SVAIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Eyþór Arnalds. 2 Gyanendra. 3 Michael Lockwood. Esther Ír Steinarsdóttir sýnir ljós- myndina Ástu í versluninni Aurum í Bankastræti til þriðja mars. Myndin, sem er af vinkonu hennar, Ástu, er hluti af mynda- röðinni Vinir þar sem Esther Ír sýnir vini sína við uppáhaldsiðju sína og í sínum uppáhaldslitum. „Ég vann verkefni fyrir nokkrum árum tengt litum í myndum. Þetta voru einlitar myndir þar sem ég var að spá í orkustöðvar og ýmislegt í því samhengi,“ segir Esther er hún er spurð hvernig hún fékk hugmynd- ina að verkinu. „Það virðast allir eiga sinn uppáhaldslit og ég set inn í þetta það sem manneskjan gerir. Flestir tilheyra einhverri starfsstétt eða telja sig vera eitt- hvað ákveðið,“ segir hún. Esther útskrifaðist sem vöru- hönnuður frá Listaháskóla Íslands vorið 2005 og hefur síðan þá unnið sem ljósmyndari á Blaðinu. Esther hefur aðeins lokið við þessa einu mynd í nýju mynda- röðinni. Segir hún að eftirvinnsl- an sé mikil við hverja mynd auk þess sem erfitt sé að finna einlitt umhverfi. „Ég ætla að reyna að klára þetta en ég veit ekki hvað þær verða margar. Vonandi getur maður sýnt þetta í heild þegar þetta er allt komið,“ bætir hún við. - fb Allir eiga sinn uppáhaldslit ÁSTA Verkið Ásta eftir Esther Ír er til sýnis í versluninni Aurum. MYND/ESTHER ÍR LÁRÉTT 2 suma 6 tveir eins 8 stykki 9 ástæð- ur 11 samtök 12 ráðagerð 14 fífla- gangur 16 bor 17 mas 18 æðri vera 20 guð 21 nabbi. LÓÐRÉTT 1 dreifa 3 fyrirtæki 4 stappar 5 keyra 7 inniskór 10 bergtegund 13 þrep í stiga 15 áætlun 16 temja 19 tveir eins. LAUSN HRÓSIÐ ...fá Lúðvík og félagar úr Rott- weilerhundunum fyrir hugmynd- ina að nýjum sjónvarpsþætti á Sirkus þar sem hiphop verður í forgrunni. LÁRÉTT: 2 ýmsa, 6 tt, 8 stk, 9 rök, 11 aa, 12 áform, 14 flipp, 16 al, 17 mal, 18 guð, 20 ra, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 strá, 3 ms, 4 stampar, 5 aka, 7 töfflur, 10 kol, 13 rim, 15 plan, 16 aga, 19 ðð. Ekki mikið Nei, ekki geri ég það nú mikið. Þarf maður ekki að hafa Sýn til þess? Ég kíki kannski á þetta af og til en fylgist ekki beinlínis með. Bragi Skúlason, Baggalútsmaður. Held með Eiði Smára Já, ekki alveg hundrað prósent kannski en ég kíki á þetta af og til. Ég held eiginlega bara með Eiði Smára en samt ekk- ert brjálað með Chelsea. Mér finnst samt alltaf gaman að horfa á góðan fótbolta. Kristín Ýr Bjarnadóttir, söngkona í Snooze. Ögurstund hjá Arsenal Ég hef fylgst annað slagið með í gegnum tíðina en hef ekki verið voða duglegur í ár. Ég ætla samt að reyna að fylgjast með mínum mönnum í Arsenal, það er ögurstund má segja. Þetta er búin að vera mögur tíð síðustu vikurnar og ég er frekar vondaufur um að þeir klári þessa keppni. Juventus, AC Milan og Barcelona hljóta að teljast líklegust til þess. Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar hans Jóns míns. Aðdáandi Manchester United Ég hef eiginlega ekkert gert það núna. Ég fylgist aðeins með þegar það eru heimsmeistaramót en ég er ekki mikið fyrir Meistaradeildina. Ég fæ samt reglulega fréttir um Manchester United og Liverpool hjá fjölskyldunni. Ég fór að verða aðdáandi Manchester United bara til að bögga fjölskyldumeðlimi sem eru miklir Liver- pool-aðdáendur en það nær nú ekki dýpra en það. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir leikkona Sigurður Pálmason, sonur söngv- arans landsfræga Pálma Gunn- arssonar, hefur nýlokið upptökum á myndbandi við lag sitt Dreamer in the Morning sem hefur verið spilað töluvert í útvarpinu að und- anförnu. Myndbandið var tekið að mestu upp í Landmannalaugum og fjallar um hermann, eins og þá sem komu við sögu í Star Wars-myndunum, sem er sendur til Íslands í kassa. „Fólk á eftir að vera svolítið hissa þegar það sér þetta myndband. Ég pantaði „stormtrooper“-búning frá Bandaríkjunum sem þurfti að sníða á mig. Fólk stoppaði mikið þegar við vorum að taka upp myndbandið og við þurftum að fela okkur því það hafði svo mikil