Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 6
6 5. mars 2006 SUNNUDAGUR Margir að flýta sér Lögreglan í Hafnarfirði tók sextán ökumenn fyrir of hraðan akstur frá því klukkan sjö í fyrra- kvöld fram til fimm í gærdag. Hraðast var ekið á 125 kílómetra hraða á Reykja- nesbrautinni en þar er hámarkshraðinn 90 kílómetrar. Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í Kópavogi. Þar af var einn á 168 kílómetra hraða á Reykjanesbraut og annar var þar á 141 kílómetra hraða. LÖGREGLUFRÉTTIR ������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������� Rimini ���� ��������� �������������� ������������������������������ �������������������������������� ��������������������������������������� ��������������������� ����������� ������������������� �������������� ��������������� ��� � � � � � � �� �� �� �� �� � �� �� � FANGABÚÐIR Yfirvöld í Pentagon hafa opinberað skjöl með nöfnum fanga sem setið hafa í Guantan- amo-fangelsinu á Kúbu. Leynd hefur hvílt yfir réttarskýrslum í fjögur ár en nú voru þær birtar eftir sigur AP fréttastofunnar í lögsókn á hendur ríkinu undir bandarískri upplýsingalöggjöf. (e. Freedom of Information Act). Bandarískur alríkisdómari hafn- aði útskýringum yfirvalda að upp- lýsingar um nöfn og þjóðerni fang- anna gætu brotið á friðhelgi einkalífs þeirra og að það myndi setja fangana og fjölskyldur þeirra í hættu. Enginn heildstæður listi yfir nöfn fanganna var afhentur held- ur voru nöfnin á víð og dreif í yfir fimm þúsund blaðsíðna rétt- arskýrslubunka. Það er því enn óljóst hversu mörg nöfn eru birt í skýrslunum enda tekur líklega langan tíma að fara í gegnum þær. Þær skýrslur sem nú koma í dagsljósið hafa í raun verið birt- ar áður vegna sömu löggjafar. Þá var hins vegar strikað yfir nöfn fanganna. Flestir fanganna í Guantanamo voru handteknir árið 2001 í stríði Bandaríkjamanna þar sem Tali- banar voru hraktir frá völdum í Afganistan. Í skýrslunum eru ekki nefndir á nafn allir þeir fangar sem hafa dúsað í fangelsinu og þar kemur heldur ekki fram hvort þeir sem nefndir eru séu þar enn eða hvort þeim hafi verið sleppt úr haldi. Talið er að um 490 fangar séu nú í fangelsinu en aðeins tíu hafa verið ákærðir fyrir glæp. - sgi Pentagon afhendir skýrslur með nöfnum fanga í Guantanamo: Dreift á þúsundir blaðsíðna ÓÞEKKTUR FANGI Bandaríkjastjórn hefur haldið nöfnum og þjóðernum fanga í Guantanamo leyndum í yfir fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Á lögregla að leggja tálbeitur fyrir barnaníðinga? Já 87% Nei 13% SPURNING DAGSINS Í DAG Á byggingavörufyrirtækið Bau- haus að fá lóð við Úlfarsfell? Segðu þína skoðun á visir.is BERLÍN, AP Þýskir dómstólar bönn- uðu í gær sýningu á mynd byggðri á sögu mannætu, en frumsýna átti myndina Rohtenburg næstkom- andi fimmtudag í Þýskalandi. Mannætan sjálf, Armin Mei- wes, sem dæmd- ur var fyrir að hafa drepið mann og étið hann árið 2001, kvartaði undan sýningu mynd- arinnar, sem leikstýrt er af Martin Weisz. Framleiðendur myndarinnar hafa hins vegar sagt að saga Mei- wes hafi eingöngu verið kveikjan að hugmyndinni að handritinu. Meiwes auglýsti eftir félaga til verknaðarins á internetinu og fékk fjölmörg svör. - smk Þýska kvikmyndaeftirlitið: Mannætu- mynd bönnuð ARMIN MEIWES PAKISTAN George W. Bush Banda- ríkjaforseti fór í opinbera heim- sókn til Pakistans í gær þar sem hann ræddi við Pervez Musharraf forseta sem er einn helsti banda- maður hans í Mið-Asíu. Bush hrós- aði forsetanum fyrir stuðning hans í baráttunni gegn hryðju- verkum sem var einnig eitt aðal- umræðuefni þeirra tveggja meðan á heimsókninni stóð. Bush árétti að lýðræði væri mikilvægt í baráttunni gegn öfga- hópum í Pakistan og hálft í hvoru gagnrýndi Musharraf sem ekki einungis er forseti heldur einnig yfirhershöfðingi í landinu. Hann komst til valda árið 1999 þegar hann hrakti sitjandi forseta frá völdum. Í stað þess að segja af sér sem yfirhershöfðingi lét hann gera breytingar á stjórnarskránni til að hann gæti setið sem forseti og stýrt hernum til ársins 2007. Musharraf hefur lagt Vesturlönd- um lið í baráttunni gegn hryðju- verkasamtökunum al-Kaída síðan árið 2001. