Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 26
MARKAÐURINN Þýsk-bandaríski bílaframleið- andinn DaimlerChrysler greindi frá því á mánudag að fyrirtæk- ið ætli að innkalla 268.800 bíla af gerðunum Dodge Durango, Dodge Caravan, Grand Caravan og Chrysler Town & Country vegna galla í rúðuþurrkumót- or bílanna. Bílarnir voru allir framleiddir í verksmiðju fyr- irtækisins í Auburn Hills í Michiganríki í Bandaríkjunum á þessu ári og því síðasta. Gallinn felst í því að mótor- inn á það til að bila með þeim afleiðingum að rúðuþurrkurnar virka ekki. Þá hefur bandaríska bifreiðaeftirlitið jafnframt verið látið vita af gallanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá DaimlerChrysler. - jab 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR6 E R L E N T Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Sýningar á nýjustu þáttaröðinni um Sopranos- fjölskylduna hófust í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn. James Gandolfini, sem fer með hlutverk Tonys Sopranos, fær eina milljón dollara, jafnvirði rúmlegra 69,6 milljóna íslenskra króna, fyrir hvern þátt. Aðrir leikarar eru sagðir horfa öfundaraugum til hans en þeir fá um 35.000 til 50.000 dollara, jafn- virði allt að tæplega 3,5 milljóna íslenskra króna, fyrir sömu vinnu. Samningsstaða þeirra er hins vegar talin hafa veikst nokkuð, m.a. vegna þess að færri horfðu á nýjustu þáttaröðina en vonir stóðu til. Einungis 9,5 milljónir áhorfenda sáu fyrsta þátt- inn í mars og er það 2,6 milljónum færri en sáu fyrsta þáttinn fyrir tveimur árum. Aðstandendur HBO sjónvarpsstöðvarinnar, sem framleiðir þætt- ina, segja leikarana geta átt möguleika á launa- hækkunum ef áhorf á þættina aukist. Þá segja þeir ástæðuna fyrir minna áhorfi þá að á sama tíma sýni ABC-sjónvarpsstöðin nýjustu þáttaröð- ina af Aðþrengdum eiginkonum. Til samanburðar horfðu 22,2 milljónir áhorfenda á fyrstu þættina af Aðþrengdum eiginkonum, sem er 12,7 milljón áhorfendum fleiri en sáu fyrsta Sopranos-þáttinn. Aðstandendur þáttanna benda á að þótt fáir hafi kveikt á imbakassanum þegar fyrsti Sopranos-þátt- urinn fór í loftið noti margir aðrar leiðir til að horfa á þá, s.s kaupi þeir staka þætti hjá sjónvarpsveitum eða einfaldlega taki þá upp á myndband. Þeir sem nýta sér þessa möguleika eru hins vegar ekki á lista yfir þá sem sáu fyrsta þáttinn þegar hann var frumsýndur í sjónvarpi og því hljóti þeir að vera mun fleiri sem hafi séð þáttinn á endanum, að sögn HBO. - jab Aukaleikararnir vilja hærri laun Fá 66 milljónum króna minna fyrir hvern þátt en aðalleikar- inn í sjónvarpsþáttunum um Sopranos-fjölskylduna. JAMES GANDOLFINI Hann þarf vart að hafa áhyggjur af fjár- hagnum eftir leik í þáttunum um Sopranos-fjölskylduna. Forsvarsmenn Hróarskeldu- hátíðarinnar hafa látið jafnvirði tæpra 159 milljóna íslenskra króna renna til ýmissa góðgerða- og hjálparsamtaka í Danmörku af andvirði miðasölu á hátíð- inni á síðasta ári. Rúmlega 65.000 manns keyptu miða á Hróarskelduhátíðina í fyrra en búist var við 10.000 fleirum og óttuðust forsvarsmenn hátíðar- innar að hún myndi skila tapi. Hróarskeldusamtökin, sem standa að tónlistarhátíðinni, högnuðust um 229.000 dansk- ar krónur, tæpar 2,6 milljón- ir íslenskra króna, á miðasölu hátíðarinnar. Þá seldust matvör- ur, drykkir og ýmislegt annað á hátíðinni fyrir 155 milljónir danskra króna. Undirbúningur er kom- inn á fullt skrið fyrir næstu Hróarskelduhátíð sem haldin verður dagana 29. júní til 2. júlí í sumar. Á henni koma fram 160 tónlistarmenn og hljómsveit- ir, m.a. Bob Dylan, Sigur Rós, Tool, Arctic Monkeys og Roger Waters, fyrrum meðlimur Pink Floyd, en hann mun flytja Dark Side of the Moon í heild sinni. Sama verk flytur hann í Egilshöll í Grafarvogi í Reykjavík 12. júní næstkomandi. Búist er við að 75.000 gestum á hátíðina í ár. - jab Góðgerðasamtök fá styrk FRÁ HRÓARSKELDUHÁTÍÐINNI 2005 Neysla á léttvíni og sterkum drykkjum hefur aukist mikið í Noregi en bjórneysla hefur dregist saman. Í útreikningum Norsku hagstofunnar um neyslu áfengis í landinu, sem birtar voru í síðustu viku, eru ekki tölur um neyslu heimabruggs, áfeng- is sem smyglað er til landsins og þess sem ferðamenn koma með inn í landið heldur aðeins þess sem keypt er í landinu. Samkvæmt upplýsingum Norsku hagstofunnar skoluðu Norðmenn niður 61 lítra af létt- víni á síðasta ári en það er 5,5 prósentum meira en árið 2004. Sala á sterkum áfengum drykkj- um jókst um 3 prósent á milli ára og nam 11,9 milljónum lítra. Sala á bjór dróst hins vegar saman um tæpt prósent og var neyslan 2,3 milljónir lítra. Bjór trónir á toppnum yfir neyslu áfengra drykkja í Noregi en Norðmenn keyptu 247 milljón- ir lítra af bjór á síðasta ári. Rauðvín fylgir fast á eftir á list- anum yfir vinsæla áfenga drykki í Noregi. Ástæðan fyrir aukinni léttvínsneyslu Norðmanna ligg- ur ekki ljós fyrir en að sögn norska dagblaðsins Aftenposten hafa Norðmenn tekið í auknum mæli upp venjur íbúa í Mið- og Suður-Evrópu hvað léttvíns- neyslu varðar. - jab Aukin vínneysla í Noregi LÉTTVÍNSFLÖSKUR Í VERSLUN Ríkisstjórn Bretlands greindi frá því á mánudag að lægstu laun í landinu muni hækka í október. Tímakaup yngsta aldurshópsins, 16 og 17 ára, hækkar um 30 pens og verður 3,30 pund eftir breyt- inguna. Lægstu laun 18 til 21 árs hækka um 20 pens og verða 4,45 pund eftir breytinguna. Þá hækka lægstu laun 22 ára og eldri um 30 pens, tæp 6 prósent, og muni lægsta tímakaupið verða 5,35 pund, jafnvirði rúmra 654 króna, eftir hækkunina. Launahækkanirnar eru sagðar fara illa í stjórnendur fyrirtækja í Bretlandi sem segja þetta gera fyrirtækjum erfitt fyrir. Hins vegar líkar verkalýðsforingjum vel við hækkun lægstu launa en félögin hafa mikil áhrif innan breska Verkamannaflokksins. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnir fjár- hagsáætlun ríkisstjórnarinnar í breska þinginu í dag. - jab Lægstu laun munu hækka í Bretlandi GORDON BROWN Vill hækka lægstu laun í Bretlandi. Bílar innkallaðir DODGE DURANGO Gallar voru í rúðu- þurrkumótor bíla af þessari gerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.