Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2006, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 05.03.2006, Qupperneq 46
ATVINNA 16 5. mars 2006 SUNNUDAGUR Magnús Halldórsson hefur starfað sem sundlaugar- vörður í Árbæjarlaug í hálft ár. Magnús útskrifað- ist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í fyrra og tók til starfa í Árbæjarlauginni í lok síðasta sumars. „Þetta starf er mjög rólegt og gott, mér líkar mjög vel við þessa vinnu. Þetta snýst aðallega um að sitja í stól og horfa á fólkið synda, gæta þess að það fari sér ekki að voða,“ segir Magn- ús en helsta vandamálið sem hann hefur þurft að glíma við eru blóðnasir sem ungir krakkar fá þegar þeir eru með ærslagang í laug- inni. Að sögn Magnúsar fer ekkert mjög mikið fyrir hinum almenna íslenska sundlaugagesti. „Fólk á það þó til að mæta beint eftir vinnu og vera nokkuð pirrað og þreytt. Stundum gleyma menn sundskýlun- um sínum og þá reynum við eftir fremsta megni að bjarga því,“ segir Magnús sem fór um daginn á nám- skeið um hvernig aðstoða eigi börn og unglinga. „Fyrst þegar ég var að byrja þá fannst mér nokk- uð óþægilegt að vera innan um alla þessa nekt. Menn að koma til mín naktir og rétta mér körfur, ég var ekkert vanur því. Annars snýst þessi vinna aðallega um að vera mjög vel vak- andi og vera öllu viðbúinn,“ segir Magnús en hans uppá- halds viðskiptavinir eru þeir sem mæta eldsnemma. „Stundum þegar maður mætir á morgnana fyrir opnun eru menn sem bíða í bílunum sínum eftir að komast í sund, það er nokk- uð sérstakt. Annars eru þeir viðskiptavinir oftast þeir allra almennilegustu.“ Vel á verði í lauginni Heldur hefur dregið úr launamun breskra karla og kvenna. Þótt breskir karlar séu með 13 prósentum hærri laun að meðaltali en breskar konur, samkvæmt rannsókn frá hag- stofunni þar í landi, þá hefur heldur dregið saman með kynjunum. Könnunin var gerð í apríl á síðasta ári og hún sýndi að launamunurinn hafði minnkað um 1,5 pró- sent á einu ári því árið 2004 mældist hann 14,5 prósent. Miðað er við tímakaup fólks í fullu starfi. Þegar borið er saman tímakaup kvenna í hlutastörfum og karla í full- um störfum þá breikkar hins vegar bilið og verður 40 pró- sent. Lög um jöfn laun kynj- anna tóku gildi í Bretlandi árið 1975. Þá var 30 prósenta munur á þeim. Árið 1998 var launamunurinn kominn í 17,4 prósent en er núna 13 pró- sent eins og áður sagði, svo þróunin er í rétta átt þó að hægt miði. Sjá www.vr.is. Launamunur minnkar í Bretlandi Vinnueftirlitið uppfærði í byrjun febrúar eyðublað sem nota á til að tilkynna vinnuslys. Eyðublaðið hefur verið sam- ræmt nýju slysaskráningar- kerfi Vinnueftirlitsins en hægt er að nálgast það hjá aðal- og umdæmisskrifstof- um vinnueftirlitsins og á heimasíðu þess, www.vinnu- eftirlit.is. Vinnuslys eru óvæntir atburðir í tengslum við vinnu sem valda áverkum, heilsutjóni eða dauða. Ef vinnustaðir halda vinnu- slysaskrá er auðveldara að sjá í hvaða starfi og við hvaða aðstæður vinnuslys verða helst. Lögum sam- kvæmt ber atvinnurekanda að tilkynna um slys sem valda dauða eða fjarveru frá vinnu í einn dag auk slysadagsins. Ef starfsmað- ur hefur orðið fyrir varan- legu heilsutjóni á að til- kynna Vinnueftirlitinu um það innan sólarhrings svo unnt sé að gera vettvangs- rannsókn. Einnig á að skila inn skriflegri tilkynningu um það áður en vika er liðin og er eyðublaðið notað til þess. Ekki er lengur tekið við eldri útgáfum af eyðublað- inu. Slys á að tilkynna HÓTEL LOFTLEIÐIR Matreiðslumaður Okkur vantar dugmikinn matreiðslumann (sveinspróf í matreiðslu) til framtíðarstarfa á hótelið. Mjög fjölbreytt matreiðsla fer fram hér á hótelinu. Upplýsingar gefur Reynir í síma 444-4052 eða e-mail reynirm@icehotel.is Ritara vantar við Sunnulækjarskóla á Selfossi Starf skólaritara Sunnulækjarskóla á Selfossi er laust til umsóknar. Auk almennra ritarastarfa og símsvörunar sinnir skólaritari fjölbreyttum verkefnum varðandi innkaup, skráningu barna í ýmsa þjónustu, grunnvinnu reikningagerðar, eftirlit með greiðslum og aðra bókhaldstengda vinnu. Ritari veitir foreldrum, nemendum og starfsmönnum skólans þjónustu. Ritari þarf að hafa góða hæfni í samskiptum, góða skipulagshæfileika, vera fær um að vinna sjálfstætt að verkefnum og hafa þekkingu og reynslu af tölvuvinnu. Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Birgir Edwald í síma 480-5400 eða tölvupósti, birgir@sunnulaek.is. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2006. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Sunnulækjarskóla, Norðurhólum 1 á Selfossi. Skólastjóri KÓPAVOGSBÆR LAUS STÖRF Félagsþjónusta Kópavogs: • Aðstoð við heimilisstörf • Félagsleg heimaþjónusta • Starf á sambýli aldraðra Skjólbraut • Störf við liðveislu Íþróttamiðstöðin Versalir: • Laugar/baðvarsla karla 100% starf • Baðvarsla kvenna 100% starf • Baðvarsla karla 85% starf GRUNNSKÓLAR KÓPAVOGS: Digranesskóli: • Forfallakennari í 3 mánuði Hjallaskóli: • Danskennari • Stundakennari í forföll Kársnesskóli: • Gangavörður/ræstir 50% starf Kársnesskóli íþróttahús: • Baðvarsla stúlkna Kópavogsskóli: • Íþróttakennari Lindaskóli: • Smíðakennari Smáraskóli: • Forfallakennari í stundakennslu LEIKSKÓLAR KÓPAVOGS: Álfaheiði: • Matráður Álfatún: • Deildarstjóri, sérkennslustjóri, leikskólakennari Dalur: • Leikskólakennari, matráður, starfs- maður í eldhús, kennari í listaskála Fagrabrekka: • Sérkennslustjóri Fífusalir: • Deildarstjóri, leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi, ræsting Grænatún: • Leikskólakennari Kópasteinn: • Leikskólakennari v/sérkennslu á deild Marbakki: • Aðstoð í eldhús Rjúpnahæð: • Leikskólakennari Smárahvammur: • Leikskólasérkennari KYNNIÐ YKKUR BETRI KJÖR Í KÓPAVOGI Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is Íslenskukennsla á unglingastigi Vegna forfalla vantar Réttarholtsskóla íslenskukennara á unglingastig fram til vors. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 5532720 Magnús Halldórsson, sundlaugarvörður í Árbæjarlaug. Er þörf á jafnrétti? var spurt á íslenska kvennafrídaginn. Svarið hlýtur að vera já. Sé réttur búnaður notaður minnka líkurnar á slysi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.