Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 4
4 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR SAMEININGAR Sveitarfélögum mun fækka um hartnær fjórðung á yfirstandandi kjörtímabili sveit- arstjórna; úr 105 fyrir fjórum árum í 80 að loknum kosningum í vor. Þann 8. apríl kjósa íbúar Þórs- hafnarhrepps og Skeggjastaða- hrepps um sameiningu og verði hún samþykkt verða sveitarfélög- in 79 talsins. Samhliða sveitar- stjórnarkosningunum 27. maí næstkomandi munu íbúar sjö sveitarfélaga kjósa um ný nöfn á sameinuð sveitarfélög. - kk Sameining sveitarfélaga: Fækkar um nærri fjórðung EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Ríkisstjórn- ir Evrópusambandsríkjanna hafa að mestu leyti komið sér saman um að senda 1.500 manna herlið til Kongó til að styrkja raðir frið- argæsluliðs Sameinu þjóðanna þar í kringum kosningar sem fram fara í þessu stríðshrjáða landi í sumar. Liðið er sent í nafni sameigin- legrar utanríkis- og öryggismála- stefnu ESB. Fyrir liggur að Þjóð- verjar munu fara fyrir herliðinu en hermenn frá Frakklandi, Spáni, Póllandi og fleiri löndum munu skipa raðir þess. Þjóðverjar leggja áherslu á að leiðangurinn verði takmarkaður við fjóra mánuði. ■ Friðargæsla í Kongó: Þjóðverjar fara fyrir ESB-liðiBandaríkjadalur 69,67 70,01 Sterlingspund 121,8 122,4 Evra 84,54 85,02 Dönsk króna 11,328 11,394 Norsk króna 10,632 10,694 Sænsk króna 9,022 9,074 Japanskt jen 0,5963 0,5997 SDR 100,63 101,23 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 21.3.2006 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA Gengisvísitala krónunnar 118,1098 ALÞINGI Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráð- herra, hefur verið leyst undan þingstörfum. Hún var varamaður Guð- jóns Ólafs Jónssonar, Framsóknarflokki, sem fékk fast þing- sæti við brotthvarf Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Sæti Sæunnar tekur Fanný Gunn- arsdóttir kennari. Sæunn bað um lausn þar sem hún væri önnum kafin í heilbrigðisráðuneytinu. - gag Sæunn Stefánsdóttir af þingi: Kallað í þriðja varamann SÆUNN STEF- ÁNSDÓTTIR VIÐSKIPTI Danske Bank sendi í gær frá sér skýrslu þar sem dregin er upp svört mynd af íslensku efna- hagslífi og spáð kreppu á þessu ári eða næsta. „Við skoðum vísbend- ingar sem snemma koma fram um fjármálakreppu og komumst að þeirri niðurstöðu að horfur á Íslandi séu verri á nærri öllum sviðum en voru í Taílandi fyrir kreppuna þar árið 1997 og aðeins örlítið betri en í Tyrkandi fyrir kreppuna 2001,“ segir í skýrsl- unni. Sérfræðingar greiningardeilda íslensku bankanna segja Danske Bank virðast vera að falla í sömu gryfju og erlendar greiningar- deildir hafa áður gert með því að setja skuldir þjóðarinnar í sam- hengi við verga landsframleiðslu. „Í skýrslunni kemur fram nokkur vanþekking og þeir draga svaka- legar ályktanir út frá haggögnum sem þeir hafa náð í án þess að huga nokkuð að því hvað þar ligg- ur að baki,“ segir Snorri Jakobs- son, sérfræðingur á greiningar- deild Kaupþings banka, og bendir á að strax í upphafi skýrslunnar sé sleginn sá varnagli að bankinn hafi ekki áður fjallað um íslenska hagkerfið. Þá sendi sendiráð Íslands í Danmörku frá sér frétta- tilkynningu þar sem styrk staða íslensku bankanna er áréttuð. Ólafur Ísleifsson, hagfræðing- ur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist veigra sér við að kalla skrif Danske Bank skýrslu eða álit. „Plaggið er óvenjulega stóryrt,“ segir hann og bendir á að höfund- ar þess segist sjálfir ekki vera sérfræðingar í aðstæðum á Íslandi. „Og þeir virðast standa undir þeirri fullyrðingu.“ Ólafur segir bankann taka aug- ljósar staðreyndir, líkt og að hér sé þanið hagkerfi og að ákveðinn misbrestur hafi átt sér stað í efna- hagsstjórn sem ekki hafi stutt nægilega peningamálastefnu Seðlabankans og leggja út á versta veg með samanburði við lönd á borð við Taíland og Tyrkland þar sem grundvallaraðstæður á borð við skipan gengismála og þróunar- stig í efnahagsmálum hafi verið allar aðrar. Ólafur bendir á að spá Danske Bank um 5 til 10 prósenta lækkun á hagvexti næstu tvö ár sé ekki studd neinum gögnum og gangi þvert á allar spár hér heima, til dæmis fjármálaráðuneyti og Seðlabanka. „Einnig vekur athygli að Danske Bank virðist ekki hafa tekið eftir að Standard og Poors‘s hefur nýlega staðfest lánshæfis- einkunn sína fyrir Ísland með stöðugum horfum. Eins hafa Moody‘s og Fitch nýlega staðfest háar einkunnir sínar fyrir íslensku bankana.