Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 24

Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 24
MARKAÐURINN 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Ljóst er að starfsemi fjármála- fyrirtækja hér stendur traustum fótum, segja Samtök banka og verðbréfafyrirtækja og benda á að næmni lánveitinga fjár- málakerfisins fyrir sveiflum í íslenska hagkerfinu minnki eftir því sem atvinnulífið verði alþjóðlegra. Samtökin tóku saman grein- ingu á áhættu bankanna eftir því hvort lán þeirra tengdust fyrir- tækjum með tekjur í innlendri eða erlendri mynt. „Niðurstaðan sýnir að í hefðbundinni grein- ingu væri erlend starfsemi bankanna að meðaltali 35 til 74 prósent, eða 57 prósent að vegnu meðaltali. Þegar tekið er tillit til íslenskra fyrirtækja með starf- semi erlendis er áhætta íslenska bankakerfisins vegna erlendrar starfsemi hins vegar að með- altali á bilinu 62 til 84 prós- nent. Þannig nemur raunveruleg erlend áhætta að meðaltali fyrir bankakerfið í heild 73 prósent- um og innlend áhætta því aðeins 27 prósentum,“ segja samtökin. „Skuldastöðu íslenska banka- kerfisins ber því að meta í ljósi mikillar alþjóðlegrar starfsemi bankanna sjálfra sem og stærstu viðskiptavina þeirra,” segja Samtök banka og verðbréfa- fyrirtækja og benda á að þjóð- hagslegt gildi fjármálaþjónustu hafi aukist verulega síðustu ár, framlag til vergrar landsfram- leiðslu hafi aukist úr um fjór- um prósentum árið 1998 í um átta prósent nú, sem sé jafnhátt framlagi sjávarútvegs til lands- framleiðslu. - óká Innlend áhætta er minnsti hlutinn Heildaráhætta útlána bankanna er að stærstum hluta tengd erlendri starfsemi og lánum. Straumur-Burðarás er orð- inn þriðji stærsti hluthaf- inn í skipafélaginu Camillo Eitzen (CECO) sem er skráð í Kauphöllina í Osló. Markaðsverð félagsins er rétt um 27 milljarðar króna þannig að fimm prósenta hlutur Straums er um 1,4 milljarða virði. Camillo Eitzen hefur vaxið hratt á síðustu misserum í kjöl- far yfirtaka á öðrum félaögum. Fyrirtækið skilaði fimm millj- arða hagnaði á síðasta starfsári og jókst hann um tæp 40 prósent á milli ára. Tekjur félagsins námu 35 milljörðum króna á síðasta ári sem var fimmtungs- hækkun frá fyrra ári. Félagið beinir starf- semi sinni að gas- og efna- iðnaði, gámaflutningum og stundar auk þess víð- tæka fjárfestingarstarf- semi innan skipaiðnaðar- ins. Sem dæmi um mikil umsvif Camillo Eitzen í yfirtökum og samrunum má nefna að um næstu mánaðamót sameinast renna dótturfélagið TESMA Holding og Strömme í eitt félag sem fær nafnið Eitzen Maritime Service. Nýja félagið verður að 55 prósentum hluta í eigu CECO. - eþa Kaupir í Camillo Eitzen Fyrir aðalfund hátæknifyrir- tækisins Flögu Group, sem er skráð í Kauphöllina, liggur fyrir tillaga að stjórnarmenn fái einn Bandaríkjadal í laun fyrir störf sín á síðasta ári. Einn dalur sam- svarar um sjötíu krónum. Aðalfundur fyrirtækisins er haldinn á morgun, fimmtudag, en fyrir honum liggur jafnframt tillaga um að stjórnarlaun verði 600 þúsund krónur á þessu ári. Hlutabréf í Flögu hafa lækkað um fjörutíu prósent á einu ári. - eþa Einn dalur á hvern haus ÞÓRÐUR MÁR JÓHANNESSON FORSTJÓRI S K I P T I N G Ú T L Á N A Í S L E N S K U V I Ð S K I P T A B A N K A N N A ■ Erlendir viðskiptamenn og innlendir við skiptamenn með eignir í erlendri mynt. ■ Lán í íslenskum krónum. 27% 73% Óli Kristján Ármannsson skrifar Á aðalfundi Verðbréfaþings hf. sem haldinn var 16. mars kom fram að síðasta ár hefði verði metár í sögu Kauphallar íslands. Verðbréfaþing er eignarhalds- félag sem stofnað var sumarið 2002, en undir það heyra Kauphöll Íslands hf. og Verðbréfaskráning Íslands hf. Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórnarformað- ur Verðbréfaþings, upplýsti að hlutabréfaviðskipti hefðu verið fyrir 1.202 milljarða króna, meiri en nokkru sinni fyrr. Úrvalsvísitalan hækkaði um 65 prósent og sló með því fyrra met frá árinu 1996. Þá var heildarvelta skuldabréfa sú næstmesta frá upphafi, 1.322 milljarðar króna, og velta á einum ársfjórðungi sú mesta frá byrjun, 507 millj- arðar króna. Kosin var ný stjórn Verðbréfaþings hf. Við stjórn- arformennskunni tók Friðrik Jóhannsson, varafor- maður er Ingólfur Helgason og ritari stjórnar Þorgeir Eyjólfsson. Auk þeirra voru kosin í stjórn Tryggvi Pálsson, Óttar Pálsson, Finnur Sveinbjörnsson, Yngvi Örn Kristinsson, Halla Tómasdóttir og Gylfi Magnússon. Varamenn eru Björgólfur Jóhannsson, Jafet Ólafsson, Haukur Hafsteinsson, Tómas Örn Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Finnur Reyr Stefánsson, Sævar Helgason, Ágúst H. Leósson og Vilhjálmur Bjarnason. Samþykkt var á fundinum að stjórnarmenn fengju greiddar fyrir setuna 60.000 krónur á mánuði og stjórnarformaður 120.000 krón- ur. Varamenn fá greiddar 30.000 krónur fyrir hvern fund sem þeir sitja. Auk Bjarna létu af stjórnarsetu Þorkell Sigurjónsson og Ragnhildur Geirsdóttir. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup hallar innar, segir stefnt að frekari vexti og að því að laða til viðskipta fleiri erlend fyrirtæki og fjárfesta. Meðal helstu verkefni sem fyrir liggja á þessu ári segir hann vera frekari samhæfingu innlends fjármálaumhverfis því sem algengast er erlendis og stofnun lánamarkaðar með verðbréf í samstarfi við Verðbréfaskráninguna og kauphallaraðila, sem vænst sé að muni stuðla að auknum seljanleika á markaðnum. Þá segir hann verið að hleypa af stokkunum iSEC nýjum markaði fyrir smá og millistór félög, auk þess sem áfram verði unnið að því að efla NOREX-samstarfið og að styrkja sam- starfið við Færeyjar. Hann segir nýrra skráninga færeyskra félaga að vænta á næstu misserum. Metár í sögu Kauphallarinnar Bjarni Ármannsson hefur látið af störfum sem stjórnar- formaður Verðbréfaþings. Vænst er skráningar færeyskra félaga í Kauphöll Íslands á árinu. HORFT TIL FRAMTÍÐAR Bjarni Ármannsson, fráfarandi stjórn- arformaður Verðbréfaþings hf., og Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands og framkvæmdastjóri Verðbréfaþings, horfa yfir sviðið á aðalfundi Verðbréfaþings sem haldinn var á fimmtudaginn var. MARKAÐURINN/E.ÓL. Launagreiðslur, auk bónusa og fríðinda, til dr. Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar, námu 63,3 milljónum króna á síðasta ári, rúmri einni milljón Bandaríkjadala. Hækkuðu þau um meira en helming frá árinu 2004 en þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu deCode genetics. Hækkun milli ára er að miklu leyti komin til vegna 300 þúsund dala bónusgreiðslu. Kári átti 5,6 prósenta hlut í deCode Genetics um miðjan febrúar, sem samsvarar tæpum 1,8 milljörðum króna að mark- aðsvirði. Kári er fjórði stærsti hluthafinn í deCode á eftir T. Rowe Price Associates, sem er stærsti hluthafinn með 12,6 pró- sent, AXA Financial (6,6 prósent) og SAPAC Corporation (5,9 pró- sent). - eþa DR. KÁRI STEFÁNSSON Þáði yfir 63 millj- ónir í launagreiðslur frá deCode á síðasta ári. Hann á hlutabréf fyrir 1,8 milljarða að markaðsvirði. deCode borgaði Kára 63 milljónir Forstjórinn á hlutabréf fyrir 1,8 milljarða króna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.