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar fyrir heimsókn Bush en þúsundir manna hafa mótmælt komu hans til landsins enda er stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan mjög umdeild- ur í Pakistan. Þá lést bandarískur sendifulltrúi auk þriggja annarra í sjálfsmorðsárás við bandaríska ræðismannaskrifstofu í borginni Karachi á fimmtudag. Talið er lík- legt að ódæðið hafi verið framið til að fá Bush ofan af heimsókn- inni. Forsetaflugvél Bush forseta lenti með mikilli leynd og án allra ljósa á flugvelli við höfuðborgina Islamabad á föstudagskvöld. Öll öryggisgæsla var í hámarki og fylgdu þrjár þyrlur bílalest Bush frá rammgerðu sendiráði Banda- ríkjanna til forsetahallarinnar. Lofthelgi yfir borginni var lokuð fyrir farþegaflugi og þús- undir lögreglu- og hermanna stóðu vörð um götur borgarinnar. Þá sveimuðu herþyrlur um loftin meðan á ræðum Bush og Mushar- rafs stóð undir beru lofti. Er þetta enn ein vísbending þess að stríði þeirra félaga við hryðjuverk er langt frá því að vera lokið. Bush og eiginkona hans Laura voru að koma úr þriggja daga heimsókn til Indlands þar sem Bush hafði gert samning um að Indverjar fái aðgang að banda- rískri kjarnorkutækni en þess í stað munu Indverjar leyfa vestur- veldum að yfirfara kjarnorkuver sín. Pakistanar hafa óskað eftir svipuðum samningi en Bush taldi það mjög ólíklega niðurstöðu. Heimsókn í skugga öryggisráðstafana Lýðræðisþróun og barátta gegn hryðjuverkum voru meðal umræðuefna Bush Bandaríkjaforseta og Musharraf, forseta Pakistans, í opinberri heimsókn Bush í Islamabad í gær. Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar í heimsókninni. RÆTT UM HEIMSINS MÁLEFNI George W. Bush Bandaríkjaforseti og Pervez Musharraf forseti og yfirhershöfðingi Pakistan hittust í Islamabað í Pakistan í gær. Pakistan hefur stutt Bandaríkjamenn í baráttu þeirra gegn hryðjuverkum frá 2001.FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ráðherra slasaðist Forsætisráðherra Slóvakíu, Mikulas Dzurinda, fótbrotnaði á laugardag þar sem hann var á skíðum í norðurhluta landsins. Ekki er ljóst hvort þetta hefur áhrif á komandi heimsókn Dzurinda til Bandaríkjanna þann 13. mars, þar sem hann á að hitta Bush forseta. SLÓVAKÍA Hamas-menn í Rússlandi Félagar í palestínsku Hamas-samtökunum segja heimsókn þeirra til Moskvu marka mik- ilvæg tímamót en þeir telja Bandaríkja- menn reyna að einangra samtökin eftir sigur þeirra í þingkosningum í Palestínu í síðasta mánuði. Sendinefnd Hamas- samtakanna hitti rússneska leiðtoga múslima í gær á öðrum degi heimsókn- ar þeirra. RÚSSLAND Aukið fé til hermála Kínverjar hafa ákveðið að auka fjárframlög til hersins um 14,7 prósent á þessu ári. Talsmaður kínversku stjórnarinnar sagði þó að megnið af fjármagninu færi í að borga eldsneyti og laun, enda væri Kína frið- elskandi þjóð. KÍNA DÓMSMÁL „Við erum að krefjast þess að Orkuveita Reykjavíkur verði dæmd til að gefa okkur leyfi til að fara gegnum land þeirra til að komast að umræddum borhol- um,“ segir Geir Arnar Marelsson, lögfræðingur hjá Framkvæmda- og tæknisviði Kópavogs. Hyggst bærinn láta sverfa til stáls í deilu þeirri sem staðið hefur yfir síðan í apríl á síðasta ári þegar Orkuveita Reykjavíkur meinaði Vatnsveitu Kópavogs um leyfi til að fara um land Orkuveitunnar til að komast að svæði í eigu Kópa- vogs til borunar vatnsöflunarhola. Eini færi vegarslóðinn að svæðinu liggur gegnum afgirta spildu Orkuveitunnar og meina þeir allri umferð þar í gegn þar sem um er að ræða viðkvæmt vatnsverndar- svæði. Rök Orkuveitunnar halda þó ekki vatni að mati Geirs Arnars og því var brugðið á það ráð að krefj- ast dómsúrskurðar enda þegar búið að vinna mikla undirbúnings- vinnu á svæði Kópavogs áður en Orkuveitan ákvað að hindra frek- ari aðgang. Segir Geir að um mikla hags- muni væri að ræða enda sé Orku- veitan með þessari ákvörðun að koma í veg fyrir að Kópavogur njóti réttinda sinna. - aöe HINGAÐ OG EKKI LENGRA Til að komast að vatnslindum sínum þarf Vatnsveita Kópavogs að fara gegnum land Orkuveitu Reykjavíkur. Leyfi fyrir því þarf að fást með málaferlum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kópavogsbær hefur hafið mál á hendur Orkuveitu Reykjavíkur: Kemst ekki að eigin borholum 15 prósenta launamunur Karlar innan ríkja Evrópusambandsins fá almennt um 15 prósentum hærri laun en konur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Jafnframt kemur fram að margar evrópskar konur hætti að vinna vegna erfiðleika þeirra við að samræma atvinnu og fjölskyldulíf. EVRÓPUSAMBANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.