“ olikr@frettabladid.is FRÁ KAUPMANNAHÖFN Í skýrslu sem Danske Bank sendi frá sér í gær segir að íslenskir bankar standi frammi fyrir fjárhagslegum mótbyr og brást sendiráð Íslands við með því að senda út fréttatilkynningu þar sem áréttuð er styrk staða þeirra og lánshæfismat. Danske Bank spáir kreppu hér á árinu Yfirvofandi er efnahagskreppa á Íslandi og samdráttur í hagvexti, ef marka má nýja greiningu Danske Bank. Óvenjulegt plagg með nálægt því rætnum vanga- veltum, segir Ólafur Ísleifsson hagfræðingur. Krónan og hlutabréf lækkuðu í gær. VIÐSKIPTI Á aðalfundi FL Group spurði Vilhjálmur Bjarnason hlut- hafi hvort þriggja milljarða greiðsla hefði verið millifærð af reikningum fyrirtækisins í lok júní í þágu annarra aðila en félagsins. Greindi Jón S. Helgason, end- urskoðandi frá KPMG Endurskoð- un, að fyrirtækið hefði kannað stórar útborganir af bankareikn- ingum FL Group á umræddu tíma- bili og ekki fundið neinar slíkar greiðslur á þessum tíma. FL Group stundar miklar fjárfestingar og allar þær útborganir sem nýttar voru til slíkra verkefna skiluðu sér aftur með eðlilegri ávöxtun innan skamms tíma. Stjórnendur FL Group horfa til þess að 50-80 prósent af fjárfest- ingum félagsins verði með þeim hætti að félagið taki þátt með virk- um þætti í stjórnun þeirra fyrir- tækja sem fjárfest er í. Í máli Skarphéðins Bergs Steinarssonar, stjórnarformanns FL Group, kom fram að félagið horfi meðal ann- ars til fjárfestinga í fjölmiðlum og fjarskiptum. Skarphéðinn sagði að mikil- vægt væri að geta útskýrt starf- semi fyrirtækisins. „Það blasir við að FL Group, rétt eins og bankarn- ir og íslensk fjármálafyrirtæki í örum vexti á erlendum mörkuð- um, þarf að auka gegnsæi í starf- semi sinni og hvers kyns upplýs- ingagjöf.“ - eþa KPMG Endurskoðun hf. kannaði háar millifærslur af reikningum FL Group: Engar óeðlilegar greiðslur Þriggja mánaða fangelsi Síbrota- maður var í gær dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þjófnað á málverki annars vegar og skjalatösku hins vegar. Maðurinn játaði brot sín skýlaust. Lamdi í leigubíl Maður var dæmdur til greiðslu 45 þúsund króna til ríkissjóðs fyrir að berja þrisvar í rúðu leigubíls í miðbæ Reykjavíkur svo tjón varð á bílnum. Bótakröfu leigubílstjórans var hafnað. HÉRAÐSDÓMUR Hættir á Morgunblaðinu Hallgrím- ur Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, greindi frá því á aðalfundi félagsins að hann hefði ákveðið að óska eftir starfslokum. Stjórnin féllst á beiðni hans en hann sinnir starfinu þangað til nýr fram- kvæmdastjóri verður ráðinn. MANNABREYTINGAR Hækkar um rúman helming Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur lagt fram frumvarp um að lágmark virðisaukaskatts á atvinnustarfsemi verði hækkað úr 220 þúsundum í 500 þúsund. Íslenska veltumarkið sé töluvert lægra nú en á Norðurlöndunum utan Svíþjóðar, þar sem það sé ekkert. ALÞINGI SKARPHÉÐINN BERG STEINARSSON Stjórn- arformaður FL Group sagði félagið meðal annars horfa til fjárfestinga í fjölmiðlum. HVÍTA-RÚSSLAND, AP Alexander Mil- inkevitsj, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hvatti stuðningsmenn sína til að halda mótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna áfram af fullum krafti. „Við munum halda okkur hér fram á 25. (mars), en þá munum við fylkja liði til að berjast fyrir framtíð okkar,“ sagði Milinkevitsj er hann ávarpaði mótmælendur á aðaltorgi Minsk í gær, á þriðja degi mótmælanna. Þann 25. mars minnast Hvít-Rússar fyrstu sjálf- stæðisyfirlýsingar landsins frá árinu 1918, en hefð er fyrir því að andstæðingar Lúkasjenkos komi saman á þessum degi. ■ Andstæðingar Lúkasjenkos: Mótmælendur hvattir til dáða MEÐ BANNAÐAN FÁNA Einn af stuðn- ingsmönnum Milinkevitsj sveipaði um sig gamla hvít-rússneska fánanum, sem Lúkasjenkó hefur bannað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.