Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 58

Fréttablaðið - 05.03.2006, Síða 58
 5. mars 2006 SUNNUDAGUR28 VISSIR ÞÚ... ..að fuglar voru fyrst ræktaðir sem gæludýr fyrir um 4.000 árum? ...að páfagaukar voru mikils metin gæludýr í Grikklandi til forna? ...að árið 1493 kom Kristófer Kól- umbus með tvo kúbverska Amason- páfagauka til Evrópu? Þeir voru gjöf til Isabellu Spánardrottningar. ...að á 16. öld átti Hinrik VIII Eng- landskonungur afrískan grápáfa? ...að það eru til 358 mismunandi páfagaukstegundir? ...að sumir páfagaukar geta orðið allt að 100 ára gamlir? ...að fyrstu heimildir um gullfiska sem gæludýr eru frá Kína? Þær eru frá 9. öld. ...að gullfiskar voru ekki notaðir sem gæludýr innandyra fyrr en á 19. öld? ...að árið 1162 gaf kínverski keisarinn þá skipun að aðeins meðlimir keisarafjölskyldunnar mættu eiga gullfiska? Gulur var keisaralegur litur og það var móðgun við keisarann að almenningur ætti gula (gull) fiska. Flestir gullfiskar í almannaeign voru drepnir. ...að fyrsti gullfiskurinn kom til Evrópu árið 1611? Það gerðist í Portúgal. ...að fyrsti gullfiskurinn kom til Amer- íku árið 1874? ...að gullfiskar lifa villtir allt frá Aust- ur-Evrópu til Kína? ...að þeir geta orðið allt að 60 cm langir og 3 kíló að þyngd? Flestir fiskar í búrum ná aðeins helming þessar stærðar. ...að langlífasti gullfiskur í heimi varð 41 árs? ...að gullfiskar verða sjaldnast meira en 6-8 ára í fiskabúrum? Orsökin er að búrin eru yfirleitt of lítil. ...að árið 1939 tóku nemendur Harvard-háskóla upp á því að gleypa gullfiska sem vígsluathafnir inn í ýmsa klúbba? Þetta varð vinsælt og viðgekkst í nokkra áratugi. ...að í Róm er bannað að gefa gullfiska, og í raun öll önnur dýr, sem verðlaun í skemmtigörðum og tívolíum? ...að í Róm er einnig bannað að hafa gullfisk í gullfiskakúlu? Það þykir ómannúðlegt. Dansari frá Kenía á Þjóðahátíð Alþjóðahússins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SJÓNARHORN Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er nýbúin í fæðingarorlofi og segir að á meðan á því stóð hafi allir dagar verið eins og sunnudagar. Nú eru sunnu- dagar hins vegar bara einu sinni í viku hjá henni. Best: „Það sem mér finnst best við sunnudaga eru rólegheitin og hádegis- maturinn hjá mömmu.“ Verst: „Það sem mér finnst verst við sunnudaga er hvað þeir eru fljótir að líða,“ segir Vigdís Hrefna. SUNNUDAGAR Gott að vera í rólegheitum VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR LEIKKONA VILL VERA Í RÓLEGHEITUM Á SUNNU- DÖGUM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ALLT er n‡ vöru- og fljónustu- skrá á visir.is. ALLT er líka í síma 1850 og í vor ver›ur ALLT bók- inni dreift til landsmanna. ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.