Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 18
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR18 Við tengjum verkið við það sem fólk þekkir,“ segir Björn Hlynur, „eitthvað sem við getum öll kannast við úr eigin lífi eða umhverfi.“ Í sýning- unni er til dæmis fjallað um hversu stutt sé á milli metnaðar- girni og græðgi, t.d. þegar kemur að frægð og peningum. Leikritið um Pétur Gaut, sem er ein af fræg- ustu karlhetjum leikhúsbók- menntanna, segir sögu um svik og sjálfsblekkingu og spyr stórra sið- ferðislegra spurninga sem Björn segir að geti sameinast í efasemd- inni: „Hvað er það eiginlega að vera maður sjálfur?“ Pétur Gautur ferðast víða í leit að sjálfum sér í leikritinu, hann leitar í peninga, ástina, frægðina og völdin en flýr jafnan af hólmi þegar hann er krafinn ábyrgðar á gerðum sínum. Hann er breyskur og hraðlyginn maður með margt á samviskunni, særir sína nánustu og snýr baki við þeim sem elska hann, þ.á.m. móður sinni og hinni ástríku Sólveigu. Björn ræðir um hversu sjálf- hverft mannfólkið getur verið og hve vek það kallast á við eigin- hagsmunasegginn Pétur Gaut. „Í dag er svo mikið talað um sjálfs- rækt, við erum alltaf að klappa sjálfum okkur, í stað þess að líta í kringum okkur og sjá hvernig fólk hefur það, hvernig börnin okkar hafa það? Fjölskyldan og vinirnir? Í stað þess hugsum við stöðugt um okkur sjálf. Við erum alltof upp- tekin af því að moka undir rass- gatið á sjálfum okkur.“ Hann bætir því við að þessi ein- staklingshyggja eða sjálfselska geti líka birst hjá þjóðinni í heild. „Við Íslendingar erum búnir að fatta það að við getum verið ansi góðir í því sem við tökum okkur fyrir hendur – hvort sem það er í viðskiptum, listum eða íþróttum eða einhverju öðru. Við þekkjum dæmi um Íslendinga sem hafa náð býsna langt í því sem þeir eru að gera en ég held líka við séum með visst mikilmennskubrjálæði. Mér finnst það alls ekki neikvætt en það er mjög varhugavert. Af því að við erum loksins búin að átta okkur á því að við erum engir aumingjar, en um leið og við skilj- um það, þá vöðum áfram í þessu mikilmennskubrjálæði. Og það kemur að því að við eigum öll eftir, öll þjóðin, að hlaupa á stóran og þykkan vegg og átta okkur á þessu,“ segir Björn Hlynur. Hann áréttar að það sé leik- hússins að spyrja spurninga. „Við erum ekki að svara þessum stóru spurningum og við erum ekki að predika eða benda á neinn. Ég vona bara að fólk sjái þessa sýn- ingu og hugsi það sama og ég gerði þegar ég byrjaði að skoða þetta verk. Að fólk leiði hugann að því hvernig slóð það er að skilja eftir sig í lífinu.“ Pétur er víða Pétur Gautur, eins sjarmerandi eða viðurstyggilegur og hann reynist í leikritinu, stendur nútímamanninum nær og Björn segir að það sé auðvelt fyrir fólk að sjá sjálft sig í honum. „Ég þarf að nota það sem ég sé af mér í Pétri Gaut, eins og allir í heimin- um er ég sjálfselskur og latur og eigingjarn en ég get líka verið skemmtilegur og góður við mömmu.“ Hann bendir á að marg- ir hafi talað um Pétur Gaut sem hetju og vitanlega vilji leikarar gera vel með sínar persónur en það sé vandasamt því Pétur sé ekki hetja. „Hann er maður sem sveigir alltaf hjá, hann tekst ekki á við neitt,“ segir Björn, „Pétur veður áfram, hann framkvæmdir hluti – en bara upp að vissu marki. Hann eignast peninga en klúðrar því, hann á konu sem elskar hann en hann klúðrar því líka, hann nær að eyðileggja allt með græðgi og sjálfselsku.“ Pétur Gautur er uppdiktaður ævintýramaður og myndi líklega vera kallaður athafnaskáld ef það væri skrifað um afrek hans í dag- blöðunum núna. Björn útskýrir að menn eins og hann komist langt á því að tala en brenni jafnframt allar brýr að baki sér. „Oftast fara þeir illa með eigið mannorð á öllu þessu smjaðri. En þeir komast áfram, Pétur Gautur nær að kjafta sig inn í alls konar hluti og svo út úr þeim aftur,“ segir Björn Hlyn- ur og vísar m.a. til frama persón- unnar á viðskiptasviðinu sem höndlar bæði með þræla, skurð- goð og vopn. Hugmyndin um best í heimi Síðan Björn Hlynur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 hefur hann síst setið auðum hönd- um. Hann var einn af stofnendum leikhópsins Vesturports og hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærsl- um þess, m.a. í leikið í Rómeó og Júlíu, Woyzeck og leikverkinu Brim, sem öll hafa verið sýnd bæði hér heima og erlendis. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndum, þ.