Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 20

Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 20
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR20 Það er ekki oft þannig í utan-ríkisþjónustunni að maður fái það sem maður óskar sér,“ segir van Voorst með ljóma í augum, en hún óskaði sérstaklega eftir því að verða send til Reykja- víkur þegar hún frétti síðastliðið haust að sú staða væri að losna. Raunar hafi hún strax í upphafi ferils síns í utanríkisþjónustunni óskað eftir því að fara til Íslands. „Þegar ég gekk í utanríkisþjón- ustuna árið 1980 setti ég Ísland efst á listann yfir staði sem ég vildi gjarnan vera send til. Það tíðkaðist þá að nýliðar væru beðn- ir að velja fimmtán staði af þeim hundruðum þar sem bandarískar sendiskrifstofur eru starfræktar. Mér fannst þá minna spennandi að fara á velþekkta staði eins og London, París eða Róm; mér fannst miklu áhugaverðara að fara á óvenjulega staði og setti Ísland efst á listann. Það olli mér von- brigðum að ekkert varð úr því þá að ég kæmi hingað. Það var ekki fyrr en ég var orðin yfirmaður skrifstofu bandaríska utanríkis- ráðuneytisins sem sinnti Norður- löndunum að ég kom til Reykjavík- ur í góða heimsókn árið 1996. Eftir þá heimsókn var ég staðráðin í að komast fyrr eða síðar til lengri dvalar á Íslandi, ef ekki í vinnunni þá á eigin vegum. Það gladdi mig því mjög þegar forsetinn varð við bón minni og skipaði mig sendi- herra hér.“ George W. Bush Bandaríkjafor- seti tilnefndi van Voorst í stöðuna í október síðastliðnum. Eftir stað- festingu öldungadeildar Banda- ríkjaþings var hún svarin í emb- ætti af Condoleezzu Rice utanríkisráðherra þann 3. janúar síðastliðinn. Van Voorst á að baki aldarfjórðungs feril í bandarísku utanríkisþjónustunni. Áður en hún kom hingað gegndi hún starfi vara- sendiherra í Vínarborg frá 2004 og út árið 2005. Þar áður var hún varasendiherra í Helsinki 1999- 2002. 2002-2004 var hún yfirmaður þeirrar deildar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins í Washington sem sinnir málefnum Austurríkis, Sviss og Þýzkalands. Van Voorst er með doktors- gráðu í sagnfræði frá Princeton- háskóla og meistaragráðu í alþjóða- öryggismálum frá National War College. Hún er fædd og uppalin í Michigan og er komin af hollensk- um innflytjendum eins og ættar- nafn hennar ber með sér, en það hefur hún frá föður sínum en ekki eiginmanni. Eiginmaður hennar heitir William A. Garland og starf- ar einnig í bandarísku utanríkis- þjónustunni. Fyrstu vikurnar eftir að van Voorst flutti inn á Laufásveginum hefur hún reynt að setja sig sem best inn í íslensk málefni. „Ég hef átt góða fundi með ráðherrum í ríkisstjórninni,“ segir hún. Nú sé hún í óða önn að koma sér í sam- band við framverði íslensks atvinnu- og menningarlífs. „Ég legg mikið upp úr því að eiga per- sónuleg samskipti við fólk og von- ast til að þau verði sem nánust og virkust,“ segir hún. Ógleymanleg stund í Latabæ Sem dæmi um tengslaleit sína við menningar- og atvinnulífið á Íslandi fór van Voorst í vikunni í kynningarheimsókn í myndverið þar sem nú standa yfir upptökur á nýjustu Latabæjarsyrpunni, en þættirnir eru nú eins og kunnugt er framleiddir af bandarískum aðilum í samstarfi við Latabæjar- frumkvöðlana íslenzku með Magn- ús Scheving í fararbroddi. „Þetta var einhver skemmtilegasta stund sem ég hef nokkru sinni upplifað,“ segir van Voorst um heimsóknina í Latabæ. „Þetta var ógleymanlegt. Það var alveg magnað að upplifa stemmninguna, þessa miklu orku og sköpunarkraft,“ segir hún. „En ég komst líka að því að það er ekki nóg með að þarna sé framleitt afburða skemmtiefni fyrir börn, heldur er Latibær gríðarlega vel úthugsað verkefni. Ég hef fyrir því öruggar heimildir að það fær- ist nú orðið í vöxt á bandarískum heimilum að börnin biðji um epli og aðra ávexti í stað sætinda.