Fréttablaðið - 05.03.2006, Side 66
5. mars 2006 SUNNUDAGUR30
baekur@frettabladid.is
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
> SKRIFAR UM BÓKMENNTIR
„Frá upphafi hafa mennirnir notað guð til að réttlæta
það sem er óréttlætanlegt.“
- Salman Rushdie: Söngvar satans
Skáldsagan Söngvar satans eftir indversk ættaða rithöfundinn
Salman Rushdie kom út í september 1988. Rushdie var þá orðinn
þekktur höfundur í hópi bókmenntafólks, einkum fyrir skáldsögu
sína Miðnæturbörn, og þetta nýja verk hans hlaut yfirleitt góða
dóma og viðurkenningar, meðal annars Whitbread verðlaunin sem
næst ganga Booker verðlaunum að virðingu í hinum enskumæl-
andi heimi.
En þegar leið á haustið tók að bera á andúð á bókinni meðal
múslíma og snemma vetrar var hún bönnuð í mörgum löndum,
fyrst á Indlandi, síðan í Suður-Afríku og víðar. Efnt var til and-
mæla í íslömskum löndum og sums staðar brutust út óeirðir sem
færðust í aukana næstu misseri, og kostuðu reyndar fjölda manns
lífið. Mómælendur voru nú ekki endilega lesendur verksins.
Söngvarnir eru fremur flókið bókmenntaverk, ævintýraleg ýkju-
saga þar sem ótal þráðum er fléttað saman í anda þess sem stund-
um er kallað töfraraunsæi. En þeir sem efndu til æsings gegn bók-
inni og höfundinum báru einatt fyrir sig að þar má finna
ádeilukennda skopgervingu spámannsins Múhameðs sem fer á
víxl með guðsorð og vers frá satan sjálfum.
Slíkt álitu margir múhameðstrúarmenn guðlast og það varð
Khomeini erkiklerki í Íran tilefni til að dæma höfundinn til dauða
með sérstakri yfirlýsingu, fatwa, í febrúar 1989. Þetta var auðvit-
að fáheyrður atburður, að leiðtogi eins ríkis dæmdi borgara ann-
ars ríkis til dauða fyrir skrif sín og lagði auk þess fé til höfuðs
honum (í upphafi eina milljón dollara). Dómur Khomeinis náði
reyndar ekki bara til höfundarins, heldur til allra útgefenda verks-
ins, „sem kunnugt væri um innihald þess“ einsog segir í yfirlýs-
ingu hans. Síðan sagði: „Ég hvet alla trúaða múslíma til að taka þá
sem fyrst af lífi, hvar sem til þeirra næst, svo enginn vogi sér að
að svívirða helga dóma íslams.“
Yfirlýsing Khomeinis var tekin einsog hún var meint – bókstaf-
lega. Rushdie fór huldu höfði í tíu ár og hans er reyndar enn gætt
af lífvörðum. Japanskur þýðandi verksins var myrtur 1991 og
ítalskur þýðandi særður illa sama ár. Árið 1993 varð einn þekktasti
bókaútgefandi Norðurlanda, William Nygaard, forstjóri Asche-
houg félagsins norska, fyrir lífshættulegri skotárás við heimili sitt
sem oftast hefur verið rakin til þessa máls, þótt það hafi ekki sann-
ast; en hann hafði beitt sér mjög fyrir Rushdie á alþjóðavettvangi.
Söngvar satans komu út á íslensku haustið 1989 hjá Máli og menn-
ingu, í þýðingu Árna Óskarssonar og Sverris Hólmarssonar. Dauða-
dómur Khomeinis náði að sjálfsögðu líka til okkar íslenskra
aðstandenda útgáfunnar, en sem betur fer hafði það enga raun-
verulega merkingu.
Þrátt fyrir mikil alþjóðleg mótmæli sátu stjórnvöld í Íran við
sinn keip og 1997 var upphæðin sem lögð hafði verið til höfuðs
Rushdie tvöfölduð. Árið 1998, eftir tíu ára baráttu, lýsti ríkisstjórn
Íran því loks yfir að hún hygðist ekki framfylgja dauðadómnum né
hvetti hún neinn til þess. Hins vegar hafa margir aðilar í Íran hald-
ið fatwa Khomeinis til streitu; enn er hverjum þeim heitið fé sem
myrðir Rushdie, og hinir svonefndu byltingarvarðliðar í landinu
ítrekuðu dauðadóminn síðast í febrúar 2005.