á.m. í Kaldaljósi og aðalhlut- verkið í Strákunum okkar. Á næstu dögum hefjast síðan tökur á kvik- myndinni Mýrinni en þar leikur Björn Hlynur áfram undir leik- stjórn Baltasars Kormáks og fer með hlutverk lögreglumannsins Sigurðar Óla. Björn Hlynur kveðst ekki und- anskilinn þeim hugsunarhætti mikilmennskunnar að vilja vera bestur í heimi. „Vesturport var stofnað til þess að verða besta leikhús í heimi. Við vissum ekkert hvernig við áttum að fara að því, við vissum bara að við þyrftum að djöflast af stað og reyna að kom- ast að því á leiðinni. En það er það sem þessi vinna snýst um – að leita endalaust. Og svo eftir tvö, þrjú ár vorum við komin til London sem var takmark sem við náðum nokk- uð snemma – við ætlum að gera það en gerðum ráð fyrir að það tæki lengri tíma.“ Björn segir að síðan þurfi fólk að búa sér til ný markmið. „Markmið okkar í dag er að mestu bara að það að halda lífi. Sagan segir manni að eftir nokkur ár í svona hóp þá flosnar þetta oftast upp. Fólk fær leið hvert á öðru, þetta er sjómennska launalega séð en við erum að reyna að finna leiðir til þess að halda áfram – að reyna að finna fjárhagslegan og móralskan grundvöll til þess.“ „Það er dálítið barnalegt mark- mið að ætla sér að búa til besta leikhús í heimi en það segir manni bara að maður þarf að spýta í lófana og drulla sér af stað. Í Vest- urporti reynum við bara að spæna áfram og þykjast vita hvað við erum að gera. Við erum allavega að reyna að komast hjá því að sitja á hugmyndunum okkar,“ segir Björn Hlynur en leikhópurinn hefur verið mjög afkastamikill alveg frá stofnun. „Maður yrði beiskur með tímanum ef maður hefði aldrei fengið tækifæri til þess að framkvæma „frábæru hugmyndina“ sína,“ og hann bætir við „maður lærir af þessu að það er enginn að bíða eftir neinu frá manni, það er enginn að bíða eftir manni – og þá skiptir ekki máli hvað þú heitir eða hvað þú ert að gera.“ Pétur bak við tjöldin „Það eru tvö ár síðan Baltasar tal- aði við mig um að gera uppfærslu á Pétri Gaut, en hann hafði lengi langað til þess. Það fyrir það fyrsta er mjög mikilvægt fyrir mig, það er prinsippmál að leik- stjórinn hafi áhuga á því sem hann er að gera. Ef leikstjóri gerir verk eftir pöntun eða hefur enga sér- staka ástríðu fyrir verkefninu sé ég enga ástæðu til þess að taka þátt í því.“ Björn segist sjá ansi mikið af Baltasar í persónu Péturs Gauts og segir að Baltasar geri það einnig sjálfur. „Það er allt í lagi fyrir mig, það er bara betra því þá hefur hann meiri þörf til þess að segja þessa sögu. Án þess að ég sé neitt að endilega að leika hann í þessari sýningu þá get ég ekki neitað því að ég hef nú alveg tekið svona sumt frá honum, honum sem persónu – án þess að ég hafi nokkurn tíma sagt honum það.“ Björn Hlynur segir að leikhóp- urinn sjálfur sé frábær. Hluti hans kom einnig við sögu síðast þegar leikritið var sett upp árið 1991 en þá léku m.a. Baltasar Kormákur, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Ólafur Egill Egilsson í uppfærslunni auk Ingvars E. Sigurðssonar sem þá steig sín fyrstu spor á sviði Þjóð- leikhússins. „Reyndar sagði Ingv- ar við mig um daginn að það hefði rifjast upp fyrir honum að Pétur Gautur væri líka fyrsta hlutverkið sem hann lék í Þjóðleikhúsinu. Þá hugsaði ég – ja, þá hlýt ég að vera að gera eitthvað rétt. Ingvar er maður sem ég og mínir jafnaldrar höfum alltaf litið mikið upp til og ef ég kemst einhvers staðar nálægt hans sporum þá er ég bara mjög sáttur.“ Slóðin sem við skiljum eftir okkur Björn Hlynur Haraldsson fer með titilhlutverkið í leikritinu Pétri Gaut sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gær. Þessi víðfrægi ljóðaleikur Henriks Ibsen er færður á íslenskar fjalir í fimmta sinn og nú í nokkuð nýstárlegum búningi. Baltasar Kormákur, leikstjóri sýningarinnar, er einnig höfundur leikgerðarinnar og færir verkið til dagsins í dag en aðalleikarinn er ekki í nokkrum vafa um erindi þessa 140 ára gamla leikverks við áhorfendur nútímans. Kristrún Heiða Hauksdóttir hitti Björn Hlyn í Kassanum, nýju sviði Þjóðleikhússins. „ „Vesturport var stofnað til þess að verða besta leikhús í heimi. Við vissum ekkert hvernig við áttum að fara að því, við vissum bara að við þyrftum að djöflast af stað og reyna að komast að því á leiðinni.“ PÉTUR GAUTUR Í GEGNUM TÍÐINA: UPPFÆRSLUR ATVINNULEIKHÚSA Leikfélag Reykjavíkur Lárus Pálsson (1944) Þjóðleikhúsið Gunnar Eyjólfsson (1962) Þjóðleikhúsið Ingvar E. Sigurðsson og Arnar Jónsson (1991) Leikfélag Akureyrar Jakob Þór Einarsson (1998) Þjóðleikhúsið Björn Hlynur Haraldsson (2006) FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.