áhrif á tökurnar,“ segir Sigurður, sem hefur verið mikill Star Wars- aðdáandi frá unga aldri. Sigurður, sem er 31 árs, er að undirbúa sína fyrstu plötu og segir að verkefnið hafi verið lengi að komast í gang. „Ég ætlaði aldrei að fara út í þennan bransa. Ég var alinn upp við þetta en fannst ball- bransinn aldrei neitt spennandi. Ég hef verið að semja síðan ég var polli, þrettán til fjórtán ára, en var hálfpartinn ýtt út í þetta. Ég sló til og það eru allir í fjölskyldunni hrifnir af lögunum. Það er líka frá- bært hvað nýja lagið hefur fengið mikla spilun,“ segir Sigurður. Hann segist hafa tekið upp stanslaust síðastliðin tíu ár með vini sínum Hlyni Jakobssyni. Eftir að hafa geymt lögin ofan í skúffu í gegnum árin segist Sigurður loks- ins vera tilbúinn að stíga fram í sviðsljósið. Að sjálfsögðu fékk hann föður sinn til að aðstoða sig, enda þaul- vanur úr bransanum. Pálmi spil- aði á bassa í nýja laginu og ætlar jafnframt að hjálpa Sigurði að koma ferlinum af stað. „Hann hefur ofboðslega mikla trú á mér en það var samt aldrei pressa frá fjölskyldunni um að ég gæfi út. Ég ólst upp við Nat King Cole og Frank Sinatra á meðan vinirnir voru að hlusta á Duran Duran og Wham. Allir horfðu á mann sem þennan nörd,“ segir Sigurður og hlær. Pálmi vonar að þetta nýja lag Sigurðar sé byrjunin á skemmti- legum ferli. „Ég er voðalega hress með að hann sé að gera þetta svona. Hann fer þessa leið mjög skemmtilega finnst mér,“ segir Pálmi. „Hann er góður lagasmið- ur og fínn söngvari og ég hvet hann áfram í því sem hann er að gera,“ segir hann og er greinilega afar stoltur af hinum bráðefnilega syni sínum. freyr@frettabladid.is SIGURÐUR PÁLMASON: FETAR Í FÓTSPOR FÖÐURINS Ætlaði aldrei í bransann SIGURÐUR PÁLMASON Sonur Pálma Gunnarssonar er að undirbúa sína fyrstu plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRÉTTIR AF FÓLKI Leiðtogi framsóknarmanna í Reykja-vík, Björn Ingi Hrafnsson, hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu en á heimasíðu sinni síðastliðinn fimmtu- dag sagðist hann vera veikur. Á föstudag ágerðist „flensan“ enn frekar og að lokum var Björn Ingi lagður inn á Landspítal- ann í Fossvogi þar sem hann greindist með lungnabólgu og neyddist því frambjóðandinn til að eyða Eurovision-helginni með læknum og hjúkrunarfólki. Þótt Björn hafi ekki getað notið þess að vera í partíi eða heima fyrir á meðan Silvía Nótt söng sig inn í hugi og hjörtu landsmanna finnst Birni það eflaust enn súrara að geta ekki farið með forsætisráðherranum til Bretlands. Þar er nefnilega ráðgert að hitta sjálfan Tony Blair og fara síðan á leik Chelsea og Barcelona í Meistara- deildinni. Björn Ingi verður því að bíta í það súra epli að láta sér nægja að horfa á úr fjarlægð heima á Fróni. Úrslit Eurovision-keppninnar á laugar-daginn voru afdráttarlaus en eins og flestum ætti að vera kunnugt vann Silvía Nótt hana með miklum yfirburðum. Það var reyndar nokkuð sem var fyrir fram gefið að mati flestra spekinga en slakt gengi Birgittu Haukdal kom flestum á óvart. Söngkonan hefur átt ótrúlegu fylgi að fagna undanfarin ár og talaði DV meðal annars um einvígi aldarinnar. Birg- ittu virðist þó eitthvað vera að fatast flugið því hún hafnaði ekki einu sinni meðal þriggja efstu og höfðu meðal annars „smástirnin“ Friðrik Ómar og Regína Ósk betur gegn þessu ókrýnda óskabarni þjóðarinnar. Það virðist því sem svo að íslenska þjóðin hafi fengið nóg í bili af góðu drottningunni sem er annáluð fyrir hógværð og góðmennsku og kýs í staðinn tilbúna persónu sem stendur fyrir allt sem Birgitta Haukdal er ekki. Kannski hefur þjóðarsálin tekið stökk- breytingum á þeim þremur árum sem liðin eru síðan Birgitta var kosin með miklum yfirburðum? - fgg 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Hefur sé› DV í dag? flú Saman á djamminu um helgina JÓNÍNA BEN. OG SULLENBERGER Í góðu formi í afmælisveislu á NASA 2x10-lesið 20.2.2006 20:40 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.