William Nygaard (sem hefur nokkrum sinnum komið til Íslands
og heimsótti t.d. bókmenntahátíðina hér í haust sem leið) hefur
auðvitað verið spurður álits á því sem gerst hefur í framhaldi af
birtingu skopteikninganna í Jyllandsposten í september. Hann
hefur verið hófsamur á yfirlýsingar í því sambandi. Þótt enginn
vafi geti leikið á réttinum til að birta teikningarnar finnst honum
það ekki skynsamlegt. Vegna alls þess sem gengið hefur á í veröld-
inni undanfarin ár sé mikilvægara að efna til samræðu við mús-
líma heldur en særa þá (sjá til dæmis Vårt land 4. febrúar). Nyga-
ard bendir á að barátta Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi
um margt gert illt verra í samskiptum við íslömsk ríki. Nú skipti
mestu máli að byggja brú milli þessara ólíku menningarheima og
þá verði aðilar að sýna hvor öðrum virðingu.
Þetta er auðvitað skynsamlegt út af fyrir sig en fær ekki breytt
þeirri staðreynd að hér er líka tekist á um grundvallaratriði. Enda
er svar Nygaards við því hvort hann myndi gefa út Söngva satans
aftur, skýrt og einfalt: já. Og þarna er vandinn með tjáningarfrels-
ið: Það er vissulega ekki altækt, en það er heldur ekki afstætt – það
leyfir líka hið óskynsamlega. Eða einsog Rushdie sagði í viðtali
fyrir nokkrum árum: Tjáningarfrelsið hættir að vera til ef við
erum svipt réttinum til að móðga fólk.
Deilan um Rushdie
„Það er furðulegt að þegar börn fæðast
eru foreldrarnir svo blindaðir af gleði að
þeir gefa engan gaum þeirri
áhættu og óvissu sem því
fylgir að eignast barn.“
- Bernardo Carvalho er leiðinlega bölsýnn í
bókinni Níu nætur þegar hann lýsir hugarástandi
nýbakaðra foreldra.
> Bók vikunnar
Níu nætur eftir Bernardo Carvalho
Níu nætur er ein
af fyrstu bókunum
í vorbókaflóði
Bjarts. Árið 1939
sviptir mannfræð-
ingurinn Buell
Quain sig lífi í
frumskógum Bras-
ilíu þar sem hann
hafði verið við
störf. Brasilískur
rithöfundur rekst
á nafn Quains
62 árum síðar og
hefur martraðarkennda leit að stað-
reyndum um dauða Quains. Þetta er 38.
bókin sem kemur út í Neon-bókaflokki
forlagsins en hann er helgaður nýjum
og nýútgefnum erlendum skáldverkum í
fremstu röð.
Fulltrúar Landsbankans og Nýhil undir-
rituðu í vikunni, að viðstöddum Björ-
gólfi Guðmundssyni, samning sem felur
í sér að bankinn kaupir tæplega 1.200
bækur úr ritröðinni Norrænar bók-
menntir. Um er að ræða 130 áskriftir
í seríu 9 bóka, en fyrstu fjórar komu út
síðasta nóvember: Gamall þrjótur, nýir
tímar eftir Örvar Þóreyjarson Smára-
son, Gleði og glötun eftir Óttar Martin
Norðfjörð, Rispa jeppa eftir Hauk Má Helgason og
Blandarabrandarar eftir Eirík Örn Norðdahl. Næstu
fimm koma svo út í apríl, en þær eru eftir Þórdísi
Björnsdóttur, Steinar Braga, Val Brynjar Antonsson,
Kristínu Eiríksdóttur og Ófeig Sigurðsson. Bankinn
mun síðan gefa öllum bókasöfnum í framhaldsskól-
um og á landsbyggðinni bækurnar.
Hugmyndin að þessu samstarfi sem felur í sér bætt
aðgengi landsbyggðarfólks að því sem er að gerast
í ljóðlist ungskálda kviknaði í desember. Þá sagði
Viðar Þorsteinsson hjá Nýhil að oft væri talað um
gjá milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar
en Nýhil ætti erindi við alla Íslend-
inga. „Það er hins vegar margt sem
gerir það erfitt að brúa bilið þarna á
milli, til dæmis er það sem við erum að
gera ekki ofarlega á forgangslista minni
bókasafna með takmörkuð fjárráð.