“ En að í Latabæ sé framleitt úrvals sjónvarpsefni fyrir börn um víða veröld var þó ekki það eina sem vakti athygli sendiherr- ans. „Heimsóknin sýndi mér að Íslendingar eru í fararbroddi í heiminum í að nýta sér nýjustu tækni,“ segir van Voorst. Sér hefði þótt mikið til koma að sjá hvernig nýjasta tækni er nýtt til að tvinna saman leik raunverulegra leikara, brúður og teiknimyndir í eina sam- stæða heild. Hún spáir því Latabæ áframhaldandi velgengni. Varnarviðræður á viðkvæmu stigi Nú standa yfir viðræður um fram- hald varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Lengi hefur verið kunnugt um að Bandaríkjamenn vilji draga mjög úr umsvifum hers- ins hér á landi og að Íslendingar taki aukinn þátt í kostnaðinum af rekstri Keflavíkurflugvallar. Spurð um stöðuna í þessum viðræðum segir van Voorst: „Það segir sig sjálft að ég get ekki sagt neitt um smáatriði þessara viðræðna, þar sem það liggur í hlutarins eðli að þau séu trúnaðarmál. En það sem ég get sagt er þetta: Við Bandaríkjamenn höfum átt varnarsamstarf við þetta land í meira en hálfa öld. Á þessum tíma hefur samstarfið breytzt, eftir því sem aðstæður hafa breytzt og þarfir hvors aðila um sig hafa þróazt. Ljóst er að 21. öldin ber í skauti sér allt aðrar aðstæður en ríktu á dögum kalda stríðsins. Aðstæður hafa jafnvel breytzt meira en við gátum gert okkur í hugarlund fyrir fimm árum eða svo. Eðli hættunnar verður allt annað á 21. öldinni en hún var á fyrstu árum mínum í utanríkis- ráðuneytinu þegar kalda stríðið stóð sem hæst. Ég tel að heildar- markmið viðræðnanna sem við eigum nú í sé að vinna að því að uppfæra varnarsamstarfið til að laga það að þörfum 21. aldarinnar. Það er ekki eitthvað sem gert er í einu vetfangi. Þetta er eitthvað sem er gert í góðri samvinnu við bandamenn okkar.“ Ísland sannarlega evrópskt Spurð hvort hún greini mun á því að starfa sem erindreki Banda- ríkjastjórnar í Evrópulöndum innan og utan Evrópusambandsins svarar van Voorst því til að Banda- ríkin séu almennt fylgjandi stækk- un Evrópusambandsins, „þar sem við sjáum hversu jákvæð áhrif það hefur haft á þau lönd sem hafa gengið í það til þessa, einkum og sér í lagi í Austur-Evrópu, en við erum sannarlega ekki í aðstöðu til að segja af eða á um það hvort þetta eða hitt landið ætti að sækj- ast eftir inngöngu í ESB, það er hreint innanríkismál,“ leggur hún áherslu á. „Ég hef unnið í löndum sem hafa verið mjög lengi í ESB, sem gengu nýlega í ESB og sem hafa staðið utan við ESB en eru þó tvímælalaust evrópsk, eins og Ísland,“ segir hún. Spurð hvort hún greini mikil bandarísk áhrif á Íslandi segir hún: „Ég tel að Ísland sé mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu, líti í báðar áttir með víðtæk sögu- leg tengsl bæði í austur og vestur. Og ég tel að Ísland þurfi ekki að velja þarna á milli.“ En bæði að ætt og uppruna, uppbyggingu sam- félagsins og öðru leyti líkist íslenskt þjóðfélag að hennar mati hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópuríkjum. Það sem líta mætti á sem „amer- íska þætti“ í íslensku samfélagi segir hún vert að nefna „þetta makalausa næmi fyrir nýjum tæki- færum, bjartsýni og framkvæmda- vilja“ sem hún skynji svo sterkt hér. Gott dæmi um þetta hafi hún upplifað á Viðskiptaþingi á dögun- um. Hún hafi verið alveg dolfallin yfir „atorkunni og bjartsýninni“ sem þar lá í loftinu. „Það var greinilegt að þarna var allt fullt af fólki sem álítur framtíðina gal- opna og að það geti látið að sér kveða, notað hæfileika sína og færni til að skapa eitthvað nýtt og spennandi.“ Álíka frjótt andrúmsloft segist van Voorst hafa skynjað þegar hún var varasendiherra í Helsinki 1999-2002. „Þetta var í kjölfar Nokia-kraftaverksins. Þar skynjaði ég líka þetta einstæða andrúmsloft bjartsýni, þar sem allir eru fullir tiltrúar á framtíðina og tækifærin sem hún bæri í skauti sér. Það er einmitt eitt af því sem mér líkar svo vel við Norðurlöndin. Ég held að öll löndin í þessum heimshluta sem ég hef komið nálægt, allt frá Eistlandi til Íslands, búi yfir þessu andrúmslofti ævintýraþrár. Ég veit ekki hvaðan þetta kemur – í arf frá forfeðrunum, úr sögunni eða hvað – en maður skynjar þetta mjög sterkt. Ég held að erlendur gestur sem gerði tveggja daga stanz í Reykjavík myndi líka skynja þennan þrótt, þessa bjart- sýni,“ segir van Voorst. Bandaríkin njóti sannmælis Spurð hvað hún hyggist leggja áherslu á í sendiherrastarfi sínu hér segist van Voorst vilja leggja áherslu á persónuleg tengsl við Íslendinga. Henni sé mikið í mun að koma fjölbreyttari mynd og að hennar mati sanngjarnari til skila til fólks hér á landi. „Ég hef orðið vör við að margir Evrópubúar, Íslendingar þar á meðal, hafa mjög einhliða mynd af landi mínu. Margir dæma Banda- ríkin og Bandaríkjamenn út frá staðalímyndum úr bíómyndum og öðru afþreyingarefni. Með því enda menn uppi með mjög ein- hliða sýn á land sem er eitt það fjölbrotnasta í heiminum. Ég vil koma því til skila hversu fjöl- breytt og einstakt land Bandaríkin eru. Um 50.000 Bandaríkjamenn leggja leið sína til Íslands á ári hverju til að kynnast landi og þjóð af eigin raun. Ég vil að sem flestir Íslendingar heimsæki Bandaríkin með sama hætti, og þá meina ég ekki bara New York eða Kaliforn- íu heldur líka þrjú þúsund mílurn- ar sem þar liggja á milli,“ segir hún. „Ég tel að land mitt sé merki- legt þar sem það hefur tilhneig- ingu til að ganga hreint til verks er tekist er á við vandamál, við ræðum þau fyrir opnum tjöldum og „sýnum okkar óhreina þvott“ fyrir allra augum til að skoða og gera athugasemdir við. Bandarík- in eru opið samfélag, ekki einlitt, ekki einhliða. Að mínu mati eru einlægni, vilji til að reyna eitthvað nýtt og ég vil leyfa mér að segja hjartahlýja einkennandi fyrir bandarískt samfélag. En það er kraumandi massi mótsagna og til- rauna – það er þess vegna sem ég tel að við verðskuldum að það komist fjölbreyttari mynd af bandarísku samfélagi til skila við umheiminn en oft vill verða,“ segir Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna. Vil koma til skila sanngjarnari og fjölbreyttari mynd af Bandaríkjunum Carol van Voorst afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt sem nýr sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi þann 26. janúar síðastliðinn. Í samtali við Auðun Arnórsson segir van Voorst að hún hafi fengið heita ósk uppfyllta með skipuninni í sendiherrastöðuna í Reykjavík. CAROL VAN VOORST „Ég skynja mikla atorkusemi og bjartsýni í Íslendingum,“ segir sendiherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.