Fréttablaðið - 05.03.2006, Blaðsíða 24
[ ]
Hjúkrunarfræðingar gera
kröfu um sveigjanlegan
vinnutíma eins og aðrir. Þeir
vinna flestir vaktavinnu og
eiga erfitt með að skreppa
frá vinnu sinni eðli hennar
vegna. Til að koma til móts
við kröfur starfsfólks síns
hafa stjórnendur LSH notað
sérstakt vaktaáætlana- og
vinnuskilakerfi sem fengið
hefur nafnið VinnuStund.
Kerfið er hannað af Skýrr
fyrir Fjársýslu ríkisins og er
notað víða, til dæmis af Flug-
málastjórn, Vegagerðinni og
Tollstjóraembættinu. Not-
endur eru um 10.000 og mun
þeim fjölga til muna er kerf-
ið verður innleitt á vinnu-
stöðum Reykjavíkurborgar.
Hægt er að gera vakta-
skema á hefðbundinn hátt
með VinnuStund, en einnig
er hægt að fara aðra leið sem
í daglegu tali er kölluð vakt-
aóskaleiðin. Hún virkar
þannig að yfirmenn tilgreina
þörf á starfsfólki og starfs-
menn skila inn óskum um
vaktir og frídaga. Þetta fer
allt fram rafrænt gegnum
internetið. Því næst býr
kerfið sjálfkrafa til vakta-
plan þannig að orðið er við
óskum sem flestra um leið
og farið er eftir settum regl-
um kjarasamninga. Með
þessu móti hafa starfsmenn
meira að segja um vinnu-
tíma sinn, gerð vaktaplana
einfaldast og aðgangur að
vinnuskýrslum og áætluðu
vinnufyrirkomulagi batnar.
Starfsfólk getur sniðið vakt-
aplan að eigin þörfum, upp
að vissu marki, og öðlast
sveigjanleika sem áður fyrr
var ómögulegur.
Auðséð er að ekki er unnt
að gera öllum til geðs alltaf.
Þess vegna gefur kerfið
hverjum starfsmanni punkta
út frá því hversu oft hann
hefur fengið óskir sínar upp-
fylltar. Verði árekstur milli
óska skoðar kerfið stöðu
punktanna og veitir þeim
starfsmanni sem oftar hefur
þurft að sætta sig við mála-
miðlun forgang.
Kerfið hefur vakið mikla
athygli þau tvö ár sem það
hefur verið í notkun. Athygl-
in hefur jafnvel náð út fyrir
landsteinana en árangur af
notkun kerfisins var kynnt á
þingi hjúkrunarforstjóra í
Evrópu við góðar undirtekt-
ir.
Mestu máli skiptir að
hjúkrunarfræðingarnir
sjálfir séu ánægðir með
kerfið og geti nýtt sér kosti
þess. „Við bjuggumst við að
30-40 prósent starfsfólks á
hjúkrunardeildum myndu
nýta sér vaktaóskaleiðina en
samkvæmt könnun sem við
gerðum í lok árs 2004 er sú
tala 67 prósent,“ segir Elísa-
bet Guðmundsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur á LSH og ein
af umsjónarmönnum kerfis-
ins. „Þetta fer langt fram úr
vonum okkar og við erum
mjög ánægð með móttökurn-
ar. tryggvi@frettabladid.is
Réttindi eða forréttindi?
Nútíminn gerir kröfu um rétt til sveigjanlegs vinnutíma. Við viljum ráða hvenær við vinnum og hvernig. Á
sumum vinnustöðum er erfitt að koma þessu við og á það sérstaklega við um vaktavinnu. Til eru starfsstéttir
sem verða að standa vakt sína svo að hjól samfélagsins snúist óhindrað. Þar á meðal eru hjúkrunarfræðingar á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi (LSH).
Námskeið um um réttindi
og skyldur ríkisstarfs-
manna verður haldið á
vegum Starfsmenntar
Fræðsluseturs.
Starfsmennt Fræðslusetur
stendur fyrir námskeiði
um réttindi og skyldur rík-
isstarfsmanna. Meginvið-
fangsefni námskeiðsins er
að kynna hugmyndafræði
og reglur ríkisins gagnvart
starfsfólki, kynning á
lögum um réttindi starfs-
manna ríkisins ásamt því
að fjallað verður um lög
opinberra starfsmanna og
ýmis ákvæði laga sem þá
varða.
Stefnt verður að því að
þátttakendur námskeiðsins
öðlist betri skilning á stöðu
sinni sem ríkisstarfsmenn,
þekki hvert þeir geti leitað
réttar síns og hvar helstu
upplýsingar um helstu
álitamál má finna. Einnig
verður þátttakendum gert
ljóst samspil stefnu í ríkis-
rekstri og þróunar í laga-
ákvæðum og kjarasamn-
ingum. Að auki verða kynnt
starfsmannakerfi í öðrum
löndum.
Kennari á námskeiðinu
er Guðmundur H. Guð-
mundsson, sérfræðingur á
starfsmannaskrifstofu
fjármálaráðuneytisins.
Námskeiðið fer fram 13.
mars. Félagsmenn aðildar-
félaga Starfsmenntar geta
sótt námskeiðið endur-
gjaldslaust en aðrir þurfa
að greiða fimm þúsund
krónur.
Réttindi og skyldur
ríkisstarfsmanna
Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum gera kröfu um sveigjanlegan vinnutíma í takt við nútímann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki á Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Námskeið um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna hefur það að markmiði
að upplýsa opinbera starfsmenn um réttindi þeirra og skyldur á vinnu-
markaði.
Borgarfjörður er að breyt-
ast í frístundabyggð.
Þeim jörðum fækkar ört á
Vesturlandi sem hefðbund-
inn búskapur er stundaður á.
Í Stafholtstungum einum
hefur kúabúum fækkað á
einum áratug úr 20 niður í
þrjú eða fjögur, að sögn
Magnúsar Magnússonar, rit-
stjóra Skessuhorns sem birti
fróðlega grein um þetta efni
nýlega. Hann segir þau bú
sem eftir eru hins vegar hafa
stækkað að meðaltali. Jarðir
hafa selst nýlega í Borgar-
byggð á hátt í hundrað millj-
ónir hver og þá til annarra
nota en búreksturs. Með
þessu áframhaldi verður
héraðið að risastórri frí-
stundabyggð eftir nokkur ár.
Kúabúum
fækkar
Kúabændum fækkar vegna hækk-
andi verðs á landi.
Ferilskrá er mikilvæg þegar sótt er um nýtt starf. Það borgar
sig að setja allt sem talist getur góð reynsla á ferilskrána og eiga nokkur
eintök af henni.