Þessi samningur gerir okkur því kleift
að ná til fleiri.“
Þá sagði Viðar einnig að það væri viss
mótsögn fólgin í því að grasrótarhreyf-
ing eins og Nýhil reiði sig á fjármálafyrirtæki til að
halda sér við. „Það er að vissu leyti einkenni á okkar
samtíma. Íslensk grasrótarlist verður sífellt háðari
stórfyrirtækjum, Klink og Bank er besta dæmið um
það. Á meðan ríkið sinnir þessum geira ekki hafa
fjármálafyrirtæki áttað sig á að það er heilmikið vit
í því að styrkja grasrótarlist. Þótt við deilum ekki
endilega markmiðum og hugmyndum þessara
stofnana getum við nýtt okkur þá hagsmuni sem
fara saman. Það getur vissulega verið áhættusamt
og hvort þetta dragi úr okkur tennurnar eða ekki
verður tíminn að leiða í ljós.“
Landsbankinn kaupir 1.200 bækur
HEILDARLISTI
1 ÍSLANDSATLASHANS H. HANSEN
2. SUMARLJÓS, OG SVO KEMUR NÓTTINJÓN KALMAN STEFÁNSSON
3 ÍSLENSKUR STJÖRNUATLASSNÆVARR GUÐMUNDSSON
4 MYNDIN AF PABBA - SAGA THELMUGERÐUR KRISTNÝ
5 LOST IN ICELAND SIGURGEIR SIGURJÓNSSON
6 ÞRIÐJA TÁKNIÐYRSA SIGURÐARDÓTTIR
7 109 JAPANSKAR SUDOKU - NR. 2GIDEON GREENSPAN
8 SAGAN AF BLÁA HNETTINUMANDRI SNÆR MAGNASON
9 VIÐ ENDA HRINGSINSTOM EGELAND
10 FYRSTA ORÐABÓKIN MÍNRICHARD SCARRY
LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA
22.02.06 - 28.02.06 Í PENNANUM EYMUNDS-
SON OG BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR.
METSÖLULISTI
Bækur um forn-gríska
stærðfræðinga og mesta
vatnsfall Íslands báru af
öðrum fræðiritum síðasta
árs, að mati Hagþenkis sem
verðlaunaði höfunda bók-
anna á föstudag.
Hagþenkir - félag höfunda fræði-
rita verðlaunaði tvo höfunda fyrir
verk sín við hátíðlega athöfn á
föstudag. Jón Þorvarðarson fékk
viðurkenningu fyrir bók sína Og
ég skal hreyfa jörðina, sem fjallar
um sögu forngrísku stærðfræð-
inganna, en Helgi Hallgrímsson
fékk viðurkenningu fyrir bók sína
Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands
sem fjallar um náttúru og sögu
Lagarfljóts.
Bækur Jóns og Helga voru í
hópi tíu fræðirita sem út komu á
síðasta ári og viðurkenningarráð
Hagþenkis tilnefndi til verðlauna.
Í umsögn ráðsins segir að Jón og
Helgi hljóti verðlaunin fyrir „að
hafa skilað hafa skilað flóknum
fræðum og torræðum viðfangs-
efnum á ljósan og lifandi hátt til
lesenda bóka sinna og opnað þeim
sýn inn í fjölbreyttan heim vís-
indasögu, reiknilistar, raungreina
og átthagafræði.“
„Þessi viðurkenning staðfestir
það fyrir mér að það var rétt
ákvörðun fyrir fimm árum síðan
að ráðast í það verk að skrifa sögu
stærðfræðinnar,“ segir Jón Þor-
varðarson. „Það sem ýtti mér af
stað á sínum tíma var að það hafði
ekkert verið skrifað að ráði um
sögu stærðfræðinnar. Ég er stærð-
fræðikennari og reyni að krydda
kennsluna með sögulegum fróð-
leik og það hefur vakið áhuga
nemenda að heyra sögur af mönn-
um eins og Pýþagórasi og Arki-
medes.“
Jón segir að ritun verksins hafi
verið löng og erfið. „Ég sótti um
styrki á ótal stöðum og mætti litl-
um skilningi og í hvert skipti
þurfti ég að endurmeta mína
stöðu; átti ég að fresta bókinni þar
til ég fengi styrk, eða átti ég að
minnka við mig vinnu til að geta
unnið að henni? Svo fór að ég lagði
niður vinnu síðasta árið til að geta
unnið að bókinni. Hún hefur því
kostað miklar fórnir, en það má
segja að þessi verðlaun séu hugg-
un harmi gegn og ég er virkilega
þakklátur fyrir þau.“
Helgi Hallgrímsson grasafræð-
ingur er að sama skapi ánægður.
„Það er alltaf gaman að fá verð-
laun, en það er fyrst og fremst
verið að verðlauna bókina, ekki
mig.“ Nokkurra ára vinna liggur
að baki bókinni, en Helga fannst
aðkallandi að koma henni út sem
fyrst, þar sem til stendur að breyta
Lagarljóti á næstu árum. „Mér
fannst mikilvægt að sýna hvað
það hefur til að bera og reyndi
eins og ég gat að gera bókina
aðgengilega, þannigað bæði leikir
og lærðir gætu notið.“
bergsteinn@frettabladid.is
Opna sýn í flókinn heim
VERÐLAUNAHAFARNIR Helgi Hallgrímsson og Jón Þorvarðarson taka við verðlaunum úr hendi Sverris Jakobssonar, formanns Hagþenkis.
FRÉTTABLAÐIÐ/ HARI
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI