Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 52
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR28 Við eigum afmæli… 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ! menning@frettabladid.is Peter Anderson er dansari hjá Íslenska dansflokknum og kennir ungum mönnum ný spor. Nemendur hans sanna að strákar geta svo sannarlega dansað. Áhugasamir strákar úr Hagaskóla, Víkurskóla og Austurbæjarskóla mæta í stúdíóið til Peters og félaga hans úr dansflokknum en þetta er í annað skipti sem dansflokkurinn stendur fyrir námskeiði fyrir stráka í 9. og 10. bekk. Þátttakend- urnir eru á annan tug og Peter segir að orkan sé frábær. „Þetta gengur mjög vel, þeir eru með fínar hreyfingar og við höfum náð miklum árangri á skömmum tíma,“ segir Peter. Námskeiðið stendur í þrjá daga en í dag mun fyrri hópur- inn sína afrakstur námskeiðisins í skólunum þremur. Lærdómsríkt fyrir alla Peter hefur kennt mörgum strák- um í gegnum tíðina en hann segir að það séu ákveðnir fordómar gagnvart dansi meðal stráka því þeir haldi að það sé of stelpulegt að dansa. Þegar þeir komi hins vegar og kynnist dansinum skipti þeir um skoðun. „Við höfum unnið vel saman og það gefur nemend- unum mikla hvatningu,“ segir Peter en hópurinn í ár er mjög fjölbreyttur, sumir hafa þjálfun t.d. úr öðrum íþróttum en aðrir ekki. „Þeir eru alls ekki feimnir, þeir völdu að koma hingað og vit- anlega hjálpar það en um leið og þeir mæta gefa þeir allt sem þeir eiga.“ Peter segir að það sé einnig mjög gefandi fyrir kennarana að vinna með svona kraftmiklum hóp. „Mér finnst mikilvægt og gaman að færa dansinn út í sam- félagið,“ útskýrir Peter og bætir við að þetta sé allt önnur nálgun en að vera á sviðinu þar sem dans- arinn er í ákveðinni fjarlægð frá áhorfendunum. Að byrja Peter hefur námskeiðið á því að kynna strákana fyrir dansinum og vinnu dansarans og hita þá upp. „Ég sýni þeim nokkrar æfingar sem við vinnum með, þeir gera síðan sínar eigin hreyfingar og síðan blöndum við þessu saman og gerum úr því verk sem þeir flytja sjálfir,“ segir Peter. Verkið sem strákarnir munu flytja bygg- ir að hluta til á verki eftir dans- höfundinn Rui Horta sem hverfist um hugmyndina um stríð og blekkinguna á bak við friðarvilj- ann. „Það er áhugavert að fylgjast með þeim, þeir eru orkumiklir strákar sem tengja við átökin, stríðsleikina og öskrin,“ segir Peter og áréttar að það sé ekkert erfiðara að fá stráka til að koma fram heldur en stelpur. „Orkan og andinn er sá sami, allar þessar fyrirframgefnu hugmyndir um að strákarnir geti það ekki því þeir hafi ekki dansað áður og þeir séu feimnir er mikill misskilningur, strákarnir láta bara vaða,“ segir kennarinn. Ólíkar leiðir Peter byrjaði sjálfur að dansa fremur seint en hann segir að margir strákar í nútímadansi byrji ekki fyrr en um tvítugt. „Ég hafði þessa orku, það kallar fram minningar fyrir mig og hina strák- ana í hópnum að hitta þessa ungu menn. Við erum allir á sama báti svo orkan er góð,“ segir Peter. Hann segir það fara eftir áhuga- sviðinu hvaða dansstíl fólk velur en nútímadansinn sé mjög opinn. Hann bætir því að stundum sé gott að hafa ekki byrjað of snemma því þá búi enn svo mikið frelsi í dönsurunum og þeir velji fremur að dansa af einskærum áhuga og vilja. kristrun@frettabladid.is KL. 12.00 Þorvaldur Kristinsson fjallar um þætti í lífssögum íslenskra homma á Félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri og reifar spurningar um fjölskyldusambönd og samskipti samkynhneigðra. Erindi sitt flyt- ur hann í stofu L201 á Sólborg við Norðurslóð. > Ekki missa af... Richard Vine, ritstjóra listatíma- ritsins Art in America sem flytur fyrirlestur í fjölnotasal Hafnar- hússins um sýningu Guðjóns Bjarnasonar, AFsprengi HUgsun- ar, kl 17.00. Yfirlitssýningu á verkum Stein- unnar Sigurðardóttur fatahönn- uðar í Gerðubergi. Erindi Hallgríms Helgasonar um íslenskar bókmenntir og eigin verk í Lögbergi, stofu 101, kl. 20.00. Samkoman er á vegum Félags erlendra stúdenta við Háskóla Íslands og Alþjóðaskrif- stofu HÍ. Erindið og umræður fara fram á ensku. Kristján Hreinsson rithöfundur er í forsvari fyrir Fjórmenninga- klíkuna sem heldur Hagyrðinga- kvöld á Næsta bar í kvöld. Þessir hagmæltu félagar leiða nú saman hesta sína í fjórða sinn og ætla að skemmta gestum með kveðskap en auk Kristjáns munu Ómar Ragnarsson, Ragnar Ingi Aðal- steinsson og Sigurjón V. Jónsson koma fram. „Þetta er ekki oft gert hérna í borginni,“ útskýrir Kristján en síðast þegar þeir félagar héldu hagyrðingakvöld á Nasa mættu um 650 manns svo skáldið bendir á að mikill áhugi hljóti að vera á vísnakveðskap. „Þetta er alltaf mjög frjálst í forminu hjá okkur,“ segir Kristján sem sjálfur kveðst semja nokkrar vísur í hverri viku sem telji líklega 400-500 vísur á ári. „Ég safna yfirleitt öllu sem ég sem og eitt sinn tók ég saman limrurnar, ætli þær hafi ekki verið yfir 1.000 talsins,“ bætir hann við en áréttar að hann hafi nú grisjað burt þær sem „voru andvana fæddar“ og þá fækkaði eitthvað í safninu. Kristján byrjaði ungur að setja saman vísur og ætlaði sér alltaf að verða rithöfundur og skáld. „Það hafa allir brageyra, það er bara misjafnt hvernig fólk nýtir sér það og heldur því við,“ segir hann. Kristján er þegar farinn að undirbúa sig fyrir kvöldið, þar sem búast má við skensi og hagleiks- smíðum um herinn og önnur mál sem brenna á fólki þessa dagana. Hagyrðingakvöldið hefst stundvíslega kl. 21.00. Kveðskapur á Næsta bar KRISTJÁN HREINSSON SKÁLD Orkan og áhuginn PETER ANDERSON OG UNGIR DANSARAR Á æfingu hjá upprennandi dönsurum úr Haga- skóla, Austurbæjarskóla og Víkurskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.